Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dagur frímerkisins Frímerkj asafn unglings keppir í Bandaríkjunum DAGUR frímerkisins var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, mánudag, og hér hélt Félag frí- merkjasafnara m.a. frímerkja- sýningu í Síðumúla 17. Þar var sýndur þverskurður af því sem félagar eru að safna um þessar mundir og á sýningunni var til dæmis safn Gunnars Garðarsson- ar, Ránfuglar í útrýmingar- hættu, sem innan tíðar verður sent til Bandaríkjanna á meist- arakeppni ungra frímerkjasafn- ara. Þetta er í fyrsta sinn sem frí- merkjasafn í eigu íslensks ungl- ings nær þeim árangri að keppa við bestu söfn i Bandaríkjunum og að sögn Garðar Jóhanns Guð- mundarsonar, formanns félags- ins, er þetta einnig mikil viður- kenning fyrir unglingastarf á íslandi. „Frímerkjasöfn íslenskra unglinga hafa unnið margvís- legfra verðlauna, bæði hér og erlendis, en þetta boð er þó ein- stakt. Þess má geta að íslenskir unglingar vörðu Norðurlanda- meistaratitil sinn í frímerkja- fræðum í Þrándheimi 7. október síðastliðinn og hlutu 55 stig. Norðmenn voru í 2. sæti með 53 stig, Finnar með 51 stig, og Svíar og Danir með Fyrsti hluti ritverksins „Land- námsmenn, ásatrú, frímerki, stimplar" kom út á degi frímerk- isins, en Garðar Jóhann hefur unnið að því undanfarin ár. „Þessi bók tengir íslensk frí- merki og dagstimpla frá upphafi til miðs árs 1994 við ásatrú og landnámsmenn, þar á meðal Ævar hinn gamla,“ segir höfund- urinn. Silfurstimpill í Mosfellsbæ Landssamband Islenskra frí- merkjasafnara hefur haft þann sið undanfarin ár að veita því pósthúsi, sem best hefur stimplað póstsendingar, svokallaðan silf- urstimpil. Að þessu sinni fékk Pósthúsið í Mosfellsbæ silfurst- impilinn og veitti Þorgeir Ingva- son, stöðvarsljóri honum viðtöku á degi frímerkisins. Vetrardagskrá félagsins hefur nú veríð gefin út og verður opið hús alla laugardaga kl. 14-17 á Morgunblaðið/Kristinn SAFN Gunnars Garðarssonar, Ránfuglar í útrýmingarhættu, verður innan tíðar sent til Bandaríkjanna í meistarakeppni ungra frímerkjasafnara. skrifstofu félagsins í Síðumúla 17. „Þar gefst fólki kostur á að koma saman, rabba um frímerki, fletta verðlistum, tímaritum eða frímerkjablöðum," segir Garðar Jóhann. „Einnig er vert að geta byrjendafunda, sem eru einkum ætlaðir þeim sem eru að hefja frímerkjasöfnun og vilja leið- sögn. Næsti byijendafundur er fimmtudaginn 12. október. Auk þess eru ýmiskonar fundir reglu- íega, til dæmis safnafundir, þar sem safn einhvers félaga er sýnt og efni þess og uppsetning út- skýrð.“ Eldur í geymslu Listasafns Islands Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐSMENN unnu fram eftir sunnudegi við að reyklosa húsakynni Myndlista- og handíðaskóla íslands og Listasafns Islands. NOKKUÐ tjón varð á húsi því, sem Sláturfélag Suðurlands byggði við Laugarnesveg og er nú í eigu ríkis- ins, í eldsvoða á sunnudagsmorg- un. Eldur kom upp í rafmagns- töflu og barst reykur víða um húsið, m.a. í geymslu og efnislag- er Listasafns íslands. Að sögn Beru Nordal, forstöðu- manns Listasafns íslands, hefur listasafnið efnislager