Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 51
I
I
i
I
I
.
I
í
I
(
i
i
(
(
i
<
(
(
(
(
(
ÍDAG
Árnað heilla
fT r|ÁRA afmæli. Á
<Jvlmorgun, föstudaginn
6. október, verður fimmtug-
ur Hilmar Harðarson,
Brekkutúni 13, Kópavogi.
Eiginkona hans er Kristín
Pétursdóttir. Þau hjónin
taka á móti gestum á heim-
ili sínu á afmælisdaginn,
milli kl. 18 og 21 og vonast
til að sjá sem flesta.
fT r\ÁRA afmæli. í dag,
U \/ fimmtudaginn 5.
október, er fimmtug Kittý
M. Jónsdóttir, Reykja-
byggð 28, Mosfellsbæ.
Eiginmaður hennar er Elías
Skúlason. Þau hjónin taka
á móti gestum á heimili sínu
laugardaginn 7. október nk.
eftir kl. 16.
Ljósm. Rut
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 22. júlí sl. í Víði-
staðakirkju af sr. Sigurði
H. Guðmundssyni Sandra
Jónasdóttir og Eiríkur S.
Sigfússon. Heimili þeirra
er í Fögrukinn 20, Hafnar-
firði.
BRIDS
llmsjón Guómundur Páll
Arnarson
ER það ófyrirgefanlegur
glæpur að opna á fjórum
spöðum með spilin hér að
neðan?
Suður
♦ ÁDG85432
+ 6
♦ D43
+ K5
Suður er í fyrstu hendi,
á hættu gegn utan.
Varla getur talist rangt
að gefa lýsandi sögn eins
og fjóra spaða, enda ekki
ólíklegt að sagnir endi þar
fyrr en síðar. Og því þá að
hleypa andstæðingunum
inn í sagnir?!
Þeir örfáu spilarar í
Hornafjarðarmótinu um
síðustu helgi, sem hófu Ieik-
inn á fjórum spöðum höfðu
gilda ástæðu til að iðrast.
Allt spilið leit þannig út:
Norður
♦ -
V G8754
♦ 9752
* DG103
Vestur
♦ -
V D932
♦ ÁKG108
* Á862
Austur
♦ K109762
♦ 974
Suður
♦ ÁDG8543
V 6
♦ D43
♦ K5
Vestur á sjálfsagt dobl
við flÓKum spöðum, sem
austur passar með tilhlökk-
unarsvip. Refsingin var á
bilinu frá 1.100 til 1.700,
eftir því hvernig vörnin þró-
aðist.
Annars var algengasti
samningurinn einn spaði
doblaður, tveir niður. Þá
opnaði suður á spaða, vest-
ur doblaði og þar við sat.
AV fengu undir meðalskor
fyrir 500. Á einu borði vakti
suður á tígli, sem var ein-
hvers konar gervisögn.
Norður afmeldaði með einu
hjarta og austur stökk í tvo
spaða. Fullur tortryggni,
sagði suður þrjá spaða, sem
voru passaðir útí! Fimm nið-
ur, eða 500, sem var harla
gott fyrir NS.
LEIÐRÉTT
Búseta ekki skilyrði
I grein um væntanlegt for-
setakjör í Morgunblaðinu í
gær láðist að geta þess að
það er ekki skilyrði fyrir
kjörgengi væntanlegra for-
setaefna að þau séu búsett
> landinu. Kjörgengur til
embættisins er sérhver ís-
lenskur ríkisborgari sem
náð hefur 35 ára aldri.
Ijósm. Mynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. september sl. í
Bessastaðakirkju af sr.
Sigfinni Þorleifssyni Guð-
rún Blöndal og Gunnar
Leifur Jónasson. Heimili
þeirra er í Veghúsum 17,
Reykjavík.
Ljósm. Mynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. september sl. í
Víðistaðakirkju af sr. Braga
Friðrikssyni Aðalheiður
Hilmarsdóttir og Eric Li-
esting. Þau eru búsett í
Hollandi.
Ljósm. Mynd
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 9. september sl. í
Garðakirkju af sr. Braga
Friðrikssyni Ingibjörg
Andrésdóttir og Björn
Björnsson. Heimili þeirra
er í Lyngmóum 6, Garðabæ.
Ljósm. Mynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. september sl. í
Innri-Njarðvíkurkirkju af
sr. Baldri Sigurðssyni Þór-
unn Ottarsdóttir og Jón
Sveinsson. Heimili þeirra
er á Greniteig 14, Keflavík.
