Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 29
AÐSEIMDAR GREINAR
Af sjálfumglöðum markaðsmönn-
um og vongóðum höfundum
í Morgunblaðinu
um daginn mátti lesa
fróðlegar vangaveltur
um kvikmyndabrans-
ann í Hollywood, og
hvernig hagnaðarvon-
in og gírugir mark-
aðsmenn hefðu leikið
þessa atvinnugrein,
þannig að myndast
hefur eins konar upp-
boðsmarkaður um
hvað eina, sem leitt
hefur til mikilla svipt-
inga, ýmist stórgróða
eða stórtaps, og ein- T , , _
hæfrar framleiðslu Jakob F. Asgemssop
þar sem miðlungsleikurum er
hampað sem stjörnum.
Skemmtanaiðnaðurinn mun
flestum leiður, en nú hafa lögmál
hans að ýmsu leyti skotið rótum
í bókautgáfu stórþjóðanna.
Um sumt er bókaútgáfa vissu-
lega lík kvikmyndaframleiðslu.
Stofnkostnaður er mikill; það mun
t.d. einungis kosta helmingi meira
að gefa út og selja tíu þúsund ein-
tök af bók en þúsund eintök. Þá
er útgefendum nauðsyn á metsölu-
bók til að borga tapbækur, en tap
mun vera á hveijum tveimur titlum
af þrem. Og rétt eins og í kvik-
myndabransanum veit enginn
hvaða bók slær í gegn, sem þýðir
mikla óvissu - og er það vel kunn-
ugt hér á landi að þegar líður að
jólum eru útgefendur ýmist að því
komnir að fá magasár eða í þann
mund að fara yfirum á taugum.
Þær hliðstæður sem eru með
bókaútgáfu og kvikmyndafram-
leiðslu urðu til þess að markaðs-
spekúlantar skemmtanaheimsins
sáu skyndilega hilla undir mikinn
gróða og ruddust með fyrirgangi
inn í hinn kyrrláta heim bókaút-
gáfunnar og hafa á skömmum
tíma gerbreytt ásýnd hans. Sá
notalegi blær sem var yfir útgáfu-
heiminum, og t.d. skín í gegn í
hinni indælu bók Muriel Sparks
um sjötta áratuginn í Englandi, A
Far Cry from Kensington, heyrir
nú sögunni til.
En leiðarljós markaðsmanna,
hagnaðarvonin, reyndist brigðult
á þessum nýja vettvangi.
Markaðsmennirnir hafa engan
sérstakan áhuga á bókum, þeir
líta á bókina sem „vöru“ og lesend-
; urna sem „neytendur". Og ef „var-
an“ þykir svara „þörfum markað-
arins“ í einhverju efni, þá þarf
einungis að „markaðssetja“ hana
rétt til að hún seljist. Til að hreppa
bestu „vöruna“ hafa markaðs-
menn verið tilbúnir að
borga „sanngjarnt"
verð, og hafa agentar,
umboðsmenn rithöf-
unda, gengið á lagið,
en agentamir fá í sinn
hlut hundraðshluta af
samningi höfundarins
og leggja því allt kapp
á að knýja fram sem
hæstan samning.
Afleiðingin af þess-
um uppboðsmarkaði
er sú, að peningarnir
fara til mun færri höf-
unda, og hafa sumir
getið sér þess til að
skáldsöguhöfundum með samning
hafi fækkað um helming. Útgáfu-
fyrirtækin eru þannig orðin verk-
færi fárra heimsfrægra höfunda,
sem krefjast svimandi hárra fyrir-
framgreiðslna í krafti frægðar
sinnar. Útgefendurnir hafa ekki
lengur peninga, né áhuga, á að
rækta höfunda með því að gefa
út eftir þá kannski 2-3 bækur með
tapi til að veita þeim fótfestu og
í þeirri von að með 3ju eða 4ðu
bók takist þeim að festa sig í sessi
og jafnvel að slá í gegn. Slikar
„fjárfestingar“ hugnast ekki hinni
nýju kynslóð markaðsmanna, því
skjótfenginn gróði er þeirra ær og
kýr. Markaðsmaður spurði eitt
sinn gamlan útgáfustjóra:
- Af hveiju eyðum við svona
miklum tíma í höfunda? Annað-
hvort eru þeir þess virði að gefa
þá út eða ekki!
