Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 47 FRÉTTIR Haustlita- ferð Nes- kirkju FÉLAGSSTARFIÐ í Neskirkju hefst 7. október kl. 14.30. Þá verður farið til Þingvalla til að njóta litadýrðar haustsins. Á heimleiðinni verður komið til Hveragerðis þar sem snæddur verður kvöldverður á Heilsustofnun Náttúrulækningafé- lagsins. Vetrarstarfið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Farið verður í stuttar kynnisferðir í og um ná- grenni borgarinnar. Þátttöku í þær þarf ávallt að tilkynna kirkjuverði milli kl. 14 og 16 í síma 551-6783 í síðasta lagi á föstudegi. Einnig verða öðru hvoru fræðslu- og skemmtistundir í safnaðarheimilinu. Fyrirlestraröð í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra Á NÆSTU vikum og mánuðum munu verða flutt erindi í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra um kristna trú. Öllum er heimill ókeypis aðgang- ur að fræðslufundum þessum. Erind- in, sem verða flutt á fímmtudags- kvöldum kl. 20.30, eru sem hér segir: í Grafarvogskirkju verður haldin fyrirlestraröð undir yfirskriftinni „Að móta líf sitt“: 5. október: Eftirfylgdin við Krist; Sr. Valgeir Ástráðsson sóknarprest- ur í Seljasókn. 12. október: Miskunn- semi og umburðarlyndi; Hólmfríður Pétursdóttir kennari. 19. október: Þakklæti; Sr. Guðmund- ur Karl Ágústsson sóknarprestur í Hólabrekkusókn. 26. október: Kærleikur og kærleiks- þjónusta; Sigrún Gísladóttir fram- kvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma. í Fella- og Hólakirkju mun verða haldin fyrirlestraröð undir yfirskrift- inni „Kristin siðfræði": 9. nóvember: Skiptir breytni mín máli? Um hið góða og réttlætið. 16. nóvember: Grundvöllur kristins sið- ferðis; Um kærleikann. 23. nóvem- ber: Ábyrgð og ábyrgðarleysi. Um guðsmynd mannsins. 30. nóvember: Glíman við sjálfan sig. Samviskan og verk okkar, Fyrirlesari dr. Sigur- jón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. í Digranessöfnuði verður haldin fyrirlestraröð undir yfírskriftinni „Fyrirlestrar á föstu“: 7. mars: Hvaða spumingu setur dauðinn við mannlegt líf?; Próf. dr. Einar Sigurbjömsson. 14. mars: Kross og upprisa Krists; Próf. dr. Bjöm Bjömsson. 21. mars: Eilífðin og eilífa lífið; Sr. Vigfús Þór Áma- sson sóknarprestur í Grafarvogs- sókn. 28. mars: Endurkoma Krists; Sr. Kristján Einar Þorvarðarson sóknarprestur í Hjallasókn. Umsjón með fræðslustundunum hefur dr. Siguijón Ámi Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Málþing um ættfræði og rannsóknir FÉLAG um átjándu aldar fræði held- ur málþing sem ber yfirskriftina Ættfræði og rannsóknir laugandag- inn 7. október nk. í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Málþingið hefst kl. 13. Sex erindi verða flutt á málþinginu og tekur hvert þeirra um 20 mínút- ur. Þau eru: Halldór Ármann Sig- urðsson, prófessor í almennum mál- vísindum við Háskóla íslands: Ætt- fræðin og akademían, Guðfínna Ragnarsdóttir, menntaskólakennari, ritari Ættfræðifélagsins: Ættfræð- innar ýmsu hliðar. Ættfræði í gamni og alvöru, Ögmundur Helgason, for- stöðumaður handritadeildar Lbs.- Hbs.: Ættfræðiheimildir í handrita- deild Landsbókasafns íslands - Há- skólabókasafns, Gísli Gunnarsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Ís- lands: Af stöndugu fólki og óstönd- ugu. Um ættir og samfélag á átjándu öld, Haraldur Ólafsson, dósent í mannfræði við Háskóla íslands: Ættfræði og mannfræðirannsóknir, og Hrafn Tulinius, prófessor í læknis- fræði við Háskóla Islands: Ættfræði og sameindaerfðafræði. Að erindunum loknum verða um- ræður um efni málþingsins. Fundar- stjóri verður Kári Bjarnason, hand- ritavörður. Veitingar verða á boðstól- um í kaffistofu á 2. hæð í Odda. