Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ > 95 Afbestugerð FÖSTUDAGUR KL 14:00- 16:00 í VERSLUNUM KÁ SUÐURLANDI SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM UM KVÖLDIÐ 0 KÁ VERSLANIRNAR SCANPIC LOPTLIIDtR *j- ^.rr.•'.-'#*!$■ **t-- •■ ■# - - 4* ’ti ■". ■-»- "8-V* —4*1 i£— ai«E^S»58i»ii^SOT»aa«a»^SS«M»a»BB^£w»wffiw^j&<JK«5iCi^>ÆS«5SBS^*fe5:^TOS«»»ÆiSS^LMfe^53wÆ«iSS5SStw&aÆaMMwi^a<SSSS58 , INTERNET NAMSKEIÐ, 12 klst. Kynning á uppbyggingu og sögu Inter- netsins, tölvupósti og veraldarvefnum. Farið í helstu þætti Netscape fyrir vefinn og Eudora fyrir póstinn. Farið í skráarflutning með FTP og IRC samtalsrásirnar. Farið í notkun Telnet til að tengja saman tölvur. Finger notað til að leita að tölvum og notendum. Gagna leitað. Með námskeiðinu fylgir bók um Internetið og frí áskrift í einn mánuð að Trekneti sem veitir alhiiða Internet þjónustu. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. Hvaða litur hentar þér? Dagana 5. og 6. október kynnum við nýjung í húð- og litgreiningu frd Clinique Líttu inn ogfáðu leiðbeiningar þérað kostnaðarlausu eða hringdu og pantaðu tíma. Sny/itisto{cm ^/tund Grænatúni I, Kópavogi, sími 554 4025. > CLiNIQUÉ I00% ilmefnalaust IDAG SKAK Umsjón Marjjcir Pétursson HVITUR leikur og vinnur Staðan kom upp í B flokki á Haustmóti Taflfélags Reylqavikur sem nú stendur yfir. Bragi Þorfinnsson (2.185) var með hvítt og átti leik, en Kjartan A. Maack (1.880) hafði svart. 20. Rf5+! - Kf6 (Eftir 20. gxf5 21. Dh6+ er svartur mát í næsta leik) 21. Dh4+ - Rg5 22. dxe5+ - dxe5 23. Hd6+ og svartur gafst upp því 23. - He6 stoðar ekki vegna 24. Dh8 mát. Bragi, sem er 14 ára og á meðal okkar efnileg- ustu skákmanna, er tal- inn sigurstranglegastur í B flokki. Hann gerði það gott um helgina með fé- lögum sínum í Æfinga- skóla Kennaraháskóla Islands, en þeir sigruðu með yfírburðum á Norð- urlandamóti grunnskóla í Danmörku. Vegna deildakeppni Skáksambandsins er ekki teflt um helgina á haustmót- inu. Sjötta umferðin fer fram næsta miðvikudag í félags- heimili TR, Faxafeni 12. B h Með morgunkaffinu Nei, ég er bara í eld- húsiriu. Eg skal gefa þér samband við þann sem ræður hér. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til fðstudags Tapað/fundið Týnt hjól BLEIKT og gult stelpu- hjól af gerðinni Jazz Trek hvarf úr Frostafold 45 í september. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 587-1964. HerrafraJkki tapaðist GLÆNÝR svartur herra- frakki tapaðist á Sólon Islandus sl. laugardags- kvöld. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 562-5713 eða 565-9168. Seðlaveski tapaðist UÓSBRÚNT seðlaveski tapaðist úr tösku sem gleymdist í strætisvagni, leið 3, sl. mánudag. Task- an, sem veskið var í, fannst í strætisvagninum en þá var peningaveskið horfið úr henni. Ekki voru miklir peningar í veskinu en ýmis skilríki og aðrar alveg bráðnauðsynlegar upplýsingar sem koma engum nema eigandanum til góða, m.a. frá læknum. Ef sá sem tók veskið les þessar línur er hann vin- samlega beðinn að skila veskinu í Félagsmiðstöð- ina í Aflagranda 40 eða senda það heim til við- komandi, því öll skilríki voru í veskinu með upp- lýsingum um nafn og heimilisfang, eða hringja í síma 551-8569. Mittisúlpa fannst MITTISÚLPA á ungling fannst á Brekkugötu í Hafnarfírði sl. mánudags- kvöld. Upplýsingar í síma 565-4387. Gæludýr Köttur í heimilisleit ÁTTA mánaða mjög fal- leg bröndótt læða fæst gefins. Upplýsingar í síma 424-6638. Síamshögni í óskilum UNGUR síamshögni hef- ur verið í óskilum í Ár- bæjarhverfi í u.