Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Áætlun um rekstur og fjármál bæjarsjóðs
Stórhuga áform
eiga langt í land
FRUMVARP að þriggja ára áætlun
bæjarsjóðs Akureyrar um rekstur,
fjármál og framkvæmdir árin 1996-
1998 verður tekið til síðari umræðu
á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.
Í bókun Sigurðar J. Sigurðssonar,
Sjálfstæðisflokki segir að sýnilegt sé
að síhækkandi hlutfall rekstrargjalda
af tekjum dragi úr möguleikum bæj-
arins til að sinna nauðsynlegum
framkvæmdum og viðhaldi. Taka
þurfi mun ákveðnari afstöðu til
ákveðinna þjónustuþátta en áætlunin
geri ráð fyrir þar sem aðeins sé tek-
ið mið af þeim breytingum sem þeg-
ar eru þekktar. „Fjárhagsáætlun fyr-
ir árið 1996 verður að taka mið af
þessum vanda þar sem skilgreind
verði sú þjónusta sem bæjarfélagið
treystir sér til að veita,“ segir í bók-
un Sigurðar.
„Hin stórhuga áform núverandi
meirihluta bæjarstjómar sem lagt var
upp með á síðasta ári sýnast í ljósi
þessarar áætlunar harla léttvæg og
eiga langt í land,“ segir Heimir Ingi-
marsson, Alþýðubandalagi í bókun
um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs.
Flokkur sinn geri sér Ijósa þá erfið-
leika sem steðja að í fjármálum bæjar-
ins, en áskilji sér rétt til að vera ósam-
mála skiptingu þeirra fjármuna sem
til ráðstöfunar eru við afgreiðslu
áætlunarinnar í bæjarstjórn.
Kartöflugarðar of
blautir til upptöku
EyjaQarðarsveit.
EFTIR tveggja mánaða þurrka-
kafla þar sem varla datt dropi
úr lofti og lækir voru að þorna
upp hafa nú heldur betur skip-
ast veður í lofti. Heliirignt hef-
ur nú nær látlaust í fjóra sólar-
hringa og þar sem jarðvegur
var mjög þurr fyrir drekkur
hann bleytuna vei í sig.
Kartöflugarðar eru þó að
verða fullblautir til upptöku og
sagði Aðalsteinn Hallgrímsson
hjá Öngli hf. að þeir hefðu orð-
ið að hætta upptöku af þeim
sökum. Rigning er öðrum
bændum kærkomin því vatnslít-
ið var orðið á nokkrum býlum
og því hefði getað skapast
slæmt ástand ef fryst hefði
strax eftir þurrkakaflann.
Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson
Fiskafóður
sent til
Noregs
STARFSMENN Laxár hafa verið
að skipa út fiskafóðri sem siglt
er með til Noregs, en Skretting
A/S kaupir framleiðsluna. Alls
voru send út um 700 tonn af
fóðri, en hluta þess hafði verið
skipað upp i Reykjavík. Þetta
magn er um 20% af allri sölu
fiskafóðurs innanlands, en á
innnanlandsmarkaði eru seld um
4000 tonn af fiskafóðri árlega.
Héraðslæknirinn á Norðurlandi eystra
Bj örgnnarþyrla gæslunnar
verði staðsett á Akureyri
ÓLAFUR H. Oddsson héraðslæknir
á Norðurlandi eystra er þeirrar skoð-
unar að björgunarþyrla Landhelgis-
gæslunnar eigi að vera staðsett á
Akureyri. Þá lýsti Ólafur þeirri skoð-
un sinni á fundi um málefni héraðs-
sjúkrahúsa á Húsavík nýverið að
flytja beri starfsemi Landhelgisgæsi-
unnar til Akureyrar.
„Mér fínnst engin skynsemi í því
fyrir þjóð sem á eina fullkomna
björgunarþyrlu að setja hana niður
á stað þar sem fyrir eru björgunar-
þyrlur, en þar á ég við þyrlur varnar-
liðsins," sagði Olafur. „Mér þy.kir
skynsamlegra að staðsetja þyrluna
sem lengst frá öðrum þyrlum. Á
þann hátt gerir hún mest gagn."
Fljótari í förum
Ólafur sagði að þyrla á Akureyri
yrði mun fljótari til bjargar sjómönn-
um á miðunum úti fyrir Norður- og
Austurlandi. Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri réði við langflest þeirra
tilfella sem upp koma þannig að í
undantekningartilvikum þyrfti að
fljúga með slasaða eða veika sjó-
menn til Reykjavíkur. Oft háttaði
þannig til að ófært væri yfir miðhá-
lendi Islands og þyrftu þyrlur því
að fljúga með ströndinni, en við það
tapaðist dýrmætur tími. Þá nefndi
Ólafur að aukin sókn í Smuguna
skipti einnig máli í þessu sambandi.
