Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALBJÖRG
_ BJÖRNSDÓTTIR
+ Aðalbjörg Björnsdóttir
fæddist á Bakka í Viðvíkur-
sveit í Skagafirði 21. maí 1904.
Hún lést á Borgarspítalanum 23.
september siðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Fossvogs-
kirkju 29. september.
> MIG langar með örfáum orðum að
i minnast Aðalbjargar Bjömsdóttur
frá Á í Unadal. Eg átti heima hjá
henni um fimm ára skeið og eignað-
_^ist vináttu hennar sem aldrei bar
skugga á. Hún var falleg kona, list-
feng og smekkvís svo af bar eins og
heimili hennar og umhverfi allt vitn-
aði um.
Aðalbjörg átti lengst af heima á
Siglufírði og kenndi kjólasaum við
Gagnfræðaskólann þar við miklar vin-
sældir. Þótti nemendum hennar t.d.
ómissandi að hafa hana með í skóla-
ferðalögunum á vorin og héldu síðan
sambandi við hana að skóla loknum.
Margan samkvæmiskjólinn saum-
aði hún handa siglfírskum konum
og sáust ekki aðrir glæsilegri þótt
víðar væri leitað.
Aðalbjörg gat líka brugðið sé í
síldargalla og ekki voru margar
handfljótari við síldarkassana.
Þau Aðalbjörg og Jóhann Þor-
finnsson maður hennar áttu jafnan
góða hesta og ferðuðust víða, þó
mest um Skagafjörð en þar voru
æskustöðvar Aðalbjargar.
Svo einkennilega vildi til að ég var
stödd að Á í Unadal daginn sem hún
veiktist og var lögð inn á Borgarspít-
alann þar sem hún andaðist eftir
stutta legu.
Fallegi dalurinn hennar skartaði
sínu fegursta þennan dag og mér
fannst ég fínna nálægð hennar.
Ég minnist hennar með þakklæti
og virðingu.
Margrét Jónsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubii og hæfilega línuiengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Útför
ÁSTU ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Bergi,
Vestmannaeyjum,
fer fram frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 7. október
kl. 14.00.
Þórða Berg Óskarsdóttir, Birkir Baldursson,
Óskar Eyberg Aðalsteinsson, Margrét Árdi's Sigvaldadóttir,
Bjarni Ólafur Birkisson,
Ásta Sigriður Birkisdóttir,
barnabörn,
og Bergþóra Þórðardóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÞÓRÐARSON,
Árbæ,
sem lést 24. september sl., verður jarðsunginn frá Reykhóla-
kirkju laugardaginn 7. október kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Barma-
hlfð, Reykhólum.
Ferð verður frá BSÍ kl. 8.00 árdegis.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elisabet Guðmundsdóttir,
börn, tengdadætur
og barnabörn.
t
Útför
INGÓLFS MARKÚSSONAR
frá Valstrýtu,
fer fram frá kapellu Hafnarfjarðarkirkju-
garðs mánudaginn 9. október kl. 13.30.
Bílferð verður frá Kirkjuhvoli í Hvolhrepp
kl. 11.30.
Elias Arason,
Guðrún Jónsdóttir.
+
Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA ARADÓTTIR,
Grettisgötu 39,
sem andaðist laugardaginn 30. september, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju mánudaginn 9. október kl. 13.30.
Ari Þórðarson,
Erlingur Snær Guðmundsson, Svava Gísladóttir,
Þórunn Elisabet Stefánsdóttir, Gísli Jensson,
Stefán Stefánsson, Linda Arthur,
Birna Rikey Stefánsdóttir, Birgir Eyþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓN ÖRN
INGVARSSON
Jón Örn Ing-
varsson var
fæddur á Eiríks-
stöðum á Jökuldal í
N-Múlasýslu 9. júní
1919. Hann var son-
ur hjónanna Ing-
vars Sigurðar Jóns-
sonar bónda og
verkamanns, f. 27.
sept. 1887, d. 3. okt.
