Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995
IDAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Sprotakálið
sem varð
að rósakáli
í þætti Velvakanda í blaðinu 22. sept sl.
segir hann frá þegar sólber komu á ann-
an hvem „rifsberjarunna“ hans. Kristín
Gestsdóttir hefur svipaða reynslu en
„sprotakálið“ hennar var rósakál.
IMÖRG ár hefi ég ræktað
sprotakál (brokkoli) með góð-
um árangri nema í fyrra,
þegar eitthvað mistókst í ræktun-
inni. Ég hefi alltaf keypt mínar
plöntur á sama stað, en hefí grun
um að í þetta sinn hafi plöntumar
ofkælst í gróðrarstöðinni áður en
þær komust í mínar hendur. En
nú átti allt að
takast vel og
margar plöntur —33:0:1
voru keyptar og
gróðursettar enda
sprotakál auðrækt-
anlegt hér á landi.
Kálið spratt vel
en engir
sprotar
komu á
það
mér til
mikillar
furðu.
Kálið var
líka eitt-
hvað
öðru vísi
en venju-
lega, blöðin rúnnuð og
kálið hærra. Nei, þetta lét ég ekki
bjóða mér, mér höfðu aftur verið
seldar ónýtar plöntur. Ég fór í
garðinn þeirra erinda að taka upp
hverja einustu plötnu og sýna þeim
sem seldi mér. Ég hafði ekki litið
í garðinn í nokkra daga, en sólin
var loks farin að skína og mikill
lofthiti var líka, þótt komið væri
vel fram í september. Hvað var
þetta? Litlir kálhausar höfðu
myndast upp eftir leggjum kál-
plantanna í blíðviðrinu. Þetta var
þá rósakál en ekki sprotakál. Ef
veðrið hefði ekki batnað hefði ég
að líkindum aldrei uppgötvað mis-
tökin en áfram haldið að þetta
væri gallað sprotakál. Rósakál
þrífst ekki vel úti hér á landi, til
þess era sumrin of stutt og köld.
Þótt það þurfi hlý og löng sumur
til að vaxa, er það ekki skorið upp
fyrr en það hefur frosið. í Eng-
landi er rósakáli plantað í mars/
apríl og það stendur í garðinum
langt fram eftir vetri. Er skrítið
að sjá kálið grænt og blaðfallegt
standa upp úr snjónum, en sjaldan
er snjór þar á jörðu. Nú er kominn
október og enn vex kálið. Við not-
um það mikið og erum satt best
að segja orðin svolítið leið á því.
En þegar kuldaboli bítur í kálið,
sýð ég aðeins upp á því og set í
frysti. Líklega eiga fáir ferskt
rósakál en það fæst alltaf frosið.
Uppskera okkar er það mikil að
það ætti að endast okkur fram í
apríl, þegar við förum að sjá
hrossagaukinn á ný eftir vetrar-
dvölina í Bretlandi. Þeir sjást enn-
þá einn og einn sniglast hér á
Garðaholtinu.
Rósakáls/
kartöflusúpa
2 meðalstóar kartöflur
1 lítill laukur
2 msk matarolía
1 msk smjör
1 lítri gott kjötsoð eða vatn + súpu-
kraftur
5 piparkorn eða ögn af nýmöluðum
pipar
1 lárviðarlauf
1 msk smjör og 1 msk matarolía
til viðbótar
20 g A hreinn ijómaostur
12-15 rósakáls-
hausar
20 g hreinn
ijómaostur
1. Afhýðið
kartöflur og
skerið í ör-
þunnar sneið-
ar. Afhýðið
lauk og saxið
smátt.
2. Setjið
matarolíu
og smjör á
pönnu,
sjóðið
kartöfiu-
sneiðarn-
ar og
laukinn í
því í 5
mínútur. Þetta má ekki brúnast.
3. Bætið kjötsoðinu eða vatninu
og súpukraftinum út í. Setjið pipar-
kornin og lárviðarlaufið út í og
sjóðið við hægan hita í 15-20 mín-
útur. Merjið þá kartöflumar í soð-
inu með kartöflustappara eða sleif.
Hrærið rjómaostinn út í.
4. Takið annan pott eða litla
pönnu, setjið matarolíu + smjör á
hana. Hafið meðalhita.
5. Skerið rósakálshausana í
tvennt og sjóðið í feitinni í fimm
mínútur. Setjið það síðan saman
við kartöflusúpuna og sjóðið við
hægan hita í 5-7 mínútur. Smakk-
ið súpuna, bætið í salti ef með þarf.
Meðlæti: Heitt smábrauð eða
hvítlauksbrauð.
Rósakál
með kjötfarsi
nokkrir rósakálshausar
kjötfars, keypt eða heimatilbúið
matarolía til steikingar
1. Sjóðið rósakál í saitvatni í 5
mínútur. Hellið á sigti og látið
renna vel af því.
