Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Verðhækkun á bílum vegur þyngst í aukinni verðbólgu
Um 5% verðbólga
sl. þrjá mánuði
VÍSITALA neysluverðs miðað við
verðlag í októberbyijun reyndist
vera 174,9 stig og hafði hækkað um
0,5% frá því í september. Jafngildir
það um 5,7% verðbólgu á heilu ári.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
talan hækkað um 2,4% og undan-
fama þrjá mánuði nemur hækkunin
1,2% sem jafngildir 5% verðbólgu á
ári. Þetta er meiri verðbólga en
Seðlabankinn hafði spáð og hafa
verðlagshækkanir á þriggja mánaða
tímabili ekki mælst jafnmiklar frá
því í október 1993.
Tómatar hækkuðu um 32,8%
Nýjar bifreiðar hækkuðu um 3,8%
í október sem hafði í för með sér
0,29% vísitöluhækkun og hækkun á
bensíni um 2,1% olli 0,08% hækkun
vísitölunnar. Strætisvagnafargjöld
hækkuðu um 21,3% sem hækkaði
vísitölu neysluverðs um 0,05%.
Þá hækkuðu grænmeti og ávextir
um 4,2% sem olli um 0,10% vísitölu-
hækkun. Af einstökum verðbreyt-
ingum á grænmeti og ávöxtum má
nefna að agúrkur hækkuðu um
22,5% sem olii 0,05% hækkun vísi-
tölunnar. Tómatar hækkuðu um
32,8% sem hækkaði vísitöluna um
0,03%. Appelsínur og mandarínur
hækkuðu um 37,8% sem olli 0,05%
vísitöluhækkun og gulrætur iækk-
uðu um 32,5% sem hafði í för með
sér 0,04% vísitölulækkun. Hækkun
á kjöti og kjötvörum um 1,4% olli
0,05% vísitöluhækkun. Kartöflur
lækkuðu um 20,7% sem olli 0,10%
lækkun vísitölu neysluverðs.
Vísitala neysluverðs í október
gildir til verðtryggingar í nóvember.
Vísitala fyrir eldri fjárskuldbinding-
ar, sem breytast eftir lánskjaravísi-
tölu, er 3.454 stig fyrir nóvember.
Verðbólgan í ríkjum Evrópusam-
bandsins var 3,1% að meðaltali frá
ágjist 1994 til sama mánaðar í ár,
lægst í Finnlandi 0,5%, 1,3% í Belg-
íu og 1,5% í Hollandi. Verðbólgan á
Islandi á sama tímabili var 1,8%.
Umboðsmaður skuld-
*
ara í Islandsbanka
ODDUR Ólason, lögfræðingur, hef-
ur verið skipaður umboðsmaður
skuldara í íslandsbanka. Með þess-
ari nýju stöðu verður reynt að
tryggja það að mál þeirra sem tekið
hafa lán hjá bankanum hljóti sann-
gjarna umfjöllun. Einstaklingar sem
lent hafa í verulegum greiðsluerfið-
leikum og telja sig ekki hafa fengið
eðlilega úrlausn sinna mála varðandi
skuldir sínar 1 íslandsbanka geta
skotið máli sínu til umboðsmannsins.
Fram kemur í frétt frá bankanum
að Oddur hefur mikla reynslu í úr-
lausn erfiðra skuldamála, fyrst í lög-
fræðideild Útvegsbankans og síðan
íslandsbanka og nú síðustu árin í
lánaeftirliti bankans.
Honum er ætlað að ieiðbeina þeim
einstaklingum sem til hans leita eða
beita sér sjálfur fyrir lausn mála. Þá
geta ábyrgðarmenn skulda sem farið
hafa i vanskil leitað eftir ráðgjöf.
Umboðsmaður stendur utan við al-
menna umflöllun um iánamál og tek-
ur hvert mál til sjálfstæðrar skoðunar.
