Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjóbirt-
ingnr í
sókn
SJÓBIRTINGSVEIÐI hefur víða
verið með ágætum í haust og menn
yfirleitt samdóma um að sjóbirt-
ingurinn hefur verið í sókn í sunn-
lensku ánum. Góð veiði var í Eld-
vatni í september, dofnaði síðan og
í Tungufljóti tók veiðin mikinn fjör-
kipp um og upp úr mánaðamótum
september og október. í báðum
ánum hefur verið talsvert að veiðast
af 10 til 12 punda fískum. Stærstur
í Eldvatni var hins vegar 17 pund'
og 13 pund í Tungufljóti.
Stórir birtingar
Um helgina voru komnir 154 sjó-
birtingar á land á fjórar stangir úr
Tungufljóti. Veiðin fór seint í gang,
en síðustu vikuna í september og
þá fyrstu í október var mjög góð
veiði. Holl sem lauk tveggja daga
veiði um helgina fékk 16 fiska, 2
til 12 punda og meðalþyngd upp á
5,5 pund. Stærstu sjóbirtingarnir
voru 12, 10, 9 og 8 pund og tóku
bæði Lippa-spinner og flugu. Hollið
á undan veiddi 13 fiska og þar var
sá stærsti einnig 12 pund, auk
tveggja 10 punda. Sá hópur veiddi
ýmist á beitu eða spón. Auk þessa
höfðu veiðst 19 laxar og rúmlega
60 bleikjur sem reyndar voru flestar
fremur smáar.
Sá reginmunur hefur verið á
veiðisvæði Tungufljóts, að Skaftár-
hlaupið í sumar flæmdist m.a. um
farveg Eldvatns sem er kvísl úr
Skaftá er rennur saman við Tungu-
fljót og myndar, ásamt Hólmsá,
Kúðafljót. Vatnamót Tungufljóts og
Eldvatns eru að öllu jöfnu feikna-
góður veiðistaður, en hlaupið lagði
svæðið algerlega í rúst og þar hefur
enginn fiskur veiðst í sumar og
haust. Fyrir vikið er fiskurinn allur
uppi í ánni og veiðist víða. Bestu
staðirnir í sumar hafa verið Breiða-
for og Fitabakki, eða Hlíðarfit eins
og veiðimenn úr Vík í Mýrdal kalla
staðinn gjarnan.
Sjóbirtingur í sókn
„Síðustu dagar hafa'verið frekar
tregir, enda fiskurinn farinn að und-
irbúa hrygningu. Við hættum 10.
október. Annars er þetta búið að
vera nokkuð gott á því svæði sem
ég hef umsjón með. Þetta eru 160
sjóbirtingar og 17 laxar. Efra svæð-
ið, við Botna, hefur verið mun betra
heldur en síðustu ár, en það eru
færri stangir og miklu minni sókn
heldur eU hjá mér. Hér eru sex
stangir og mest veiddist í sept-
ember,“ sagði Hávarður Ólafsson
bóndi í Fljótskróki við Eldvatn í
Meðallandi í samtali við Morgun-
blaðið.
Eins og í Tungufljóti hefur verið
Morgunblaðið/HB
SIGRÍÐUR Þorláksdóttir og Ingvar
Georgsson með gullfallega sjóbirtingsveiði
úr Tungufljóti á dögunum.
talsvert af mjög vænum sjóbirtingi,
sá stærsti 17 punda og auk þess
„töluvert af 10 til 13 punda,“ eins
og Hávarður komst að orði. Annars
er algengast að fiskurinn sé 4 til 7
pund. „Það er greinilegt að sjóbirt-
Mest er af 2 til 4 punda
fiski og eitthvað af
smælki að auki sem
menn eru hvattir til að
sleppa. Stærsti birting-
urinn var 7 pund. í Eystri-Rangá
hafa ekki veiðst margir sjóbirtingar,
reytingur þó. Hins vegar hafa þeir
stærstu á svæðinu verið dregnir úr
eystri ánni, einn 11 punda og þrír
10 punda.
ingurinn er að aukast,"
sagði Hávarður.
Hérogþar . . .
Grenlækur hefur á
heildina litið verið góð-
ur, þó var eitthvað ró-
legt orðið í Flóðinu.
Seglbúðasvæðið hefur
verið gott, a.m.k. var
þar holl um helgina sem
veiddi 30 fiska á 4
stangir á tveimur dög-
um. Voru það 2 til 5
punda fískar og mikið
af því geldfiskur.
Sjóbirtingsveiði hef-
ur verið nokkuð góð í
Ytri-Rangá, Bleikju-
breiða og Neðra-Hom
veidd frá austurlandinu
hafa verið sterkustu
staðirnir og eitthvað
hefur enn fremur aflast
í Hólsá að vestanverðu.
B
Nettoíú^ ASKO gww Qturbo NIUISK IWMi
HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSILEGA DEILD MEÐ DANSKAR
ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA.
Nú bjóðum við allt sem þig vantar
INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI
I eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í
svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið.
Vönduð vara á afar hagstæðu verði.
Ókeypis teikningar og tilboðsgerð. 11.^^.
Góður magn- og staðgr. afsláttur. hátúni6a reykjavIk símisœ4420
33
EMIÐE NILFISK Qturbo <Swtw fq=TD ASKO NettO .. ,
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 9
/T = =======^s
HUNDALIF - LION KING rúmfatasett
Úrval af vöggu- og 'YEÆáB
barnarúmfatnaði.
Margar stœrðir. Njálsgötu 86, sími 552 0978
11 — Póstsendmgarþjónusta. J
SVANNI
Stangarhyl 5
Pósthólf 10210, 130 Reykjavfk
Kennitala: 620388 - 1069
Sími: 567 3718 - Fax: 567 3732.
BQN P.ARTE <§eo*et
UNDIRFÖTIN OG LISTINN KOMINN
Einnig nýkomin sending af vörum
úr haustlista.
Opið virka daga frá kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 10-14.
Pöntunarsími 567 3718.
^_ Höfum opnaö
-marífað
Nýbýlavegi I 2, sími 554-2025.
OpiS fró kl. 12-18 virka daga, laugardag og sunnudag kl. 12-16.
‘ýerð(kznti:-
"íárnabuxur, bolir, náttföt, leggings kr. 500 stk.
Kjólar frá kr. 3.000.
Joggingbuxur, konubuxur; bolir, pils frá kr. 1.000.
MikiS úrval í 100 kr. körfunni.
Sjón ersögu riljari • Sendum ipóstíjröfu • Sitnar 554-2025 otj 554-4433.
Erþérfeílt
áfiöndunum ?
Haustsendingar af ódýrum
„Ulpuhönskum’’
Ungversku gæðahanskarnir
VERÐ FRÁ KR.3.500.-
VERÐ KR. 1.800,-TIL 2.500.-
^lólajötðustuj 7 IOI TQzijljatÁ, ÁiiffiL 55! - 5814