Morgunblaðið - 06.10.1995, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURKARL
STEFÁNSSON
+ Sigurkarl Stef-
ánsson var
fæddur á Kleifum í
Gilsfirði 2. apríl
1902. Hann lést á
hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð í
Kópavogi 30. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Stefán Ey-
jólfsson bóndi á
Kleifum, f. 2.8.
1869, d. 23.2. 1943,
og kona hans Anna
Eggertsdóttir, f.
6.6. 1874, d. 1.5.
1924. Systkini Sigurkarls eru:
Jóhanna, __ Eyjólfur, Eggert,
Sigvaldi, Ástríður, Ingveldur,
Jóhannes, Margrét og Birgitta.
Á lífi eru Jóhannes, bóndi á
Kleifum, og Birgitta, húsfreyja
i Gröf í Bitrufirði.
Hinn 28. ágúst 1926 kvæntist
Sigurkarl Sigríði Guðjónsdótt-
ur frá Hrauni í Grindavík.
Börn þeirra eru: Anna, kenn-
ari, gift sr. Magnúsi Guðjóns-
syni, biskupsritara, Stefán, lyf-
sali, kvæntur Önnu Guðleifs-
,>• dóttur innkaupastjóra, Guðjón,
læknir, kvæntur Unni Bald-
vinsdóttur meinatækni, Sig-
urður Karl, fjármálastjóri,
kvæntur Amalíu Svölu Jóns-
dóttur hjúkrunar-
deildarstjóra, Gísli
Kristinn, lögfræð-
ingur, kvæntur
Arnheiði Ingólfs-
dóttur hjúkrunar-
forstjóra, Sveinn,
héraðsdómari,
kvæntur Ragnhildi
J óhannesdóttur
viðskiptafræðingi.
Sigurkarl lauk
stúdentsprófi frá
MR 1923 og
cand.mag.-prófi í
stærðfræði frá
Kaupmannahafn-
arháskóla 1928. Hann kenndi
við ýmsa skóla, m.a. MR
1928-70. Við verkfræðideild
Háskólans 1940-72, dósent frá
1970. Hann var varaformaður
raunvísindadeildar Vísinda-
sjóðs 1962-74 og átti sæti í
ritstjórn Nordisk Matematisk
Tidskrift 1953-70. Hann var
heiðursfélagi í Verkfræðinga-
félagi Islands. Eftir Sigurkarl
liggur Kennslubók í stærð-
fræði handa máladeildum
menntaskólanna auk greina í
erlendum og innlendum tíma-
ritum.
Utför Sigurkarls fer fram
frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
ÞAÐ ER svo ótalmargt hægt að
segja um Sigurkarl afa. Mig langar
með þessum orðum að kveðja hann
og láta í ljós þakklæti fyrir það að
hafa fengið að vera honum samferða
þó þetta lengi. Hann var 93 ára er
hann lést.
Það var alltaf einstök ró og friður
í kringum afa. Hann var hlýr og
yfirvegaður persónuleiki og bjó yfír
ótrúlegri sjálfsstjórn sem var honum
svo eiginleg. Ef eitthvað amaði að,
var nærvera hans ómetanleg. Þetta
þekkjum við öil sem áttum hann að
og munum búa að því um alla fram-
tíð.
Afi var mikill kennari af guðs náð
og nutum við þess í ríkum mæli á
marga vegu. Ferðalög með honum
um landið, sérstaklega vestur að
Kleifum, þar sem hann var fæddur
og uppalinn, eru sérstaklega minnis-
stæð. Þá vildi hann að við krakkarn-
ir vissum nöfnin á íjöllum, ám og
kennileitum og „spurði okkur út úr“
á leiðinni og gaf þá oft skemmtileg-
ar vísbendingar. Hann reyndi með
óbilandi þrautseigju að kenna mér
undirritaðri stærðfræði á mennta-
skólaárum mínum, en sú fræðigrein
var sérgrein hans ásamt stjörnu-
fræði, eðlis- og efnafræði. En við
áttum sameiginlegt áhugamál þar
sem ljóðlistin var og lærði ég þar
margt af honum. Hið „hefðbundna"
Ijóðform var honum að skapi og
benti hann mér t.d. á að lesa höf-
unda eins og Stephan G. Stephans-
son og Stefán frá Hvítadal. Ég man
að hið langa og mikla kvæði „A ferð
og flugi“ eftir Stephan G. var honum
sérstaklega hugleikið og kunni hann
það allt utanbókar frá unglings-
árum.