Staðreyndin er sú að bókin er
ekki eins og hver önnur „vara“,
nema þá þegar hún er fullgerð og
tilbúin til sölu. Það er löng reynsla
fyrir því að til að standa sig í
bókaútgáfu þurfa menn að hafa
nef fyrir bókum. Og þeir sem hafa
áhuga á og geta búið til bækur,
sem vert er að lesa, eru alls ekki
drifnir áfrarn af hagnaðarvoninni
einni saman, en í huga hinna nýju
markaðsmanna er ekki til annar
drifkraftur í rekstri en hagnaðar-
vonin. Að réttu lagi ætti að halda
markaðsmönnum víðs fjarri öllu
sem lýtur að gerð bókar nema
sölu- og kynningarstarfinu á hinni
fullbúnu bók.
Vegna skammsýni sinnar hafa
markaðsmenn tapað miklum fjár-
hæðum í bókaútgáfu undanfarin
7-8 ár og hafa sviptingarnar ekki
verið minni þar en í kvikmynda-
bransanum. Það sem ■ mönnum
finnst hvað sérkennilegast við
ráðslag markaðsmannanna er það
skipulagsleysi og bruðl sem ein-
Jakob F. Ásgeirsson
fjallar um afleiðingam-
ar af strandhöggi
markaðsmanna í bóka-
útgáfu og hugmyndir
um að rithöfundar gefi
, útverksínsjálfir.
kennt hefur rekstur þeirra. Þeir
eru einlægt að „veðja“ á bækur
og gróðafíknin leiðir þá tíðum í
ógöngur. Hagnaðarvonin ein dug-
ar víst skammt sem leiðarljós í
rekstri; það þarf ráðdeild og hygg-
indi til að byggja upp lífvænlegan
rekstur og ekki síður ríka ábyrgð-
arkennd.
íhaldsmenn á borð við Paul
Johnson hafa jafnvel heimtað
löggjöf til að hafa taumhald á
spekúlöntum í bókaútgáfu, því
þeir séu í engu frábrugðnir þeim
sem spekúlera á verðbréfamarkaði
og hefur löggjafínn talið sér skylt
að setja reglur um þá starfsemi.
Einn af kunnari útgáfustjórum
í Englandi af gamla skólanum,
Christopher Sinclair-Stevenson,
setti á fót eigið útgáfufélag, þegar
strandhögg markaðsmanna skall
á, og gaf út ýmsar merkar bæk-
ur, réð m.a. Peter Ackroyd til að
skrifa stórar ævisögur um Dickens
og Blake, en áður en bókin um
Blake kom út, var einn markaðs-
risinn (Reed) búinn að gleypa
Sinclair-Stevenson félagið.
Eitt af fyrstu verkum hins nýja
eiganda var að skrifa allmörgum
ljóðskáldum Sinclair-Stevenson
bréf þess efnis, að því miður sæi
fyrirtækið sér ekki fært að upp-
fylla útgáfusamninga við þau
vegna erfiðleika í ljóðabókaútgáfu,
en sem sárabót mættu þau halda
fyrirframgreiðslunni!
Sjálfur missti Christopher
Sinclair-Stevenson vinnuna, og
ekki alls fyrir löngu skrifaði hann
grein í Times sem bar yfirskrift-
ina: Útgefendur, hver þarf á þeim
að halda? Hann segir bókaútgef-
endur ekki lengur sinna skyldum
sínum og hvetur nýja höfunda til
að gefa út bækur sínar á eigin
vegum. Hann nefnir dæmi um
nýja höfunda sem hafi lukkast það
vel, svo sem Jill Paton Walsh, og
líka um ráðsettan höfund, Timothy
Mo. En Sinclair-Stevenson fjallar
ekkert um þá fjárhagsáhættu sem
Hvar er aðhaldið í
ríkisbúskapnum?
TVÆR nýlegar
blaðafregnir hafa
vakið athygli mína og
sú spurning hefur
vaknað hjá mér hvar
aðhaldið sé í ríkisbú-
skapnum.
Báðar þessar fréttir
varða kostnað við
æðstu stjórn ríkisins.
