Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA Stöðugleiki, hagvöxtur og aukin atvinna HERRA forseti, ' ' góðir áheyrendur. Nýtt löggjafarþing er að hefjast. Þessi aldagamla stofnun er enn að hefja störf í þjóðarþágu. Hugsaniegt er að einhveijum þyki undarlega tekið til orða, þegar fullyrt er, að Alþingi sé komið saman með þeim einlæga ásetningi að setja þjóðar- hagsmuni öðrum kröfum ofar og að það sé ekkert nýtt. Það er nefnilega sú undarlega staða uppi, að til eru þeir menn sem nefna Alþingi naum- ast á nafn, án þess að láta þess getið í leiðinni, að þar sitji, almennt séð, illviljaðir andstæðingar þjóðar- innar og skipti þá minnstu máli úr hvaða pólitíska ranni þeir komi. Það sé sameiginlegt keppikefli þeirra allra, meira og minna, að gera þjóð- inni grikk. Jafnvel menn, sem taldir eru gegna svo ábyrgðarmiklum stöð- um að þeim eru skömmtuð fjórfold eða fimmföld laun aiþingismanna, láta sig ekki muna um að líkja þess- ari stofnun við samfélag bófa og þjófa. Ég geri þessar öfgar að um- talsefni, þótt mér, sem öðrum þing- mönnum, sé fullljóst, að Alþingi þarf ekki að þafa stærstar áhyggjur af þess háttar ábyrgðarlausu tali. Hitt skiptir hins vegar máii, að yfir- bragð þinghaldsins og sá þáttur starfa þess, sem helst snýr að al- menningi, endurspegli. þá miklu vinnu og þau vönduðu störf, sem hér eiga sér stað, frá morgni til kvölds. Það verður aldrei hjá því kömist, að hlutur málstofunnar í störfum þingsins verði mest áber- andi út á við og hætta er á, vegna eðlis hennar, að umræður á þeim vettvangi geti gefið skakka mynd af öllu því sem hér fer fram. Sem betur fer, benda mörg ótví- ræð merki til þessi, að hinn ómerki- legi áróður gegn Alþingi nái ekki eins langt inn í þjóðarvitund og í fljótu bragði virðist. Þannig er hin almenna þátttaka í alþingiskosning- um, sem er einhver sú mesta í veröld- inni, auðvitað talandi tákn þess, að íslendingar líta á þessa stofnun sem eina sína mikilvægustu og vilja hafa sín áhrif á hveijir hér sitja. Mjög margir hafa einlægan áhuga á að fylgjast grannt með störfum þings- ins. Þeir munu sjá, að á þessu þingi koma fjölmörg athyglisverð mál til meðferðar og þingið mun kosta kapps um að efla þjóðarhag og menningu lands á alla lund. Bati eftir sjö ára stöðnun Herra forseti, í stefnuræðu minni, hinn 18. maí síðastliðinn, var þess getið, að þótt alllangan tíma muni taka að vinna sig út úr sjö ára stöðnunarskeiði, þá sé bati að verða á flestum sviðum efnahagslífsins. Ekkert bendir til að þama hafí verið tekið of sterkt til orða. Hagvöxtur á íslandi verður um eða yfír 3% á þessu ári, annað árið í röð. Sá vöxtur er sambærileg- ur við það sem þekkist frá iðnríkjun- um og mestu máli skiptir að við höfum forsendur til að tryggja áframhaldandi hagvöxt og þar með að efla og treysta atvinnulífið í land- inu og bæta lífskjör allrar þjóðarinn- ar. En þótt efnahagsástandið sé þannig jákvætt eru forsendurnar brothættar og við verðum öll að gæta að okkur. Efnahagslegur sjtöð- ugleiki og varfærni í ríkisfjármálum eru forsendur framfara, lágra vaxta, öflugs atvinnulífs og þar með atvinnuöryggis. Þau markmið sem ríkisstjómin hefur sett sér í gengis- málum, peningamálum og ríkisfjár- málum miða öll að því að treysta þennan grundvöll. Ríkisstjórnin vill virkja framtak einstaklinganna í þágu aukinnar verðmætasköpunar og stuðla að hagræðingu í íslensku atvinnulífi, hvort sem er í opinberum rekstri eða einkarekstri. Sumir ótt- uðust að sá jákvæði blær sem var Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu á Alþingi í gærkvöldi. Ræðan í heild fer hér á eftir. Yfirskrift og millifyrir- sagnir eru blaðsins. á þjóðhagsáætlun á síðastliðnu hausti væri meira í ætt við ósk- hyggju en raunveruleika og til voru þeir sem kölluðu hana kosningaleg- an fagurgala. En framvindan á því ári, sem nú er alllangt gengið, hefur verið nær algjörlega í takt við þá þjóðhagsáætlun, reyndar öriítið hagstæðari. Hagvöxtur verður þannig töluvert meiri en þá var gert ráð fyrir, en verðbólga, við- skiptajöfnuður og atvinnuleysi svip- að því sem þá var reiknað með. