Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 38

Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 38
J8 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ r GUÐNÝ EINARSDÓTTIR + Guðný Einars- dóttir fæddist í Hrísey á Eyjafirði 28. apríl 1938. Hún andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík laugar- daginn 30. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóns- dóttir, f. 25. apríl 1912 í Reykjavík, d. 4. desember 1964, og Einar M. Þorvaldsson kenn- ari, f. 9. október 1905 á Völlum i Svarfaðardal, d. 24. júní 1984. Bræður Guðnýjar eru Hörður, tann- læknir, f. 29. apríl 1938 (tví- buri) og Þorvaldur Gretar, lög- fræðingur, f. 6. desember 1941. Guðný var heitbundin Jóhanni Georg Möller, f. 23. apríl 1937, en hann lést af slys- förum 3. mars 1958. Saman eignuðust þau dótturina Jó- hönnu Gretu, leiðbeinanda, f. 15. janúar 1958, búsett í Tálknafirði. Hún er gift Gunn- laugi Sigfússyni og eiga þau tvo syni, Sigfús, f. 8. júní 1976, í sambúð með Huldu Egilsdótt- ur, barn þeirra, Gunnlaugur Yngvi, f. 3. ágúst 1994, og Yngva Pál, f. 21. apríl 1978. Guðný giftist 20. febrúar 1960 Páli Halldóri Ásgeirssyni, flugumferðarstjóra, f. 24. sept- ember 1928, en hann lést 3. ágúst 1994. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Kristín, leikskóla- starfsmaður, f. 2. júlí 1960, búsett í Kópavogi, gift Snæ- birni Ólafssyni og eiga þau tvö Kveðja frá börnum Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, það vakti mér löngum lotning; í örbirgð mestu þú auðugust varst og alls kyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning. Ég kveð þig, móðir, í Kristi trú, sem kvaddi forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (Matthías Jochumsson) Ó, Jesú bróðir besti og bama vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Elsku Guðný amma okkar. Við litlu krílin þín viljum þakka þér alla þá ást og þann kærleika sem þú hefur gefið okkur á lífsleiðinni. Megi allir góðu englarnir vera hjá þér og vernda þig þar sem þú ert um ókomna tíð. Með bliðum bamarómi mitt bænakvak svo hljómi: börn: Ólaf Ásgeir, f. 6. september 1978, og Guðnýju Brá, f. 23. júlí 1984. 2) Einar Kristján, tónlistarmaður, f. 6. desember 1961, búsettur í Reykja- vík, í sambúð með Árdísi Bjarnþórs- dóttur. 3) Ásgeir Heiðar, íþrótta- þjálfari, f. 7. maí 1966, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Ingiríði Olgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn: Söru, f. 3. ágúst 1985, ísak, f. 26. október 1989 og Gretu Maríu, f. 30. nóvember 1993. 4) Jóhann Ge- org, nemi, f. 30. ágúst 1971, búsettur í Reykjavík, í sambúð með Auði Lailu Jónasdóttur. Guðný lauk gagnfræðaprófi 1955 frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Veturinn 1956-57 stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Laugalandi. Síðar stundaði hún söngnám, meðal annars við Tónskóla Sig- ursveins. Um árabil söng hún í kirkjukórum Garðakirkju og Kópavogskirkju. Þá tók hún virkan þátt í starfi skátahreyf- ingarinnar, síðast með skátafé- laginu Vífli í Garðabaé. Guðný starfaði á árunum 1957-60 hjá Rafmagnsveitu ríkisins, 1987-92 hjá Fjárfestingarfé- laginu Glitni og síðan hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thorodds- ens til starfsloka. Guðný verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þitt gott bam gef ég veri og góðan ávöxt beri. Sara, ísak og Greta María Ásgeirsbörn. Ég umvef þig í hjarta mínu þeim fegurstu kveðjum sem ég á og sendi yfir til þín. Með þökk fyrir liðna tíma. Megir þú hvílast og endur- nærast, elsku Guðný mín. Við sjáumst