Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 34

Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURLAUG SOFFANÍASDÓTTIR + Sigurlaug Sof- faníasdóttir var fædd á Bóndhóli í Borgarfirði 12. október 1928. Hún lést á heimili sinu 30. september síð- astliðinn. Sigurlaug var einkabarn hjón- anna Soffaníasar Guðmundssonar, f. 18.1. 1899, d. 19.10. 1994, og Önnu Magnúsdóttur, f. 11 8.12. 1970. giftist eftirlifandi manni sínum, Sverri Siguijóns- syni, árið 1950 og eignuðust þau þrjú börn; Anna Soffía, gift Valgeir Einarssyni og eiga þau fimm börn. Rafn, kvæntur Heiðrúnu Björnsdóttur, og eiga þau fjögur börn. Áslaug, gift Sigurði Kristjánssyni, og eiga þau þijú börn. Barnabarnabörn Sigurlaugar eru orðin þijú. Utför Sigurlaugar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og öll myndaalbúmin, og alltaf varð hún jafn ánægð þegar ég bað um að fá að skoða gömlu skartgripina hennar. Einu sinni sem oftar þegar amma og afi komu í heimsókn á Skagann kom hún með stóran disk af pönnu- kökum, en þegar ég kom heim úr skólanum voru allar pönnukök- urnar búnar. Amma gaf mér þá aura fyrir sælgæti og lofaði því að ég fengi helmingi fleiri pönnu- kökur næst þegar ég kæmi í heim- sókn. Ég á alltaf eftir að vera stolt af ömmu Löllu, ömmunni minni í Kópavoginum, og þótt hún sé farin kemur hún alltaf til með að eiga rúm í hjarta mínu. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fylistu þakkir flyt ég.þér fyrir samveruna. Sigurlaug Ýr Valgeirsdóttir. ÞÁ ER amma Lalla farin frá okk- ur, við vissum að hún færi að fara en við vildum hafa hana hér lengur. Amma Lalla var góð og skemmti- leg amma. Við heimsóttum hana og afa oft og stundum áður fyrr fórum við í bæinn og þá varð að drekka á Hressó, amma fékk sér kaffi en við fengum kakó. Ömmu fannst svo gaman að horfa á mann- lífið. _ Þegar við vorum litil var svo gaman að láta hana hossa sér á hnjánum. Hún fór nefnilega svo hratt og hressilega í þetta og hún söng og söng. Alltaf voru pönnu- kökur á boðstólum, og kassinn sem geymdi allar tölurnar af kjólum, skyrtum og peysum. Þessi kassi gat sko fengið okkur til að gleyma tím- anum. Stundum spilaði amma á gítarinn sinn, en það höfum við ekki séð síðustu árin. Amma var nefnilega orðin veik. Fyrst minnisleysið sem henni fannst svo leiðenlegt og svo núna síðast krabbameinið og þá þurfti hún stundum að vera á spít- ala. Við munum sakna ömmu Löllu, en ennþá tómlegra verður hjá afa X Fannborginni. Elsku afi, við mun- um koma til þín og þú til okkar. Margrét, Hlín og Einar Sverrir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur raín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson) Takk fyrir ailt amma mín, góða nótt. Þ*n Svanhvít. Núna þegar amma er komin til langafa vil ég bara fá að skrifa nokkrar línur um hana. Hún amma mín var ein sú allra besta manneskja sem ég hef hitt, og alltaf þegar ég var lítil og kom í heimsókn til þeirra ömmu og afa var hún alltaf jafn glöð að sjá nöfn- una sína. Ég man hvað ég naut þess að fá að skoða frímerkjasafnið hennar Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skált. (V. Briem.) Hildur, Sverrir, Sigurlaug, Einar og íris. Það var haustið 1949, sem hópur ungra kvenna settist á skólabekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og hugði á nám til undirbúnings fram- tíðinni. