Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Fundur um
grunn nátt-
úrulækninga-
stefnunnar
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG
íslands og Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði efna til opins fræðslu-
fundar í Kjarnalundi á laugardag,
7. pktóber kl. 14.00.
Árni Gunnarsson framkvæmda-
stjóri, Guðmundur Björnsson yfir-
lækriir og Gunnhildur Valdimars-
dóttir hjúkrunarforstjóri fjalia í
stuttum erindum um grundvöll
náttúrulækningastefnunnar og
hvernig hún fellur að nýjum
straumum í læknisfræði nútímans
og kynna starfsemi Heilsustofnunar
NLFÍ.
Á fundinum mun Francois Fons,
sem er franskur matreiðslumeistari
á Heilsustofnun NLFÍ bera fram
veislumat úr hollum hráefnum.
Allir eru velkomnir á fundinn og
er aðgangur ókeypis. Ræðumenn
kynna sama efni á faglegum grunni
forsvarsmönnum Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri og starfsfólki
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri á föstudag.
Fékk 100 kr. hjá
langömmu og vann
tvær milljónir
„ÉG ER milljónamæringur, ég er
milljónamæringur," hrópaði Jón
Birkir Jónsson, sjö ára snáði á
Akureyri, sem á þriðjudagskvöld
keypti skafmiða Happdrættis
Háskóla Islands í kjörbúðinni
Hrísalundi sem hann vann á tvær
milijónir. Jón Birkir réð sér ekki
fyrir kæti og hljóp hrópandi um
verslunina.
„Ég hélt að verið væri að gera
at í mér þegar hringt var úr búð-
inni og ég beðin að sækja strák-
inn, hann hefði verið að vinna
tvær milljónir á skafmiða," sagði
Sólrún Helgadóttir, móðir Jóns
Birkis, en hún er einstæð móðir,
á fjögur börn frá eins og hálfs
árs til 17 ára. Sólrún hefur verið
atvinnulaus um skeið en fékk
nýlega vinnu á vegum atvinnuá-
taks Akureyrarbæjar. „Þessi
vinningur kemur sér alveg ein-
staklega vel,“ sagði Sólrún sem
ætlar að grynnka á skuldum í
kjölfar hans.
Jón Birkir heimsótti langömmu
sína sem á heima skammt frá fjöl-
skyldunni á þriðjudag og þegar
hann kvaddi gaf hún honum 100
krónu seðil. Hún lét þess getið
þegar hún rétti að honum pening-
inn, að hann skyldi ekki eyða
honum öllum í einu og helst ekki
kaupa sér sælgæti. Strákurinn
hélt rakleiðis í Hrísalund og
keypti sér happaþrennu sem
hann skóf á staðnum. „Hann er
ágætur í reikningi og hefur pen-
ingamálin alveg á hreinu," sagði
móðir hans, en Jón Birkir áttaði
sig samstundis á að hann hafði
dottið í lukkupottinn.
Fjölskyldan ætlar að gera sér
dagamun í tilefni af vinningnum,
en um helgina fær Jón Birkir að
bjóða vini sínum með út að borða
pizzu.
Þetta er í annað skipti á hálfum
mánuði sem tveggja milljóna
Morgunblaðið/Kristján
JON Birkir, Andri, Alda Ósk og
Sólrún sem duttu í lukkupottinn
og unnu tvær milljónir á happa-
þrennu. Á minni myndinni er Jón
Birkir, sem hrópaði „Ég er millj-
ónamæringur," eftir að hafa
ávaxtað 100 krónurnar frá
langömmu sinni afar vel.
króna vinningur hefur komið upp
á Akureyri. Fyrir tveimur vikum
keypti ungt par sér happaþrennu
í versluninni Brynju sem færði
þeim tvær milljónir króna í vinn-
ing og nú hálfum mánuði síðar
hafði Jón Birkir heppnina með
sér.
Þin g Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum
Lagt til að verkalýðs-
félögum fækki í fimm
VERKALÝÐSFÉLÖGUM á Norðurlandi verður fækkað úr tæplega 30 í
5, nái tillaga skipulagsnefndar Alþýðusambands Norðurlands fram að
ganga á þingi þess sem hefst á Illugastöðum í Fnjóskadal á morgun,
föstudag. Búast má við miklum umræðum um þessa tillögu skipulags-
nefndar þar sem menn eru ekki á eitt sáttir um hana.
