Morgunblaðið - 06.10.1995, Page 35

Morgunblaðið - 06.10.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 35 HILDUR VALBORG KARLSDÓTTIR ■+■ Hildur Valborg * var fædd á Eski- firði 5. júlí 1911. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 29. september síðast- liðinn. Móðir henn- ar var Ingibjörg Árnadóttir og faðir hennar Karl Andr- és Jóhannesson. Systkini hennar eru Auðunn, Ásta (bú- sett erlendis frá unga aldri), Klara og Jón, sem öll eru á lífi. Einnig átti hún tvær systur, Málfríði og Guðrúnu, sem dóu ungar. Þeg- ar Hildur Valborg var aðeins sex ára missti hún móður sína og var þeim systkinum búið heimili hjá fósturforeldrum. Hún ólst upp frá því þjá hjón- unum Guðnýju og Jóni Gísla- syni, ásamt bræðrunum Guðna og Gísla. Leiðin Iá til Reykjavíkur. Þar hitti Valborg mann sinn, Þórð A. Jóhannesson, og giftust þau árið 1937. Þau eignuð- ust þrjár dætur, Ólafíu Guðnýju, Klöru Ingibjörgu og Onnu Auði, en áður hafði hún eignast dótturina Elínu Hildi. Elín Hildur ólst upp hjá móðurbróður Valborgar í Vest- mannaeyjum. Þórður lést árið 1974. Seinni maki Hildar var Guðni S. Guðnason, sem lést 25.2. 1993. Útför Hildar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. SNVRTIVORUVERSLUMK GLÆSígÆ sími 568 5170 H Y G E A .»nyrtti'tfru rer^lun Austurstrœti 16, sími 511 4511 Kynning föstudag og laugardag Með 50 ml Existence kremi fylgir snyrtitaska* - Varagloss - 50 ml hreinsir - Spectacular augnháralitur - Augnhlaup - Styrkjandi vökvi 'Takmarkað magn meðan birgðir endast im HÚN amma Bogga eins og við kölluðum hana er dáin. En eftir sitjum við og vissan um að blíða brosið og létta lundin hennar ljómi nú á nýjum stað meðal vina hjálp- ar okkur að kveðja hana í dag. Þegar ég var lítil stúlka hugsaði ég sem svo að amma yrði alltaf hjá mér, svo hlý og góð. Ég man fyrst eftir ömmu Boggu og afa Þórði þegar við áttum saman stund á jólunum. Amma var jólabarn, og jólaljósin og skrautið hjá henni fylltu húsið sem var heillandi fyrir okkur systkinin. Alltaf gaf hún okkur tíma þegar við þurftum á að halda og alltaf tók hún vel á móti okkur með kökum og heitri mjólk svo enginn hætta væri að maður fengi kvef. Amma var mjög trúuð og leitaði hún mikið í trúna og veitti mörgum hjálp á erfiðum stundum. Hún mátti ekki heyra að einhvers stað- ar þyrfti einhver á hjálp að halda því þá þurfti hún að koma til að- stoðar. Árið 1974 varð afi minn bráð- kvaddur og varð þá mikið tóm í hennar lífi. En hún varð svo lánsöm að eignast annan lífsförunaut sem var sambýlismaður hennar til margra ára, hann Guðni S. Guðna- son, sem lést 1993. Guðni eða Gauji eins og við kölluðum hann var okkur eins og afi og var hann ömmu og ættingjum hennar mikið góður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera búsett hjá henni ömmu minni meðan ég var í menntaskóla og veittu hún og afi Guðni mér mikinn styrk og hjálp á þessum árum. Oft áttum við góðar stundir í borðstofunni á kvöldin þegar þau sögðu mér frá æskuárunum heima á Eskifirði en þar var margt brallað og til gam- ans gert. Amma sagði mér frá þessum árum með ljóma í augum og örlitlum söknuði. Síðastliðin þijú ár átti amma við veikindi að stríða og voru síðustu vikurnar henni erfiðar og varð hún undir í þeirri baráttu og lést í faðmi fjölskyldunar á heimili sínu. Amma mín, nú er komið að kveðjustund- inni og vil ég og fjölskylda mín þakka þér allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Guð veri með þér, amma mín. Sigrún Bjarnadóttir. Elsku amma Bogga. í