Verðbólga í nokkrum ríkjum
Hækkun neysluverðsvísitölu frá ágúst 1994 til ágúst 1995
Bandaríkin
Kanada
Noregur
Sviss
ísland
Japan |
3 -€,3%
land
ítalia*
Spánn
'ortúgal
Bretland
Sviþjóð
íríand
Austurriki
kkland
•mborg
kaland
inmörk
Holland
Belgia
nland
Meðaltaí ESB*
3 8,7%
] 5,6%
*Bráðabirgðatölur Helmild: Eurostat
_JI_
nr-
15%
10%
5%
Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1993
Umreiknaðar til árshækkunar
m.v. hækkun vísitölunnar:
Síðustu 3 mánuði og
síðustu 12 mánuði
0%
-5%
JFMAMJJÁSOND
1 993
J FMAMJ JÁSOND
1994
I—h—t—t—-t—t—I I I--I S
JFMAMJJÁSO S
1995 1
Ávöxtunarkrafa hús-
bréfa lækkar enn
Á V ÖXTUNARKRAFA húsbréfa
lækkaði enn frekar hjá Skandia
og Kaupþingi á föstudag og er hún
nú komin niður í 5,90%. Fyrir
rúmri viku nam ávöxtunarkrafan
hjá þessum verðbréfafyrirtækjum
6,0% og hefur hún því lækkað um
10 punkta á einni viku. Þá hafa
Landsbréf einnig lækkað ávöxtun-
arkröfu sína frekar og er hún nú
5,96%.
Þessi vaxtalækkun getur skipt
seljendur húsbréfa talsverðu máli.
Þannig fær aðili sem selur 3
milljónir í húsbréfum 25.575 krón-
um meira fyrir bréfin í dag miðað
við 5,9% ávöxtunarkröfu heldur en
hann hefði fengið fyrir bréfin ef
ávöxtunarkrafan væri 6,0% líkt og
hún var fyrir rúmri viku síðan.
Þessar tölur eru fengnar frá Skan-
dia að teknu tilliti til þóknunar.
Vextir hækkaðir
til að verja fra.nka.nn
London. Reuter.
FRAKKAR gripu til neyðarráðstaf-
ana til varnar frankanum í gær og
lækkuðu skammtíma lánsvexti um
1,1% í til þess að stöðva lækkun
hans.
Erfiðleikar frankans höfðu áhrif
á erlendum verðbréfamörkuðum,
einkum í New York, þar sem Dow
Jones vísitalan lækkaði um 50 stig.
Hækkun Frakklandsbanka á 24
tíma vöxtum í 7,25% hafði þau
áhrif að frankinn seldist á um 3,51
þýzkt mark við lokun í stað 3,53
um morguninn. Verð á hlutabréfum
lækkaði hins vegar um 1,32% í
París og ástandið var lítið skárra
í Frankfurt, London og New York,
þar sem mikil sala var á tækniverð-
bréfum.
Verkfall fimm
milljóna
Verkfall fimm milljóna opinberra
starfsmanna hefst í Frakklandi í
dag og kunnugir óttast að hremm-
ingar frankans muni aukast.
Jean Arthuis fjármálaráðherra
spáði því þó að vaxtalækkunin yrði
skammvinn og lýsti því yfir að
gjaldeyriserfiðleikar mundu ekki
gera stjórnina sveigjanlegri í við-
ræðum við ríkisstarfsmenn. Sólar-
hringsverkfall þeirra er hið víðtæk-
asta í Frakklandi í 10 ár.
í Washington fékk frankinn ein-
dregnar stuðningsyfirlýsingar frá
leiðtogum, sem sitja árlegan fund
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al-
þjóðabankans.
Þýzki seðlabankinn gaf út stuðn-
ingsyfirlýsingu, sem er sjaldgæft,
og forsætisráðherra ítala, Lam-
berto Dini, og fjármálaráðherra
Þjóðveija, Theo Waigel, sögðu að
staða frankans væri traust í grund-
vallaratriðum.
