Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 22
. ?0t> f ffjitflOT)tO .?) flUD/'MUTgO'l
22 FðSTUDAGUR 6. OKTÓRER 1995'
Reuter
BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdasljóri Sameinuðu þjóðanna,
tekur á móti Jóhannesi Páli páfa í höfuðstöðvum samtakanna.
Jóhannes Páll páfi ávarpar þing SÞ
Væntir upphafs
að „nýju vori
mannsandans“
New York. Reuter.
JÓHANNES Páll II páfi ávarpaði
allsheijarþing Saméinuðu þjóðanna
í gær í tilefni af 50 ára afmæli
alþjóðasamtakanna. Páfi hvatti
Sameinuðu þjóðimar til að hefja
sig upp yfir kalda skriffinnsku og
verða að sannri „fjölskyldu þjóð-
anna“ sem gæti orðið upphaf að
„nýju vori mannsandans".
Páfi sagði að þörfín fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar væri jafnvel enn
augljósari nú en þegar þær voru
stofnaðar eftir lok síðari heims-
styijaldarinnar fyrir hálfri öld.
„Sameinuðu þjóðirnar þurfa að
hefja sig æ hærra upp yfir kalda
stöðu stjórnunarstofnunar og verða
að siðferðislegri miðstöð þar sem
öllum þjóðum heims getur liðið eins
og heima hjá sér og geta alið með
sér þá sameiginlega tilfinnirígu að
þær tilheyri „fjölskyldu þjóðanna“,
ef svo má að orði komast,“ sagði
páfi.
„Við getum byggt upp, á næstu
öld og næsta árþúsundið, menningu
sem er sæmandi mannkyninu,
sanna frelsismenningu. Við getum
og verðum að gera það. Og þegar
við gerum það skiljum við að tár
aldarinnar hafa lagt grunninn að
nýju vori mannsandans."
„Við verðum að sigrast á ótta
okkar við framtíðina," hélt páfi
áfram. „Við getum samt ekki sigr-
ast á honum að fullu nema við
gerum það saman. Við megum
ekki óttast framtíðina. Við megum
ekki óttast manninn."
Stjórnarerindrekar fjölmenntu í
fundarsalinn og hlýddu með at-
hygli á ræðuna. Þeir stóðu upp
þegar páfi lauk máli sínu og klöpp-
uðu honum lof í lófa.
Þetta er í þriðja sinn sem æðsti
maður katólsku kirkjunnar ávarp-
ar allsheijarþing Sameinuðu þjóð-
anna. Páll VI heimsótti höfuð-
stöðvar samtakanna 4. október
árið 1965 og flutti þá tilfinninga-
þrungið friðarákall. Jóhannes Páll
fyrsti ávarpaði þingið 2. október
1979.
Rætt um frið í Bosníu
Páfi er í fjórðu heimsókn sinni
til Bandaríkjanna og hún stendur
í fimm daga. Hún hófst í Newark
í New Jersey í fyrrakvöld ög Bill
Clinton forseti tók á móti honum
á flugvellinum ásamt konu sinni,
Hillary. Clinton átti síðan 30 mín-
útna fund með páfa og þeir ræddu
einkum tilraunir til að koma á friði
í Bosníu.
Um 3.000 manns tóku á móti
páfa á fiugvellinum í Newark. Páfi
ávarpaði manníjöldann og lét svo
um mælt að það „væri sorglegt“
ef Bandaríkjamenn sneru baki við
þörfum fátæklinga. Ummælin
þóttu líkleg til að gleðja Clinton,
sem hefur háð baráttu á þinginu
gegn hugmyndum repúblikana um
að minnka útgjöldin til velferðar-
mála.
Óvenjumiklar örj'ggisráðstafanir
voru í Newark vegna heimsóknar-
. innar. Allur vegurinn milli flugvall-
arins og borgarinnar var lokaður
og jafnvel kardinálar sluppu ekki
við málmleit áður en þeir gengu inn
í dómkirkjuna í Newark, þar sem
páfi flutti ræðu.
- (flGAÆ'AUÖÍÍOW
MORGUNBUAÐIÐ
ERLEIMT
Makedoníumenn sjá fyrir endann á viðskiptabanni Grikkja
V ongóðir um lang-
þrádan efnahagsbata
Skopje. Reuter.
BANATILRÆÐIÐ sem forseta
Makedoníu, Kiro Gligorov, var sýnt
á þriðjudag skapar mikla pólitíska
óvissu í landinu nú þegar Makedoníu-
menn sjá nú loksins fyrir endann á
efnahagslegri einangrun sinni.
Landsmenn vona að sú ákvörðun
Grikkja að aflétta 18 mánaða við-
skiptabanni á Makedoníu færi þeim
langþráðan efnahagsbata.
Ovíst er hvort Gligorov, sem er
78 ára, nái sér eftir banatilræðið.
Deyi Gligorov eða dragi sig í hlé
verður að efna til forsetakosninga
innan tveggja mánaða.
Tilræðismennimir komust undan
og ekki er vitað hveijir voru að
verki. Gríska stjórnin telur að þjóð-
ernissinnar hafi reynt að myrða for-
setann til að koma í veg fyrir tilslak-
anir í viðræðunum við Grikki.