1961, og Kristínar
Einarsdóttur
saumakonu, f. 18.
ágúst 1892, d. 14.
nóv. 1985. Hann var
skráður matsveinn
á mb. Öldunni hinn 14.júní 1934,
síðar háseti á ýmsum fiskibát-
um og 1. vélsfjóri á mb. Ving-
þór, eftir mótornámskeið, þar
til nám hófst við vélvirkjun í
Landssmiðjunni. Árið 1945 lauk
hann vélstjóraprófi frá Vélskól-
anum í Reykjavík. Að námi
loknu vann hann hjá Skipaút-
gerð ríkisins. Hann var vélstjóri
á ms. Foldinni 1947-48, en síðan
við rafstöðina á Ljósafossi til
1949. Hann var vélstjóri á vs.
Maríu Júlíu og vs. Ægi (I) til
1953. Frá 1953 starf-
aði hann sem yfirvél-
stjóri hjá Skipadeild
SIS til starfsloka árið
1986.
Hinn 5. apríl 1947
kvæntist Jón Örn
Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur, f. 2.
okt. 1925, í Reykja-
vík, dóttur Guðmund-
ar Jónssonar skó-
smíðameistara og
Þórunnar Oddsdótt-
ur. Börn þeirra eru:
1) Kristín útibússtjóri
Islandsbanka á Sel-
tjarnarnesi, f. 15 okt. 1947. 2)
Guðmundur kennari og rithöf-
undur, f. 30. júní 1949, kvæntur
Birnu Garðarsdóttur, 3) Ingvar
Sigurður, íþróttakennari og
íþróttafulltrúi Hafnarfjarðar, f.
20. okt. 1951, sambýliskona
Hjördís Sigurbergsdóttir. 4)
Þór Örn stjórnmálafræðingur,
f. 8. feb. 1958, sambýliskona
Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir.
Utför Jóns Arnar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
ER VIÐ fréttum af láti afa okkar
30. september síðastliðinn, varð okk-
ur mikið um. Þrátt fyrir að andlát
hans hafi átt sér aðdraganda, þar
sem hann hafði legið nokkurn tíma
á sjúkrahúsi og víst var að hann
myndi ekki koma heim aftur, var
sárt að missa hann.
Margar ánægjustundir fengum
við þó að upplifa með honum og
koma. margar sælar minningar upp
í hugann þegar rifjuð er upp liðin
tíð. Afi var sjómaður mestaila sína -
starfsævi og lengi vel vélstjóri á
fragtskipum Sambandsins þar sem
hann lauk starfsferli sínum. Hann
var duglegur að leyfa börnum og
barnabörnum sínum að sigla með
sér um heimsins höf. Við bræðurnir
vorum svo heppnir að fá að ferðast
með honum á millilandasiglingum.
Þessar ferðir voru okkur mjög eftir-
minnilegar, enda eftirsóknarvert og
spennandi að skoða framandi lönd.
Alltaf gátum við reitt okkur á
hjálpsemi afa hvenær sem var og við
hvað sem var. Þegar við vorum yngri
gerði hann við reiðhjólin okkar og
ekki var nú verra að geta leitað til
hans á unglingsárunum með skelli-
nöðrumar meira og minna bilaðar.
Eftir að hann var kominn á eftirlaun
hafði hann ærið starf við að halda
bílaflota Ijölskyldunnar gangandi. Er
þá fátt eitt talið því hjálpsemi hans
voru engin takmörk sett.
Aðdáunarvert var hversu vel hann
setti sig inn í störf og áhugamál
barna og barnabarna sinna, stuðn-
ingur hans og áhugi var okkur mik-
il hvatning í því sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Alltaf var hann til-
búinn að gefa sér tíma til að fylgj-
ast með áhugamálum okkar, ræða.
málin og gefa góð ráð.
