Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 45 Dagur frímerkisins 1995 FRIMERKI Starfscmi FF FRÍMERKJASÖFNUN ER SKEMMTILEG Félög safnara eru gagnleg DAGUR frímerkisins verður haldinn hér á landi næstkomandi mánudag, 9. október. Tilgangur hans er að kynna almenningi þessa tómstundaiðju, sem hófst fyrir um 150 árum og tugmilljónir manna víðs vegar um heim stunda sér til ánægju og ekki sízt til fróðleiks um lönd og álfur. Við höfum hald- ið þennan dag síðan 1960. Fyrstu árin eða jafnvel áratugi var þessi dagur ærið líflegur í höndum frí- merkjasafnara með ágætri sam- vinnu við íslenzku póststjórnina. En eins og oft vill verða með margs konar tómstundastörf, dofnar áhuginn nokkuð, þegar frá líður. Þannig var einnig komið hjá okk- ur, þar til fyrir fáum árum, að reynt var að blása nýju lífí í Dag frí- merkisins með sameiginlegu átaki Landssambands íslenzkra frí- merkjasafnara og Félags frí- merkjasafnara, en það er lang- stærsta félagið innan Landssam- bandsins. Sögu Dags frímerkisins má rekja nær 70 ár aftur í tímann, og með íj'ölmennum þjóðum hefur hann víða vakið mikla athygli bæði með sérstökum frímerkjum og ekki síð- ur sérstimplum til þess að vekja almenning til umhugsunar um frí- merkjasöfnun og gildi hennar. Frændur okkar á öðrum Norður- löndum hafa vel og lengi notfært sér þennan dag til þess að freista þess að efla frímerkjasöfnun, ekki sízt meðal unglinga. Tilgangur okkar hér á landi beinist að sjálf- sögðu í sömu- átt, þótt allt verði eðlilega í smærri sniðum en meðal félaga okkar í nágrannalöndunum. Hraunfossar® %J Qr « o cl 'i SÉRSTIMPILL á Degi frímerkisins. Á almennum fundi í FF í síðustu viku ræddi formaður félagsins um frímerkjasöfnun almennt og þá samkeppni, sem hún á við að etja í heimi fjölmiðla af ýmsum toga, en hún hefur vitaskuld áhrif á margs konar unglingastarf. Jafn- framt lýsti hann yfir því um leið, að núverandi stjórn félagsins hefði ákveðið að hefja verulegt átak til að kynna frímerkjasöfnun meðal almennings og þá ekki sízt meðal unglinga. Tóku fundarmenn vel undir þau áform, enda ríkir mikill einhugur i röðum frímerkjasafnara um þessi mál. í þeim umræðum kom m. a. fram, að þeir, sem verzla með frímerki í Kolaportinu, hefðu SMAORK 9. október. iðulega orðið varir við áhugasama safnara, sem eru að bauka við söfn- un sína hver í sínu horni, en þekkja jafnvel ekki til Félags frímerkja- safnara eða annarra samtaka frí- merkjasafnara. Til þeirra verður ekki sízt höfðað að þessu sinni á Degi frímerkisins. Beini ég þess vegna orðum mínum sérstaklega til þeirra og bið þá um að gefa þessum degi gaum og um leið öllu því, sem fram fer í sambandi við hann Þennan dag verður lítil frí- merkjasýning haldin í húsakynnum LÍF í Síðumúla 17, en FF efnir til hennar. Ekki er unnt að greina frá öllu því efni, sem sýnt verður, en þó má stikla á nokkrum atriðum. Svonefnd mótíf- eða minnasöfnun verður einkum kynnt þarna, enda fer áhugi á henni mjög vaxandi um heim allan. Þarna má sjá frí- merki frá ferðum páfa um heiminn og eins Rauða kross frímerki víðs vegar að. Þá geta áhugamenn um bifreiðar séð margs konar tegundir þeirra á frímerkjum, og eins verða þarna skipafrímerki. Af íslenzku efni verða sýndar fjórblokkir frá lýðveldistímanum. Af erlendu hefð- bundnu efni má nefna sovézkar smáarkir og svo safn af þýzkum frímerkjum. Þá má benda á safn, sem nefnist Frímerkjalandafræði. Frá því greini ég ekki nánar, enda sjón sögu ríkari. Söfnun póstst- impla hefur orðið vinsæl meðal margra safnara,- og má á þessari sýningu bæði sjá söfn með svo- nefndum lapidar- stimplum og eins brúarstimplum. Þótt ýmsum þyki það e.t.v. undar- legt, hafa safnar- ar áhuga á frí- merkjum, sem sloppið hafa út á markað