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að mennta sig í heimilisfræðum. Ekki einungis í matseld, heldur ýmiss konar handavinnu, næringar- fræði, barnauppeldi, heilsufræði, að þvo þvotta o.fl. o.fl. Ein úr þessum hópi var Sigurlaug Soffaníasdóttir, sem við kveðjum nú, eða Lalla eins og hún var kölluð. Þessar ungu námsmeyjar komu víða að, sumar úr nágrenninu, aðr- ar víðsvegar að af landinu. Lalla kom frá Akranesi. Þarna kom sam- an hópur, sem lítið þekktist og átti að vinna saman ýmis heimilisstörf. Okkur var skipt niður í fjögurra manna hópa, sem nefndir voru „númer“. Við Lalla lentum í sama númeri ásamt tveimur öðrum góð- um konum. Samstarfið gekk vel hjá okkur, svo vel, að vinskapur hefur haldist allt fram á þennan dag. Það var svo árið 1952 sem saumaklúbbur okkar húsmæðra- skólanema var settur á stofn og ákveðið að hittast hálfsmánaðar- lega. Við vorum þá flestar giftar og komnar með börn svo ekki skorti umræðuefni fyrir utan vinnu við pijóna og sauma. Lalla bjó á Akranesi sín fyrstu búskaparár í húsi foreldra sinna, ásamt eiginmanni og börnum. Síðar er þau hjón fluttu til Reykjavíkur, varð Lalla auðvitað sjálfsögð í klúbbinn okkar. Alltaf fylgdi Löllu LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 viss hressileiki og glaðværð. Hún var með afbrigðum myndarleg hús- móðir og rösk í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Þau eru mörg árin síðan við klúbbkonur samþykktum þá ósk hennar, að við kæmum til hennar á þorranum ár hvert. Þá reiddi hún fram hlaðborð af gómsætum þorra- mat, sem hún framleiddi sjálf. Við hinar reyndum ekki að skáka henni í þessari matargerð. Það er aug- ljóst, að hún lærði meira en við, í skólanum forðum, í þessari grein. Lengst af höfum við verið ellefu í klúbbnum og Lalla er sú fyrsta, sem yfirgefur þetta jarðlíf. Við drúpum höfði, um leið og við vottum eiginmanni, börnum og öðr- um ástvinum samúð okkar. Fyrir hönd saumaklúbbsins eru henni færðar þakkir fyrir samfylgd- ina og allar gleðistundirnar, sem hún flutti inn á samfundi okkar sl. 46 ár og biðjum algóðan Guð að blessa minningu hennar. Guðfinna Snæbjörnsdóttir. Elskuleg amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Með þessum erindum kveðjum við þig elsku Lalla frænka, og þökk- um þér fyrir samverustundirnar á okkar fyrstu árum. Þú varst ekki amma okkar, en þú varst hin eina sanna frænka. Við vorum alltaf mjög glaðar þegar við sáum þig og Sverri koma keyrandi á fína bílnum ykkar, vissum að þá fengjum við faðmlag og kossa, og að einhvetju yrði lætt upp í litla munna. Mamma er búin að segja okkur að þú sért farin til guðs og sofir þar og hvílir þig, og að nú sért þú ekki veik leng- ur. Minningin um þig mun lifa, elsku frænka, við veifum til þín og guðs á hveiju kvöldi áður en við förum að sofa. Elsku Sverrir okkar og fjöl- skylda, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Eyvindur Árni og Ólafur Ægir Jökulssynir. Haustið er komið, litfögur lauf tijáa og runna feykjast burt, blóm sumarsins drúpa höfði og farfugl- amir taka sig upp og fara til fjar- lægra landa. Eins er með Löllu frænku sem nú er farin frá okkur eftir erfið veikindi. Það er alltaf tregafullt að kveðja, jafnvel þó vitað sé að einhvern tíma á lífsleið okk- ar, fyrr eða síðar, ber dauðinn að dyrum, og enginn kemst undan því að hlýða kalli hans. Söknuður eftir