Kaupmannasamtökin
Auglýst eftir framkvæmdastj óra
KAUPMANNASAMTOKIN
munu auglýsa eftir nýjum fram-
kvæmdastjóra strax í þessari
viku, en fulltrúaráð samtakanna
samþykkti fyrir sitt leyti uppsögn
fyrrum framkvæmdastjóra
þeirra, Magnúsar E. Finnssonar,
á fundi sínum síðastliðinn laugar-
dag.
Benedikt Kristjánsson, vara-
formaður Kaupmannasamtak-
anna, segir að nauðsynlegt hefði
verið að bíða með auglýsinguna
uns fulltrúaráðið hefði afgreitt
málið en nú yrði reynt að hraða
ráðningu nýs framkvæmdastjóra
eins og unnt væri. Hann segir
niðurstöðu fulltrúaráðsins hafa
verið mjög afdráttarlausa. Stjórn-
in hafi flutt skýrslu sína um þetta
mál og að því Ioknu hafi verið
gengið til atkvæðagreiðslu sem
lyktað hafi með því að 28 hafi
greitt atkvæði með uppsögninni,
2 hafi setið hjá en 2 hafi greitt
atkvæði á móti.
Yfirmenn Daiwa
Bank segja af sér
Tvö dótturfyrirtæki hafa tapað á ólöglegum viðskiptum
Tókýó. Reuter.
BANKASTJORI og tveir aðrir yfirmenn
Daiwabanka í Japan sögðu af sér í gær vegna
taps útibús bankans í New York á ólöglegum
verðbréfaviðskiptum, sem var haldið leynd-
um.
Um leið hefur komið í ljós að annað dóttur-
fyrirtæki bankans { Bandaríkjunum, verð-
bréfasjóður sem hann hefur starfrækt lengi
í New York, hefur leynt tapi á viðskiptum
með bandarísk skuldabréf.
Fulltrúar Daiwa sögðu á blaðamannafundi
að nokkrir bankastarfsmenn hefðu verið viðr-
iðnir fyrra braskið í útibúinu í New York,
sem var fyrst skrifað á reikning eins
verðbréfasala.
Að sögn starfsmanns japanska fjármála-
ráðuneytisins var nýuppgötvuðu tapi verð-
bréfasjóðsins haldið leyndu fyrir bandarískum
jafnt sem japönskum yfirvöldum og sérfræð-
ingar segja að bandarísk bankayfirvöld muni
KOICHI Kunisada (t.v.) og Yasuhisa
Katsuta, yfirmenn Daiwa Bank,
niðurlútir á blaðamannafundi þar
sem tilkynnt var um afsagnir yfir-
manna bankans.
líta það mjög alvarlegum augum. Ekki sé
víst að þau telji nógu langt gengið með af-
sögn Akira Fujita bankastjóra og tveggja
annarra yfirmanna.
„Daiwa neyðist ef til vill til að hætta starf-
semi sinni í Bandaríkjunum,“ sagði Yushiro
Ikuyo, varaforstjóri Smith Barney Internat-
ional Inc. „Matrtröð Daiwa er hvergi nærri
lokið. Málið verður líklega upphafið að endur-
skipulagningu á bankakerfinu í Japan.“
Leyfissvipting hugsanleg
Verðbréfasjóður bankans í New York,
Daiwa Bank Trust Co. tapaði 31 milljón doll-
ara á viðskiptum með bandarísk ríkisskulda-
bréf 1984 og tapinu var haldið leyndu í 10
ár. Síðan hefur sjóðurinn tapaði 96-97 millj-
ónum dollara á öðrum verðbréfaviðskiptum,
sem einnig hefur verið haldið leyndum.
Sérfræðingur í erlendum verðbréfum kvað
hugsanlegt að bandarísk yfirvöld sviptu
Daiwa leyfi til að stunda bankastarfsemi í
Bandaríkjunum.
Japanska fjármálaráðuneytið er í erfiðri
aðstöðu, þar sem það hefur viðurkennt að
hafa vitað um tap Daiwabanka talsvert löngu
áður en bandarískum yfirvöldum var tilkynnt
um það að sögn sérfræðinga.
I
I
í
S
>
)
)
)
)
►
)
\
I
)
)
I
)