Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 39

Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 39 MINNINGAR ALDIS BJORG ÁGÚSTSDÓTTIR OG SUMARLIÐI HALLGRÍMSSON + Aldís Björg Ag- ústsdóttir var fædd 25. mars 1912. Hún lést 26. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Sæby og Steinþóra Barðadóttir. Sum- arliði Hallgrímsson var fæddur 2. júní 1904, d. 24. júní 1978. Foreldrar hans voru Hall- grímur Indriðason og Fanney Tryggvadóttir. Þau giftu sig 12.11. 1935 og varð fjögurra barna auðið. Þau eru Fanney, f. 1937, Steinþóra, f. 1939, Agústa, f. 1945 og Jónas Freyr, f. 1952 Útför Aldísar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ÞAÐ er orðið langt síðan ég lagði upp í fyrstu ferð mína til tilvon- andi tengdaforeldra. Það er furðu- legt hvað vel ég man þessa ferð, hve kvíðinn og óttinn hvarf fljótt. Mér fannst ég hafa átt heima hjá þeim áður, svo vel var tekið á móti mér, þó svo mannsefnið hafi ekki þótt gæfulegt. Mig langar til að minnast tengdaforeldra minna, Sumarliða Hallgrímssonar og Aldísar Bjargar Ágústsdóttur. Ef til vill vegna þess að mér finnst ég ekki hafa þakkað nægjanlega vel fyrir mig meðan ég gat. Það sannast nú eins og svo oft að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, þó er huggun í harmi að ég veit að þau fylgjast með okkur. Þau eru aðeins horfin frá þessari tilvist. Ég er ekki viss um að maður hafi gert sér grein fyrir því á þeim tíma hversu mikils virði það var að eiga þau sem foreldra. Það gerði ég síðar en nú eru þau bæði horfin og minningarnar streyma í gegn. Það verður ekki metin sú aðstoð sem við fengum fyrstu árin er við sem unglingar vorum að byrja bú- skap. Það er ekki víst að við hefð- um komið ósár út úr því basli án stuðings. Enda var það svo ef möguleiki var fyrir hendi þá var stefnan tekin norður bæði í fríum og eins lítið mál að skreppa eina og eina helgi, það var alltaf tekið jafn vel á móti. Þau voru bæði nákvæmlega eins og foreldrar eiga að vera, hreinskil- in og sögðu gjarnan skoðanir sfnar umbúðalaust og mér fannst Sumar- liði vera sá klettur sem gæti staðið af sér allar öldur í lífsins ólgusjó og ætti að vera mín fyrirmynd. Það var gaman að hlusta á hann segja frá, aðallega frá sjónum en sjó stundaði hann lengst af á öllum tegundum skipa. Þó svo að tæpt hafi verið að menn björuðust úr skipstöpum sem hann lenti í þá hældi hann sér ekki af því að hafa átt hlut að máli og gerði lítið úr. Það var stutt í glettnina og hann gerði jafnvel grín að alvörunni. Það hefur verið erfítt að vera sjómannskona á þessum árum og ég sé fyrir mér Sumarliða kveðja fjölskyldu sína í kjallaradyrunum og halda út í sortann. Það sást ekki niður á götu hvað þá niður á bryggju. En Aldís Björg var öllum þeim mannkostum búin til þess að sjá um það sem heima var og meir en það. Oft var unnið utan heimilis svo sem kostur var frá bömum og búi. Hún var sjálfstæð og ákveðin enda þurfti oft á því að halda, eink- um þegar fjarverur manns hennar voru langar. Það þarf líka sterk bein til að hlusta á fréttir að skipið sem Sumarliði var á, hafi farist úti fyrir Húnaflóa á svipuðum tíma og það átti að vera að leggjast að bryggju. Enda var það þegar árin færðust yfir og heilsan bilaði þá var örugg- leg ekki allt tínt til og harkað af sér eins og hún hafði oft þurft að gera. Hún var að mér fannst sann- ur Siglfirðingur eins og þeir gerast bestir. Sumarliði lést fyrir 17 árum og var það mikill missir fyrir okkur öll, en þó mestur fyrir Aldísi því þauvoru ákaflega samrýnd og hann hafði verið í landi síðustu árin og komast að því hversu mikils hún hafði farið á mis. En hún vann sig út úr þessum harmi og barðist fyr- ir því að geta séð um sig sjálf þrátt fyrir heilsubrest og þverrandi sjón. Hún var ákveðin að verða ekki neinum byrði og ég er viss um að það var henni mikill léttir að fá að fara áður en hún varð ósjálfbjarga. Dætur okkar áttu góðan afa og góða ömmu og ég man hvað þær voru glaðar ef