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Thorvaldsensfélagið Sýning’ í tilefni 120 ára afmæiis THORVALDSENSFÉLAGIÐ í Reykjavík er nú að hefja 120. starfs- ár sitt en það var stofnað 19. nóvem- ber 1875. í tilefni þessa merkisafmælis efnir félagið til sýningar, í máli og mynd- um, á sögu félagsins dagana 7. og 8. október nk. Sýningin verður hald- in í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður opin frá kl. 12-18 báða dagana. Aðgangur er ókeypis. Athugasemdir við leiðara Morgunblaðsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Apótekarafélagi ís- lands: Fjölmiðlar hafa slegið upp sem stórfrétt áformum tveggja lyfjafræð- inga um stofnun nýs apóteks mið- svæðis í Reykjavík. I leiðara Morgunblaðsins „Aukið frelsi í lyfsölu", sem birtist í blaðinu 27. september sl., er lagt út af þess- ari frétt og þar segir m.a., að hér sé um nýja tegund lyfjabúðar að ræða, þar sem nýjungar við við- skiptavini verði hafðar að leiðarljósi meðal annars með því, að þeir hafí greiðari aðgang að lyfjafræðingi en nú er. Þá segir ennfremur, að sam- keppni sé jafnsjálfsögð á þessu sviði, þ.e. lyfjasölu, sem öðrum og eigi að leiða til lægra verðs og bættrar þjón- ustu. I leiðaranum er ruglað saman tvenns konar frelsi, sem Danir greindu skýrt á milli í sinni umræðu um lyfjadreifingu. Athugasemd VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um uppsögn forsvarsmanna Lyfju vill stjórn Apótekarafélags ís- lands taka fram að apótekarar áttu engan þátt í því að þeim var sagt upp störfum hjá Astra íslands, eins og skilja mátti á þvi sem haft er eftir Róbert Melax. 1. Frelsi til að keppa á almennum markaði um lyfjaverð og þjónustu. 2. Frelsi til að stofna lyfjabúðir. Fyrra frelsið er nú þegar til staðar hér að vissu marki, en aukning á seinna frelsinu hefur aðeins þá afleið- ingu, að lyíjabúðum fjölgar, en það þarf ekki endilega að hafa í för með sér lægra verð og bætta þjónustu. Þá leyfa hin nýju lög rekstur sjúkrahúsapóteka, þ.e. ríkisrekstur í samkeppni við einkarekstur, sem er ekki í anda heilbrigðrar samkeppni, sem kemur neytendum til góða, sbr. umræðu í fjölmiðlum um samkeppni Pósts og síma við einkaaðila. Leiðarahöfundur fullyrðir, að Al- þingi geti ekki komið í bakið á þeim, sem byggt hafa fjárfestingar á gild- andi lögum með því að breyta öllum forsendum á síðustu stundu, en heii- brigðisráðherra hefur lýst því yfir, að það sé vilji sinn að fresta gildis- töku þeirra ákvæða laganna, þar sem m.a. er fjallað um ný lyfsöluleyfi. Þá hefur forsætisráðherra staðfest, að um frestun frumvarpsins hafí verið samkomulag í vor, þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart. í leiðaranum er höfuðbreytingin sögð sú, að lyíjafræðingar geti sjálf- ir tekið ákvörðun um stofnun lyfja- búða, en þurfí ekki að sæta úthlutun á leyfi frá ríkisvaldinu. Það er veru- legt áhyggjuefni, að leiðarahöfundur skuli ekki vera betúr að sér um þau málefni, sem hann skrifar um í stærsta dagblaði landsins, því í lög- unum segir, að umsóknir um lyfsölu- leyfi skuli senda ráðuneytinu, sem leitar umsagnar viðkomandi sveitar- stjórnar. Við mat þeirra skuli m.a. stuðst við íbúafjölda að baki lyfjabúð- arinnar og fjarlægð hennar frá næsta lyfjabúð. Nýju lyfjalögin tóku gildi 1. júlí 1994, nema þau ákvæði, sem enn er talað um að fresta, en þeim var frestað til 1. nóvember nk. Ekki var Alþingi fyrr búið að samþykkja lög- in, en setja þurfti bráðabirgðalög vegna þeirra, síðan er enn búið að breyta þeim tvisvar. Þetta segir meira en mörg orð um hin nýju lög og vinnubrögð við samningu frum- varpsins. í áðurnefndum leiðara er mikið rætt um þjónustu. Hefur leiðarahöf- undur kynnt sér þá þjónustu, sem apótekin veita viðskiptavinum sín- um, þ.m.t. aðgengi að lyfjafræðing- um? Hafi hann hug á því er honum hér með boðið að skoða hvert það apótek félagsmanna Apótekarafé- lags íslands, sem hann kýs, hvenær sem honum hentar, svo hann geti kynnt sér þá þjónustu, sem þar er veitt. Að lokum lýsir A.