Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 60

Morgunblaðið - 06.10.1995, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þrotabú Hafskips Spilið ekki nógu öflugt til að lyfta brúarendanum upp úr Fnjóská í gær Ein milljón i nkissjoð SKIPTASTJÓRAR í þrotabúi skipa- félagsins Hafskips hafa ákveðið að greiða tæpa eina milljón króna í ríkissjóð, en það er fé sem ekki komst til skila eftir að skiptum þrotabúsins lauk endanlega í des- ember 1993, átta árum eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota. Kröfur í þrotabúið námu ríflega einum milljarði króna. Forgangs- kröfur og hluti veðkrafna, auk 65% af almennum kröfum, greiddust. Gestur Jónsson, annar skiptastjóra, segir að um 20 tékkar til erlendra fyrirtækja hafi ekki komisttil skila. „Við nutum aðstoðar sendiráða við að reyna að koma tékkunum til skila, en ekki tókst að hafa upp á aðsetri nokkurra fyrirtækja og önn- ur höfðu hætt starfsemi." Óveruleg upphæð Ávísanirnar og vaxtatekjur af þeim nema 996.477 krónum. Þessi upphæð kemur hins vegar ekki til viðbótarúthlutunar meðal annarra kröfuhafa, því skiptastjórar nýta heimild í gjaldþrotalögum, þar sem segir, að ef fjárhæð, sem kæmi til viðbótarúthlutunar, er óveruleg og 'ekki er að vænta frekari eigna til ráðstöfunar megi skiptastjóri ljúka skiptum á ný með greiðslu hennar í rikissjóð. Tillögur um úrbætur í miðbænum Arekstnr í blindhríð HARÐUR árekstur varð á Breiða- dalsheiði í gær þegar t.veir bílar skullu saman í blindhríð. Bílamir, fólksbíll og jeppi, voru að koma úr gagnstæðum áttum, en að sögn lögreglunnar á ísafirði var bijálað veður á heiðinni, snjó- koma og níu til tíu vindstig. Fólksbíllinn var óökufær eftir áreksturinn og jeppinn skemmdist mikið, en engin meiðsli urðu á fólki. Umframorka dugir skammt ef nýtt álver verður reist á Grundartanga samhliða stækkun í Straumsvík Vínveit- ingastöð- um lokað á miðnætti STARFSHÓPUR sem borgarstjóri skipaði til að fjalla um vandann í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi um helgar leggur til að sjálfræðis- aldur verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár, vínveitingastöðum í mið-» borginni verði lokað á miðnætti eða kl. 1, löggæsla verði aukin og komið verði upp eftirlitsmyndavél- um í miðbænum. Framkvæmdanefnd til að fylgja eftir tillögunum hefur verið skipuð og hefur hún víðtækt umboð til —“þess að hrinda ákvörðunum um úrbætur í miðbænum í fram- kvæmd. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að sumar af þeim aðgerðum sem grípa þurfi til séu á vald- og verksviði borgar- innar en annað á sviði dómsmála- ráðuneytis og enn annað á sviði löggjafarvaldsins. „Þar er ég ekki síst að tala um löggjöf varðandi áfengismál og reglugerðir um vín- veitingaleyfi og sjálfræðisaldur,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Eftirlitsmyndavélar Meðal forgangsmála í tillögum nefndarinnar er að settar verði upp eftirlitsmyndavélar í Austurstræti, Lækjartorgi og Lækjargötu, en áætlun um slíka uppsetningu ligg- ur fyrir hjá lögreglunni. Samtals er 91 veitingastaður starfræktur í miðborginni og af þeim hafa 84 vínveitingaleyfi. Nefndin telur það forgangsmál að opnunartíma vínveitingahúsa verði breytt. Tvær leiðir eru nefnd- ir. Annars vegar að vínveitinga- staðir loki á miðnætti eða kl. 1 og veitt verði leyfi fyrir 4-5 nætur- klúbba á mismunandi stöðum í Reykjavík til að hafa opið til kl. 4 eða 5 að morgni. Hin leiðin er sú að opnunartími vínveitingastaða verði fijáls, en sett mun strangara skilyrði um staðsetningu, hávaða, aðkomu og rekstur. ■ Sjálfsræðisaldur hækki/4 Morgunblaðið/Kristján BRUARENDINN vegur um eitt hundrað tonn og höfðu vega- gerðarmenn byggt mikla stálgrind til að lyfta brúarendanum upp úr ánni. Notaðar eru tíu blakkir við verkið þannig að tog- átakið er aðeins um tíu tonn. Til að hægt verði að koma bita undir brúarendann, þarf að lyfta honum hátt í 3 metra en þeg- ar vegagerðarmenn gáfust upp við að nota spilið í gær, hafði aðeins tekist að lyfta honum um 1,5 metra með