síðar. Inga. Kær vinkona mín og fjölskyldu minnar er látin — það er einkenni- legt að hugsa sér að eiga ekki eftir að heyra í Guðnýju aftur. Hún bar alltaf ferskan blæ inn í hið daglega amstur. Guðný Einarsdóttir var mjög tón- elsk og söng mikið. Margar kvöld- stundirnar höfum við átt saman .undir ljúfum tónum sígildrar tónlist- ar og rabbað um lífið og tilveruna. Eins og Guðnýjar var von og vísa var það fjölskylda hennar sem átti stærstan hlut huga hennar. Páll heitinn Ásgeirsson, eiginmaður hennar, börn þeirra og fjölskyldur voru henni alltaf ofarlega í huga. Guðný tók mikinn þátt í öllu sem Páll tók sér fyrir hendur, en hann var meðal annars mikill frímerkja- safnari og Guðný fór alltaf með honum á sýningar, og þegar Páll var formaður Félags frímerkjasafnara t Stjúpfaðir okkar og bróðir, GUNNAR THORBERG ÞORSTEINSSON, Hraunbæ 24, Reykjavfk, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elisabet Lárusdóttir, Nína Lárusdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Ingimundur Þorsteinsson. stóð hún við hlið hans og sá til margra ára um kaffi og meðlæti á fundum félagsins. Við fjölskyldan erum ríkari eftir kynni okkar af Guðnýju, og samband hennar og unglingsins í fjölskyld- unni var sérstakt. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm síðustu árin var viðkvæði Guðnýjar ætíð: „Það er ekkert að mér“. Hún var einstaklega jákvæð og bjartsýn á lífið og tilveruna, og það eru hlýjar minningar sem fylgja þeim sem þekktu hana. Guðný missti Pál, eiginmann sinn, fyrir rúmu ári, og saknaði hans mikið. Það er gott til þess að vita að þau eru sameinuð að nýju nú í haust, en það var einmitt sá tími ársins sem þeim hjónum fannst mest til koma. Það er vissa okkar ij'ölskyldunnar að Palli heitinn er ánægður að vera búinn að fá Guðnýju sína til sín aftur og hann hefur tekið vel á móti henni. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Guðnýjar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabarni okkar innilegustu samúð við fráfall ástríkrar móður, og biðjum þau að minnast þess að það eru allir auð- ugri sem kynntust Guðnýju Einars- dóttur, og sá auður forgengur ekki. Þórunn Kristinsdóttir. Eins og laufin sem falla nú til jarðarinnar hvarf Guðný vinkona okkar inn í haustlitadýrðina. Hún hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða undanfarið og ekki nema rúmt ár síðan hún missti eiginmann sinn Pál Ásgeirsson flugumferðarstjóra. Hann var þá nýlega kominn á eftirlaun og var henni stoð og stytta þegar sjúkdómur hennar ágerðist. Lát hans var henni því þungbært og hún saknaði vinar í raun. Við minnumst þess tíma þegar við átt- um saman námsdvöl við Kvenna- skólann á Laugalandi í Eyjafirði fyrir tæplega fjörutíu árum síðan. Ungar stúlkur frá flestum lands- hlutum deildu kjörum í heimavist í níu mánuði. Guðný kom frá Akur- eyri, einkadóttir foreldra sinna, sem áttu auk hennar tvo syni. Hún var frjálsleg og félagslynd og tók góðan þátt í leik og starfi í skólanum, hafði fallega söngrödd, lék á hljóð- færi og var vel til forystu fallin. Veturinn varð henni líka örlaga- ríkur því um vorið bast hún tryggða- böndum við ungan nýstúdent úr Menntaskóla Akureyrar, Jóhann G. Möller. Hann hóf nám í læknisfræði haustið eftir en hamingjusól þeirra skein ekki lengi því í mars 1958 fórst Jóhann ásamt þrem skóla- bræðrum sínum í flugslysi á Öxna- dalsheiði. Þau áttu þá nýfædda dóttur sem skírð var eftir nafni hans, Jóhanna Gréta. Guðný gleymdi þessum atburði aldrei og minninguna um Jóhann geymdi hún í hjarta sínu alla tíð. En forlögin höfðu búið hana vel undir að taka