2. Þrýstið kjötfarsi utan um
rósakálshausana. 3. Hitið
matarolíu á pönnu og steikið boll-
umar með rósakálinu í olíunni í
nokkrar mínútúr. Hristið pönnuna
meðan á steikingu stendur.
Meðlæti: Kartöflustappa eða
soðnar kartöflur og brætt smjör.
Soðið rósakál
í smjöri
1. Setjið smjör í pott eða i skál í
örbygljuofninn.
2. Setjið rósakálshausana í pottinn
eða skálina. Stráið örlitlu salti og
pipar yfir. Sjóðið við hægan hita í
7-10 mínútur í potti en skemur í
örbrylgjuofni. Hristið pottinn eða
takið skálina úr örbylgjuofninum
og veltið kálinu við.
SKÁK
bands íslands hefst í kvöld
í Skákmiðstöðinni, Faxa-
feni 12, og hefst keppnin
kl. 20.
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR mátar í sjöunda
leik!
Það eru tvær leiðir til að
máta í sjöunda leik í stöð-
unni. Ein venjuleg
og hin glæsileg.
Staðan kom upp í *
bréfskák. Kári Elí-
son (2.055) var 7
með hvítt og átti ,
leik, en Hollending-
urinn Arie M. 5
Luca hafði svart.
Þar sem Kári var *
með hvítt þarf ekki
að spyija um það 3
hvora leiðina hann
valdi:16. Hxf7! og 2
Hollendingurinn ,
gafst upp, því 16.
— Dxf7 17. Dc8 er
mát strax og 16. —
Kxf7 17. Df5+ leiðirtil sömu
niðurstöðu í fímm leikjum til
viðbótar. Hins vegar leiddi
16. Hael+ - Be5 17. Rxe5
einnig til máts í sjöunda leik,
samkvæmt rannsókn ofur-
tölvu. Til að fyrirbyggja mis-
skilning er rétt að taka fram
að það er að sjálfsögðu skák-
þátturinn sem hefur slíkt
tæki í þjónustu sinni, en ekki
Kári, sem beitir engum
brögðum í sínum bréfskák-
um.
Deildakeppni Skáksam-
BRIPS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
NÝTT keppnisfyrir-
komulag er að ryðja sér
rúms í tvímenningi hér á
landi, svokallaður „Monrad
barómeter", en þá spila þau
pör innbyrðis sem hafa
svipaðan stigafjölda. Þetta
form hentar vel í fjölmenn-
um mótum, þar sem útilok-
að er að koma því við að
öll pör spili saman. Nú
stendur yfír keppni hjá BR
með þessu sniði og það var
ennfremur prófað með
ágætum árangri í opna
Homafjarðarmótinu, sem
fram fór um síðustu helgi
á Hótel Höfn. Spil dagsins
kom upp í mótinu á Höfn:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ ÁKG86
V Á43
♦ ÁDG4
♦ 4
Vestur Austur
♦ 542 ♦ D1073
▼ DG108765 IIIIH T K
♦ - 111111 ♦ 87652
♦ G9 * 1076
Suður
♦ 9
♦ 2
♦ K1093
♦ ÁKD8532
Aðeins fjögur pör náðu
sjö gröndum í NS, sem er
besti tvimenningssamning-
urinn. Þeirra á meðal voru
Aðalsteinn Jörgensen og
Hrólfur Hjaltason. Sagnir
gengu þannig á þeirra
borði:
Vestur Norður Austur Suður
Hrólfur Aðal-
steinn
Pass 1 tígull*
4 hjörtu 5 hjörtu Pass 7 lauf
Pass 7 grönd Pass Pass
Pass
* Precision
Víða annars staðar gátu
NS illa fótað sig eftir hindrun
vesturs. Þetta var algeng
sagnröð:
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf
4 hjörtu Dobl* Pass 5 lauf
Pass 5 hjörtu Dobl 6 lauf
6 hjörtu Dobl Pass Pass Pass
Fómin í 6 hjörtu kostar
1100 með bestu vöm, sem
er betra en hálfslemman.
Einstaka par endaði í sjö
tíglum. Legan virðist dæma
þann samning niður, en svo
er ekki. Eftir að hafa tekið
einu sinni tromp, getur sagn-
htifi tekið sex slagi á hliðar-
litina og sjö í viðbót á tígul
með þvi að víxltrompa. En
þá verður hann að gæta sín
á því að taka fyrst á tígul-
hámann heima, því annars
getur austur yfirtrompað tíg-
ulfjarkann í blindum. Það
gerðist einmitt á einu borði.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
TVÍSKIPT kvengleraugu
í fínlegri umgjörð með
bláum lit í voru tekin í
misgripum í Landsbank-
anum í Austurstræti sl.
þriðjudag. Kannist ein-
hver við að nafa séð þessi
gleraugu er hann vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 551-0636.
Armband
tapaðist
GULLSPANGARARM-
BAND tapaðist fyrir
nokkru. Eigandinn upp-
götvaði ekki missinn fyrr
en eftir einhvern tíma
þannig að ekki er vitað
hvar það tapaðist. Jafn-
vel gæti það hafa týnst
í Vík í Mýrdal, en þó er
það ekki víst. Upplýs-
ingar í síma 553-0535.
