Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 27 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn VILHJÁLMUR G. Vilhjálmsson: Vífilsstaðir I, pastelolía. HÁKON O. Hákonarson: Brennisteinsalda, olía. Árstíðirnar Myndlist er heyrnarlausum mikilvægt mál. Þóroddur Bjarnason leit inn á sýningu fjögurra heyrnarskertra listamanna. I LISTHÚSINU í Laugardal sýna þau Sunna Davíðsdóttir, Arnþór Hreinsson, Hákon 0. Hákonarson og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson verk sín. Þau eru heyrnarskert og sýn- ingin er sett saman í tilefni af degi heyrnarlausra sem var helgina 22. - 24. september síðastliðinn. Sýningin nefnist tónlist augans og dregur heiti sitt af þeirri skilgrein- ingu aðstandenda sýningarinnar að heyrnarlausir upplifi sérstaka tónlist með augunum. Fyrir heyr- andi gesti er kannski erfitt að upp- lifa verkin sem tónlist því þau eru í engu frábrugðin annarri myndlist sem sýnd er hvort sem hún er gerð af heyrandi eða heyrnarlaus- um. Þrjár mynda Arnþórs Hreins- sonar heita Árstíðirnar, nr. 1, 2 og 3. Nærtækt er að hugsa til árstíða annars listamanns sem var uppi fyrir um 300 árum og hét Vivaldi. Hann var tónskáld og túlk- aði þær með tilþrifum eins og Arn- þór gerir líka en þó saknar maður fjórðu árstíðarinnar. Myndir Arn- þórs eru fullar af lífi og hreyfingu og fjölskrúðugt litaspilið er yfir- leitt bjart og skrautlegt þó dimm- asta árstíðin sé þung í vöfum eins og við íslendingar könnumst við hana. Mynd hans, Náttúran hljóð- lausa er óneitanlega hljóðlaus fyrir blaðamann einnig og táknið í miðri mynd minnir á undarlega tónkvísl, hljóðlausa líka. Einmana staur Árstíðirnar eru ekki bara í myndum Arnþórs heldur líka hjá hinum listamönnunum. Vilhjálmur teiknar landslag á vetri sem sumri þar sem ætíð er að finna einhver mannanna verk hvort sem það eru hús við sjónarrönd eða einmana staur sem einhver hefur rekið nið- ur og skilið eftir fyrir listamanninn að teikna. Vetrarmyndir eru ekki algengar hjá landslagsmálurum hér á landi því okkur er tamara að dásama sumarið sem staldrar alltaf stutt við eins og fyndinn frændi sem kemur í heimsókn einu sinni á ári. Korpúlfsstaðir eru eitt mynd- efna hans. Falleg mynd og verður ósjálfrátt áhugaverð í ljósi deilna um framtíð byggingarinnar. Kannski væri best að listamenn festu húsið rækilega á blað, striga eða annað og þar með væri húsið orðið ódauðlegt, hvað sem henti. Borgarlandslagið er honum einnig efniviður og breytist Breið- holtið með húsaröðunum efst á holtinu í eins konar virkisvegg og kvöld í Reykjavík má skoða í sam- hengi við sólarlag við tjörnina sem Þórarinn B. Þorláksson málaði hér um árið. Ur iðrum jarðar Tilhneiging manna til að sjá eitt- hvað út úr myndum sem „heita“ Án titils er rík. Ég stóð mig að því að reyna það líka og landslag- ið kom þá upp í hugann þó mynd- irnar séu kannski án titils til að á þær sé litið sem sjónarspil fyrir augað og vinnslustöðvar heilans. Þó kvenlegt sé ekki rétta lýsingar- orðið yfir sumar myndanna eru þær ljúfar og unnar með natni. Þunnur pappírinn sem settur er yfir litaspilið hitti mínar fínustu taugar. Hákon 0. Hákonarson, eða H. Oddgeir, sver sig óneitanlega í flokk sígildra landslagsmálara og tekur landslagið kunnuglegum tökum þó krafturinn fyrir neðan landslagið sem hann málar í mynd sinni Úr Krýsuvík sé þarna með í mynd og sýnir sig með gufu- blæstri. Myndlist úr iðrum jarðar komin til okkar og alla leið inn í Laugardal í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. október og er opin alla daga frá kl. 14 - 18. SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin sýður vatniðjyrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun - engri lík. Tllboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og Búið, H.G. Guðjónsson, Suðurveri. Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði.SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavík. Samkaup, Keflavík. Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi.Trésmiðjan Akur, Akranesi.Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Versl.Hamar, Grund.arfirði. Versl.E.Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Skandi hf., Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Laufið, Bolungarvík. Húsgagnaloftið ísafirði, Straumur hf., ísafirði. Kf. Steingríms- fjarðar, Hólmavík. N0RÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Kf. Lang- nesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Kf. Fram, Neskaupsstað, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðs- fjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Árnesinga, Vík. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Versl, Mosfell, Hellu.Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi. Mggff Einar MmM Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. LEIRSTYTTUR Margrétar. Leirstyttur á Akranesi MARGRÉT Jónsdóttir opnar vinnustofu sína á ný að Melteigi 4 á Akranesi, laugardaginn 7. október kl. 14 með sýningu á leirstyttum tengdum íslenskum þjóðsögum. Sýningin verður opin frá kl. 16-19 virka daga en frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á miðviku- dögum. Sýningunni lýkur 21. október og eftir það verður vinnustofan opin frá kl. 17-19 frá mánudegi til föstudags, eða eftir sam- komulagi. Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa. EIGNARHALDSFELAGIÐ ALÞYÐUBANKINN HF. kt. 420171-0139 Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Hlutabréf Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. liafa verið skráð á Verðbréfaþingi Islands. Skráningarlýsingar, ársreikninga og samþykktir Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. má nálgast hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka, Ármúla 13a. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.