Ófáar stundir áttum við með hon-
um þar sem hann skemmti okkur
með gamansögum, hvort heldur frá
uppvaxtarárum sínum á Seyðisfirði
eða sögum úr ótal ferðum hans um
heimsins höf. Af nógu var að taka
því bæði var minni hans óbrigðult
og frásagnagleði mikil, hann naut
sín virkilega þegar hann sagði sögur
frá liðnum tíma.
Frá því að við munum eftir okkur
var afi órjúfanlegur þáttur af jólahá-
tíðinni. Þegar svo bar við að hann
var á sjó yfir sjálfar hátíðimar fannst
okkur alltaf eitthvað vanta í þær,
þannig að komandi jól verða væntan-
lega tómleg án afa okkar.
Afi hafði mikinn áhuga á ljóðum
og þykir okkur vel við hæfi að enda
þetta á kvæði eftir eitt af uppáhalds
skáldum hans.
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum.
(Jónas Hallgrímsson)
Jón Örn og Reynir Leví.
Þegar vetrar þoka grá
þig vill fjötra inni
svífðu burt og sestu hjá
sumargleði þinni.
(Þorsteinn Erlingsson)
Kæri frændi.
Þegar ég heimsótti þig á sjúkra-
húsið þremur dögum fyrir andlát þitt
sýndir þú sömu hlýju og umhyggju
fyrir okkur systkinunum, börnunum
hans Óla bróður þíns, eins og ávallt.
Þegar ég hélt í hönd þína rifjuðust
upp minningar um Jón frænda sem
var í siglingum um allan heim á stóru
skipi. Fyrir lítinn sveitadreng var
þessi borðum prýddi vélstjóri stór-
fenglegur og heimsókn í skipið þitt,
þegar landað var í Borgamesi, em
enn í fersku minni. Jón frændi í stóra
skipinu sínu og allt varð að skoða
og yfir öllu undrast. Á eftir voru
þegnar veitingar sem voru útlenskir
gosdrykkir og sælgæti. Þessi minning
er mér einkar kær.
Umhyggja þín birtist í áhuga þín-
um á börnum og barnabörnum. Það
hefur verið undrunarefni körfu-
boltaáhugamanna hvernig þú sóttir
leiki þriggja liða á síðasta vetri til
að fylgjast með Ingvari syni þínum
hjá Vai, sonum hans, Jóni Amari og
Pétri hjá Haukum og Jóni Erni nafna
þínum hjá ÍR. Ekki hefur hestaáhugi
og skrif hans Guðmundar þíns síður
glatt þig og orðið umræðuefni eða
skákáhugi hans Þórs Arnar.
Ekki get ég annað en minnst á
hana Stínu þína, sem hvert sumar
og oft um páska kom með ömmu
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEINEY KETILSDÓTTIR (SÍNA),
Eiðistorgi 3,
Seltjarnarnesi,
andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 4. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Örn Þór Halldórsson, Hafþór Snorrason,
Anna Margrét Halldórsdóttir, Ragnar Birgisson
og barnabörn.
Kristínu, nöfnu sinni, í heimsókn til
okkar í Borgarfjörðinn. Að fá ömmu
í heimsókn var alltaf hátíð hjá okkur
systkinunum en ekki síður að fá
Stínu frænku sem við systkinin litum
á sem eitt af okkur og foreldrar
mínir á hana sem eitt af börnum
sínum. Og á hún þakkir skildar fyr-
ir þá umhyggju sem hún ávallt hefur
sýnt foreldrum mínum.