Afi var vel hagmæltur sjálfur og
margar_ tækifærisvísu'r eru til eftir
) hann. Á efri árum hans komu út
tvær bækur eftir hann sem innihalda
snilldarlega gerðar gátuvísur.
. Hjónaband afa og ömmu Sigríðar
var á margan hátt sérstakt. Það sem
ég skynjaði í þeirra sambandi var
■ > mikil samheldni, umhyggja hvort
fyrir öðru og löngun til að gera alla
■ -• hluti skemmtilega. Það stóð alltaf
f eitthvað til hjá þeim, þau voru fé-
U lagslynd og áttu marga vini og stóra
' og samheldna fjölskyldu.
í } Sumarbústaðurinn í Reykjakoti
f sem afi byggði veitti honum margar
ánægjustundir. Auk þess að vera
fræðimaður og kennari var hann
hagleikssmiður og hafði ómælda
ánægju af því að vinna að pípulögn-
um og endurbótum á bústaðnum og
voru farnar ófáar ferðirnar í Reykja-
kot með tangir og rörbúta til við-
, gerða og breytinga. Njótum við af-
komendur hans nú þess að dvelja í
Reykjakoti í frístundum.
Núna, þegar afi og amma eru
orðin mér falleg minning, sveipar
þau og samband þeirra einhver sér-
stakur ljómi. Myndin, sem hékk á
vegg í svefnherberginu þeirra frá
því ég man eftir mér, þar sem Jesús
Kristur stýrir báti með brúðhjónum
innanborðs og heldur hönd sinni yfir
þeim, er mér einskonar tákn. Tákn
um ást og umhyggju sem aldrei
hverfur, en verður alltaf til.
Nú skal stijúka hlýtt og hljótt
hönd við streng sem blær í viðnum,
grípa vorsins þrá og þrótt
- þungafullt, en miit og rótt -
úr þeim sðng, sem sumamótt
syngur djúpt í lækjamiðnum.
(Stephan G. Stephansson)
Guð blessi þig, afi minn.
Sigríður Birna Guðjónsdóttir.
Eftir margra ára erfið veikindi, á
tíræðisaldri, er heiðursmaðurinn
Sigurkarl nú allur. Það var undarleg
tilfinning að fylgjast með því hvern-
ig lífskrafturinn bjó með hinum aldr-
aða vini mínum, þó að líkamskraftar
hans væru á þrotum.
Ég kynntist Sigurkarli fullorðnum
eða fyrir rétt tæpum tuttugu árum,
þegar ég hóf sambúð með sonardótt-
ur hans.
Sigurkarl bjó þá á Borgarholts-
braut í Kópavogi með eiginkonu
sinni, Sigríði Guðjónsdóttur, í húsi
sem hann byggði sjálfur á efri árum.
Mín allra fyrstu kynni af Sigur-
karli áttu sér stað þegar þau hjónin
komu til jóladvalar hjá tengdafor-
eldrum mínum sem þá bjuggu á
Akranesi. Sigurkarl mætti með
flókainniskó sína í poka, hníf og
snæri í vasa, íklæddur vesti og í
vinstri vestisvasa hans leyndist
ávallt blýantsstubbur. Hnifinn not-
aði hann gjarnan til að tálga blýant-
inn góða, sem og til alhliða redd-
inga, m.a. í eldhúsið við kökuskurð.
Hann var undantekningalaust með
bók eða blað í hendi og mjög oft
var hann að leita að einhverju sem
hann hafði misst eða týnt. Hann
leitaði mikið að inniskónum sínum;
ég gæti trúað að þann tíma sem fór
í það ætti kannski fremur að telja
í mánuðum en dögum. Sigurkarl var
mjög fróður maður og opinn fyrir
nýjungum á mörgum sviðum en
lambakjötið sitt vildi hann lítið
kryddað og meðlætið einfalt. Hann
borðaði mikið af brauði og ofan á
það smjör og annað ekki.
Sigurkarl var góður málfræðing-
ur og áhugamaður um bundið mái
og kannast sjálfsagt margir við
gátuvísur hans sem víða hafa verið
notaðar á mannfundum. Hann var
hreint ótrúlega vel að sér í heimi
flókinna verkefna, ekki síst ef þau
voru með stærðfræðilegu ívafi og
hafði alltaf tíma til að leiðbeina
fávísum. Eitt sinn kom ég til hans
út í bílskúr, þar sem hann var að
dunda sér við smíðar. Ég var að
vandræðast með sönnun á geomet-
riskri reiknireglu. Þar sem við höfð-
um ekkert blað til að skrifa á greip
hann krossviðarplötu og skrifaði og
teiknaði á hana. Ég fór heim með
viðarplötuna og endurritaði sönnun-
ina yfir á blað. Það var skrýtin til-
finning.