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á hvern mann mun aukast um 3,5% á þessu ári og tæp 6% á tveimur árum. Er sú kaupmáttaraukning nokkuð umfram vöxt þjóðartekn- anna. Hefur ekki lengi orðið meiri kaupmáttaraukning, ef frá eru talin árin 1986 - 1987, en ávinningurinn þá var byggður á fölskum forsend- um og hrundi með braki og bresti. Þótt þjóðhagsáætlun, sem lögð hef- ur verið fram á þinginu, bendi til að hagvöxtur á árinu 1996 verði nokkru minni en í ár getur margt orðið til þess að breyta þessum horf- um til hins betra. Þannig er óvissa enn um stækkun álversins við Straumsvík og er slík stækkun því ekki innifalin í þjóðhagsáætlun. Ákvörðun af eða á um stækkun ál- versins mun liggja fyrir á þessu ári. Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að aukin hagræðing í at- vinnulífinu muni skila nokkuð meiri ávinningi en menn treysta sér til að reikna með á þessari stundu. Þjóðhagsáætlunin er því sett fram með varfærnum hætti og hagvöxtur á næsta ári gæti orðið svipaður og í nágrannalöndunum, ef okkur tekst að halda vel á spilunum. Ríkisstjómin hefur það að megin- markmiði í stjórnun peningamála að stuðla að stöðugu verðlagi og hornsteinn þeirrar stefnu er að gengi krónunnar raskist ekki. Með- algengi krónunnar hefur ekki riðlast nú um tveggja ára skeið og er sú gengisfesta táknræn fyrir öryggi í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin samþykkti nú í haust hugmyndir Seðlabanka íslands um nýja gengis- skráningarvog sem væri raunsærri og meira í tengslum við vöru- og þjónustuviðskipti íslands við um- heiminn en hin fyrri gengisskrán- ingarvog. Áformar bankinn að tryggja að þau tengsl rofni ekki og verður því gengisvogin endurskoðuð árlega miðað við viðskipti landsins út á við. Það blandast engum hugur um að stöðugleikinn í gengismálum hefur átt verulegan þátt í því að lækka verðbólgu í landinu og mynda þann trausta ramma fyrir atvinnu- starfsemi á íslandi, sem menn fínna fyrir nú. Engin minnsta ástæða er til þess að hverfa frá þeim stöðug- leika sem er í gengismálunum enda er afgangur af viðskiptum við út- Davíð Oddsson lönd, og raungengi og verðbólga eru í sögulegu lágmarki. Nokkur vaxtahækkun varð á fyrstu mánuðum þessa árs, ekki síst á skammtímamarkaði. Á því eru allmargar skýringar, s.s. eins og erlendir vextir, óróleiki í tengslum við kjarasamninga og verkföll í upp- hafí árs og einnig skapar kosninga- barátta og óvissa um ríkisstjórnar- myndun jafnan óróleika á markaði. Skammtímavextir tóku síðan að lækka nú á miðju þessu ári og eru vextir því enn mun lægri en þeir voru fyrir vaxtaaðgerðir þáverandi ríkisstjórnar og Seðlabanka íslands haustið 1993. Varanlegmr hagvöxtur - lækkun erlendra skulda Ollum sérfræðingum ber saman um að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr halla ríkissjóðs á þessu ári og framtíðaráform í þeim efnum muni leiða til lækkunar vaxta, auk þess sem nokkur vaxtalækkun hefur þegar orðið erlendis. Markmiðin í ríkisfjármálum speglast glöggt í því fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráð- herra hefur lagt fram og ljóst er að niðurstaða þess er í fullu sam- ræmi við stefnuyfírlýsingu nýrrar ríkisstjómar. Þar er höfuðáhersla lögð á að skapa skilyrði til varan- legs hagvaxtar og aukinnar atvinnu, án þess að verðlag fari úr böndum og jafnframt að halda áfram að lækka erlendar skuldir þjóðarinnar. Þessi stefnumörkun nær ekki fram nema að henni sé fylgt eftir með aðgerðum á fjölmörgum sviðum. Það er hægt að færa efnahagsleg rök fyrir því að ríkissjóð megi reka með halla tímabundið, ekki síst á tímum samdráttar og vaxandi at- vinnuleysis. Hér á landi hefur stór- felldur hallarekstur ríkisins frekar talist til reglu en undantekningar. Nú þegar kaupmáttur almennings mun fara vaxandi og