þ.b. þijár vikur. Kannist einhver við að hafa týnt slíku dýri er hann beðinn að hafa sam- band í síma 587-1260. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar... DEILURNAR um aldur Mið- húsasilfursins kölluðu fram margar sögur og vísur. í þeim var lagt út af hinum ýmsu kenningum, þ.á m. þeirri, að enginn sjóður sé eldri en yngsti gripur hans og þá engin þjóð eldri en yngsti þegn landsins. Víkverji heyrði í þessum umræð- um sagt frá elztu skóflu í sveit norðanlands. Skófla þessi var í eigu afa sögumanns og hafði fylgt búi hans svo langt sem minni manna náði. „Hann afi minn,“ sagði sögu- maðurinn, „á elztu skóflu sveitar- innar. Það var afi hans sem keypti hana í kaupfélaginu á sínum tíma og aðrar skóflur eru ekki eldri fyr- ir norðan. Reyndar er búið að skipta fimm sinnum um skaftið og fjórum sinnum um blaðið. En það breytir auðvitað ekki því, að eftir sem áður er þetta langelzta skófla sveitarinnar. Og þótt víðar væri leitað"! XXX UNNINGI Víkverja lenti í miklum svaðilförum á fjöl- skyldubílnum á dögunum. Ferðin er ekki í frásögur færandi fyrir aðrar sakir en afleiðingar hennar. Kunninginn þurfti nefnilega að þrífa bílinn rækilega að innan og utan eftir bílferðina. Hann hafði hins vegar nóg á sinni könnu og ákvað því að fara með bílinn á bón- og bílaþvottastöð og varð Bón- og bílaþvottastöðin á Bíldshöfða 8 fyr- ir valinu þó langt væri að fara. Heppnin var hins vegar ekki með kunningja Víkveija því þegar enn var langt ófarið á bílaþvottastöðina punkteraði á bílnum (kunninginn er akureyrskur) og hann gat ekki með nokkru móti skipt um dekk því hann var í betri fötum og bíllinn haugdrullugur. Enginn gerði sig líklegan til að aðstoða kunningjann og ákvað hann að ekki væri annað til ráða en að ganga til baka í vinnuna, sem og hann gerði. Þegar þangað var kom- ið velti hann því fyrir sér til hvaða ráða hægt væri að grípa en ákvað síðan, af rælni, að hringja í bíla- þvottastöðina og lýsa vandræðum sínum. Hann sló á þráðinn og var þegar í stað boðið að skipt yrði um dekk, bíllinn þrifinn og honum skil- að aftur á tilteknum tíma. Andaði kunninginn léttar og taldi málum sínum borgið. xxx EGAR leið á daginn fór hins vegar að sækja á hann sú hugsun að líklega væri hann að steypa sér í heljarinnar kostnað með því að þiggja þjónustu bíla- þvottastöðvarinnar. Hann tók hins vegar þá ákvörðun að láta eins og ekkert væri og bíða örlaga sinna. Bifreiðin renndi í hlað vinnustaðar- ins á fyrirfram ákveðnum tíma, spegilgljáandi og fögur, og starfs- maður bílaþvottastöðvarinnar af- henti kunningjanum lyklana ásamt reikningi. Kunninginn var heldur undrandi þegar hann leit á reikninginn því hann hljóðaði aðeins upp á 3.300 kr. eða heldur lægri upphæð en hann hafði reiknað með og var í því innifalinn kostnaður vegna skiptingarinnar, þrifa, og aksturs fram og til baka. Kunninginn var yfir sig ánægður og hrósaði fyrir- tækinu í hástert þegar hann sagði Víkveija söguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.