Sem kennari í rúma hálfa öld í
menntaskóla og háskóla hafði hann
með marga nemendur að gera.
Margir af kennurum mínum voru
fyrrum nemendur hans. Mér er það
minnisstætt hvað Sigurkarl mundi
vel eftir þeim nemendum sem hann
hann hafði kennt. Þannig háttaði
málum að einn kennara minna var
alltaf að leggja fyrir bekkinn minn
erfiðar stærðfræðiþrautir sem við
áttum erfitt með að leysa og því
lengur sem við vorum að því þeim
mun betur skemmti hann sér. Ein-
hveiju sinni segi ég Sigurkarli frá
þessu. „Ætli við ættum ekki að
leyfa honum að spreyta sig á
djáknadæminu," segir Sigurkarl og
skrifaði fyrir mig aftan á umslagið
dæmið um prestinn og djáknann
sem mæta þremur mönnum. Þessi
kennari lagði ekki fleiri dæmi fyrir
bekkinn.
Sigurkarl hafði mjög gaman af
tæknilegum lausnum, og ekki var
verra ef tímaleg ending þeirra var
þannig að þær þyrftu smá viðhald.
Það var nánast árlegur viðburður
að fara inn í sumarbústað fyrir aust-
an flall sem nefndur er Reykjakot
og skipta um helluofn í heitavatns-
þrónni.
Seinna meir kynntist ég Sigur-
karli mun betur þegar hann og Sig-
ríður gistu hjá okkur hjónum í Kaup-
mannahöfn þar sem við vorum við
nám. Sigurkarl, bóndasonur úr Gils-
firði, nam sjálfur stærðfræði við
Hafnarháskólann 1923-28. Hann
var jafnframt eina barn foreldra
sinna sem átti kost á því að hljóta
æðri menntun. Ekki dró heldur úr
að hann hafði hlotið stóra styrkinn
eftir stúdentspróf. Hluta af náms-
tíma hans var Sigríður líka í Höfn,
heitbundin honum og starfaði sem
„en pige í huset" úti í Holte.
Þegar þau Sigurkarl og Sigríður
komu til okkar áttum við heima úti
á Amager ekki langt frá þeim stað
þar sem þau höfðu búið. Margar
minningar á ég frá þessari heim-
sókn. Við gengum um hverfið og
gömlu hjónunum fannst bærinn hafa
breyst furðulítið á þessum sextíu
árum. Þau fengu að skoða gömlu
leiguíbúðina sína á Finnlandsgötu
og á kvöldin spiluðum við brids en
það var að mati Sigurkarls holl og
góð hjónaíþrótt. Á daginn dundaði
Sigurkarl sér m.a. við að leysa
danskar krossgátur sem voru svo
málfræðilega snúnar að danskur
kunningi minn sem rakst á kross-
gátuheftið nokkru síðar hélt að
þama væri á ferðinni islenskur texti
með nokkrum dönskuslettum inn á
milli.
Síðustu ár Sigurkarls voru honum
erfið. Hann saknaði konu sinnar
sárt og heilsu hans hrakaði.
Sigurkarl er og verður einn eftir-
minnilegasti maður sem ég hef
kynnst og ég mun sakná hans lengi.
Daníel Helgason.
„Ljúflyndi yðar verði kunnugt öll-
um mönnum."
Þegar ég minnist afa, koma mér
þessi orð Páls postula úr Filippíbréf-
inu. Mér finnst líf afa hafa ejn-
kennst af ljúflyndi við alla, sem hann
umgekkst. Aldrei heyrði ég hann
tala illa um nokkurn mannn. Hann
var alltaf boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd, þegar þörf var á. Afi
skipti sjaldan skapi og var mjög
þolinmóður, hvort sem var við börn
eða fullorðna. Afa var margt til lista
lagt og var hann jafnvígur á t.d.
stærðfræði, stjörnufræði, tungumál,
smíðar og kveðskap.
Þegar ég sá afa síðast, veit ég
ekki, hvort hann þekkti mig, en þeg-
ar ég kvaddi hann, brosti hann til
mín sínu fallega, hlýja brosi. Það
geymi ég í minningunni.
Að leiðarlokum vil ég þakka afa
fyrir allan þann kærleika og þá hjálp,
sem hann auðsýndi mér og minni
fjölskyldu.
Elsku afi,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sigríður Magnúsdóttir,
Danmörku.