spilinu. Brúar- endanum var því slakað í ána aftur. Reynt að hífa með 50 týtu Akureyri. Morgunblaðið. TILRAUN var í gær gerð til að lyfta brúnni yfir Fnjóská í Vagla- skógi, rétt við bæinn Hróarstaði í Fnjóskadal í Suður Þingeyjar- sýslu. Spilið sem notað var til verks- ins, var hins vegar ekki nógu öflugt þegar á reyndi og ætla Vegagerðarmenn að reyna aftur í dag og þá með 50 tonna jarðýtu. Eins og kunnugt er féll annar endi brúarinnar í ánna, er grófst undan sökklinum að vestanverðu í leysingum sl. vor og eins skekkt- ist sökkullinn að austanverðu. Átti að geta lyft 35 tonnum „Við leigðum þetta spil af verk- taka úr Reykjavík og gaf hann upp að það gæti lyft 35 tonnum en svo reyndist ekki vera. Því ætlum við að grípa til þess ráðs á morgun [í dag] að nota 50 tonna jarðýtu til þess að draga vírinn í gegnum blakkirnar og lyfta brúnni þannig upp,“ sagði Sigurð- ur Oddsson, deildarstjóri fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar í samtali við Morgunblaðið. Þegar tekist hefur að hífa brúarendann upp úr ánni, verður stálbita komið undir endann til bráðabirgða eða þar til nýr stöp- ull hefur verið steyptur undir brú- arendann. Ráðast þyrfti í nýjar virkj'anir LANDSVIRKJUN þarf að hraða virkjunarframkvæmdum hér á landi ef Columbia Aiurninium Corp. kýs að staðsetja álverksmiðju sína í Hvalfirði og samningar nást einnig um stækkun Álversins í Straums- vík. Umframorka Landsvirkjunar nú gæti séð fyrir u.þ.b. 70% af raforku- þörf annars þessara aðila og Lands- virkjun hefur tiltæk ráð til þess að afla þeirrar raforku sem vantar. Frekari aðgerðir þyrfti þó ef báðir kostirnir verða að veruleika. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingáfulltrúi Landsvirkjunar, segir að aflaukning í Búrfellsvirkjun, virkjun Nesjavalla og stærri hverfl- ar í Svartsengi myndu skila um 85 megavöttum til viðbótar þeirri raf- orku sem þegar liggur á lausu. Þá sé gert ráð fyrir því í hönnun Blönduvirkjunar að hægt sé að hækka uppistöðulónið og auka orkugetu hennar þannig. Þessir kostir eru í athugun og myndu duga til þess að mæta aukinni orku- þörf vegna þeirra framkvæmda sem hér sé um að ræða, innan þeirra tímamarka sem nefnd hafa verið. Þorsteinn segir þó að vissulega þurfi að skoða hvort þörf sé á frek- ari virkjunarframkvæmdum á næstunni. Ljóst sé að þeir valkostir sem verið sé að skoða nú muni tæma nokkuð möguleikana til þess að auka orkuframleiðsluna með skömmum fyrirvara. Það sé hins vegar ávallt pólitísk spurning hversu mikilli umframorku við eig- um að búa yfir að staðaldri. Nokkrir virkjunarkostir langt komnir „Það koma alltaf tímabil þar sem við erum með umframorku, þar sem allar framkvæmdir gerast í stökk- um. Spumingin er þá hvort við ætl- um að hafa hana sem minnsta, en draga þar með úr möguleikum okk- ar til þess að selja erlendum fjárfest- um raforku með skömmum fyrir- vara, eða ætlum við að hafa borð fyrir báru sem gefur okkur svigrúm til að grípa þau tækifæri sem gef- ast.“ Þorsteinn segir að nokkrir virkjunarkostir séu langt komnir í undirbúningi og nefnir sem dæmi fleiri virkjanir í Þjórsá og Tungnaá, byggingu Fljótdalsvirkjunar o.fl. en þessir kostir þurfí allir nokkuð lengri tíma en hér er rætt um. Á Suðurnesjum hefur að undan- förnu verið unnið að könnun nokk urra fjárfestingarkosta sem snerta orkufrekan iðnað og ber þar bygg- ingu magnesíumverksmiðju hæst. Jón Björn Skúlason, atvinnuráð- gjafi hjá Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar, segir það nauðsynlegt fyrir íslendinga af búa yfir einhverri umframorku hveiju sinni. „Til þess að ísland geti tekið við erlendum fjárfestum með skömmum fyrirvara, líkt og tilfellið er með Columbia Aluminum Corporation, þá verður að vera til staðar ákveðið magn umframorku því að öðrum kosti mun slíkt fyrir- tæki snúa sér eitthvert annað. Það þarf hins vegar að gæta þess að umframorkan verði ekki of mikil því slíkt gæti leitt til þess að erlend- ir aðilar geti pínt orkuverð niður.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.