Deilt um nafn og fána
Deila ríkjanna blossaði upp 1991
þegar Makedonía öðlaðist sjálfstæði
eftir upplausn gömlu Júgóslavíu.
Grikkir settu viðskiptabann á Make-
doníu til að mótmæla nafni, fána
og stjórnarskrá nýja ríkisins sem
þeir segja fela í sér tilkall til
Makedoníu-héraðs í Norður-Grikk-
landi.
Þing Makedoníu samþykkti í gær
að skipta um fána samkvæmt sam-
komulagi við Grikki fyrir tilstilli
Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóð-
anna, SÞ, í síðasta mánuði. Sam-
þykkt þingsins greiðir fyrir því að
Grikkir aflétti viðskiptabanninu,
sem talið er að hafi kostað
Makedoníu jafnvirði tæpra 70 millj-
arða króna á 18 mánuðum og vald-
ið 15% minni iðnframleiðslu.
Vonir um fjárfestingar
Um 70% útflutningsvamings
Makedoníumanna fóm áður um
Serbíu en sú leið lokaðist vegna við-
skiptabanns SÞ á nágrannaríkið í
norðri. Eftir viðskiptabann Grikkja
snarhækkaði flutningskostnaðurinn
þar sem 90% útflutningsvamingsins
þurftu að fara um Búlgaríu og af-
gangurinn um Albaníu.
25 stórfyrirtæki í Makedoníu
ramba á barmi gjaldþrots vegna
viðskiptabanns Grikkja og efna-
hagsþrenginga í kjölfar erfiðra að-
gerða sem miða að því að koma á
markaðshagkerfi. Talið er að hægt
verði að bjarga 60% þessara fyrir-
tækja komist aftur á viðskipta-
tengsl við Grikkland, sem tryggja
hráefni og markaði fyrir stærstu
stálver landsins, húsgagna- og bíla-
partaverksmiðjur og fleiri fyrirtæki.
Embættismenn í Makedoníu
segja að enn sé óvíst hvenær við-
skiptabanninu verður aflétt að fullu
þar sem Grikkir neita enn að viður-
kenna nafn ríkisins. Makedonía hef-
ur fengið aðild að SÞ og búist er
við að landið gangi í Evrópuþingið
síðar í mánuðinum undir nafninu
Fyrrverandi júgóslavneska lýðveldið
Makedonía, sem þjóðernissinnar úr
röðum stjórnarandstæðinga hafa
mikla óbeit á.
Reuter
Opal veldur
eyðileggingu
Denard gefur sig
Frökkum á vald
JOHN Lott og nágranni hans,
Rose Klein, virða fyrir sér
skemmdirnar í hverfi sínu í
Atlanta í Bandaríkjunum eftir
að leifarnar af fellibylnum
Opal fóru yfir Georgíu, Alab-
ama og Tennessee í gær. Mest-
ur var vindhraðinn 240 km á
klukkustund en mjög hefur nú
dregið úr honum. Að minnsta
kosti tveir hafa látist af völd-
um hans. Opal hafði áður farið
yfir Flórída og olli þar mun
meiri skaða. Leituðu um 23.000
manns skjóls í neyðarskýlum
Rauða krossins í fimm ríkjum
í fyrrinótt.
Kandami á Comoro-eyjum. Reuter.
FRANSKI ævintýramaðurinn Bob
Denard, sem rændi völdum á Co-
moro-eyjum í síðustu viku, gaf sig á
vald frönskum hersveitum í gær.
Denard var greinilega afar ósáttur
við hlutskipti sitt er hann yfirgaf
Kandami-herbúðirnar í fylgd tveggja
lautinanta og gaf sig fram við
Frakka. Hann viðurkenndi hins veg-
ar ekki að hann væri að gefast upp
og heilsaði ekki að hermannasið.
„Engin skilyrði hafa verið sett,
þetta er ekki uppgjöf. Við yfirgefum
þennan stað til að gefa okkur
franska hernum í Moroni á vald,“
sagði Denard í sjónvarpsviðtali. „Ég
var fullvissaður um það að við
myndum njóta verndar þessara her-
flokka eins og aðrir Evrópumenn
sem eru í liði mínu og þeir Comoro-
menn sem eru undir stjórn Combos
kafteins."
Þegar Denard var spurður hvort
að ferili hans væri á enda, svaraði
hann að bragði: „Lít ég út fyrir að
vera maður sem er að setjast í helg-
an stein?“
Frönsk yfirvöld hafa sagt að
Denard verði fluttur til Frakklands
þar sem réttað verði yfir honum.
ÖRYGGI TÖLVUNOTENDA
í fyrirrúmi á laugardagskynningu í Tæknivali Opið frá 10 00 til 16 00
Við kynnum þér allt um afritunartöku, þjófavarnir,
varaaflgjafa og margt fleira sem snýr að öryggi
tölvubúnaðar og tölvugagna ýmiskonar á laugardags-
kynningu í Tæknivali. Misstu örugglega ekki af því! Skeifunnr17-Sími 568-1665- Fax 568-0664
Tæknival