Ljósm. Rut
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. júlí sl. í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma Matthí-
assyni Kristín Ánna
Björnsdóttir og Birkir
Þór Elmarsson. Heimili
þeirra er á Bústaðaveg 91,
Reykjavík.
Ljósm. Mynd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. september sl. í
Dómkirkjunni í Reykjavík
af sr. Pálma Matthíassyni
Sigfríður Birna Sigmars-
dóttir og Eggert Kristins-
son. Heimili þeirra er í Álf-
heimum 26, Reykjavík.
í hverjum mánuði fram í apríl verður sérstakt
PLÚS-tilboð mánaðarins auglýst í fjölmiðlum.
PLÚS-afsláttur nemur
fyrir handhafa almennra VISA-korta.
2000 kr. f.hjón/ferðafélaga.
fyrir handhafa Farkorta VISA.
4000 kr. f.hjón/ferðafélaga.
fyrir handhafa Gullkorta VISA.
6000 kr. f.hjón/ferðafélaga.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
VOG
Afmælisbam dagsins: Þú
iætur þér annt um þá sem
minna mega sín og nýtur
þess að hjálpa öðrum.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Þú styrkir stöðu þína í vinn-
unni og þér miðar vel áfram
að settu marki. Vertu ekki
með óþarfa efasemdir í eigin
garð.___________________
Naut
(20. apríl - 20. maí) (ffö
Það er kominn tími til að
slaka á og reyna að njóta
lífsins. Þú ættir að láta verða
af því að skreppa í ferðalag
með ástvini.
Tviburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert eitthvað hikandi við
að binda þig I ástarsam-
bandi, en ættir að íhuga
málið betur. Bónorð gæti
fylgt í kjölfarið.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí) HHg
Taktu ekkert mark á gróu-
sögu, sem þér berst til eyrna.
Sumir njóta þess að rægja
náungann. Njóttu kvöldsins
með ástvini.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
í innkaupum dagsins rekst
þú á fallegan hlut, sem virð-
ist fást á sérstökum kosta-
kjörum. En útlitið segir Iítt
um gæðin.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) á*
Þótt ekki gangi allt að óskum
í dag, ættir þú ekki að láta
það bitna á vinum og ætt-
ingjum. Það rofar til fljót-
lega.___________________
Vog
(23. sept. - 22. október)
Reyndu ekki að leyna tilfinn-
ingum þínum. Það er betra
að ræða málin í einlægni.
Vinur getur valdið þér von-
brigðum í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Láttu það ekki á þig fá þó
smámisklíð komi upp milli
vina f dag. Úr rætist þegar
á daginn líður, og kvöldið
verður ánægjulegt.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Hrenskilni styrkir gagn-
kvæmt traust ástvina og
kemur í veg fyrir misskiln-
ing. Þér verður boðið í spenn-
andi samkvæmi í kvöid.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ef þú einbeitir þér við vinn-
una mátt þú eiga von á aukn-
um frama og bættum fjár-
hag. Vinur gefur þér góð ráð
í dag.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Flýttu þér hægt í vinnunni
í dag og hafðu augun opin
fyrir nýjum tækifærum.
Vönduð vinnubrögð skila til-
ætluðum árangri.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) %£t
Láttu ekki fjölskyldumálin
trufla þig við vinnuna í dag,
og láttu ekki freistast til að
eyða um efni fram f óþarfa.
Stjörnuspdna d að lesa sem
dœgradvöl. Spdr af þessu tagi
byggjast ekki d traustum
grunni vísindalegra stað-
reynda.
* Með 3000 kr. Gull-plús. Innf.: Flug til Ft.
Lauderdale 2. nóv, gisting í 2 nætur, vikusigling
með SS NORWAY með fullu fæði og afþreyingu
um borð, akstur með bílaleigubíl til Oriando,
gisting á Sheraton hótelinu í eina nótt og tlug heim
12. nóv.
Ekki innif.: Þjórfé urn borð.
ÚRVAL ÚTSÝN
Lágmúla 4: sími 569 9300,
Hafnarfirði: st'mi 565 2366, Keflavtk: simi 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 50O0
- og hjá umboðstnönnum um land alít.
SS NORWAY eru:
Vérð frá
Einkaeyja skipafélagsins á
Bahamaeyjum,
Grand Cayman, Playa Dei
Carmen og Cozumel.
:rábært tilboð
í örfá sæti
Viðkomustaðir