Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
FRETTIR
— Útför þjóðarsáttar?
Vafalítið var það sú ákvöröun Alþingis að semja sér: 1
stakar skattareglur fyrir alþingismenn og færa þeim
þannig skattfrjálsa fjörutíu þúsvrnd króna greiðslu í
hveijum mánuði sem fyllti mælinn hjá langþreyttum al- i/1
menningi. ' ^ lU
HVER hefði nú trúað því, Gunna mín, að Þjóðarsáttin okkar, blessuð sé minning
hennar, fengi virðulega opinbera útför, og það á kostnað Alþingis???
akkaföt í frábæru úrva
Öðruvísi efni, skemmtíleg snið
f. ' •
streHson
bf S WITZERLAN D
H E N ’ S FASHION
oevious
. CUrQf 't
HAN7
KRINGLUNNI
SfMI 568 I 925
Eitt blab
fyrir alla!
fHmcgtmWiifeifr
- kjarni málsins!
Dagur frímerkisins 9. október
Mikíl landkynning
falin í því að senda
söfn til útlanda
GarðarJóhann
Guðmundarson
DAGUR frímerkisins
verður haldinn
hér á landi í þrí-
tugasta og fimmta sinn
mánudaginn 9. október.
Að deginum standa Póst-
og símamálastofnun,
Landssamband íslenskra
frímerkjasafnara og Félag
frímerkjasafnara.
Garðar Jóhann Guð-
mundarson er formaður
FF og er félagið lang-
stæreta félagið innan
Landssambandsins. Hann
segir að félagsmenn séu á
fjórða hundrað um landið
allt. „Að vísu er bróður-
parturinn hér í Reykjavík
og á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsemin er frekar blóm-
leg. Við verðum með fundi
á hveijum einasta fimmtu-
degi í allan vetur. Opið hús
er svo alltaf eftir hádegi
hvern einasta laugardag állt árið.“
— Á frímerkasöfnun ekki undir
högg að sækja þcgar framboð á
tómstundarstarfi er jafnmikið og
raun ber vitni?
„Jú, frímerkjasöfnun á, eins og
allt annað, undir högg að sækja
enda er áreitið orðið svo mikið úr
öllum áttum. Ég heyrði meira að
segja í fréttum um daginn að hand-
knattleiksforystan væri að kvarta
yfír því að hún ætti erfítt með að
fá unglinga til liðs við sig. Við
verðum því að láta vita af okkur
eins og gert er með sýningu og
öðrum uppákomum á Degi frí-
merkisins.“
— Hvernig verður haldið upp á
daginn?
„Við verðum með sýningu í fé-
lagsheimili frímerkjasafnara í Síð-
umúla 17. Sýningin er ekki sama
glæsisýningin og yfirleitt er haldin
einu sinni á ári heldur er frekar
verið að sýna það sem menn eru
að leika sér að. Þó verða nokkur
söfn innan um og eiganda eins
unglingasafnsins hefur verið boðið
að senda safnið til að keppa um
Norður-Ameríku-meistaratitil í
Bandaríkjunum. Héma í félags-
heimilinu verður svo hægt að fá
sérstimpil með Leifí Eiríkssyni. Þó
svo dagurinn fari ekki hátt hér á
landi er hann dagur Leifs Eiríks-
sonar á Islandi og í Bandaríkjun-
um. Landssamband íslenskra frí-
merkjasafnara veitir svo því póst-
húsi sem best stimplar póst svo-
kallaðan silfurstimpil. Athöfn fer
fram á mánudagsmorguninn.“
- Hveijar eru helstu áherslur
féiagsins núna?
„Við leggjum sérstaka áherslu
á að fá fleiri félagsmenn. Fyrsti
fundur í hveijum mánuði er svo-
kallaður byijendafundur. Frí-
merkjasöfnun er mjög góð tóm-
stundaiðja fyrir ungl-
inga og raunar fyrir
alla fjölskylduna. Is-
lendingar eru líka svo
heppnir að eiga þó
nokkuð-stóran hóp af
unglingum sem að
hafa náð góðum árangri í frí-
merkjasöfnun og á sýningum hér
heima og erlendis."