við áföllum sem þessu því hún var í eðli sínu bjartsýnis- manneskja, dugleg og fylgin sér. Árin liðu og flestar skólasysturnar voru uppteknar við stofnun heimilis og barneignir og allt sem því fylgir að hefja lífsstarfið. Það tognaði á vináttuböndunum og fátt varð um fundi. En Guðný hafði ekki gleymt gömlu félögunum sínum og á haust- dögum fyrir réttum þijátíu árum kallaði hún okkur saman sem sest höfðum að í námunda við höfuðborg- arsvæðið. Þá var Páll kominn inn í líf hennar og þau voru nýflutt á Smáraflöt 9 í Garðabæ þar sem heimili þeirra stóð ætíð síðan. Þarna var tekin ákvörðun um að stofna saumaklúbb og hittast reglulega. Þessi ákvörðun hefur síðan fært okkur vinkonunum mikla ánægju. Ungar konur hittust með pijóna og sauma, allar í barnastússi og íbúð- arkaupum. Seinna kom skólaganga barnanna, fermingarveislur, út- skriftir og brúðkaup. Og aftur er verið með smábarnaflíkur á pijón- unum, ömmur sem fylgjast með Iífi og starfi barna hver annarrar. Guðný naut sín vel í þessum hópi, oft hefur verið minnst á gömlu dag- ana í skólanum og rifjuð upp atvik þaðan. Enginn hló þá hærra en hún enda kunni hún ógrynni af sögum frá bæjar- og ballferðum skóla- meyja. Lífsstarf Guðnýjar var að mestu bundið heimilinu. Börnin urðu fimm og heimilisfaðirinn vann alla tíð vaktavinnu, langar vaktir við flug- umferðarstjórn á Keflavíkurflug- velli. Að mörgu leyti fannst okkur því líf hennar minna okkur á líf sjó- mannskonu, hún var löngum ein um að stjórna heimilinu. Þegar hægjast fór um heima fyrir og börnin stækkuðu hóf Guðný söng- nám, nokkuð sem hugur hennar hafði lengi staðið til, enda tók hún þátt í kórstarfí um árabil. Um tíma vann hún utan heimilis en þá var farið að bera á heilsubresti svo hún naut þess ekki sem skyldi. Rómaði hún mjög vinnuveitendur sína og samstarfsfólk fyrir það hve skilningsrík þau voru gagnvart sjúkdómi hennar. ANNA PÁLSDÓTTIR + Anna Pálsdóttir fæddist í Hala- koti í Biskups- tungum 11. okt. 1902. Hún lést á Skjóli 30. sept. síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðbjörg Og- mundsdóttir, f. 3.9. 1868, d. 19.6. 1961, og Páll Árnason, f. 9.11. 1861, d. 27.2. 1945. Anna átti fjórar systur sem allar eru látnar. Þær voru: Guðrún, f. 4.9. 1896, d. 3.8. 1982, Guð- björg, f. 3.3.1899, d. 17.8.1982, Margrét, f. 21.10. 1905, d. 20.2. 1984, og Katrín, f. 15.8. 1913, d. 30.1. 1936. Hinn 25.12. 1938 giftist Anna Jóni H. Friðrikssyni, f. 14.9. 1904, d. 17.1. 1990. Þau eignuð- ust engin börn, en fyrir átti Jón einn son, Reyni H. Jónsson, f. 9.4. 1931., Útför Önnu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞÁ ER kveðjustundin komin. Þegar langri ævi lýkur verður hvíldin kærkomin. Svo var um hana Önnu frænku, hún hefði orðið 93 ára 11. október næstkomandi. Það má segja um hana Önnu að hún hafi lifað tímana tvenna, eins og sú kynslóð sem fædd var um síðustu alda- mót. Þegar Anna var fjögurra ára fluttist fjölskyldan frá Hala- koti í Biskupstungum niður á Eyrarbakka. Hún sagði oft frá því hvað hún var hrædd, þar sem hún sat í fangi föður síns, þegar sundriðið var yfir Hvítá við flutningana, en hræddust var hún þó um mömmu sína og litlu systur sem sat í fangi hennar. Á Eyrarbakka bjó fjölskyldan við kröpp kjör eins og var um flesta á þeim tímum. Það var því snemma sem Anna byijaði að vinna fyrir sér. Hún stundaði öll algeng störf sem buðust á þeim tíma, fyrst barnagæslustörf síðan sveitastörf og lengi vann hún sem matráðs- kona á Kleppjárnsreykjum í Borg- arfirði. Þar gegndi hún ýmsum störfum og sinnti oft um sjúka sem þar lágu. Leiðir Önnu lágu til