afkoma þjóðar- búsins batnar er áríðandi að tryggja jafnvægi í fjármálum ríkisins. Við þingmenn hljótum, hvar í flokki sem við stöndum, að geta náð sátt um það markmið að safna ekki skuldum þegar hagvöxtur er tekinn að glæðast á ný. Við skulum muna að jafnvægi í ríkisfjármálum er ekki aðeins hagfræðilegt hugtak heldur forsenda þess að fjárfesting í at- vinnulífínu aukist, vextir lækki og störfum fjölgi. Við erum með öðrum orðum að ræða um þau sameigin- legu markmið að bæta lífskjör allra heimila í landinu. Á næsta ári munu heildarútgjöld ríkissjóðs lækka nokkuð að raun- gildi og hlutfall útgjalda af lands- framleiðslunni mun lækka umtals- vert og ekki hafa verið lægra í átta ár. Þetta er mikill árangur. Tekjur munu aukast nokkuð, en þó mun heildarskattbyrðin minnka vegna þess að hiutfall tekna af landsfram- leiðslu mun lækka frá síðasta ári. Reyndar hefur skattbyrðin ekki ver- ið lægri á þá mælistiku mælt frá árinu 1987. Unnið er að ýmsum umbótum í skattamálum í samræmi við stefnumál ríkisstjómarinnar. Hafínn er undirbúningur að heildar- endurskoðun á tekjuskattskerfínu, ekki síst með það fyrir augum að draga úr jaðaráhrifum skattkerfís- ins. Verða fyrstu skrefin í þá átt stigin þegar á næsta ári. Á síðastliðnu vori mótaði ríkis- stjórnin langtímastefnu um nýtingu þorskstofnsins á grundvelli undir- búningsvinnu Hafrannsóknastofn- unar og Þjóðhagsstofnunar. Sér- fræðingar þessara stofnana telja, að sú langtímastefna eigi að tryggja þjóðinni hámarksafrakstur af þorsk- stofninum á ókomnum árum. Þótt talið sé að klak þorsks á síðasta vori hafí heppnast þokkalega er ekki við því að búast að snögg umskipti verði varðandi leyfilegan þorskafla á komandi árum, heldur er gengið út frá hægt vaxandi aflaheimildum frá ári til árs. Fiskveiðistjómunin mun áfram byggjast að mestu á aflahlut- deildarkerfí en jafnframt verður gerð úttekt á mismunandi leiðum við fisk- veiðistjómun og niðurstöðumar nýtt- ar við þróun hennar. Vafasöm umfjöllun fjölmiðla Þjóðfélagsumræðan á íslandi virðist gjarnan verða sveiflukennd- ari en víðast hvar annars staðar, að minnsta kosti í nálægum löndum. Stundum er eins og svartnættið grípi þjóðina fyrirvaralítið og þá ekki síst fjölmiðla og dökkna þá flestir litir litrófsins undraskjótt. Það vakti athygli margra er einstak- ir fjölmiðlar, jafnvel þeir sem vilja láta taka sig alvarlega, byijuðu skyndilega að hamra á því að lífs- kjör íslendinga væru mjög bágborin í samanburði við aðrar þjóðir og landflótti væri geigvænlegur. I rauninni þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta landflóttatal, því óyggjandi tölur liggja fyrir um það atriði og sýna þær að oft áður hafa fleiri flutt af landi brott umfram þá sem hingað flytja en gerst hefur upp á síðkastið. Því fer ekki á milli mála að meintur landflótti hefur verið ýktur stórlega af hvaða ástæð- um sem það er gert. Samanburður- inn á lífskjörunum er annað mál. Engu var líkara en að lífskjör á ís- landi hefðu breyst til hins verra á hálfu ári, og spurt var, hvað orðið hefði af efnahagsbatanum! Virtist viðkomandi fjölmiðill alveg undrandi á því að þriggja prósenta hagvöxtur hefði ekki í einni svipan bætt fyrir sjö ára stöðnun í íslensku efnahags- lífí og það lífskjaratap sem óðaverð- bólga í tvo áratugi hafði valdið! Hitt er rétt að hafa í huga, að flók- ið er að bera saman lífskjör ein- stakra þjóða. Vissulega er hægt að skoða verð á einstökum vörutegund- um og þá fást auðvitað niðurstöður í samræmi við þann þrönga mæli- kvarða. Vín og rósir gefa til dæmis allt aðra mynd í slíkum samanburði en húsnæði og heilsugæsla, svo dæmi sé tekið. Slíkur samanburður er því meira í samræmi við áróðurs- lega tilburði en eiginlegar úttektir Hagvöxtur verður þannig töluvert meiri en þá var gert ráð fyrir. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á hvern mann mun aukast um 3,5% á þessu ári og tæp 6% á tveimur átum. Er sá kaupmáttur nokkru umfram vöxt þjóðartekna. og er því afar vafasöm aðferð svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Heildarmælikvarðar, s.s. landsfram- leiðsla á mann og einkaneysla, segja ekki heldur alla söguna, en gefa þó miklu skýrari mynd af lífskjörunum heldur en sá villandi samanburður sem ég gerði að umtalsefni. Á siíka mælikvarða eru lífskjörin yfír með- altali annarra iðnríkja. Þannig var landsframleiðsla á mann á árinu 1993 um 7% meiri en að meðaltali í OECD-ríkjunum og frá þeim tíma hefur hagvöxtur og kaupmáttur aukist ívið meira en að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Tilraunir til að meta þjóðarauð láhda sýna einn- ig hagstæðar niðurstöður fyrir ís- land. Þannig birti Alþjóðabankinn nýlega niðurstöður sínar um auðug- ustu ríki heims byggðar á mati bankans á mannauði, náttúruauð- lindum og fjármunaeign þjóða. Skemmst er frá því að segja, að ísland lenti í sjöunda sæti í þessari athugun bankans og er samkvæmt því í hópi auðugustu þjóða heims, til að mynda auðugra 'en sjálf Bandaríki Norður-Ameríku, mælt á þennan mælikvarða. Upp á síðkastið hefur vísitala neyðsluverðs hækkað töluvert, ekki síst vegna hækkunar á matvæla- verði. Hafa ýmsir dregið þá ályktun af þessari þróun að verðbólga væri að fara úr böndum. Sú ályktun er fráleit. Matvælaverð getur sveiflast allmikið, eins og löng reynsla er fyrir, bæði eftir árstíðum og tíðar- fari og það eru einmitt slíkir þættir sem skýra hækkun vísitölunnar að undanförnu, en þegar á allt er litið, þá má ætla að vísitala neysluverðs hækki minna á þessu ári en reiknað var með í bytjun árs. Almennt var reiknað með því að vísitalan mundi hækka um 2 - 2,5% en nú bendir flest til að hækkunin verði innan við 2%. Gert er ráð fyrir því að sama vísitala hækki um 2;5% á næsta ári og því fer ekki á milli mála að verð- lagsþróun hér á landi verður hag- stæðari en víðast hvar annars stað- ar, bæði á þessu ári og því næsta. V innumar kaður inn Herra forseti, Um langt skeið fór störfum fækk- andi hér á landi. Þessari þróun hef- ur nú verið snúið við og störfum fjölgar á ný. En nýju fólki á vinnu- markaði hefur einnig fjölgað og þess vegna hefur ekki enn tekist að draga úr atvinnuleysinu. Gangi efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar fram mun störfum halda áfram að fjölga á þessu kjörtímabili og grund- völlur atvinnulífsins að styrkjast. Engu að síður verður að grípa til fjölmargra aðgerða af hálfu ríkis og sveitarfélaga til að mæta vanda- málum þeirra sem við atvinnuleysi búa. Nauðsynlegt er að efla vinnu- miðlun og endurskoða lög um hana. Félagsmálaráðherra hefur þegar skipað nefnd til að endurskoða at- vinnuleysisbótakerfið. Tilgangurinn er að styrkja stöðu þeirra sem þess kerfís eiga að njóta, en jafnframt er leitast við að koma í veg fyrir misnotkun þess. Stefnt er að því að efla starfsmenntun, enda er at- vinnuleysi mest meðal ófaglærðs fólks. Þá er þýðingarmikið að endur- skoða samskiptareglur þær, sem gilt hafa á vinnumarkaði og laga þær að því sem gildir í helstu sam- keppnis- og viðskiptalöndum okkar. íslenskt atvinnulíf verður að búa við samskonar skilyrði og aðrir, þótt nauðsynlegt sé að taka tillit til sérís- lenskra aðstæðna. Það er ekki vafi á því að stöðugleikinn í landinu, traust gengi, lækkandi vextir og vinnufriður mynda frjóan jarðveg fyrir blómstrandi atvinnulíf. Markaðsaðstæður orkufreks iðn- aðar eru nú mjög góðar og eru þar allmörg mál á döfínni, sem sum hafa verið rædd opinberlega en önnur eru á undirbúningsstigi. Það er þó álit flestra, að helsti vaxtarbroddur at- vinnulífsins felist í litlum eða meðal- stórum fýrirtækjum. Þangað sé flest störf að sækja og mesta verðmæta- sköpun og einmitt í slíkum fyrirtækj- um fá nýjar hugmyndir fýrr flug en í hinum stærri. Þegar er hafíð átak í eflingu slíkra fyrirtækja, meðal annars með öflun upplýsinga um aðgang að tækifærum á Evrópska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.