látinn-ástvin er ætíð sár. Orð mega sín lítils, en minningarnar eru margar. Minningar um samveru- stundir þar sem ætíð ríkti ánægja og gleði, því að þrátt fyrir veikindi sín var Lalla frænka ætíð kát og jákvæð. Sverrir, eiginmaður henn- ar, stóð við hlið hennar alla tíð, æðrulaus og traustur sem klettur. Við vegalok kveðjum við og þökkum fyrir hin góðu kynni. En handan við ijöllin og handan við áttimar og nóttina rís tum Ijóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Elsku Sverrir og fjölskylda, ykk- ur sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðrar og mætrar frænku. Hanna, Anna og Eyvindur. EINAR JÓNSSON + Einar Jónsson fæddist á Hraunfelli í Vopna- firði þ. 15.12. 1907. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 22.9. sl. Einar var sonur hjónanna Jóns Kristjánssonar, bónda á Hraunfelli f. 31.10.- 1869, d. 17.5. 1947 og Þór- unnar Oddnýjar Einarsdóttur frá Þorbrandsstöðum f. 11.2. 1883, d. 18.12. 1961. Hann var fjórði í röð þrett- án systkina. Þau voru: Gunn- laugur, f. 7.11. 1900, d. 21.11. 1983. Kristján, f. 22.1. 1903, d. 2.5. 1994, Sigurlaug, f. 17.5. 1905, d. 7.7. 1924, Guðmundur, f. 2.9. 1909, d. 31.1.1987, Ingólf- ur, f. 11.6. 1911, d. 6.9. 1912, Ingólfur, f. 13.8. 1912, d. 11.12. 1991, Þórhallur, f. 9.2. 1914, d. 17.12. 1992, Steindór, f. 23.3. 1916, Kristrún, f. 6.11. 1917, Karl, f. 23.2. 1920, Margrét, f. 9.2. 1922, d. 23.5. 1995, Páll, f. 23.11. 1923. Einar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Jónínu Sig- mundsdóttur frá Hvammsgerði í Vopnafirði, þ. 4.3.1937. Jónína fæddist 28.5. 1910 á Torfastöð- um í Jökulsárhlíð. Þau hófu búskap á Búastöðum i Vopna- firði og byggðu síðan upp jörð- ina Borgir í sömu sveit. Einar var um tíma heilsuveill sem varð til þess að þau urðu að hætta búskap. Fluttist fjölskyldan til Akureyrar árið 1946. Einar hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga strax sama ár og starfaði þar óslitið, lengst af á Skóverksmiðjunni Iðunni, þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Síðastliðin þrett- án ár hafa þau hjón- in búið á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Einar og Jónína eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Oskírð stúlka, f. 4.3. 1936, d. 31.5.1936. 2) Vignir Einarsson, f. 7.9. 1937, kv. Aðalbjörgu Ingvarsdóttur. Börn: Einar Logi, Sigríður Vala og Iðunn. 3) Kristín Ejnarsdótt- ir, f. 9.3. 1941, gift Ívari Sig- mundssyni. Börn: Arna, Ómar og Ingvar. 4) Þormóður Jón, f. 14.11. 1943, kvæntur Elínborgu Árnadóttur. Börn: Vignir Már, Jónina Mjöll, Árni Hólm, Hlynur Snær, d. 28.3. 1978, og Hlynur Freyr. Sljúpbarn Vignis: Sandra Rut Jónsdóttir. 5) Sigmundur Rafn Einarsson, f. 15.2. 1948, kvæntur Guðbjörgu Ingu Jósefs- dóttur. Börn: Einar Pálmi, Anna María, Arnar Hólm, Jósef Þeyr og Hólmar. 6) Jóhann Árelíuz Einarsson, f. 28.8. 1952, kona hans Kerstin Venables. Börn: Ólína Jóna og Jónatan Máni. Stjúpsonur: Albín Venables. Útför Einars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. NÚ ER hann Einar Jónsson, kinda- bóndi frá Hraunfelli í Vopnafirði, horfinn yfír móðuna miklu. Það hlaut svosum að koma að því. Og þykist ég viss um að hann átti fyr- ir farinu. Enda lítt gefinn fyrir að láta standa upp á sig einhvur van- skil. Mátti treysta orðum hans og gjörðum og allt að því stilla klukk- una eftir honum. Það brást