með alls kyns göllum eða villum. Hér geta menn séð safn með villum á frímerkjum. Þá verður hér safn, sem geta verður sérstaklega um. Það er safn- ið Ránfuglar í útrýmingarhættu, sem Gunnar Garðarsson hefur sett saman og hlotið hefur verðskuldaða athygli og margs konar viðurkenn- ingu. Þetta safn er á leið til Chicago í Bandaríkjunum, þar sem Gunnari hefur verið boðin þátttaka í ungl- ingadeild „North American Stamp Exhibiting Championship", sem fram fer þar á hveiju ári. Er þetta í fyrsta skipti, sem frímerkjasafn í eigu íslenzks unglings hefur náð þeim árangri að vera boðið að keppa við hið bezta, sem þekkist í Norður- Ameríku. Er þetta að sjálfsögðu mikill heiður fyrir Gunnar, en einn- ig um leið mikil viðurkenning fyrir það unglingastarf, sem hér fer fram. Frímerkjasýningin í Síðumúla 17 verður opin mánudaginn 9. október frá kl. 10-21. FF mun einnig kynna þar starfsemi félagsins á komandi vetri, en hún fer fram í húsakynnum þess í Síðumúlanum. Húsið verður opið öll fímmtudagskvöld. Fyrsti fundur hvers mánaðar hefst á svo- nefndum byijendafundi. Þá verða einnig rabbfundir um frímerki og söfnun þeirra og svo skiptifundir, svo að dæmi séu nefnd. Félagsfund- ir verða eftir venju síðasta fímmtu- dag hvers mánaðar. Opið hús verð- ur einnig á laugardögum, svo sem verið hefur um ijölda ára. Annars fá menn nánari upplýsingar um þetta á sýningunni. Ný frímerki 9. október. Svo sem venja hefur verið um nokkur ár á Degi frímerkisins, gefur Póst- og símamálastofnunin út smáörk; að þessu sinni með tveimur frímerkjum. Myndefnið er Hraunfossar í Borgarfirði, sem eru alkunnir og sérkennilegt náttúru- fyrirbrigði í Hvítá skammt fyrir neðan Barnafossa. Örkin verður seld á 200 krónur, en verðgildi frí- merkjanna er 10 og 150 krónur. Yfirverðið, 40 krónur, rennur til NORDIA 96, sem haldin verður hér á landi í október á næsta ári. Að sjálfsögðu verður sérstakur útgáfudagsstimpill notaður þennan dag. Að auki hefur póststjórnin heimilað notkun sérstimpils, sem notaður verður á frímerkjasýning- unni í Síðumúla 17. Myndefnið er sótt í líkneskið af Leifi Eiríkssyni hinum heppna, sem stendur á Skólavörðuhæð. 9. október hefur einmitt um langt skeið verið helg- aður Leifí hér á landi og eins vest- an hafs. Silfurstimpill Um nokkur ár veitti LÍF því pósthúsi, sem talið var stimpla bezt póstsendingar, svonefndan „Silfurstimpil“. Verður þessi við- urkenning að nýju tekin upp og veitt ákveðnu pósthúsi á Degi frí- merkisins. Ný bók um íslenzk frímerki. Á Degi frímerkisins kemur út sem handrit fyrsti hluti verks, sem formaður FF, Garðar Jóhann Guð- mundarson, hefur unnið að, Nefnist hún Landnámsmenn, ásatrú, frí- merki og stimplar. Þessi bók tengir saman við ásatrú og landnámsmenn íslenzk frímerki og dagstimpla frá upphafí til miðs árs 1994. Verður bókin bæði fáanleg á sýningunni í Síðumúla og hjá frímerkjakaup- mönnum frá 9. október. Jón Aðalsteinn Jónsson. BRIPS IJmsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Rey kj anesumdæmis VERIÐ ER að hleypa af stokkunum bikarkeppni Reykjanessumdæmis og verður keppt um titilinn Bikar- meistari Reykjaness. Keppnin verður 40 spila útslátt- arkeppni og spilað um silfurstig. Skráning stendur til 13. október og verður þá dregið í fyrstu umferð en henni skal lokið 18. nóvember. Skráning er hjá Karli Einarssyni í síma 423-7595 eða Siguijóni Harðarsyni í síma 565-1845 Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 28. septenaber var spilað annað kvöldið af fl'órum í hausttvímenningskeppni Bridsfélags Breiðfírðinga. Tuttugu og tvö pör spiluðu mitchell tvímenning með for- gefnum spilum og tölvuútreikningi. Eftirtalin pör skoruðu mest: N/S-riðill Páll Þór Bergsson - Helgi Hermannsson 373 