- Óttist þið ekki minni notkun
frímerkja með meiri notkun hvers
kyns tölvupósts?
„Jú, frímerkjanotkun minnkar
örugglega með almennari notkun
tölvupósts. Þó held ég að frímerk-
ið haldi velli, a.m.k. eitthvað inn
á næstu öld og líklega lengur.
Alls staðar í heiminum er almenn-
ur áhugi á frímerkjasöfnun og
áhuginn hefur t.d. aukist gífurlega
í Austurlöndum fjær.“
— Hvað fá frímerkjasafnarar
út úr tómstundaiðju sinni?
„Safnarar fá mjög mismunandi
►Garðar Jóhann Guðmundar-
son, formaður Félags frímerka-
safnara, er fæddur 29. apríl
árið 1944 í Reykjavík. Garðar
Jóhann tók verslunarpróf frá
Verslunarskóla íslands árið
1962 og hefur starfað við sölu-
mennsku og útgáfuráðgjöf.
Hann gekk í Félag frímerkja-
safnara fyrir um fimm árum og
hefur verið formaður félagsins
frá því í febrúar. Eiginkona
hans er Þórunn Kristinsdóttir
grunnskólakennari og eiga þau
einn son.
út úr iðju sinni. Sumir fá aðeins
ánægjuna af því að safna. Aðrir
afla sér þekkingar í gegnum frí-
merkjasöfnunina. Ég get nefnt að
safnarar sérstakra myndefna afla
sér gjarnan sérþekkingar á því
sviði. Frímerkjasafnarar hafa t.d.
safnað fuglum, tónskáldum, Krist-
ófer Kólumbus og bílum. Sjálfur
er ég búinn að læra ókjör um sögu
Ungveijalands fram til 1920. Þó
þekkingin sé kannski ekki hagnýt
er engu að síður gaman að henni."
— Hafið þið mikil samskipti við
frímerkjasafnara í öðrum löndum?
„Já, við gerum töluvert af því.
Núna um helgina er t.d. norræn
unglingasýning í Þrándheimi. A
henni keppir unglingameistaralið
íslands og núverandi Norðurlanda-
meistarar og við vonum auðvitað
að það veiji titilinn. Síðan er sam-
norræn sýning í Málmey seinna i
október. Hér á íslandi verður svo
samnorræn sýning að ári. Án efa
felst mikil landkynning í því að
senda íslensk frímerkjasöfn er-
lendis. Eftir þeim er tekið.“
— Eru íslensk frímerki vinsæl?
„Já, íslensk frímerki eru yfir-
leitt vinsæl. Sérstaklega eftir Þröst
Magnússon. Ég get bent á fugla-
og landslagsfrímerki
hans en hann hefur
teiknað obbann af ís-
lenskum frímerkjum
seinustu 20 árin. Þröst-
ur er snillingur og ef
hann ætti heima ein-
hvers staðar annars staðar væri
hann örugglega heimsfrægur.
Hins vegar er hann vel þekktur
af frímerkjasöfnurum heimsins og
merki hans eru í flestum söfnum.“
— Hvert er verðmætasta ís-
lenska frímerkið?
„Ég sé hér i lista að 20.000
mörk eru sett upp fyrir óstimplað
íslenskt auramerki. Árið 1897
vantaði þriggja aura merki og á
merkinu eru litlir þrír yfirprentað-
ir á grænt fimm aura merki. Ég
legg hins vegar áherslu á að yfir-
leitt eru safnarar ekki að hugsa
um verðmæti frímerkjanna heldur
ánægjuna sem felst í því að safna
þeim.“
Safnarar sér-
stakra mynd-
ef na af la sér
sérþekkingar