Annars vegar er um
að ræða fregn um að
kostnaður við breyt-
ingar á forsetasetrinu
að Bessastöðum nálg-
ist nú 1 milljarð
króna. Hinsvegar er
Edda Helgason
um vangreiddan kostnað eftir- Hvíta húsinu að upphæð 15.000
stórlega skuldsett því
við lifum um efni
fram. Gera menn sér
grein fyrir þvi að þess-
ir tveir ofangreindir
liðir, um 3 milljarðar
króna, nema í sköttum
á hveija fjögurra
manna fjölskyldu, sem
einhvern tíma verður
að innheimta, um kr.
46.000?
Hvernig skyldi
Bandaríkjamönnum
bregða við ef þeir
fengju skattreikning
vegna breytinga á
óhjákvæmilega fylgir bókaútgáfu
og hlýtur að vera höfundum æði
mikill þröskuldur við útgáfu eigin
bóka; það eru t.d. fáir höfundar
sem hafa ráð á að tapa á útgáfu
tveggja bóka í þeirri von að hagn-
aðurinn af þriðju bókinni muni
kippa öllu í liðinn.
Burtséð frá fjárhagsáhættunni,
ætti íslenskum höfundum um
margt að vera það auðveldara að
gefa út á eigin vegum en kollegum
þeirra meðaT stórþjóða. Þar eð ís-
lenskur bókamarkaður stendur
einungis í 1-2 mánuði fyrir jól, og
eftir það ekki miklllar sölu að
vænta, er aðeins um 2-3 mánaða
framkvæmdahrinu að ræða. Þarna
væri því að ýmsu leyti um góða
hvíld og tilbreytingu að ræða fyrir
höfundinn; hann er nýbúinn með
erfiða bók og vill síst af öllu byija
strax á annarri, - og því þá ekki
að veija 2-3 mánuðum í að koma
bókinni út og á framfæri meðæi
batteríin eru að hlaðast á ný? ís-
land sýnist auk þess upplagt til
sjálfsútgáfu að því leyti að höfund-
urinn kemst yfir að kynna bók
sína í þeim fáu fjölmiðlum sem
hér starfa, en vel má skilja höf-
unda sem fallast hendur við allt
það umstang sem hlýtur að fylgja
því að koma einsamlir bók á fram-
færi t.d. um öll Bandaríkin. Og
þar eð bókum hér á landi er í raun
aðeins sinnt þessa tvo mánuði fyr-
ir jól, kemur höfundurinn einfald-
lega því sem eftir verður af lagern-
um fyrir í kjallaranum sínum
þangað til tími er kominn til að
setja bókina á útsölu á bókamark-
aðnum eftir 1-2 ár. í seinni tíð er
auk þess hægt að kaupa margvís-
lega verktakaþjónustu í prent-
verki, bókbandi, prófarkalestri,
kápu og auglýsingagerð, og ekki
síst dreifingu, sem gerir það að
verkum að höfundurinn þarf ekki
að vasast í öllu sjálfur. Síðan kaup-
ir hann sér gott bókhaldsforrit í
tölvuna sína til að hafa reiður á
fjármálunum.
Þetta lítur semsé dável út á
pappírnum. En ætli veruleikinn sé
svo annar? Að minnsta kosti urðu
þeir ekki lífseigir bókaútgefendur,
þeir íslensku höfundar sem fyrir
nokkrum árum prófuðu að gefa
út bækur sínar sjálfir, væntanlega
með það fyrir augum að græða
stórt, en hurfu skjótt aftur í náðar-
faðm stór-útgefanda, greinilega
fullsaddir af þessu daðri við kapí-
talismann.
Höfundur er rithöfundur.
Þörf er á hertu aðhaldi
í ríkisbúskapnum,
segir Edda Helgason,
sem hér fjallar um
tvö útgjaldadæmi.
Ég tel að stóraukin þörf sé á
frekara 'aðhaldi í ríkisbúskapnum
og eðlilegt er að í niðurskurði sé
fyrst litið til kostnaðar vegna yfir-
stjórnar landsins.
Höfundur er framkvæmdastjóri
verðbréfafyrirtækisins Handsais hf.
launasjóðs Alþingis, um 2 milljarð-
ar króna.
Við erum smáþjóð, teljum að-
eins um 260.000 manns. Ríkið er
krónur (USD 230) á hveija fjög-
urra manna ijölskyldu? HlutföIIin
í íbúatölu eru um 1:1000 ís-
land/Bandaríkin.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
D0MUS MEDICA
Alltaf í
leiðinni!