Hrafnhildur Skúladóttir—Jörundur Þórðarson 308 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 297 Baldur Bjartmarss. - Steindór Ingimundarson 291 Hæsta skor: A/V-riðill StureLarsen-PeterLindquist 326 Halldór Þorvaldsson - Kristinn Karlsson 282 Rósmundur Guðmundsson - Rúnar Hauksson 281 Gróa Guðnadóttir - Guðrún Jóhannesdóttir 278 Næsta fimmtudag, 5. október, verður einnig spilaður mitchell með forgefnum spilum og eru allir spilar- ar velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir það par sem nær besta árangr- inum á þremur spilakvöldum af fjór- um. Dregið í undanúrslit Bikarkeppni BSA Eftirtaldar átta sveitir spiluðu sam- an í annarri umferð í Bikarkeppni Bridssambands Austurlands og úrslit urðu sem hér segir: Malarvinnslan, Egilsstöðum - Hótel Höfn, Hornafirði 130/56 Lifeyrissjóður Austurlands, Neskaupstað - K.H.B., Egilsstöðum 93/86 Sparisjóður Norð§arðar - Árni Hannesson, Homafirði 117/145 Loðnuvinnslan, Fáskrúðsfirði - Herðir, Egilsstöðum 81/135 Saman drógust í undanúrslit (sveit með heimaleik talin á undan): Ámi Hannesson, Homafirði - Malarvinnslan, Egilsstöðum Herðir, Egilsstöðum - Lífeyrissjóður Austurlands, Neskaupstað. 50 ára bæjarkeppni Selfoss - Hafnarfjörður Laugardaginn 23. september sl. komu félagar í Bridsfélagi Hafnar- ijarðar í heimsókn og kepptu við okkur í árlegri bæjakeppni félag- anna. Keppni þessi var spiluð í fímm- tugasta skipti, og óslitið frá vetrinum 1945-1946. í keppninni í ár spiluðu tveir félagar sem voru í fyrstu keppn- inni, en það eru Guðmundur Geir Ólafsson heiðursfélagi hjá Selfyss- ingum og Árni Þorvaldsson í liði Hafnfírðinga. Keppt var á níu borð- um í ár í tilefni tímamótanna, sam- tals 72 keppendur, en það er þremur borðum fleira en venjulega. Keppt var um nýjan bikar þar sem sá síð- asti vannst í fyrra af Selfyssingum. Hafnfirðingar ætla greinilega að gera tilkall til þess næsta og unnu þessa keppni örugglega með 152 stigum gegn 112, en vinna þarf fímm sinnum til að eignast bikarinn. Eftir keppnina komu makar spilaranna i hópinn og var farið á tveimur rútum frá SBS, alls 100 manns, pg ekið að Nesjavöllum og staðurinn skoðað- ur. Eftir vel heppnaða ferð beið okk- ar kvöldverður í Hótel Selfoss og að lokum var stiginn dans til miðnættis en þá kvöddu Hafnfirðingar og héldu heim á leið. Að ári keppum við síðan í Hafnarfírði. Nezeril* losar um nefstífflur mm Nezeril* er lyf sem losar um nefstlflur af völdum bólgu í nefslímhúö, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezeril’ notaö sem stuðningsmeðferö viö miöeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezeril’ verkar fljótt og minnkar bólgur I nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli með lyfinu. Nezeril®0,5 mg^’ •ttwpray ftrvuxna och bamf* ^sprayningar i varderank Wofler perdag vid ÍW- Grœnt Nezeril® fyrir ung böm Blátt Nezeril® ffyrir fulloröna Bleikt Nezeril® ffyrir böm Nezerií fæst iapótekhu Apóteh Nezerll* (oxymQlazolín) er lyf sem losar nefstfflur af völdum kvefs Verkun kemur Ujótl og varir i 6-8 klst. Aukaverkanir: Staðbundin erting kemur fyrir. Varúö: Ekki er ráðlagt að taka lyttð oftar en 3svar ð dag nó lengur en 10 daga f senn. Aö ðörum kosti er hætta á myndun lyfjatengdrar nefslímhimnubófgu. Ne2eril ó ekki aö nota viö ofnæmisbólgum f nefi eða langvarandi nefsUflu af öðrum toga nema í samráði við læknl. Leitið til læknis ef Hkamshiti er hærri en 38,5° C lengur en 3 daga. Ef mikill verkur er til staðar. t d eyrnaverkur. ber oinnig að leita læknis. Skömmtun: Skömmtun or einstakfingsbundin. Lesið leiðbeiningar sem tylgja hverri pakkningu lyfsins Umboð og dreifing: Pharmaco hf. ASTKA MMiAstia ísland BBHk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.