Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
ÖRN Kr. Árnason, fulltrúi íþróttafélagsins Höfrungs á Þing-
eyri, tekur við 100.000 kr. ávísun úr hendi Þóris Jónssonar,
formanns UMFÍ, en Þingeyringar áttu flesta þátttakendur í
hlaujnim á Landshreyfingu ’95. Aðrir á myndinni eru, aftast
f.v.: Ölvir Thorstensen, Stefán Jasonarson frá Vorsabæ, Anna
María Kristjánsdóttir, Anný Ingimarsdóttir og Valdimar Guð-
jónsson. Fyrir aftan Þóri og Örn eru f.v.: Halldóra Markúsdótt-
ir, Ingibjörg Markúsdóttir og Berglind Helgadóttir og Guðbjörg
Guðmundsdóttir.
Landshreyfing UMFÍ
Tíu þúsund
þátttakendur
UM tíu þúsund manns tóku þátt í
Landshreyfingu ’95, en það var sam-
starfsverkefni Ungmennafélags ís-
lands og Fijálsíþrótta- og Sundsam-
banda Islands. Landshreyfing hófst
þann 28. maí og lauk 30. ágúst. Til
þess að taka þátt þurfti að ganga,
skokka eða hlaupa 3 km eða synda
200 metra og fá það viðurkennt á
einhveijum hinna tvö hundruð og
fimmtíu þátttökustaða um Iand allt.
Markmiðið með Landshreyfingu
’95 var að sögn Þóris Jónssonar,
formanns UMFI, að stuðla að hollri
hreyfmgu og hvetja um leið fólk til
bættra lífshátta og kynna ung-
nennafélögin í leiðinni. „Ég er mjög
ánægður með árangurinn og vonast
til að þetta verkefni sé komið til að
vera,“ bætti hann við.
Á sjöunda hundrað manns tóku
þátt sjötíu og fimm sinnum eða oftar
á þeim níutíu og fimm dögum sem
Landshreyfing stóð yfir og voru nöfn
þátttakenda sett í sérstakan pott.
Úr þeim potti hafa nú verið dregin
fimm nöfn. Fengu þeir einstaklingar
verðlaun sín nýlega á fundi sem
UMFÍ stóð fyrir í húsakynnum sín-
um. Þau heppnu eru: Anna Marín
Kristjánsdóttir frá Akureyri, en hún
! hlaut helgarferð á Hótel Eddu, Ölvir
Thorstensen, Reykjavík, og Ósk Elín
Jóhannesdóttir, einnig frá Reykjavík,
þau hlutu 10.000 kr. vöruúttekt í
Frísport. Ema Erlingsdóttir úr
Reykjavík og Friðþjófur Þorsteinsson
frá ísafirði fengu í sinn hlut Speedo
íþróttatöskur.
Hlutu peningaverðlaun
Einnig voru veitt verðlaun til
íþrótta- og ungmennafélaga fyrir
góða þátttöku. Iþróttafélagið Höfr-
ungur á Þingeyri hlaut verðlaun fyr-
ir mesta þátttöku í hlaupum miðað
við hveija eitthundrað íbúa, en rúm-
ir ellefu af hundraði íbúa Þingeyrar
tóku þátt. Þá fékk Ungmennafélagið
Samhygð í Gaulveijabæjarhreppi
viðurkenningu fyrir mestu heildar-
þátttöku miðað við íbúafjölda en þar
tóku rúmir tuttugu og tveir íbúar
af hveijum hundrað þátt. Hvort félag
um sig hlaut 100.000 kr. peninga-
verðlaun.
Hinn þekkti útivistarmaður Stefár
Jasonarson frá Vorsabæ hlaut sér-
staka viðurkenningu, en hann tók
þátt alla níutíu og fimm dagana.
Nokkrir þátttakendur, auk Stefáns,
tóku 75 sinnum þátt eða oftar, en
þeir eru: Ölvir Thorstensen, Anna
María Kristjánsdóttir, Halldóra
Markúsdóttir, Ingibjörg Markúsdótt-
ir og Berglind Helgadóttir.
, %
- SJAÐU
Gylfi Bjömsson sjóntækjafræðingur, býður
alla velkomna á sýningu á glæsilegum
gleraugnaumgjönðum fiá
l.a.fEyeworks
sem kynntar verða af ítalanum Vladi Pozzo.
Komdu og SJÁÐU...
SIÐUSTU DAGAR
NYBYLAVEGUR
Toyota
■lofur
DALBREKKA
Opiö: Föstudag kl. 8-19 og laugardag kl. 8-16
ENN
ME Rl
VERÐLÆKKUN
Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin)
Kópavogi, sími 554 5800.
cimn
■■■ - ■■ '■:■>■