Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjörugar umræður á málþingi
stærðfræðikennara
Er samræmt
stúdentspróf það
sem koma skal?
Breyta verður námsmati í framhalds-
skóla, segir deildarstjóri hjá RUM
TILLAGA, um að samræmt próf í
stærðfræði verði lagt fyrir nemendur
sem ljúka stúdentsprófi, kom fram á
málþingi Flatar í fyrradag. Flötur er
samtök stærðfræðikennara á öllu
landinu, aðallega þó á grunnskóla-
og framhaldsskólastigi. Hugmyndin
kom frá Einari Guðmundssyni, deild-
arstjóra á Rannsóknarstofnun uppeld-
is- og menntamála (RUM).
Hann vill að nemendum sem það
kjósa verði boðið að taka samræmt
próf sem yrði síðan metið inn í há-
skóla. Sagðist hann telja óhjákvæmi-
legt að ef menn vildu veg stúdents-
prófs mikinn yrði að breyta náms-
mati í framhaldsskóla. Einar benti á
að hér á landi væru stúdentspróf
metin sem inntökupróf í háskóla og
að ísland væri eitt af þremur löndum
í Evrópu þar sem lokapróf úr fram-
haldsskóla væri eingöngu byggt á
kennaramati.
„Við erum með dýrt kerfi, þar sem
nemendur hefja nám í háskóla og
uppgötva e.t.v. eftir hálft eða eitt ár
að val þeirra var rangt. Valið var
byggt á einkunnum úr framhalds-
skóla, en talsverður munur er á ein-
kunnarkerfi þeirra," sagði Einar.
Hagur fyrir háskóladeildir
Aðspurður hvort ekki væri líklegt
að aðeins þeir hæfíleikaríkustu í
Þrjá kýr fund-
ust dauðar
Kaldalón. Morgunblaðið.
ÞAÐ VAR heldur kuldaleg aðkoma
bóndans í Fremi-Amardal við ísa-
fjörð, Halldórs Matthíassonar, er
hann kom í fjósið til kvöldmjalta sl.
þriðjudagskvöld.
Lágu þar þijár kýr steindauðar á
básunum og ein af þeim í tuttugu
marka nyt í mál en þetta var þriðj-
ungurinn af kúnum í fjósinu.
Bóndinn á engar skýringar á þess-
um ósköpum en aðrar en þær að um
daginn var hann með haugdælu að
hræra upp í haughúsinu og dæla í
tank til að bera á túnin. En reistar-
flór er í fjósinu og talið líklegast að
gaseitrun hafí lagt kýmar að velli.
stærðfræði tækju próf væru þau ein-
ungis val, taldi hann svo vera. „Ég
sé hins vegar fyrir mér að hinar mis-
munandi háskóladeildir gætu séð sér
hag í slíkum prófum og jafnvel ívilnað
þeim nemendum sem tækju þau. Ég
er þess fullviss að smám saman yrðu
prófín útbreidd," sagði Einar.
Einar tók fram áð gamla landspróf-
ið hefði verið sía inn í framhaldsskól-
ann. Fjórðungur nemenda hefði
gjaman valið þá leið en 75% farið í
iðnnám, kennaraskólann, út á vinnu-
markað eða annað. Þessi sía hefði
gert það að verkum að þeir sem
þreyttu stúdentspróf hefðu almennt
staðið sig vel í háskóla.
Nú hefla um 85% nemenda í hveij-
um árgangi nám í framhaldsskóla en
aðeins um 35% árgangs ljúka stúd-
entsprófí. Aðeins um helmingur hvers
árgangs lýkur einhvers konar loka-
prófi í framhaldsskóla. Miklar breyt-
ingar urðu í kjölfar áfangakerfisins
sem átti að verða tilraun.
„Hún varð hins vegar að veruleika
og staðfest með lögum áður en stefn-
an fram á við hafði verið mörkuð frek-
ar. Gamla námsmatið sem miðaðist
við tiltölulega einsleitt framhalds-
skólakerfí hélst óbreytt en tók ekki
mið af fjölbreyttu áfangakerfi. Nú eru
stúdentspróf úr bóknámsbrautum
framhaldsskólanna ekki sambærileg
en gefa sömu réttindi," sagði Einar.
Hvernig eiga lokapróf í
framhaldsskólum að vera?
Á vegum Evrópuráðsins er unnið
að undirbúningi skýrslu um hvers
eðlis lokapróf í evrópskum framhalds-
skólum eru og hvemig hvert land
stendur að vígi.
„Ef íslendingar vilja gera eitthvað
í málunum áður en skýrslan birtist
er ekki seinna vænna að grípa til
aðgerða núna,“ sagði Einar.