í. yfir stuðningi við heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, sem ætlar greinilega ekki að flana að neinu að óathuguðu máli. Félagið hefur rekið Thorvaldsens- basar að Austurstræti 4 samfellt í 94 ár. Auk þess gefur félagið árlega út jólamerki og jólakort. Állur ágópi af starfmu rennur til líknarmála og ber þar hæst stuðning félagsins við barnadeild Landspítala. Þegar sú deild flutti formlega á Borg- arspítalann hinn 1. september sl. færði félagið deildinni fímm milljónir króna að gjöf og hefur þeirri fjárhæð verið varið til kaupa á tíu unglinga- rúmum og náttborðum auk skjás (monitor) tii gjörgæslu. Kynning á alþjóðlegnm sjálfboðaliða- samtökum RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskól- ans Rannsóknaþjónusta Háskólans og Fræðsluskrifstofan Kría efna til kynningar á alþjóðlegu sjálfboðaliða- samtökunum Earthwatch í dag, fimmtudaginn 5. október. Earthwatch hefur það megin- markmið að efla skilning manna á náttúrunni, breidd mannlífsins og þeim þáttum sem efla fagurt mann- líf og sjálfbæra þróun. Earthwatch stefnir að því að efla skilning al- mennings á vísindum og gera hann jafnframt virkari með því að styrkja verkefni þar sem fóiki er gefinn kost- ur á að borga með sér með sjálfboða- vinnu og gagnasöfnun. Samtökin hafa áhuga á að mynda tengslahóp hérlendis sem gæti haft milligöngu um að skilgreina verkefni sem samtökin gætu mögulega styrkt bæði með fjárframlögum og sjálfboð- aliðum, segir í fréttatilkynningu. Sérstakur gestur fundarins verður Brian Walker, forstjóri Evrópudeild- ar Earthwatch og einn þekktasti ráð- gjafí Breta um umhverfi og þróun. Fyrirlestur Walkers hefst kl. 16:15 og að honum loknum verða leyfðar fyrirspumir úr sal. Kynningin, sem haldin verður í Veitingasal Tækni- garðs, Dunahaga 5, er opin öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu. Villibráðarhlað- borð í Naustinu HIÐ árlega villibráðarhlaðborð Naustsins hefst í dag, fímmtudaginn 5. október. Á undanfömum ámm hefur villi- bráðarhefðin fest sig í sessi í Naust- inu á haustmánuðum. Á borðum eru úr ríki villtrar náttúmnnar bæði kaldir og heitir réttir í miklu úrvali. Þar er bráðin ný, reykt, grafin eða í kæfu. Verðið er 2.900 krónur. Nemendur Mið- bæjarskólans koma saman NEMENDUR Miðbæjarskólans, sem vom í 12 ára bekk 1960-61 og þeir sem vom í fyrsta og öðmm bekk og luku skyldunámi 1962-63, ’48 ár- gangurinn, ætla að koma saman í Norðursal á Hótel íslandi föstudags- kvöldið 6. október kl. 20, til að rifja upp aldnar minningar. Tónlist ffá gullaldarámnum 1960-1967 verður leikin. Aðgangur er ókeypis, nem- endur em hvattir til að mæta til að hitta gamla skólafélaga. ■ ÁHVGAHÓPUR um hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir hjólreiðaferð í kvöld, fimmtudags- kvöldið 5. október. Farið verður frá Fákshúsinu við Reykjanesbraut kl. 20 og hjólað niður Fossvogsdalinn og með Fossvogi að Suðurgötu. Síðan um Njarðargötu og Hljómskálagarð, niður á Miðbakka og inn með Sundum og um Laugardal og Suðuriandsbraut að hesthúsunum. Ollum er velkomið að bætast í hópinn hvar sem er á leiðinni. Ferðin tekur um 1'/? klst. Lecaf Úlpur Vind- og vatnsheldar Barnastærðir st.: 8-14 Verð: 5.990.- Fullorðinsst.: XS-XXL Verð: 7.990.- Margir litir. Sendum í þóstkröfu 5% staðgreiðsluafsláttur whummel^ SP0RTBÚÐIN Ármuli 40 sími 581 3555 SANNUR KARlJMAOUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.