valla að hann væri ekki kominn ofan af verksmiðju klukkan sjö mínútur yfir tólf. Og rokinn af stað upp Eyrarveginn tuttugu mínútur í eitt. Ég er líka handviss um að faðir minn verður hvíldinni feginn: tók svo gjörla eftir því á Dvalarheimil- inu Hlíð nú í haust. Hann var meira að segja hættur að krossa við dag- ana í Svíþjóðaralmanakinu við fóta- lagið. Hafði hætt þeirri iðju í vor að mér virtist. Og þegar ég spurði hann nánar út í það, reis hann aðeins upp við dogg og sagði: já, það má vel vera að ég hafi misst úr eins og einn og einn dag. Þó færðist mest fjör í pápa minn í síð- asta skiptið sem ég heimsótti hann og gantaðist lítillega við hann um göngutúra. Á léttum nótum og ör- lítið gráglettnum. Spurði ég hann hvort hann væri nú ekki búinn að fara með hlaupum og stökkum út allar brekkur í dag. Tók pabbi þá ansi vel við sér á beddanum, ræskti sig í tvígang og reis ríflega upp við dogg, hvessti róminn og kvað fast að: ég er búinn að fara tvisvar sinnum út að labba í dag, alla leið út að búð! Og svo lýsti hann götu- heitum, gönguleið og einhverjum þeim eilífðarhringum mjög gaum- gæfilega fyrir mér. Ég hef nú aldr- ei verið svo mikið fyrir að kunna skil á götunöfnunum uppi á Brekku, en veit vitaskuld upp á hár hvaða leið hann fór. Eins og Jónas kveður í Sparnaði sínum: Ég er kominn upp á það, - allra þakka verðast, - að sitja kyr í sama stað, og samt að vera að ferðast. Ef enginn talar orð við þig, - á það skylduð hlýða! - þá er að tala við sjálfan sig, og svo er um það að ríða. Og auðvitað spásseraði Einar Jónsson þessa leið á hvetjum'degi. í það minnsta einu sinni. Þó svo hann héldi kyrru fyrir í líkamshrói sínu á beddanum atarna. Ekki er allt sem sýnist. Var ekki mynd af hesti við höfðalagið og hundi líka? Eins og mig minnir það. Það hafa þá verið þeir Jarpur og Flosi. Forn- vinirnir frá Borgum. Nú taka þeir sprettinn allir þrír svo syngur og glymur í grundum og Hofsárbökk- um en bergmálar í fjarlægðarbláum fjöllum upphæða. Því ég er viss um að kall faðir minn rýkur frekar upp allar hlíðar en hann lalli niður slakkana, þrátt fyrir temmilegan bibblíulestur og bókstafstrú þannig séð. Þeir eru kannski á leið inn á greni. Og alltaf þessi brakandi þurrkur og afbragðs spretta vita- skuld! Hér eiga orð Gröndals úr listi- legri Dægradvöl ágæta vel við: „Ég man eftir feikna frostum og snjó- um, glerhálku og ógnarlegum hret- um, en ég man betur eftir góðviðr- unum og þegar græn túnin skinu í sólarljómanum við heiðbláan sjó- inn i norðanblæ." Heyrði ég ekki annars hvað klukkan sló þegar pabbi dó? Var ekki yfir mér angurværð og ein- hvur óskýranlegur söknuður allan þann föstudagsmorgun, akkúrat á þeim tíma þegar Þormóður var að reyna að ná í mig í símann? Ég hef hugsað heim á hveijum einasta degi sem liðinn er síðan ég kom til Stokkhólms eftir ágústrispu mína á íslandi. Ekki síst hafa stó- ísk síðsumarveðrin norðan heiða verið mér hugleikin. Pabbi hefði svo sannarlega kunnað að meta slíka veðurblíðu: háin legið vel við ljánum og orfinu sem lék í höndum hans en grasið græna sungið við flugbeittri egg. Sé ég kall föður minn á skyrtunni með uppbrettar á upplýstu útengi. Þó er hann sennilega bara að slá lóðina í Eyrar- vegi 35. Veturinn á von á sér. í friði fað- ir. Þinn yngsti sonur. Jóhann Árelíuz Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.