A málþinginu var einnig rætt um
samræmt stærðfræðipróf við lok
grunnskóla og kom þar meðal annars
fram að nemendur sem fá einkunnina
6 séu líklegir til að falla á fyrstu önn
í framhaldsskóla. Þá var rætt um
samræmt próf hjá 4. og 7. bekk, sem
samkvæmt grunnskólalögum á að
fara fram á þessu skólaári, en ekki
er ljóst ennþá hvemig að því verður
staðið.
Morgunblaðið/Sverrir
HUSIÐ er mikið skemmt eftir sprenginguna sem varð í mykjutanknum.
Járnlúga sprakk í gegnum þak
MIKIL sprenging varð í vélsmiðj-
unni Vélboðanum í Hafnarfírði í
gærkvöldi þegar unnið var við að
logsjóða í mykjutanki inni í húsinu.
Starfsmenn . vélsmiðjunnar
höfðu fyrr um daginn borið ryð-
varnarefni á tankinn innanverðan.
Þeir tóku seinna eftir því að lítið
gat var á tanknum og vann einn
maður við að logsjóða í gatið í
gærkvöldi þegar sprengingin varð.
Talið er að gasgufur hafí myndast
inni í tanknum af ryðvarnarefninu.
Á tanknum er lúga og þeyttist hún
af við sprenginguna og fór í gegn-
um bárujámsklætt þak hússins.
Miklar skemmdir urðu á húsinu.
Komu m.a, sprungur í eldvarnar-
vegg og gluggar sprungu. Mikil
mildi er talin að manninn sakaði
ekki.
Unnið að stofnun starfsmenntunarskóla á grunnskólastigi
Lýkur með prófi í
verknámsgreinum
UNNIÐ verður að útfærslu hug-
mynda um stofnun sérstaks starfs-
menntunarskóla eða starfsdeildar
við grunnskóla Reykjavíkur, þar sem
boðið yrði upp á verknámsgreinar.
Með þessu er stefnt að því að grunn-
skóianemendur þurfi ekki að ná sam-
ræmdu prófi úr bóknámsgreinunum
fjórum heldur geti þeir útskrifast
með grunnskólapróf í verknáms-
gi-einum.
Gengið var frá því á fundi borg-
arstjórnar í gær að koma saman
vinnuhóp sem mun útfæra hug-
myndina frekar. „Vinnuhópurinn
þarf að vinna að frekari útfærslu
eins og hvað verði boðið upp á og
hvernig verði staðið að framkvæmd-
inni,“ segir Sigrún Magnúsdóttir,
borgarfulltrúi R-listans.
„Þegar það liggur fyrir munum
við sækja um að fá að framkvæma
þessa tilraun til menntamálaráðu-
neytisins, en það stendur í 53. grein
grunnskólalaga að leyfilegt sé að
sveitarfélög komi á fót svona til-
raunaskóla."
Fullgilt grunnskólapróf
Hún segir að tilraunin felist í því
að breyta í raun lokaprófum grunn-
skóla, þannig að hægt verði að taka
grunnskólapróf í bóknámsgreinun-
um fjórum eða grunnskólapróf sem
samanstandi af öðrum námsgreinum
eins og verknámsgreinum. Það verði
fullgilt grunnskólapróf til fram-
haldsnáms í Iðnskóla.
„Við settum vinnuhópnum ekki
ákveðin tímamörk, en ég veit að
hann vinnur hratt og vel vegna þess
að allt tekur þetta sinn tíma,“ segir
Sigrún. „Ef við ætlum að reyna að
koma þessu á laggirnar næsta haust,
eða næsta skólaár, þurfum við að
fá skýrslu fljótlega upp úr áramótum
og fara að huga að því hvort stofnuð
verði starfsdeild við grunnskóla eða
sérstakur starfsmenntunarskóli."
Vinnuhópurinn er skipaður Hann-
esi Sveinbjörnssyni, námsráðgjafa
hjá Skólaskrifstofu, Haraldi Finns-
syni, skólastjóra í Réttarholtsskóla,
Ragnari Þorsteinssyni, aðstoðar-
skólastjóra í Breiðholtsskóla, en þar
er svona starfsdeild rekin, Ástu
Gunnarsdóttur, sem vann að skýrslu
um valmöguleika'á unglingastigi og
Arnfinni Jónssyni, skólastjóra
Vinnuskólans í Reykjavík.
Búvörusamningurinn gerir ekki ráð fyrir að beingreiðslur haldist óbreyttar
Beingreiðslur lækka
ef neyslan minnkar
HALDI neysia á kindakjöti áfram að minnka
með svipuðum hætti á næstu fímm árum og
hún hefur gert undanfarin ár lækka bein-
greiðslur til bænda. Dragist neyslan saman
um 200 tonn á ári verða útgjöld ríkissjóðs
vegna nýja búvörusamningsins um 330 millj-
ónum króna lægri en gert er ráð fyrir í fjár-
hagsramma samningsins, en í honum er geng-
ið út frá óbreyttri kjötneyslu.