Nýtt morgunútvarp
Rásar I, Rásar 2 og
fréttastofu Utvarps!
„Á níuncia tímanum“
er fréttatengt útvarp
sem sent er út á báðum
rásum eftir kl. 8.00.
'pcflpiat tnetL ntáli deHfAÍKA
í HtmwfUtuc!
©
RÁSI, RÁS 2 OG FRÉTTASTOFA ÚTVARPS.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
567-1800
Löggild bflasala
Opið laugardaga kl. 10-17
sunnudaga kl. 13-18
Fjöldi bifreiða á
mjög góðum lánakjörum.
Bflaskipti oft möguleg.
Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, 5
g., álfelgur o.fl. 170 ha. Óvenju gott ein-
tak.. V. 460 þús. stgr.
l. * — ^53
Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, rauð-
ur, 5 g., ek. 31 þ. km., rafm. í rúöum,
samlæsing, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús.
MMC Pajero V-6 (3000) ’92, vínrauður,
sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V.
2.850 þús.
Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5
g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús.
Toyota Corolla 1600 XLi Hatsback ’93,
rauður, 5 g., ek. 36 þ. km. V. 1.080 þús.
Sk. ód.
-A \ J.ÍO s
■á-—
Grand Cherokee Laredo '93, rauður,
sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur
o.fl. V. 3.2 millj.
Einnig: Grand Cherokee Limited (8 cyl.)
'94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km
V. 4.150 þús.
Nissan Sunny GTi 2000 ’93, 5 g., ek. 54
þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. V. 1.290 þús.
MMC Lancer GLi Sedan ’93, samlitir
stuðarar, hiti í sætum o.fl. V. 900 þús.
MMC Lancer GLXi '91, sjálfsk., ek. aðeins
28 þ. km. V. 870 þús.
Toyota Corolla GL Sedan ’92, 5 g., ek.
59 þ. km V. 820 þús.
MMC Galant GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g
ek. 130 þ. km. V. 990 þús.
Nissan Primera SLX 2.0 ’91, 5 g., ek. 83
þ. km. V. 1.050 þús.
Subaru Legacy 2.0 Station ’92, grásans.,
5 g., ek. 52 þ. km. V. 1.550 þús.
M. Benz 190E '84, hvítur, 4 g., ek. 170
þ. km. (ný tímareim o.fl.), spoiler, ABS
o.fl. V. 870 þús.
MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g.,
ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl)
V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör.
Nissan Pathfinder EX V-6 (3000) ’92, 5
dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur jeppi
V. 2.290 þús.
M. Benz 190 '88, 4 g., ek. 122 þ. km
Gott eintak. V. 1.490 þús. Tilboðsv. 1.190
þús.
Toyota Corolla 1600 Si Hatsback '94
rauður, 5 g., ek. 19 þ. km., sóllúga, spoil
er o.fl. V. 1.350 þús.
Toyota Corolla GTi '88, 5 g., ek. 90 þ
km. V. 650 þús.
Wagoneer Limited 4.0 L '87, sjálfsk., ek
aðeins 79 þ. km., rafm. í öllu, sóllúga o.fl
Toppeintak. V. 1.490 þús.
Subaru Justy J-12 GL II '90, 5 dyra
sjálfsk., ek. aðeins 57 þ. km. V. 590 þús.
Subaru Legacy Station '91, 5 g., ek. 66
þ. km. V. 1.190 þús.
Sjaldgæfur sportbíll: Nissan 300 ZX V-6
'85, m/t-topp, 5 g., ek. 135 þ. km., rafm
í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Tilboðsv. 990
þús.
Honda Accord EX Sedan '87, sjálfsk., ek
124 þ. km. Gott eintak. V. 650 þús. Góð
iánakjör.
Nissan Sunny SR Twln Cam 16V ’88,
svartur, 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim,
sóllúga, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv.
490 þús.
Toyota Celica Supra 2.8i 784, hvitur,
g., álfelgur o.fl., 170 ha. Gott eintak. V.
490 þús.
Hyundai Accent GS '95, 5 g., ek. 12 þ.
km. V. 1.020 þús.
Suzuki Sidekick JX 5 dyra '91, ek. 85 þ
km., vínrauður, 5 g. V. 1.360 þús. Sk. ód
Fjörug bflaviðskipti.
Vantar góða bfla á skrá
og á staðinn.