Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D tvttuuINbiMfr STOFNAÐ 1913 226. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Styttu bjargað FRANSKIR fornleifafræð- ingar björguðu í gær 1500 ára gamalli grísk-róm- verskri styttu sem hefur leg- ið í sjónum á þeim stað þar sem vitinn á Faros-eyju við Alexandríu var þar til hann hrundi um 1300. Vitinn var 130 metra hár og talinn eitt af sjö undrum veraldar. Valdaráninu á Comoroeyjum lokið eftir íhlutun Frakka Málaliðarnir leysa forsetann úr haldi París. Reuter. MÁLALIÐAR undir stjórn franska ævintýramannsins Bobs Denards létu forseta Comoroeyja lausan í •gær eftir að hafa haldið honum í sex daga. Caabi Elyachroutu, for- sætisráðherra eyjanna, myndaði nýja þjóðstjórn eftir að um 600 franskir hermenn voru sendir til eyjanna í gærmorgun. Hermennirnir náðu fljótlega flug- vellinum, höfninni og nágrenni franska sendiráðsins á sitt vald. Fjórir eða fimm Comorobúar biðu bana í átökunum og tíu særðust, þeirra á meðal tveir franskir blaða- menn. Ekkert mannfall varð meðal frönsku hermannanna. Denard var í gærkvöldi í herbúð- um nálægt Moroni sem frönsku hermennirnir höfðu umkringt. „Ég Forsætisráðherr- ann myndar nýja þjóðstjórn iðrast einskis," sagði hann og kvaðst vera að semja við franska herinn um uppgjöf. Hann bjóst við því að gefa sig á vald hermönnunum í dag. Denard sóttur til saka Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði að Denard yrði handtekinn og leiddur fyrir rétt í Frakklandi. 33 málaliðar, flestir Frakkar, voru undir stjórn Denards, sem naut einnig stuðnings 800 her- Reuter FRANSKI ævintýramaðurinn Bob Denard (með gleraugu á myndinni) og Combo Ayouba kafteinn (t.v.) við höfuðstöðvar sínar nálægt Moroni eftir að franskir hermenn höfðu umkringt þær. Þýskur dómstóll fellst á framsalsbeiðni yfirvalda í Singapore Nick Leeson áfrýjar Frankfurt. Reuter. HÉRAÐSDÓMSTÓLL í Frankfurt úr- skurðaði í gær að framselja bæri breska bankamanninn Nick Leeson til Singapore vegna ásakana um að hann hefði gert Barings-banka gjaldþrota með áhættu- viðskiptum sínum í útibúinu þar. Lögfræðingur Leesons sagði að úr- skurðinum yrði áfrýjað til þýska stjórn- lagadómstólsins á þeirri forsendu að hann gengi í berhögg við stjórnarskrána. Þýska stjórnin verður einnig að samþykkja framsalið. Af þessum sökum gætu liðið margir mánuðir og allt að tvö ár þar til ljóst verður hvort Leeson verður fram- seldur. Leeson, sem er 28 ára, hefur verið í fangelsi í grennd við Frankfurt frá því í mars þegar hann yar handtekinn á flug- velli borgarinnar eftir sex daga leit að honum. Yfirvöld í Singapore vilja sækja hann til saka fyrir skjalafals og fjársvik vegna svokallaðra afleiðuviðskipta hans sem urðu til þess að bankinn tapaði sem svarar rúmlega 90 milljörðum króna. Leeson sagði í viðtali við BBC í síð- asta mánuði að hann hefði stofnað leyni- lega bankareikninga til að fela tapið og biekkt yfirmenn sína í því skyni að fá þá til að flytja fjármagn frá London til útibúsins í Singapore. manna frá Comoroeyjum. Her- mennirnir létu vopn sín af hendi og Elyachroutu forsætisráðherra veitti þeim sakaruppgjöf. Forsetinn óvinsæll íbúar Comoroeyja eru 450.000 og margir þeirra eru fegnir þvi að Said Mohamed Djohar forseta skuli hafa verið steypt af stóli þar sem hann er óvinsæll vegna tregðu sinnar til að efna til kosninga. Flest- ir íbúanna vilja hins vegar losna við Denard og málaliða hans. Svo virtist sem ekki væri gert ráð fyrir því að Djohar yrði áfram við völd. Hátt settur embættismað- ur í París sagði að honum yrði boð- ið hæli í Frakklandi sem pólitískum flóttamanni. Stríðið í Bosníu Tilboð um vopnahlé Sar^jevo. Reuter. RICHARD Holbroöke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, taldi í gær lík- urnar á friði í Bosníu hafa aukist vegna „mikilvægs vopnahléstil- boðs" frá Bosníustjórn. Holbrooke vildi ekki skýra frá því hvað fælist í tilboði Bosníu- stjórnar en kvaðst ætla að ræða það strax við-Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. Hann kvaðst von- ast til að geta snúið aftur til Sarajevo í dag með svar Serba við tilboðinu. ¦ Samkomulag um Slavoníu/23 SHOKO Asahara Gastilræðið í Tókýó Asahara játar á sig dráp Tókýó. Reuter. JAPANSKA ríkissjónvarpið NHK skýrði frá því í gær að Shoko Asa- hara, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleiks, hefði játað við yfirheyrslur að hafa fyrirskipað mannskætt gastilræði í neðanjarð- arlest í Tókýó og fleiri glæpi. Japanska fréttastofan Kyodo hafði hins vegar eftir lögfræðingi Asahara að lögreglan hefði knúið játninguna fram með hótunum um að starfsemi sértrúarsafnaðarins yrði bönnuð. Játningin hefði því ekkert sönnunargildi í réttarhöldun- um yfír Asahara sem hefjast 26. þessa mánaðar. Asahara hefur verið í fangelsi í fjóra mánuði, ákærður fyrir morð og morðtilraunir vegna gastilræðis- ins í mars sem varð ellefu manns að bana, auk þess sem 5.000 manns veiktust. Hermt er að margir af samstarfsmönnum hans hafi sagt að hann hafi lagt á ráðin um gastil- ræðið. Staðfesti Asahara játninguna í réttarhöldunum er talið að þeim ljúki á nokkrum mánuðum en ekki árum eins og spáð hafði verið. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm. Réttarhöldin yfir O.J. Simpson Kviðdómarar út- skýra sýknunina Nick Leeson, maður- inn sem gerði Barings- banka gjaldþrota með áhættuviðskiptum. Los Angcles. Reuter. BANDARÍSKA íþróttahetjan O.J. Simpson kvaðst í gær þurfa meiri tíma til að jafna sig á dauða fyrr- verandi eiginkonu sinnar eftir að kviðdómur hafði sýknað hann af morðinu á henni og vini hennar. Simpson kvaðst í símaviðtali við CNN vera ánægður með úr- skurð kviðdómsins. „Eg hef samt ekki haft tækifæri til að syrgja hana," sagði hann. „í gærkvöldi var mikill fögnuður heima hjá mér, en hafa ber í huga að börn- in mín hafa misst móður sína. Fólk virðist ekki skilja að ég elsk- aði þessa konu." Brenda Moran, ein í hópi níu blökkumanna í kviðdómnum, kvað saksóknarana ekki hafa lagt fram nægar sannanir til að sann- færa hana um að Simpson væri sekur. Dóttir hvítrar konu í kviðdómn- um sagði að hún hefði viðurkennt með tárin í augunum að Simpson væri „líklega" sekur en fallist á sýknunina vegna efasemda um vitnisburð lögreglumannsins Marks Fuhrmans, sem hún treysti ekki vegna kynþáttahaturs hans. ¦ Margir hneykslaðir/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.