Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 23 ERLEIMT ESB fagnar samkomulagí um Slavoníu Madríd, Sar^jevo, Genf. Reuter. E VRÓPU S AMB ANDIÐ (ESB) fagnaði í gær samkomulagi sem Króatar hafa náð við serbneska ráðamenn í Austur-Slavoníu og sagði að um gæti verið að ræða fyrstu skrefin í átt til víðtæks frið- arsamkomulags. Fulltrúar deiluaðila hittust í borg- inni Erdut í Króatíu í fyrradag og náðu þar samkomulagi um grund- valiaratriði sem höfð verða til hlið- sjónar við hugsanlega sáttargjörð í deilu þeirra um austurhluta Slavo- níuhéraðs. Serbar tóku svæðið af Króötum fyrir nokkrum árum. Ekki var nákvæmlega kveðið á um hvort Króatar tækju við yfirráð- um í austurhluta Slavoníu en hins vegar mun gert ráð fyrir því í sam- komulaginu að af því geti orðið eft- ir tveggja ára aðlögunartíma. Spánveijar, sem fara með forystu- hlutverk í ESB þessa mánuðinaj fögnuðu samkomulaginu í gær. I tilkynningu, sem þeir gáfu út fyrir hönd sambandsins, voru báðir aðilar hvattir tii að láta einskis ófreistað til að ná friðarsamkomulagi á grund- velli niðurstöðunnar í Erdut. Talið var að samkomulag Króata og ráðamanna Serba í Slavoníu gæti auðveldað tilraunir bandaríska sáttasemjarans Richards Holbrookes og Carls Bildts, milligöngumanns ESB, til að semja um vopnahlé í Bosníu. Komu þeir til Sarajevo í gær til viðræðna við fulltrúa múslima. Króatar sakaðir um mannréttindabrot I leynilegri skýrslu, sem eftirlits- menn ESB hafa sent frá sér, er komist að þeirri niðurstöðu, að er króatískar hersveitir náðu Krajina- héraðinu aftur á sitt vald, hafi þær farið ránshendi um heimili Serba, brennt hús þeirra og myrt ijölda óbreytta borgara. Innihaldi skýrsl- unnar var lekið til fjölmiðla í gær, en talið er að hún eigi eftir að veikja málstað Króata. Hermt er að eftir- litsmenn mannréttindafulltrúa Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í Genf hafi komist að sömu niðurstöðu. Sænskir jafnað- armenn deila um niðurskurð Stokkhólmi. Reuter. HARÐAR deilur hafa brotist út innan sænska jafnaðarmannaflokksins vegna áforma flokksforystunnar um niðurskurð í velferðarmálum. Göran Johans- son, borgarstjóri Gautaborgar, sem sæti á í framkvæmdastjórn flokksins, ritaði blaðagrein um helgina þar sem hann sagði flokkinn vera á rangri braut og væri það skýringin á fylgishruni meðal almennings í skoðanakönnunum. Flóð í Norður-Kóreu 50% upp- skerubrest- ur í hrís- gijónarækt Tókíó. Reuter. HRÍSGRJÓNAUPPSKERA norður- kóreskra bænda verður helmingi minni en venjulega vegna tjóns af völdum flóða í ágúst, að sögn jap- önsku matvælastofnunarinnar. Fulltrúar stofnunarinnar sömdu við norður-kóreska stjórnarerindreka í Peking í gær um aukna neyðarað- stoð við Norður-Kóreu. Samþykktu Japanir að láta Norð- ur-Kóreumönnum í té 200.000 tonn af hrísgijónum til viðbótar 300.000 tonnum sem þeir ákváðu að sendu þangað í júní sl. „Staðfest var að uppskeran yrði einungis um 3,77 milljónir tonna í stað áætlaðra 5,67 milljónir tonna,“ sagði japanskur embættismaður í gær. „Þá eru horfur á því að upp- skera næsta árs verði einnig langt undir settu markmiði, að a.m.k þriðjung muni vanta“, bætti hann við. Hrísgijón er uppistaða í fæðu Norður-Kóreumanna. Landið hefur verið mjög einangrað og ráðamenn fullyrt að þar væru menn sjálfum sér nógir með matvæli. Þess vegna kom mjög á óvart er yfirvöld í Py- ongyang sneru sér til suður-kóre- skra og japanskra stjórnvalda fyrr á árinu og fóru fram á neyðarhjálp vegna uppskerubrests sl. vor. „Þetta er ferli sem á sér stað án þess að flokksþing eða einhver önn- ur stofnun flokksins hafi komið við sögu,“ segir Johansson. Ingvar Carlsson lætur af embætti sem forsætisráðherra og flokksform- aður á næsta ári og er nú talið hugs- anlegt að Johansson verði frambjóð- andi vinstriarms flokksins í embætt- ið. Líklegast er þó talið að Mona Sahlin, sem telst til miðjumanna, verði kosinn flokksformaður. Carlsson var ekki nefndur á nafn í greininni en hann reiddist henni mjög þar sem greinilegt var að gagn- rýninni var beint að niðurskurðará- formum hans og Görans Perssons fjármálaráðherra. „Hann [Johans- son] hefur gengið of langt,“ var haft eftir Carlsson í fjölmiðlum á mánudag. Bertil Jonsson, forseti sænska Alþýðusambandsins, lýsti hins vegar yfir stuðningi við sjónarmið Johans- sons. „Ég skil reiði [forsætisráðherr- ans] þegar hann er gagnrýndur opin- skátt á þennan hátt. Þessi óánægja er hins vegar að bijótast út um allt land,“ sagði hann á þriðjudag. Nýttu þér a Krabbaméf sum niiimit ooo mo V KRABBAMHNS $ RÁÐGJÖFIN ✓ Islenskir ostar O p ið hús að Bitruhálsi NÝJUNGAR VERÐA KYNNTAR! Verið velkomin á Ostadaga um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í ostagerð. Boðið verðar upp á osta og góðgæti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk þess sem gestum gefst tœkifœri til að kaupa íslenska gœðaosta á sérstöku kynningatyerði. ÍSLENSKT GÆÐAMAT Birtar verða niðurstöður íslenska gœðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. OSTAMElSTARi ÍSLANDS Um helgina verður Ostameistari Islands útnefndur. ALLT UM OSTA Ostameistararnir verða á staðnum og sitjafyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. OSTARÁ KYNNINGARVERÐI B Gríptu tœkifœrið og kauptu þér íslenska afbragðsosta! OPIÐ HÚS að Bitruhálsi, laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. okt., milli kl. 13 og 18. OSTA OG SMJÖRSALAN SE HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.