dag kveðjum við þig í hinsta sinn, því nú er kallið komið. Það verður erfitt að hafa ekki lengur hlýjan faðm þinn að halla sér að. En þangað vorum við alltaf velkom- in. Við þökkum þér alla þá um- hyggju og ást sem þú veittir okk- ur. Og þær góðu stundir sem við áttum hjá þér og afa Gaua. Minningarnar um þig munu vara að eilífu í huga okkar og við munum alltaf sakna þín. Elsku amma Bogga. Guð geymi þig. Það voru alltaf þín orð. Ó, sú stund á efsta degi, er ég hverf til Frelsarans, Hann ég lít á himnavegi, Hann, sem bar minn þymikrans. Bráðum kemur kallið hreina, kröfug raust að nyrsta pól. Opin stendur brautin beina, borg með nýrri dýrðarsól. (Kristján Kristmundsson) Þín langömmubörn, Einar Bjarni, Þórður Freyr, Eyþór Hólm, Ingibjörg Ólafía, Ásdís Rún og Guðni Sigþór. Amma Bogga. Nú hefur hún elsku amma mín fengið hvíldina sem var orðin henni kærkomin. Ég var svo lánsöm að fyrstu æviár mín bjuggum við hjá henni og afa, og þannig hélt barns- sálin að það yrði alltaf. Eftir þau ár notaði ég hvert tækifæri til að dvelja hjá þeim. Til ömmu var gott að koma. Hún átti allt það er börnum þykir best, þolinmæði, umhyggju og hlýju. Alltaf var hún heima tilbúin að taka á móti okkur með útbreiddan faðm af kærleika og ást. í höndum hennar lék allt, hvort sem það var að prýða heimilið, baka eða vinna handavinnu. Það var oft mikið að gera við pijónavélina, því einhver staðar var von á barni eða vetur í nánd. Þannig var hún amma. Hún var ung í anda og létt i lund, fylgdist vel með tímans rás. Skildi unga fólkið og unglingana svo mikið vel. „Förum til ömmu Boggu og afa Gaua“ voru oft orð drengjanna minna. Þeir hafa misst mikið, en minninguna um þau varðveita þeir mjög vel og verður þeim gott vega- nesti. Trúin var ömmu leiðarljós í gegnum lífið, og mikill styrkur í gegnum veikindin. „Ó góði Guð gefðu mér styrk“ var henni tamt að segja. Amma mín hafðu þökk fyrir allt sem þú kenndir mér um lífíð, kær- leikann og trúna. Ég kveð þig með sárum söknuði. Guð geymi þig, elsku amma mín. Elsku besta amma mín minning þín um mig streymir samt við munum sakna þín en nú hann Guð þig geymir. Ég vil koma á framfæri hjartan- legu þakklæti til þeirra er önnuð- ust hana síðustu vikurnar, fyrir frábæra umönnun og hlýju í henn- ar garð. Þórhildur Bjarnadóttir. Vel búinn „Þetta er vel búinn bfll og þess verður strax vart um leið og sest er inn.“ 2) „Búnaður er nokkuð ríkulegur, samlæsingar, I rafstilling htiðarspegla, útvarp og rafmagnsrúður" 1) Verð; 1 .395.000 kr. ú götuna l)Mbl. 17. scptcmber. - 2)D.V. Bílar 25. septcmber. Nýja vélin er sprækari „Eitt helsta tromp Elantra er nýja „beta“ vélin.“ „f raun má því segja að þessi nýja vél sé einstaklega vel heppnuð fyrir þennan bfl.“ 2) Snotur að innan | „Þegar sest er inn verður flest 1 til ánægju....“ 1) Góður kostur I „I heild verður að segja að þessi nýja Elantra i er allgóður kostur á þeim harða markaði sem 1 íslenskur bflamarkaður er nú.“.... 2) m f „.... þetta er vel búinn bfll sem býður af sér góðan þokka, fullvaxinn bfll í millistærðarflokki, f og ekki sakar að útlitið er ( góðu lagi. “ 2) HYUriDfll ...til framtíðar ÁRMÚLA 13 SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 Gagnrýnendur eru á einu máli um ágæti nýja Hyundai Elantra og viðbrögð almermings hafa verið í samræmi við það. Öruggur ,,....þá hefur við hönnun einnig verið lögð áhersla á öryggið.".... 1) Nýr „Frá grunni, laglega hannaður og vel búinn“ 2) - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.