í 2. grein búvörusamningsins segir að hvor
aðili fyrir sig geti óskað eftir endurskoðun
beingreiðslna annað hvert ár verði breytingar
á markaði kindakjöts. Þórhallur Arason, skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneytinu og samninga-
maður í búvörusamninganefnd, sagði að þetta
þýddi að beingreiðslur yrðu hækkaðar eða
lækkaðar í takt við breytingar á neyslu kinda-
kjöts á innanlandsmarkaði. Notuð yrði sama
reikniregla og notast hefur verið við í tíð nú-
gildandi samnings. í dag eru beingreiðslur
miðaðar við 7.200 tonna framleiðslu og því
marki verður haldið næstu tvö ár.
330 milljóna kr. sparnaður?
Undanfarin ár hefur markaðshlutdeild
kindakjöts á innanlandsmarkaði minnkað um
u.þ.b. 200 tonn á ári. Skiptar skoðanir eru
um hver þróunin verður á næstu árum. Bænd-
ur vonast eftir að botninum sé náð og benda
í því sambandi á að fijáls verðlagning á kinda-
kjöti færi þeim nýja möguleika i markaðs-
sókn. Aðrir telja að sölusamdrátturinn muni
halda áfram með svipuðum hætti og undan-
farin ár og benda á að nánast hvergi í heimin-
um sé neysla á kindakjöti eins mikil og á
íslandi. Möguleikar svínakjöts og kjúklinga
til að auka markaðshlutdeild sína enn meira
eru taldir góðir.
Ef þróunin verður sú sama og verið hefur,
að neyslan dragist saman um 200 tonn á ári,
má búast við því að beingreiðslur verði lækkað-
ar eftir tvö ár og fari úr 1.480 milljónum niður
í 1.400 milljónir. Haldi neyslusamdrátturinn
enn áfram má gera ráð fyrir að beingreiðslur
lækki niður í 1.320 milljónir árið 1999. Verði
þróunin þessi verða útgjöld skattgreiðenda um
330 milljónum lægri á samningstíma nýs bú-
vörusamnings en þau hefðu orðið miðað við
óbreytta neyslu, en í fjárhagsramma samn-
ingsins er miðað við óbreytta neyslu. Þórhall-
ur sagði að fjárhagsramminn væri einungis
áætlun byggð á tilteknum forsendum. For-
sendumar kynnu að breytast.
Mikill birgðavandi
Horfur eru á að framleiðsla á kindakjöti í
haust verði um 8.500-8.600 tonn. Haldi sam-
dráttur í neyslu kjötsins áfram má búast við
að innanlandsmarkaður verði 6.800 tonn á
næsta ári. Birgðaaukningin er því um 1.800
tonn, en þar af fara um 1.400 tonn á umsýs-
lusamninga, þ.e. kjöt sem má ekki selja á
innanlandsmarkaði. Þetta magn bætist við
þau 2.500 tonn af kjöti sem til eru af fram-
leiðslu síðasta árs, en stefnt er að því að
selja um helming af því kjöti til útlanda. Þá
eru ótaldar þær 30.000 ær sem stefnt er að
því að farga með uppkaupum i haust og á
næsta ári, en þær vega dauðar í kringum j
600 tonn. Það eru því á fjórða þúsund tonn
af kjöti sem þarf að flytja til útlanda á næstu
mánuðum.
Margir óttast að mjög erfítt verði að finna
markaði fyrir allt þetta kjöt, ekki síst í ljósi
þess að enn er ekki búið að selja allt umsýslu-
kjöt frá síðasta ári úr landi. Þess ber þó að
geta að ástandið á Svíþjóðarmarkaði ku vera
að lagast, en hann hefur til langs tíma verið |
stærsti markaður fyrir íslenskt lambakjöt í
útlöndum. Sala á svona miklu kjöti truflar
ennfremur tilraunir manna hér á landi til að
byggja upp markaði fyrir dýrt,.Iífrænt rækt-
að lambakjöt.
Minni framlyásala
Sú gagnrýni hefur heyrst að í nýja búvöru-
samningnum sé ekkert tekið á framhjásölu
á kjöti. Þórhallur sagðist vera ósammála
þessu. Um leið og búið væri að afnema kvóta-
kerfið væri búið að afnema allar takmarkan- )
ir við því magni sem bændur mættu leggja
inn. Formið á uppgjörinu til bænda væri einn-
ig fallið til að minnka líkur á að bændur '
sæju sér hag í því að selja framhjá.