Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 23

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 23 ERLEIMT ESB fagnar samkomulagí um Slavoníu Madríd, Sar^jevo, Genf. Reuter. E VRÓPU S AMB ANDIÐ (ESB) fagnaði í gær samkomulagi sem Króatar hafa náð við serbneska ráðamenn í Austur-Slavoníu og sagði að um gæti verið að ræða fyrstu skrefin í átt til víðtæks frið- arsamkomulags. Fulltrúar deiluaðila hittust í borg- inni Erdut í Króatíu í fyrradag og náðu þar samkomulagi um grund- valiaratriði sem höfð verða til hlið- sjónar við hugsanlega sáttargjörð í deilu þeirra um austurhluta Slavo- níuhéraðs. Serbar tóku svæðið af Króötum fyrir nokkrum árum. Ekki var nákvæmlega kveðið á um hvort Króatar tækju við yfirráð- um í austurhluta Slavoníu en hins vegar mun gert ráð fyrir því í sam- komulaginu að af því geti orðið eft- ir tveggja ára aðlögunartíma. Spánveijar, sem fara með forystu- hlutverk í ESB þessa mánuðinaj fögnuðu samkomulaginu í gær. I tilkynningu, sem þeir gáfu út fyrir hönd sambandsins, voru báðir aðilar hvattir tii að láta einskis ófreistað til að ná friðarsamkomulagi á grund- velli niðurstöðunnar í Erdut. Talið var að samkomulag Króata og ráðamanna Serba í Slavoníu gæti auðveldað tilraunir bandaríska sáttasemjarans Richards Holbrookes og Carls Bildts, milligöngumanns ESB, til að semja um vopnahlé í Bosníu. Komu þeir til Sarajevo í gær til viðræðna við fulltrúa múslima. Króatar sakaðir um mannréttindabrot I leynilegri skýrslu, sem eftirlits- menn ESB hafa sent frá sér, er komist að þeirri niðurstöðu, að er króatískar hersveitir náðu Krajina- héraðinu aftur á sitt vald, hafi þær farið ránshendi um heimili Serba, brennt hús þeirra og myrt ijölda óbreytta borgara. Innihaldi skýrsl- unnar var lekið til fjölmiðla í gær, en talið er að hún eigi eftir að veikja málstað Króata. Hermt er að eftir- litsmenn mannréttindafulltrúa Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í Genf hafi komist að sömu niðurstöðu. Sænskir jafnað- armenn deila um niðurskurð Stokkhólmi. Reuter. HARÐAR deilur hafa brotist út innan sænska jafnaðarmannaflokksins vegna áforma flokksforystunnar um niðurskurð í velferðarmálum. Göran Johans- son, borgarstjóri Gautaborgar, sem sæti á í framkvæmdastjórn flokksins, ritaði blaðagrein um helgina þar sem hann sagði flokkinn vera á rangri braut og væri það skýringin á fylgishruni meðal almennings í skoðanakönnunum. Flóð í Norður-Kóreu 50% upp- skerubrest- ur í hrís- gijónarækt Tókíó. Reuter. HRÍSGRJÓNAUPPSKERA norður- kóreskra bænda verður helmingi minni en venjulega vegna tjóns af völdum flóða í ágúst, að sögn jap- önsku matvælastofnunarinnar. Fulltrúar stofnunarinnar sömdu við norður-kóreska stjórnarerindreka í Peking í gær um aukna neyðarað- stoð við Norður-Kóreu. Samþykktu Japanir að láta Norð- ur-Kóreumönnum í té 200.000 tonn af hrísgijónum til viðbótar 300.000 tonnum sem þeir ákváðu að sendu þangað í júní sl. „Staðfest var að uppskeran yrði einungis um 3,77 milljónir tonna í stað áætlaðra 5,67 milljónir tonna,“ sagði japanskur embættismaður í gær. „Þá eru horfur á því að upp- skera næsta árs verði einnig langt undir settu markmiði, að a.m.k þriðjung muni vanta“, bætti hann við. Hrísgijón er uppistaða í fæðu Norður-Kóreumanna. Landið hefur verið mjög einangrað og ráðamenn fullyrt að þar væru menn sjálfum sér nógir með matvæli. Þess vegna kom mjög á óvart er yfirvöld í Py- ongyang sneru sér til suður-kóre- skra og japanskra stjórnvalda fyrr á árinu og fóru fram á neyðarhjálp vegna uppskerubrests sl. vor. „Þetta er ferli sem á sér stað án þess að flokksþing eða einhver önn- ur stofnun flokksins hafi komið við sögu,“ segir Johansson. Ingvar Carlsson lætur af embætti sem forsætisráðherra og flokksform- aður á næsta ári og er nú talið hugs- anlegt að Johansson verði frambjóð- andi vinstriarms flokksins í embætt- ið. Líklegast er þó talið að Mona Sahlin, sem telst til miðjumanna, verði kosinn flokksformaður. Carlsson var ekki nefndur á nafn í greininni en hann reiddist henni mjög þar sem greinilegt var að gagn- rýninni var beint að niðurskurðará- formum hans og Görans Perssons fjármálaráðherra. „Hann [Johans- son] hefur gengið of langt,“ var haft eftir Carlsson í fjölmiðlum á mánudag. Bertil Jonsson, forseti sænska Alþýðusambandsins, lýsti hins vegar yfir stuðningi við sjónarmið Johans- sons. „Ég skil reiði [forsætisráðherr- ans] þegar hann er gagnrýndur opin- skátt á þennan hátt. Þessi óánægja er hins vegar að bijótast út um allt land,“ sagði hann á þriðjudag. Nýttu þér a Krabbaméf sum niiimit ooo mo V KRABBAMHNS $ RÁÐGJÖFIN ✓ Islenskir ostar O p ið hús að Bitruhálsi NÝJUNGAR VERÐA KYNNTAR! Verið velkomin á Ostadaga um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í ostagerð. Boðið verðar upp á osta og góðgæti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk þess sem gestum gefst tœkifœri til að kaupa íslenska gœðaosta á sérstöku kynningatyerði. ÍSLENSKT GÆÐAMAT Birtar verða niðurstöður íslenska gœðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. OSTAMElSTARi ÍSLANDS Um helgina verður Ostameistari Islands útnefndur. ALLT UM OSTA Ostameistararnir verða á staðnum og sitjafyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. OSTARÁ KYNNINGARVERÐI B Gríptu tœkifœrið og kauptu þér íslenska afbragðsosta! OPIÐ HÚS að Bitruhálsi, laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. okt., milli kl. 13 og 18. OSTA OG SMJÖRSALAN SE HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.