Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ b : I I I * i 1» 3 J i 3 i i 3 MINNINGAR í Eyjafjörð." Og var það ekki á viss- an hátt táknrænt, að þú skyldir deyja á „Eyfirðingadaginn". Þann dag þegar brottfluttir Eyfirðingar hittast, drekka saman kaffi, rifja upp gamlar minningar og ræða sam- an á „eyfirsku". Svo mikill og sannur Eyjaijarðar- vinur varstu og margur innfæddur mátti öfunda þig af. Þú fylgdist með mönnum og málefnum í Eyja- firði af lifandi áhuga og hélst tryggð við gamla vini á eyfirskam máta. Ekki með skrúðmælgi og fjasi - heldur með hógværri hlýju og orð- fáum skilningi. Ung að árum réðst þú sem kaupa- kona að Torfum í Hrafnagilshreppi og síðar að stórbýlinu Grund til frú Margrétar Sigurðardóttur. Þá vaktir þú athygli fyrir óvenjulegan dugnað og áræði til allra verka. Var sérstak- lega til þess tekið hve vasklega þú gekkst fram í að bjarga fé úr Finna- staðaánni, vor eitt um rúninginn. Þá óðst þú út í ána, þótt hún væri í foráttuvexti, til þess að bjarga fénu, en margur fullknár karlmað- urinn stóð á bakkanum og dáðist að ósérhlífni þinni og krafti. Kannski var það líka táknrænt að þú skyldir deyja í Hafnarfírði. Þar með varstu búin að loka lífs- hringnum, því að þú fæddist á Set- bergi við Hafnaríjörð og ólst upp í Urriðakoti. - Já - gengur ekki allt í hring hér í þessum heimi? f Njálu er sagt um Bergþóru „hún var drengur góður“ og vísar þar til skapfestu og trygglyndis þeirrar mætu konu. Eins mátti segja um Jórunni vinkonu mína. Hún var ein- mitt „drengur góður“. Hún var hrein- lynd og stóð við sínar skuldbinding- ar. Skuldaði ekki neinum neitt og var jafnan veitandi fremur en þiggj- andi í viðskiptum sínum við sam- ferðamennina. Já, við þjófstörtum ekki oftar með því að halda skötu- veislu viku fyrir Þorláksmessu. Við förum heldur ekki í fleiri ferðir á Laufásveginn til að fægja silfrið. Og við sem eftir lifum verðum að vera án þín við sláturgerðina. Lítill dóttur- sonur minn sagði þegar honum var sagt að Jórunn væri dáin: „Það verð- ur ekki erfítt fyrir Guð að gera laufabrauð í vetur - en hver kemur og gerir laufabrauð með okkur? AIls staðar er söknuður. Söknuður sem þó er blandaður þakklæti yfír því að þú þurftir ekki að þjást lengur. Ekki er hægt að ljúka svo þessum fátæklegu minningarbrotum um mína góðu vinkonu að ekki sé minnst á handavinnuna hennar. Jór- unn var nefnilega einstök ham- hleypa við hannyrðir og bar fallega heimilið hennar glöggt vitni þar um. Einnig eru ótaldar allar þær tæki- færisgjafír, þar sem hún færði ætt- ingjum og vinum yndislega hand- gerða muni. Þegar Jórunn var komin yfír átt- rætt fór hún að læra að mála, bæði með litkrít og vatnslitum. Náði hún undraverðum árangri í þessari list- grein og ekki voru afköstin minni við málverkin en við handavinnuna. Skemmtilegast þótti henni að mála myndir af fjöllum. Hún hafði líka óvenju næmt auga fyrir formfegurð og litadýrð íslenskra fjalla og ófá eru þau skiptin sem við nánum stað- ar á ferðum okkar og horfðum til fjallanna í þögulli lotningu. Þá gátum við tekið undir með Guðmundi skáldi Böðvarssyni þegar hann segir: Dó á fjöllum geislaglit glóir mjöll á dröngum. Skógarhöll með haustsins lit hló þar öll af söngvum. Sannarlega lyfti fjallasýn í haust- blíðu sálum okkar til hæða, og nú er sál þín horfin inn í haustblíðuna Kveðju og þakkir flyt ég vinkonu okkar frá Hjördísi á Laufásveginum og öllum vinum þar. Það er komið að kveðjustund. Öldruð kona hefur lokið lífshlaupi sínu. Sæmdarkona, sem við öll, sem áttum vináttu hennar, söknum. Einkasyni, fósturdóttur og öllum ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Megi hinn hæsti himnasmiður veita sál hennar himnavist. ...hægur er dúr á daggamótt dreymi þig ljósið sofðu rótt. Hvíl í friði kæra vinkona og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 41 v?\ oQ e\Qs á Mevð' OQ e\Qs sm\Ö W VAW 29U W V\\ov\u GLÆSIBÆ • LAUGAIÆK 1á\Vl. BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA MIÐBÆ Hafnarfirði .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.