sinn í húsinu og einnig nokkuð af höggmyndum. Hún sagði að komið væri í Ijós að tjón væri minna en óttast var í fyrstu, og ekkert hefði skemmst sem ekki væri hægt að bæta. Ljóst væri þó að leggja þyrfti í kostnað við viðgerðir og endurbætur. Með- al þess sem geymt er á efnislag- ernum er ýmis dýr búnaður sem notaður er við flutning listaverka. Reykkafarar frá Slökkviliði Reykjavíkurréðu niðurlögum elds- ins á skömmum tíma eftir að út- kall barst frá öryggismiðstöð Vara, sem annast öryggismál í húsinu. Að því loknu þurfti að tjalda til öllum reykiosunarbúnaði slökkvi- liðsins að reykræsta húsið þar sem eitraður svartur reykur hafði náð upp á hæðir þess úr kjallaranum þar sem eldurinn kom upp við raf- magnstöflu. íslenskir unglingar í N or ðurlandakeppni frímerkjasafnara Frímerkja- elgurinn aftur til * Islands Hrísey - íslenska unglingalandslið- ið sem keppti á Norðurlandamóti í Þrándheimi í Noregi um það hvetjir vissu mest um frímerki og frí- merkjafræði, sigraði í dag, 7. októ- ber, þriðja árið í röð og vann farand- verðlaunin, sem er silfurelgur, og kemur því með hann aftur til ís- lands. Liðsstjóri hópsins er Kjartan Þór Þórðarson, úr Klúbbi Skandinavíu- safnara, en aðrir í liðinu eru_ þeir Steinar Friðfinnsson, Guðni Áma- son og Björgvin Ingi Ólafsson. I mjög svo tvísýnni keppni urðu úrslit þau að ísland hlaut 55 stig, Noregur hlaut 53 stig, Finnland hlaut 51 stig, en Svíþjóð og Dan- mörk hlutu hinsvegar 47 stig, hvort land. Keppni þessi fór fram á Frí- merkjasýningunni „NORDJUNEX- 95“, en umboðsmaður íslands á þeirri sýningu er Kjartan Þór Þórð- arson, sem einnig var liðstjóri ís- lenska liðsins, sem varð svo sigur- sæll. Söfn íslenskra unglinga Þá voru einnig á sýningunni söfn íslenskra unglinga, sem þlutu þar verðlaun. Safn Guðna Árnasonar hlawt hæstu verðlaun í sínum aldurs- flokki, eða B flokki. Það hlaut 81 stig, gyllt silfur og heiðursverðlaun. Safn Björgvins Inga Óláfssonar hlaut 76 stig og stórt silfur ásamt heiðursverðlaunum í þessum sama flokki. Ennfremur hlaut safn Stein- ars Friðfinnssonar 71 stig, og silfur- verðlaun. í C-flokki hlaut svo safn Péturs H. Ólafssonar 67 stig og silfrað brons. Eins og áður getur eru þeir Pét- ur, Steinar og Björgvin Ingi allir í íslenska liðinu, sem verið hefir svo sigursælt undanfarin þrjú ár. íslenski dómarinn á sýningunni „NORDJUNEX-95" var svo Sigurð- ur R. Pétursson forstjóri. Frímerkjasýningin „NORD- JUNEX-95" fór fram í Þrándheimi í Noregi, en á síðasta ári var hún haldin á Kjarvalsstöðum í Reykjavík, þar sem mesta almenna norræna frímerkjasýningin, „NORDIA-96", verður einnig haldin næsta sumar. I i í I I Tillaga um tilvísanakerfi ekki meðal tillagna tilvísunarnefndar en heimilislæknar vilja tilvísanakerfi Fagráð hafi yfirlit yfir kostnað lækna TILVÍSANAKERFI er ekki meðal tillagna frá nefnd um tilvísanakerf- ið sem skilaði af sér síðastliðinn föstudag. Guðmundur G. Þórarins- son, formaður nefndarinnar, segir að sá spamaður sem fyrirhugaður var með upptöku tilvísanakerfis náist með þeim bráðabirgðasamn- ingi sem gerður hefur verið við lækna með þeim breytingum sem nefndin