Reykjavík- ur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóni H. Friðrikssyni, ættuð- um frá Vindheimum á Þelamörk. Það gat gustað um Guðnýju, lífið var henni ekki alltaf létt en hún var sáttfús og mat vináttu mikils. Sá sem bundinn er við nýrnavél Landsp- ítalans getur ekki notið fulls frelsis tii að ferðast eins og okkur flestum finnst svo sjálfsagt. Á tímabili í haust átti þó Guðný nokkuð góða daga. Svo góða að hún hafði tekið ákvörðun um að heimsækja dóttur sína sem býr á Tálknafirði og dvelja hjá fjölskyldu hennar um tíma. Hún var að koma frá því að kaupa sér farmiða þangað þegar lokaorrustan hófst. Börnin hennar hafa setið við sjúkrabeð móður sinnar í rúma viku, þangað til yfir lauk. Þau hafa nú misst báða foreldra sína á rúmu ári. Við sendum þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Guðnýju vinkonu okkar kveðjum við með þökk fyrir allt. Saumaklúbburinn. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast vinkonu minnar, Guðnýjar Einarsdóttur, sem fædd var 28. apríl 1938. Hún lést á Landspítalanum 30. september síð- astliðinn. Elsku vinkona, mig grun- aði ekki þegar ég kom til þín upp á Borgarspítala 23. september að það yrrði í síðasta skiptið sem við töluð- um saman. Þú varst svo bjartsýn og dugleg og við sem ætluðum að gera svo margt. En eigi má sköpum renna. Þú varst hrifin burt og orð mega svo lítils á stund sem þessari. Ég vil bara þakka þér allar þær gleðistund- ir sem við áttum saman. Við áttum líka okkar sorgarstundir þegar við misstum okkar lífsförunauta með stuttu millibili. Þá gátum við huggað hvor aðra. Já, við gátum alltaf grát- ið, hlegið og sungið saman og nú streyma ljúfar minningar í gegnum huga minn. Guðný var afar músí- kölsk og hafði fallega söngrödd. Kirkjutónlist og söngur var henni afar kær. • Hún söng lengst af í Kirkjukór Kópavogskirkju undir stjórn Guðmundar Gilssonar org- anista og söngstjóra og var vel met- in af honum og kórfélögum. Elsku vinkona, nú ert þú horfin yfir móð- una miklu og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að vinkonu. Ég vil votta börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Ég bið algóðan Guð að styrkja þau og hugga í þeirra miklu sorg. Halldóra Hansen. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Með Önnu og Reyni ríkti ávallt gagnkvæm vinátta og báru þau mikla umhyggju hvort fyrir öðru. Hún Anna frænka var glæsileg kona, glaðlynd, hláturmild, tein- rétt, maður rétti ósjálfrátt úr sér í návist hennar og gestrisin var hún. Þeir eru ófáir kaffíbollarnir, með alls konar meðlæti, sem drukknir voru í borðkróknum á Háaleitisbrautinni. Og ekki eru síðri í minningunni móttökurnar hjá Önnu, þegar við sveitabörnin komum til Reykjavíkur í heimsókn. Það voru hátíðastundir. Já, hún Anna frænka var glað- lynd og hláturmild. Það var gaman að bjóða henni í bíltúr austur fyrir íjall. Þegar komið var austur á Kambabrún var hún vön að segja: „Nú líður mér vel, nú sé ég bless- aða sveitina mína.“ Síðan fór hún- með ótal vísur og hló dátt. Anna var heilsuhraust lengst af ævinnar, þar til fætumir fóru að gefa sig. Þá var gott að eignast heimili á Skjóli. Þar dvaldi hún síð- ustu sex æviár sín. Ég hygg að þar hafí hún margan glatt með vísum og dillandi hlátri. Við' ættingjamir viljum þakka jafnt heimilisfólki sem starfsfólki fyrir alla þá umönnun og umhyggju sem Anna hlaut. Ég kveð þig með söknuði, kæra frænka, og þakka þér allar gleði- stundirnar sem við áttum saman. , Við Jón biðjum algóðan guð að varðveita þig. Far þú í friði. Sigríður Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.