Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 49
; í < i ( ( ( < < I I | ) MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 49 BREF TIL BLAÐSINS Frá Eyjólfi R. Eyjólfssyni: ÞEGAR ég var að lesa Vikublaðið í morgun rakst ég á stuðningsyfir- lýsingu frá Helga Seljan og þrem öðrum Alþýðubandalagsmönnum, við Steingrím Sigfússon til for- manns í Alþýðubandalaginu, útaf fýrir sig var ég ekki hissa á þessari yfirlýsingu sem slíkri, ég hef lesið margar og hafa þær skipst á báða bóga. Það sem mér hefur fundist best við flestar þessar yfirlýsingar er hvað þær hafa verið málefnaleg- ar, og menn hafa forðast að skemmta skrattanum með skitkasti og óhróðri. Ég get skrifað undir flest af því sem Helgi og félagar skrifa, þó var tvennt sem ég hnaut um í greininni sem mér fínnst ég verða að gera athugasmed við, annað er það sem sagt er, og hitt er það sem ósagt er og þykir mér það síðar- nefnda öllu verra. Snúum okkur að því fyrra, Helgi segir í sinni grein: Það sem Alþýðu- bandalagið þurfti öðru fremur var samstaða og friður og það var al- menn skoðun að þarna væri kominn frambjóðandi, sem hægt væri að sameinast um átakalaust (þ.e.a.s. Steingrímur). Það er hinsvegar stað- reynd, sem ekki verður umflúin að strax og fleiri frambjóðendur koma fram á sjónarsviðið, skapast tog- Stuðn- ingsyf- irlýsing streita og metingur, tilvitnun lýkur. Hvað eru fjórmenningamir að fara, er nokkuð óeðlilegt við að tveir frá- bærir stjómmálamenn gefí kost á sér til formennsku í flokknum sín- um, og láta þau sér detta í hug að ef Margrét hefði verið fyrri til að gefa kost á sér, þá hefði Steingrím- ur látið þar við sitja, og ekki látið á sér kræla, bara til að halda frið í flokknum. í grein sinni segja Helgi og félag- ar: Sá málaflokkur sem okkur ligg- ur þyngst á hjarta er trygginga- og hagsmunamál öryrkja. Hvergi er niðurskurðarhnífnum beitt af meiri óbilgimi en á þeim vett- vangi. Alþýðubandalaginu treyst- um við þar best til varnar og nýrr- ar sóknar, tilvitnun lýkur. Þarna er ég Helga og félögum innilega sammála, en gleyma þau ekki einu. Var ekki Margrét Frímannsdóttir fulltrúi Alþýðubandalagsins í heil- brigðis- og trygginganefnd Alþing- is, og hver hefur unnið þar betri störf en hún, varla eru Helgi og félagar að hegna Margréti fyrir að vinna verk sín af jafnmikilli sam- viskusemi og hún hefur gert á þeim vettvangi með því að styðja Stein- grím í formannsslagnum, þar hlýt- ur eitthvað annað að liggja á bak við. Ég hef unnið að málum áfengis- og vímuefnasjúklinga í 16 ár, eftir þvi sem vit og geta hafa leyft, á þeim vettvangi hef-ég kynnst mann- eskjunni Margréti Frímannsdóttur hvað best. Mér er vel kunnugt um óeigingjarnt starf hennar í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga, um störf hennar til að bæta aðstöðu þess ógæfufólks sem situr í fangels- um landsins, og ómetanlega aðstoð hennar við aðstandendur þessa fólks. í framboði til forystu í Alþýðu- bandalaginu eru tveir einstaklingar sem standa jafnfætis, og beijast á jafnréttisgrundvelli það er vel, og ég mun hiklaust styðja þann sem sigrar til góðra verka. En ég kýs Margréti. EYJÓLFUR R. EYJÓLFSSON frá Hvammstanga, Dúfnahólum 4, Reykjavík. / Ertu bundin á klafa vanans? Finnst þér eitthvað skorta í líf þitt? Hefur þú gefist upp á að leita hamingjunnar í ytri gæðum? Langar þig að sleppa höftunum og gefa þér frelsi til að njóta þess að vera sú sem þú ert? Vilt þú tengjast sköpunarkrafti þínum og taka þátt í að skapa veröld kærleika, gleði og friðar? Vilt þú læra að þekkja mörk þín og gera öðrum grein fyrir hver þau eru? Vilt þú láta rödd þína heyrast? Vilt þú kynnast hinni líkamlegu og andlegu munúð sem þú öðlast þegar jarðorkan tengist þínu æðra sjálfi? Jóga, leikir, dans og gleði. Námskeiðið er frá 9.