Allar ferðir eiga sér upphaf og
endi. Gildir þá einu hvort hægt er
farið eða hratt, einhvers staðar eru
leiðarlok, eða að minnsta kosti kross-
götur.
Þegar ég var lítill, talaði mamma
oft um Kalla bróður. Þannig kynnt-
ist ég Sigurkarli fyrst. Þessi bróðir
mömmu var að vísu einum 13 árum
eldri en hún og því lítið heima við
á Kleifum eftir að hún fór að slíta
barnsskónum. Þá var hann farinn
til mennta. Menntavegurinn var
töluvert brattari þá en nú, og leiðin
úr Gilsfirði til Kaupmannahafnar
kostaði bæði fé og fyrirhöfn. En það
var snemma ljóst hvert hugurinn
stefndi, og þá var allrar aðstoðar
að vænta frá foreldrum og íjöl-
skyldu, því að menntun var í háveg-
um höfð á þessum bæ. Þar hafði
bóndinn, nokkrum áratugum fyrr,
notað frístundir sínar til að lesa
fræðibækur um þýska „grammatík".
Þessi bóndi var Eggert, afi Sig-
urkarls.
Eftir heimkomuna frá Kaup-
mannahöfn í lok 3. áratugarins, sett-
ist Sigurkarl að á Barónsstígnum,
eins og Barónsstígur 24 var alltaf
kallaður í mínu ungdæmi. Þar bjó
hann myndarbúi í áratugi ásamt
Sigríði Guðjónsdóttur konu sinni,
sem ég hélt í æsku að héti ekkert
annað en Sigga mágkona. Þarna uxu
líka bömin þeirra úr grasi. En hjón-
in og börnin voru sjaldan ein í kot-
inu, því að á Barónsstígnum bjuggu
líka, um lengri eða skemmri tíma,
ungir námsmenn utan af landi og
aldnir forfeður og ættingjar.
Mamma var ein af þessum ungu
námsmönnum á sínum tíma, og því
voru tengslin við Sigurkarl sterk,
þó að leiðir lægju ekki mikið saman
í æsku.
Seinna var ég líka ungur náms-
maður. Þá bjuggu Sigurkarl og Sig-
ríður í húsinu nr. 14 við Borgarholts-
braut í Kópavogi, en það hús byggði
hann að mestu sjálfur á 7. áratugn-
um. Fyrsta vorið mitt í háskólanum
lagðist ég í mislinga, hálfgerður ein-
búi í kjallara inni í Teigum. Þá sendu
þau hjónin eftir mér, og næstu dæg-
ur lá ég veikur í Kópavogi í sérlega
góðu yfirlæti. Best man ég eftir einu
atviki úr þessari legu. Þá vaknaði
ég einhveiju sinni í hitamóki og óráði
og ætlaði í fötin hið snarasta. Sigur-
karl spurði á móti með hægð hvort
ég vildi nokkuð vera að því. Ég hélt
það nú, ég ætti að mæta í próf, og
þá dygði ekkert hangs. Sigurkarl
sagði, að það væri nógur tími til
þess, hvort við ættum ekki að sjá
aðeins til með þetta og fara ekki
alveg strax af stað. Sú varð auðvitað
raunin og ég hélt áfram að sofa.
Þessi litla saga er svo sem ekkert
merkileg, en hún minnir mig á það
hversu gott var að koma á Borgar-
holtsbrautina á þessum árum. Þar
var alltaf skjól fyrir hraða og streitu
hversdagsins. Þaf hafði allt sinn
tíma og sinn takt, og fátt gat rask-
að því jafnvægi sem þar ríkti. Þegar
þetta var, var Sigurkarl að mestu
hættur kennslu, en sat löngum
heima yfir stórum blöðum, útskrif-
uðum í ógurlega flóknum rúm-
fræðitáknum, þar sem hvert hornið
gnæfði yfir öðru, og keilur, hringir,
radíusar, geislar og geirar gengu
fram af reynslulitium stúdentum,
sem þó þóttust viðræðuhæfir í þess-
um fræðum. Kennslubók í hillu um
abstrakt algebru fullkomnaði mynd-
ina.
En lífið er ekki bara stærðfræði.
Það er líka bragfræði. Sigurkarl
byijaði snemma að yrkja og var orð-
in liðtækur í þeim efnum þegar á
fyrst áratug ævinnar. Ekki veit ég
hvort allur þessi kveðskapur hefur
varðveist, en nokkuð af honum var
skrifað í Vetrarbrautina. Vetrar-
brautin var handskrifað tímarit sem
Jón Theódórsson á Gilsfjarðár-
brekku gaf út á árunum um og eft-
ir 1910. Fróðlegt er að bera orða-
forða og hugsun Sigurkarls, eins og
hún birtist í kvæðunum í Vetrar-
brautinni, saman við það sem gerist
hjá börnum nútímans.