Fundarlaun.
Geisladiskar
HULSTUR með þrettán
geisladiskum í tapaðist
sl. fóstudagskvöld í
Vesturbænum eða
miðbæ Reykjavíkur.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
552-7315. Sigurður.
Eyrnalokkur
tapaðist
LÍTILL eymalokkur með
þremur hvítum steinum
tapaðist sl. föstudag.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 588-4549.
Með morgunkaffinu
Ég vil taka kærustuna
með.
Dóttir mín er upptekin í
augnablikinu, en þú getur
tekið númer.
Víkverji skrifar...
HINN NÝI sjónvarpsvísir Stöðv-
ar 2 er kominn út í breyttri
mynd. Það verður að segjast að
brot hans er mun óhentugra fyrir
áhorfendur stöðvarinnar en sá
gamli, sem var í mun nettara broti
og þar af leiðandi þægilegri með-
ferðar. Þá er það sem Víkveija
fínnst að eigi að vera aðalatriði sjón-
varpsvísins, dagskráin, hún er eins
konar homreka í blaðinu, þar sem
henni eru aðeins ætlaðar 4 síður.
Þessi nýi sjónvarpsvísir er því
ekki notendavænn. Vilji menn síðan
vita eitthvað meira um kvikmyndir
kvöldsins, þá er ekkert sagt um þær
í dagskránni sjálfri eins og áður
var, heldur þurfa menn að fara að
leita á allt öðrum stöðum í blaðinu
að umsögnum um myndirnar og þá
allt eftir því hvort um frumsýningar
er að ræða eða endursýningar. Nið-
urstaðan er því að mun handhægara
er að kíkja í dagskrána í dagblöðun-
um, sem gera dagskránni mun betri
skil og þar losna menn við þessa
hvimleiðu leit að umsögnunum um
myndirnar.
Þá finnst Víkveija Stöð 2 vera
allt of upptekin af þeim persónum,
sem fram koma í dagskrá stöðvar-
innar í sjónvarpsvísinum. Víkveiji
taldi ekki færri en sex litmyndir af
Stefáni Jóni Hafstein, sex litmyndir
af Sigurði Hall en ekki nema fimm
litmyndir af Eiríki Jónssyni í sept-
emberheftinu. Hvers á hann að
gjalda - eða þá Jón Ársæll, sem fær
aðeins af sér eina mynd, svo sem
raunar fleiri? í októberherftinu end-
urtekur sig svo sama sagan, fimm
myndir af Kolfinnu Baldvinsdóttur,
fimm myndir af Heiðari Jónssyni,
fimm af Stefáni Jóni Hafstein, þijár
af Elínu Hirst, Sigmundi Erni Rún-
arssyni, Ingva Hrafni Jónssyni, Sig-
urði Hall og Valtý Birni.
Niðurstaða Víkveija er því, eftir
að hafa blaðað í sjónvarpsvísinum,
að sá gamli hafi verið margfalt betri
og aðgengilegri fyrir áskrifendur
Stöðvar 2.
xxx
TILGÁTAN um að fornmaður-
inn, sem fannst í kumlinu í
landi Eýrarlands á Skriðdal sé
Ævar Þorgeirsson er mjög skemmti-
leg. Páll Eggert Ólason segir og
byggir á Landnámu að Ævar þessi,
sem hafði viðurnefndið „hinn gamli“
hafi verið sonur Þorgeirs Vestarson-
ar, sem hafi verið „göfugur maður“.
Bróðir hans var Brynjólfur Þorgeirs-
son, sem var landnámsmaður í
Fljótsdal og á Völlum. Hann gaf
Ævari bróður sínum hins vegar land
í Skriðdal og bjó Ævar á Arnalds-
stöðum. Kona hans var Þjóðhildur
Þorkelsdóttir fullspaks í Njarðvík.
Getið er dóttur þeirra Ingveldar,
sem átti Þiðranda Ketilsson í Njarð-
vík, Þórissonar. Hún átti síðan mörg
böm og munu nútíma íslendingar
geta rakið ættir sínar til Ævars um
hana.
Rannsóknir sýna að maðurinn í
kumlinu hefur verið kominn yfir
miðjan aldur þegar hann dó og get-
ur það styrkt tilgátuna um að hann
sé Ævar vegna viðurnefnisins „hinn
gamli“. Efíaust eiga menn eftir að
bollaleggja talsvert um hver þessi
hávaxni maður frá landnámsöld er,
sem jarðsettur var svo ríkulega með
hund sinn og hest. Sérfæðingartelja
að hann hafi verið Norðmaður. Það
sýna þeir hlutir, sem grafnir voru
með honum. Allar bollaleggingar
um hann eru þó hið bezta skemmti-
efni fyrir þá sem unna þjóðlegum
fróðleik.