-25. október á mán./mið. kl. 20-23. Leiðbeinendur Áslaug HSskuldsdóttir og Ása Jóhannesdóttir. ____________ Kynning laugardaginn 7. okt. kl.13. Jógastöðin Heimsljós, Armúla 15. 2. hæö, s. 588 4200. Móðurstöð Kripalujóga á íslandi. II Mannfræði og sannfræði Frá Þorstein Guðjónssyni: ÞAKKAVERT er það, og reyndar sjálfsagt, að fjömiðlar hafa sýnt hinu nýfundna kumli í Skriðdal eystra áhuga og skýrt frá ýmsu um fund þess og upptöku, eftir að loks var hafist handa um rannsókn. Áhuga- verðari þykir slík rannsókn nú en áður. Furðu mína vakti hins vegar sú staðhæfíng, sem víða kom fram í þessu sambandi, að forn-íslending- ar („víkingar") hefðu verið svo litlir, ég endurtek litlir, að meðalhæð karl- manna hefði mælst um 165 cm. (Hæð kvenna um 10 cm minni). Nokkrum dögum síðar var meðal- hæðin komin niður í 160 cm, en hin fundna beinagrind talin 190 cm og talað um „risa“ í því sambandi. Ég fór nú að hringja í fræðinga til að spyija eftir heimildum um mælingar á fornbeinum, sem þetta sýni, en um þær vissi enginn. Talið hefur verið af góðum mann- fræðingum og mælingamönnum, að meðalhæð karlmanna á goðaveldis- tíma hafi verið um 172 cm. en þó kan sumt að benda til meiri líkams- hæðar. (Sbr. til dæmis Kristján Eld- jám: Saga íslands 1. bindi 1974.) „Risinn" í Skriðdal mun eftir bein- unum að dæma hafa verið a.m.k. 180 cm hár, en allt það sem framyf- ir það hefur verið nefnt er óstað- fest. Það getur verið, en er ekki víst ennþá. Ætla mætti eftir lýsingu, að Eg- ill Skallagrímsson hafí varla verið lægri en 190 cm en ef til vill mun hærri. Ruglið um 160 cm líkamshæð mun eiga rætur sínar í dálítið sér- stöku hugarfari nokkurra lærdóms- manna, sem eiga erfítt með að sætta sig við það, sem sannara reynist. Eins og til dæmis þessir, sem ætla að telja mönnum trú um að kvæði Egils Skallagrímssonar — sem eru meðal gimsteina heimsbókmennt- anna — séu skálduð inn í tilbúna sögu til þess að láta líta svo út að hún væri sönn. (!) Það er samræmið milii sögunnar annars vegar og kvæða og vísna hins vegar sem mest hefur angrað þá sem ekki mega hugsa til þess, að sagan sé sönn: Egill er hinn sami í eigin kveð- skap og í lýsingu sögunnar. En þetta ber auðvitað þannig að skilja að söguhöfundurinn, sem hefur verið þaulkunnugur kveðskapnum, hefur gert hann að uppistöðu í mannlýs- ingu sinni eða a.m.k. fágað lýsing- una eftir honum. Ártalið á hinu hugsaða tiltæki er uppgefíð 1240, svo að ætla mætti, að vinnubrögðin væru nákvæm. En það eru þau ekki, því vitnað er í kvæði Egils um 1225 í Skáidskapar- málum, enda er allur þessi mála- rekstur gegn sögunni næsta brosleg- ur. Furðuleg er hræðsla sumra ís- lendinga við allt sem betur varpar ljóma yfír foma sögu lands og lýðs. Ég held að hún hljóti að vera algert einsdæmi, þessi barátt sumra íslend- inga gegn eigin sögu þjóðarinnar. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. sFrilel djúpsteikingarpoftana Sérhannaðir pottar fyrir heimili sem steikja eins og pottar á veitingastöðum. Helstu kostir: Olian brennur ekki og hún endist þrisvar sinnum lengur. 18/10 stál í potti - engin tæring frá áli. Frönsku kartöflurnar verða stökkar og fallegar. Auðveld þrif. Ytra byrði hvítt eða stál. Stærðir: 2, 3, 3.5 og 4lítra. Verð frá aðeinskr. 9.900. Kfí Einar Kr Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 © 562 2901 og 562 2900 i alain : mikli : LIN5AN Aöalstræti 9 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.