Kveðskapurinn fylgdi Sigurkarli
eins lengi og heilsan. Á Borgarholts-
brautinni glímdi hann Iöngum við
kveðskaparþrautir af ýmsu tagi, en
kunnastur voru þó gátuvísur hans,
sem m.a. komu út á bókum. Þá var
gaman að sitja og leita að orðum
sem gátu uppfyllt öll skilyrði sem
sett voru.
Mörg ár eru nú síðan Sigríður
Guðjónsdóttir féll frá. Þá breyttist
margt, og við tóku ár aldurs og
hnignunar. Nú er Sigurkarl heldur
ekki lengur í för með okkur í þessu
jarðlífi. Það er komið að krossgötum.
Ferðin hefur gengið vel. Leiðin hefur
stundum verið á fótinn eins og geng-
ur, en stundum slétt og bein. Og
þessi ferð hafði fyrirhyggjuna fram
yfir margar aðrar. Þetta var ekki
ferð án fyrirheits.
Á krossgötum er mér efst í huga
þakklæti fyrir samfylgdina í þeim
hluta ferðalagsins sem ég tók þátt
í. Við sem höldum ferðinni áfram
hérna megin við fljótið gleðjumst
yfir reynslunni og minningunum, en
hinum sem við skildum við á kross-
götunum fylgja hugir okkar og bæn-
ir.
Blessuð veri minning hjónanna á
Borgarholtsbrautinni.
Stefán Gíslason,
Hólmavík.
Með Sigurkarli Stefánssyni stærð-
fræðikennara er genginn góður
drengur, merkur samtímamaður,
fágað göfugmenni og velgjörðar-
maður minn. Þótt andlát hins merka
öldungs á 94. aldursári hafi ekki
komið mér alls kostar á óvart,
hnykkti mér samt við fréttina, og
hún snart sérstakan streng í bijósti
mér. Nokkur orð vil ég setja á blað
að skilnaði, í virðingar- og þakklæt-
isskyni.
Sigurkarl var kennari af guðs
náð. Hann kenndi stærðfræði og
stjörnufræði við helstu menntastofn-
anir þjóðarinnar í tæp 50 ár og lagði
þar fram ómetanlegan skerf til up_p-
fræðslu og menntunar kynslóða Is-
lendinga í nær hálfa öld. Allir, sem
nutu kennslu hans fundu virðingu
hans sjálfs fyrir verkefninu, að upp-
fræða, og skynjuðu hina djúpu lotn-
ingu hans fyrir stærðfræðinni og
rökvísinni. Útlistanir hans voru mjög
einfaldar, næstum listrænar.
Sigurkarl var gagnmenntaður, vel
lesinn og íslenskumaður með af-
brigðum. Hann var auk þess skáld
gott, ef hann vildi það við hafa, og
naut þess í ellinni að gera snúnar
gátuvísur, sem yngri menn áttu í
erfiðleikum með að leysa.
Sigurkarl var ljúfur maður og
yfirvegaður í allri framgöngu, dag-
farsprúður og jafnan glaður á hveiju
sem gekk. í fjölmenni var hann há-
vaðalaus, en persónuleiki hans var
slíkur, að hlý nærvera hans fór ekki
fram hjá neinum. Hann var greiðvik-
inn og enginn fór bónleiður af hans
fundi.
Sigurkarl var kvæntur frænku
minni, Sigríði dóttur Guðjóns á
Hrauni í Grindavík, og voru þær
miklar vinkonur, Sigríður og
mamma. Eftir að faðir minn dó 1937
átti móðit mín erfitt með barnahóp-
inn. Þá buðu Sigurkarl og Sigríður
mömmu það, að ég, sem þá var tólf
ára, borðaði hjá þeim hádegismat.
Þannig atvikaðist það, að ég borðaði
hádegismat hjá þeim í tvö og hálft
ár. Þessi tími var mér mjög dýrmæt-
ur og ég var eins og elsta barn Sigur-
karls meðan á þessum tíma stóð.
Ég sagði að Sigurkarl hafi verið
kennari af guðs náð. Ennþá man
ég, hvernig hann við matarborðið
svaraði spurningu minni um pí.
„Sigga“, sagði hann, „láttu strákinn
hafa málbandið þitt.“ Síðan hjálpaði