Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fundur um grunn nátt- úrulækninga- stefnunnar NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG íslands og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði efna til opins fræðslu- fundar í Kjarnalundi á laugardag, 7. pktóber kl. 14.00. Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri, Guðmundur Björnsson yfir- lækriir og Gunnhildur Valdimars- dóttir hjúkrunarforstjóri fjalia í stuttum erindum um grundvöll náttúrulækningastefnunnar og hvernig hún fellur að nýjum straumum í læknisfræði nútímans og kynna starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ. Á fundinum mun Francois Fons, sem er franskur matreiðslumeistari á Heilsustofnun NLFÍ bera fram veislumat úr hollum hráefnum. Allir eru velkomnir á fundinn og er aðgangur ókeypis. Ræðumenn kynna sama efni á faglegum grunni forsvarsmönnum Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og starfsfólki Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri á föstudag. Fékk 100 kr. hjá langömmu og vann tvær milljónir „ÉG ER milljónamæringur, ég er milljónamæringur," hrópaði Jón Birkir Jónsson, sjö ára snáði á Akureyri, sem á þriðjudagskvöld keypti skafmiða Happdrættis Háskóla Islands í kjörbúðinni Hrísalundi sem hann vann á tvær milijónir. Jón Birkir réð sér ekki fyrir kæti og hljóp hrópandi um verslunina. „Ég hélt að verið væri að gera at í mér þegar hringt var úr búð- inni og ég beðin að sækja strák- inn, hann hefði verið að vinna tvær milljónir á skafmiða," sagði Sólrún Helgadóttir, móðir Jóns Birkis, en hún er einstæð móðir, á fjögur börn frá eins og hálfs árs til 17 ára. Sólrún hefur verið atvinnulaus um skeið en fékk nýlega vinnu á vegum atvinnuá- taks Akureyrarbæjar. „Þessi vinningur kemur sér alveg ein- staklega vel,“ sagði Sólrún sem ætlar að grynnka á skuldum í kjölfar hans. Jón Birkir heimsótti langömmu sína sem á heima skammt frá fjöl- skyldunni á þriðjudag og þegar hann kvaddi gaf hún honum 100 krónu seðil. Hún lét þess getið þegar hún rétti að honum pening- inn, að hann skyldi ekki eyða honum öllum í einu og helst ekki kaupa sér sælgæti. Strákurinn hélt rakleiðis í Hrísalund og keypti sér happaþrennu sem hann skóf á staðnum. „Hann er ágætur í reikningi og hefur pen- ingamálin alveg á hreinu," sagði móðir hans, en Jón Birkir áttaði sig samstundis á að hann hafði dottið í lukkupottinn. Fjölskyldan ætlar að gera sér dagamun í tilefni af vinningnum, en um helgina fær Jón Birkir að bjóða vini sínum með út að borða pizzu. Þetta er í annað skipti á hálfum mánuði sem tveggja milljóna Morgunblaðið/Kristján JON Birkir, Andri, Alda Ósk og Sólrún sem duttu í lukkupottinn og unnu tvær milljónir á happa- þrennu. Á minni myndinni er Jón Birkir, sem hrópaði „Ég er millj- ónamæringur," eftir að hafa ávaxtað 100 krónurnar frá langömmu sinni afar vel. króna vinningur hefur komið upp á Akureyri. Fyrir tveimur vikum keypti ungt par sér happaþrennu í versluninni Brynju sem færði þeim tvær milljónir króna í vinn- ing og nú hálfum mánuði síðar hafði Jón Birkir heppnina með sér. Þin g Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum Lagt til að verkalýðs- félögum fækki í fimm VERKALÝÐSFÉLÖGUM á Norðurlandi verður fækkað úr tæplega 30 í 5, nái tillaga skipulagsnefndar Alþýðusambands Norðurlands fram að ganga á þingi þess sem hefst á Illugastöðum í Fnjóskadal á morgun, föstudag. Búast má við miklum umræðum um þessa tillögu skipulags- nefndar þar sem menn eru ekki á eitt sáttir um hana. Formaður AN Valdimar í stað Guð- mundar GUÐMUNDUR Ómar Guðmundsson formaður Alþýðusambands Norður- lands hættir formennsku í samband- inu eftir tveggja ára starf á þingi þess sem haldið verður á Illugastöð- um í Fnjóskadal en það hefst á morg- un, föstudag. Fyrir þinginu liggur tillaga um að Valdimar Guðmarsson formaður Verkalýðsfélags A-Húnavatnssýslu á Blönduósi taki við formennskunni. Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Alþýðusambands Norður- lands sem hefur framsögu um tillögu nefndarinnar kvaðst fastiega búast við fjörugum umræðum um skipu- lagsmálin á þinginu, en þau eru ásamt atvinnu- og kjaramálum eitt helsta mál þingsins. Nýta peningana betur í skýrslu skipulagsnefndar er gert ráð fyrir veruiegri fækkun verka- lýðsfélaga á Norðurlandi. Innan Al- þýðusambands Norðurlands er nú 21 verkalýðsfélag auk nokkurra sem starfa utan þess þannig að samtals eru tæplega 30 félög starfandi á svæðinu. í tillögu um fækkun félaganna er gert ráð fyrir að eitt verkalýðsfé- lag verði starfandi í Þingeyjarsýsl- um, eitt í Eyjafírði, eitt í Skaga- firði, eitt í Húnavatnssýslum og eitt á Siglufirði, en þar er nú þegar starf- andi eitt verkalýðsfélag. „Nái tillag- an fram að ganga, er rætt um að félögin á hveiju svæði verði deildar- skipt,“ sagði Guðmundur Ómar. „Það sem fyrir okkur vakir með þessari tillögu er að nýta peninga félaganna betur, réksturinn verður hagkvæmari," sagði hann og benti á að við sameiningu nokkurra lífeyr- issjóða á Norðurlandi í einn hefði rekstrarkostnaður lækkað um helm- ing. Tillögur skipulagsnefndar um fækkun verkalýðsfélaga hafa ekki hlotið hljómgrunn meðal sjómanna, aðallega á Eyj^fjarðarsvæðinu, þannig að formaður AN átti von á að tekist yrði á um hana á þinginu. Á þinginu mun Halldór Grönvold skrifstofustjóri ASÍ gera grein fyrir könnun sem sambandið lét gera á viðhorfum til verkalýðsfélaga. Kjara- og atvinnumál verða einnig til umræðu á þinginu á morgun sem og fræðslumál en á laugardag verða nefndarstörf og álit nefnda afgreidd auk kosninga. Morgunblaðið/Kristján Rigningin ræður ríkjum GÍFURLEG úrkoma hefur verið á Akureyri þessa fyrstu daga októbermánaðar og náði úr- komumagnið hámarki í gær en þá mældist það 14,2 mm frá kl. 9-18. Akureyringar hafa sést á hlaupum með regnhlífar út um allan bæ en yngri kynslóðin lætur sér fátt um finnast og notar hvert tækifæri til þess að vera úti við og helst í námunda við einhverja polla. Sýslumannsembætti verði ekki \a,gt niður „BÆJARRÁÐ Ólafsíjarðar skorar á þingmenn kjördæmisins að hindra, í nafni réttlætis, að þessi áfqrm nái fram að ganga,“ segir í alyktun bæjarráðs Ólafsfjarðar í kjölfar áforma um að leggja niður embætti sýslumanns í bænum. í ályktun bæjarráðs Ólafsfjarðar segir að fyrir síðustu kosningar hafi álíka tillögur verið uppi en þá frá þeim fallið enda mikil og almenn andstaða. „En nú er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarráð treystir því að þessari atlögu ráðherrans verði hrundið með samstilltu átaki því það er deginum ljósara hvað fylg- ir í kjölfarið. Sýslumannsembættin í Dalasýslu, Vík í Mýrdal, Eskifirði og svo koll af kolli verða slegin af og síðust á höggstokkinn verða embætt- in í Hafnarfirði og Kópavogi. Allt verður þetta gert í nafni hagræðing- ar og sparnaðar þar sem sparnaður ríkisins verður að útgjöldum þegn- anna,“ segir í ályktun bæjarráðs Ól- afsfjarðar. er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgarnesslátur og úðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Sími 568 1370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.