leggur til að verði gerðar. Bráðabirgðasamningur sem gerður var við lækna, þar sem sett er þak á greiðslur til sérfræðinga, rennur út um áramótin. Guðmundur segir að hann hafi að margra mati fordæmisgildi og sé fyrirmynd að því sem á eftir komi. Vinna sé að hefjast við gerð nýs samnings og Guðmundur segir að nú sé unnið að því að tillögur nefndarinnar komi inn í þann samning. Læknabréf dragi úr ofrannsóknum Guðmundur segir að ekki hafi verið einhugur í nefndinni um hvort komi beri á tilvísanakerfi eða ekki. Fulltrúi heimilislækna í nefndinni skilaði séráliti, einn nefndarmanna, og lagði til að því yrði komið á. Nefndin einbeitti sér hins vegar 'að því að ná samkomulagi um ýmsar aðrar úrbætur á því kerfi sem nú er við lýði. Guðmundur segir að- margar af tillögunum vinni mjög að því að efla faglega stjórn og boðskipti lækna. Nefndin leggur til að í næsta samningi verði nánari ákvæði um læknabréf. Með þeim telur hún unnt að draga úr Iíkum á oflækn- ingum og ofrannsóknum. Tillagan gerir ráð fyrir að í samningnum verði skýrara ákvæði um hvenær eigi að senda læknabréf og jafn- framt hvernig brugðist skuli við því ef þau eru ekki send. Lagt er til að dregið verði úr greiðslum til sér- fræðinga sendi þeir ekki bréfin og alvarlegri frávik varði uppsögn samnings. Nefndin leggur til að inn í samn- inginn komi ákvæði um staðgengil sérfræðings og ákvæði um að sér- fræðingar taki að sér að veita þjón- ustu úti á landi óski heilbrigðisráðu- neytið eftir því. Þá er lagt til að vinnuhópur verði þegar í stað skip- aður sem kanni hvernig hægt sé að koma á auknu samráði heilsu- gæslulækna og sérfræðinga þannig að heilsugæslulæknar úti á landi geti með símasambandi og netteng- ingum fengið aðstoð sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu við greiningu, túlkun og meðferð. Með því telur nefndin að unnt verði að draga úr kostnáði vegna ferða og uppihalds. Árangur einstakra lækna Nefndin leggur til að sett verði á fót svonefnt fagráð sem hafi yfir- lit yfir kostnað og starfsemi ein- stakra lækna, læknastofa og heilsu- gæslustöðva og tryggingarkostnað sjúklinga. Tillagan felur í sér að læknar fái upplýsingar um það einu sinni til tvisvar á ári hve miklu þeir ávísi af lyfjum og rannsóknum í samanburði við meðaltal slíkra I ávísana. | „Ávísi einstakir læknar mun meira af lyfjum og rannsóknum en aðrir getur samráðsnefnd Trygg- ingastofnunar og lækha óskað eftir skýringum á því og gripið til að- gerða ef þær eru ekki táldar full- nægjandi,“ sagði Guðmundur. Nefndin leggur til að vinnuhópur undirbúi stofnun gæðaráðs. Því er | ætlað að stuðla að gerð árangurs- | kvarða sem notaður verður til að Jj meta árangur íslenska heilbrigðis- | kerfisins í samanburði við ná- grannalöndin. Einnig verði hann notaður til að meta árangur ein- stakra lækna og hvort einhveijir þeirra skeri sig úr. Guðmundur seg- ir að með þessu gæti orðið unnt að beina viðskiptum til þeirra lækna sem bestum árangri ná. „Þetta er framtíðarmál sem er ábyggilega mjög mikilvægt fyrir | læknastéttina og íslendinga alla,“ | sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.