Æskuslóðirnar á Seyðisfirði hafa
verið þér hugleiknar. Það hefur ver-
ið erfítt fyrir ykkur bræður að fara
ungir frá Seyðisfirði til náms í
Reykjavík. En það sýndi manndóm
ykkar og dugnað að ljúka námi, lítt
studdir Ijarri heimabyggð. Ég veit
að Seyðisfjörður var þér ávallt kær
og þangað sóttir þú á stundum síð-
ari árin með henni Guðbjörgu kon-
unni þinni til að rilja upp gamlar
minningar og endurnýja gömul
kynni. Þegar ég, ungur maðurinn,
sótti eitt sinn hóf Seyðisfirðingafé-
lagins í Reykjavík og gerði grein
fyrir mér sem syni Ólafs Ingvarsson-
ar frá Seyðisfirði kannaðist enginn
við manninn. Ekki stóð á viðbrögð-
um þegar ég sagðist vera sonur Ola
í Magasíninu, bróður Nonna í Mag-
asíninu, vissu allir hverra manna ég
var en þannig munu Seyðfirðingar
minnast ykkar bræðra sem og vinir
ykkar.
Kæri frændi, þegar ég kvaddi þig
á dánarbeðinu hafðirðu þrátt fyrir
mikil veikindi og vanlíðan kraft til
að faðma mig og óska mér og mínum
velfarnaðar í lífinu og þitt þétta og
hlýja handtak hafði ekkert breyst.
Ég óska þér sömuleiðis velfarnaðar
í þinni nýju vegferð, kæri frændi,
og að þú hafir það ávallt sem best
í nýjum heimkynnum og þar verði
vel tekið á móti þér. Um leið vil ég
þakka þér samfylgdina í þessu lífi.
Tíminn vinnuc, aldrei á
elstu kynningunni
ellin fínnur ylinn frá
æskuminingunni.
(Jón S. Bergmann)
Samúðarkveðjur vil ég færa Guð-
björgu, börnum og barnabörnum.
Ingvar Ólafsson.
Það er ekki oft þegar maður eign-
ist vinkonu að um leið eignist maður
heila fjölskyldu, en það gerðist sum-
arið 1974. Þá kynntist ég Kristínu
og hennar fólki. Allt frá þeim tíma
hafa Jón Örn og Bugga, foreldar
Kristínar, verið hluti af lífi mínu. Jón
Örn var maður sem gustaði af á sinn
hægláta hátt. Þetta er vissulega
þversögn, en þessi rólegi maður sem
tók öllu með stóískri ró, gat orðið
æstur, sér í lagi þegar hann var
ekki ánægður með framgöngu fram-
sóknarflokksins í landsmálum jafnt
og sveitarstjórnarmálum.
Þegar ég eignaðist stelpurnar
mínar fyrir átta árum, og enginn
' afi og amma hér í Reykjavíkinni,
voru Jón afi og amma Bugga til
staðar. Heimili þeirra í Njörvasundi
var alltaf opið dætrum mínum og
alltaf fannst þeim jafn gaman og
gott að dvelja þar. Þegar amma
Bugga þurfti að fara á myndlistarná-
mskeiðið sitt, var það Jóni afa ekk-
ert mál að vera einn með tvær fjör-
miklar 5 ára dömur.
Ég og fjölskylda mín höfum verið
þátttakendur í stórum stundum í lífi
Kristínar og fjölskyldu hennar. Þeg-
ar ég horfi til baka stendur ofarlega
í huga mínum 75 ára afmælisveisla
Jóns sl. vetur. Hlutverk mitt þar var
að leika hirðljósmyndara. Þar var
talað og hlegið og við fórum með
síðustu skipum, því fátt jafnaðist á
við gleðistund með Jóni, Buggu og
börnunum þeirra.
Ég var svo lánsöm að eiga góða
stund með Jóni í Njörvasundinu áður
en hann fór á spítalann í sep- tember.
Þrátt fyrir að hann væri sárþjáður
lét hann í ljósi skoðanir á þjóðmál-
um, framgöngu R-listans í borgar-
málum og öllu því sem var efst á
baugi þá stundina.
Ég og fjölskylda mín erum þakk-
lát fyrir þá gæfu að hafa fengið að
eiga hlutdeild í lífí Jóns Arnar. Guð
blessi þig.
Samúðarkveðjur til Buggu, Krist-
ínar og fjölskyldu. _
Maríanna, Ásgeir,
Katla og Hildur.