ákveðið var að fara norður og hvað þeim þótti vænt um ullarsokkana sem amma sendi. Það er ekki langt síðan þeir síðustu komu, það var sama ánægjan þeir voru svo hlýir. Það fylgdi þeim ákveðinn hugur. Ég þakka Guði og forsjóninni fyrir að hafa kynnst þessum for- eldrum mínum og fengið að vera samferða þeim í þessu lífi þó svo ferðin hefði mátt vera lengri. Guð blessi minningu þeirra. Guðjón Pétursson. Mig langar með örfáum orðum að minnast ömmu minnar. í æsku minni kom ég nánast um hveija helgi frá Akureyri til ömmu og afa í Suðurgötu 66, Siglufírði. Þangað var gott að koma og amma var alltaf til staðar. Oft stóð hún í kjall- liIUJMS 66*N Úlpur, gallar, vesti, peysur, sokkarog sokkabuxur. Frábærar vörur. Einnig kuldafatnaðurinn frá66*N. Opið á laugardag frá kl. 10-17. BARNASTIGUR Skólavöröustíg 8, sími 552 1461. aranum að steikja kleinur og soð: brauð þegar okkur bar að garði. í Suðurgötuna voru allir velkomnir og viðgjörningurinn á því heimili var ekki af lakara taginu. Amma var alltaf með útréttan mjúkan faðminn, hún kenndi mér bænir og vísur, las fyrir mig og kenndi mér að prjóna. Oftast fékk ég líka að lúra hjá henni þegar afí var á sjón- um. Tíminn leið, ég var orðin ungl- ingur og ferðum mínum til Siglu- fjarðar fækkaði. Ég eignaðist dótt- ur og 1978 dó afí. Eftir að afi dó dvaldist amma oft í margar vikur í senn á heimili mömmu og pabba í Einholtinu á Akureyri. Þar var ég líka með litlu dóttur mína, Örnu Þóru, og nú endurtók sagan sig, því amma hafði alltaf tíma fyrir Órnu Þóru. Elsku amma og langamma, nú er komið að kveðjustund. Það voru forréttindi að fá að njóta samvista við þig og við munum búa að því alla ævi. Takk fyrir allt. Aldís Björg og Arna Þóra. Elsku amma, nú ert þú loksins búin að fá hvíldina, sem þú hefur lengi beðið eftir. í sorginni er gott að vita að þér líður betur. Margar minningar koma upp í huga mér um allar stundirnar sem við höfum átt saman. Okkar fyrstu stundir voru strax á mínu fyrsta ári, þegar þú og afí tókuð mig í fóstur. Foreldrar mínir fóru suður til að ljúka námi og vinna. Þau voru mörg jólin sem við dvöldum hjá þér og afa, meðan þið voruð bæði á lífí. Það var alltaf gaman að fá jólapakka frá þér, þeir voru fúllir af sokkum og vettlingum. Einnig hafðir þú laumað súkkulaði eða smáaur í pakkann, og það var það sem gerði þessa mjúku pakka svo skemmtilega. Á sumrin dvöldum við lengi á Sigló. Þar var alltaf gott veður og nóg að gera. Þær voru margar ferð- irnar sem við afi fórum í ber, bara tvö saman upp í fjall. En einnig var farið í lengri ferðir og þá fórum við öll, og höfðum nesti með. Á þessum árum taldi ég Sigló vera þann stað sem ég myndi búa á þegar ég væri orðin stór. Það breyttist með aldrinum og ferðun- um fækkaði sem ég fór norður. Núna, síðustu ár, var farið einu sinni að sumri, bara til að heim- sækja þig, en nú ert þú farin. Með þessum fáu orðum langar mig að kveðja þig, elsku amma. Ég vona að guð varðveiti þig vel og styrki okkur sem eftir sitjum í sorg. Þín Anna Guðbjörg. I3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu FIMET RAFMOTORAR Eigum til á lager alhliba rafmótora í stæröunum 1,1 - 90 KW. Útfærslur: «IP55 •meb fót og flans Slg. Sveinbjörnsson hf. Skeiöarási 14 Sími: 565-8850 Fax: 565-2860 'orgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa- fundi með Reykvíkingum á næstu vikum. Fundirnir verða sem hér segir: / / / I Arseli mánudaginn 9. október með íbúum Arbaejar-, Artúnsholts- og Seláshverfis. I Langholtsskóla mánudaginn 16. október með íbúum Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni. * I Réttarholtsskóla mánudaginn 23. október með íbúum Háaleitis-, Smáíbúða-, Fossvogs- og Múlahverfis. í Ráðhúsinu mánudaginn 30. október með íbúum Túna-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfis. í Ráðhúsinu mánudaginn 6. nóvember með íbúum vestan Snorrabrautar. Allir fundimir hefjast kl. 20.00. A fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.