Formaður AN
Valdimar í
stað Guð-
mundar
GUÐMUNDUR Ómar Guðmundsson
formaður Alþýðusambands Norður-
lands hættir formennsku í samband-
inu eftir tveggja ára starf á þingi
þess sem haldið verður á Illugastöð-
um í Fnjóskadal en það hefst á morg-
un, föstudag.
Fyrir þinginu liggur tillaga um að
Valdimar Guðmarsson formaður
Verkalýðsfélags A-Húnavatnssýslu á
Blönduósi taki við formennskunni.
Guðmundur Ómar Guðmundsson
formaður Alþýðusambands Norður-
lands sem hefur framsögu um tillögu
nefndarinnar kvaðst fastiega búast
við fjörugum umræðum um skipu-
lagsmálin á þinginu, en þau eru
ásamt atvinnu- og kjaramálum eitt
helsta mál þingsins.
Nýta peningana betur
í skýrslu skipulagsnefndar er gert
ráð fyrir veruiegri fækkun verka-
lýðsfélaga á Norðurlandi. Innan Al-
þýðusambands Norðurlands er nú
21 verkalýðsfélag auk nokkurra sem
starfa utan þess þannig að samtals
eru tæplega 30 félög starfandi á
svæðinu.
í tillögu um fækkun félaganna
er gert ráð fyrir að eitt verkalýðsfé-
lag verði starfandi í Þingeyjarsýsl-
um, eitt í Eyjafírði, eitt í Skaga-
firði, eitt í Húnavatnssýslum og eitt
á Siglufirði, en þar er nú þegar starf-
andi eitt verkalýðsfélag. „Nái tillag-
an fram að ganga, er rætt um að
félögin á hveiju svæði verði deildar-
skipt,“ sagði Guðmundur Ómar.
„Það sem fyrir okkur vakir með
þessari tillögu er að nýta peninga
félaganna betur, réksturinn verður
hagkvæmari," sagði hann og benti
á að við sameiningu nokkurra lífeyr-
issjóða á Norðurlandi í einn hefði
rekstrarkostnaður lækkað um helm-
ing.
Tillögur skipulagsnefndar um
fækkun verkalýðsfélaga hafa ekki
hlotið hljómgrunn meðal sjómanna,
aðallega á Eyj^fjarðarsvæðinu,
þannig að formaður AN átti von á
að tekist yrði á um hana á þinginu.
Á þinginu mun Halldór Grönvold
skrifstofustjóri ASÍ gera grein fyrir
könnun sem sambandið lét gera á
viðhorfum til verkalýðsfélaga.
Kjara- og atvinnumál verða einnig
til umræðu á þinginu á morgun sem
og fræðslumál en á laugardag verða
nefndarstörf og álit nefnda afgreidd
auk kosninga.
Morgunblaðið/Kristján
Rigningin
ræður
ríkjum
GÍFURLEG úrkoma hefur verið
á Akureyri þessa fyrstu daga
októbermánaðar og náði úr-
komumagnið hámarki í gær en
þá mældist það 14,2 mm frá kl.
9-18. Akureyringar hafa sést á
hlaupum með regnhlífar út um
allan bæ en yngri kynslóðin
lætur sér fátt um finnast og
notar hvert tækifæri til þess að
vera úti við og helst í námunda
við einhverja polla.
Sýslumannsembætti
verði ekki \a,gt niður
„BÆJARRÁÐ Ólafsíjarðar skorar á
þingmenn kjördæmisins að hindra, í
nafni réttlætis, að þessi áfqrm nái
fram að ganga,“ segir í alyktun
bæjarráðs Ólafsfjarðar í kjölfar
áforma um að leggja niður embætti
sýslumanns í bænum.
í ályktun bæjarráðs Ólafsfjarðar
segir að fyrir síðustu kosningar hafi
álíka tillögur verið uppi en þá frá
þeim fallið enda mikil og almenn
andstaða.
„En nú er ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur. Bæjarráð treystir
því að þessari atlögu ráðherrans
verði hrundið með samstilltu átaki
því það er deginum ljósara hvað fylg-
ir í kjölfarið. Sýslumannsembættin í
Dalasýslu, Vík í Mýrdal, Eskifirði og
svo koll af kolli verða slegin af og
síðust á höggstokkinn verða embætt-
in í Hafnarfirði og Kópavogi. Allt
verður þetta gert í nafni hagræðing-
ar og sparnaðar þar sem sparnaður
ríkisins verður að útgjöldum þegn-
anna,“ segir í ályktun bæjarráðs Ól-
afsfjarðar.
er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði
Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgarnesslátur og
úðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði.
Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga
til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.
Sími 568 1370.