„Ég hef stungið upp á því að fólk
á svæði norðan við línu sem dregin
yrði frá ísafirði til Hornafjarðar
myndi njóta þjónustu þyrlu sem stað-
sett yrði á Akureyri og að samið
yrði um slíka þjónustu við varnarlið-
ið fyrir svæðið sunnan hennar.“
Gæslan norður
Ólafur sagði Landhelgisgæsluna
dæmi um ríkisstofnun sem gæti me'ð
sama árangri verið staðsett á Akur-
eyri og Reykjavík. Hlutverk hennar
væri að gæta miðanna umhverfis
landið og slíkt væri eins hægt að
gera frá norðanverðu landinu.
Lokatónleikar keppninnar
fara fram í Háskólabíói laugardaginn 7. okt. kl. 14:00
og felast í „einvígi“ tveggja keppenda sem leika eða syngja
með Sinfóníuþljómsveit Islands undir stjórn Osmo Vanska
Forseti Islands afhendir sigurlaunin
Osmo Vanska
Miðasala í anddyri Hótel Sögu
OG VIÐ INNGANGINN
Miðapantanir í síma 552 9924
NordSoll995
Tónlistarkeppni Norðurlanda
Christina Guðrún María Henri Katrine Markus
Bjprkpe Finnbogadóttir Sigfridsson Buvarp Leoson
Danmörku Islandi Finnlandi Noregi Svíþjóð
Irsk lista-
hátíð í
næstu viku
ÍRSK listahátíð verður haldin á
Akureyri og mun Björn Bjarnason
menntamálaráðherra setja hátíðina
laugardaginn 13. október næstkom-
andi í Listasafninu á Akureyri. Þá
verður einnig opnuð myndlistarsýn-
ing írsku málaranna Jackie Stanley,
Guggi og James Hanley auk þess
sem The Curfew Press sýnir „nú-
tíma handritið" The Bible of Dre-
ams.
Að kveldi opnunardagsins frum-
sýnir læikfélag Akureyrar nýja leik-
gerð írans Michael Scott á hinu
klassíska meistarverki gotnesku
hryllingssögunnar Dracula, en höf-
undur bókarinnar var borinn og
barnfæddur Dyflinarbúi.
Helgin 20. til 22. október verður
helguð írskum bókmenntum með
upplestrum, fyrirlestrum og um-
ræðum. Sigurður A. Magnússon
mun m.a. ræða James Joyce og
þýðingu sína á Ódisseyfi.
Þó svo hátíðin verði formlega
sett í næstu viku má segja að heim-
sókn írskra ferðamálaaðila „Dublin
Tourism" til Akureyrar næsta laug-
ardag, 7. október marki upphaf
hennar, en þeir taka nokkurs konar
forskot á sæluna og kynna starf-
semi sína á veitingahúsinu Við Poll-
inn og hafa með sér írsku þjóðlaga-
sveitina The Merry Plough Boys.
írska listahátíðin er haldin í ljósi
þeirrar staðreyndar að landnáms-
maðurinn Hegli Magri kom frá
Dyflini í byijun 10. aldar til að setj-
ast að á Islandi, en hann settist sem
kunnugt er að á Kristnesi í Eyja-
firði. Samkvæmt landnámu var
móðir hans irsk konungsdóttir og
hann sjálfur fæddur á Irlandi.
Á meðan á hátíðinni stendur
munu veitingahús og krár skapa
írskt andrúmsloft með því að bjóða
upp á írska tónlist, drykki, mat og
annað til að skemmta fólki. Þá
verða sérstök gistitilboð fyrir gesti
Akureyrarbæjar.
Morgunblaðið/Kristján
Borað fyrir
sprengju-
hleðslu
FRAMKVÆMDIR við nýja höfn
í Krossanesi eru komnar í fullan
gang. Það er fyrirtækið Valfell
hf. í Reykjavík sem vinnur verk-
ið. Byggður verður nýr viðlegu-
kantur í norðaustur frá gömlu
löndunarbryggjunni sem fyrir
er. Rekið verður niður 80 metra
langt stálþil og innan við það
verður fyllt upp með malarefni.
Áður en hægt verður að reka
niður stálþilið, þarf að sprengja
burt klappir neðansjávar og er
notaður öflugur bor til þess að
bora fyrir sprengjuhleðslunni.
------------------
„Gólf á vegg“
í Karólínu
KRISTJÁN Pétur Sigurðsson opnar
sýninguna „Gólf á vegg“ í Café
Karólínu á morgun, laugardag.
Á veggjum kaffihússins eru lág-
myndir, að mestu unnar úr gólffjöl-
um, sem Kristján Pétur gekk áður
á. Verkin íjögur á sýningunni eru
unnin á síðustu mánuðum og fjalla
um tónlist, vináttu og kyrrð.
Sýningin verður opin á opnunar-
tíma Karólínu fram í nóvember.