Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 17

Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 17 ÚRVERINU Síldin komin til Seyðis- fjarðar SILD er nú farin að berast til Seyðisfjarðar á vertíð- inni, sem nú er að hefjast. SR-Mjöl hf, hefur tekið á móti um 2.000 tonnum af síld tii bræðslu af skipunum Albert og Emi. Að sögn Gunnars Sverrissonar, verksmiðjustjóra hjá SR- Mjöli á Seyðisfirði, er hér um gott hráefni að ræða, en þess þarf að gæta að síldin sé unnin fersk til að mestu mjölgæðin náist. Keflvíkingur var á Seyðis- firði fyrir helgina að taka síldarnót. Hann um afla hráefnis fyrir Fiskiðjuna Dvergastein, þar sem stefnt er að því að hefja síldar- frystingu sem fyrst. Ekki er Ijóst hvenær sildarsöltun getur hafizt. Norðurlandaþing vélsljóra Ahyggjur af ódýru erlendu vinnuafli ÞUNGAR áhyggjur komu fram á nýyfirstöðnu Norðurlandaþingi vél- stjóra af aukinni samkeppni við ódýrt erlent vinnuafl, sem kemur inn á vinnumarkaðinn í gegnum kaup- skipaflotann. Áhersla var lögð á hagkvæmari vinnubrögð til að mæta þessu. Á þinginu var Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, kjörinn forseti Norræna vélstjóra- sambandsins til næstu þriggja ára. Norðurlandaþingi véistjóra lauk á hádegi á fimmtudag. Þar snerust umræður að mestu um kaupskipa- flotann og það ódýra erlenda vinnu- afl sem þar kemur inn á vinnumark- aðinn. Áð sögn Helga Laxdal hafa Danir gert ráðstafanir til að mæta þessu með því að gefa eftir skatta á sjómenn, sem lækkar laun um 37%, en það virðist ekki duga lengur til. „Vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ákveðnum vandamál- um,“ segir Helgi. „Eina lausnin er sú að menn reyni að breyta sínum vinnubrögðum og verða hagkvæm- ari, þannig að hver Norðurlandabúi skili meiri afköstum heldur en Filippseyingar og Pólverjar." Áhersla lögða á endurmenntun Á þinginu var líka fjallað um endurmenntun vélstjóra, en með tækninýjungum og stöðugri fram- þróun eru störfin sífellt að breytast. Að sögn Helga voru vélstjórar opnir fyrir hugmyndum um endurmenntun og er áætlað að halda þing um menntunarmálin næsta vor, að öllum líkindum í Noregi. Ábyrgðarsvið vélstjóra víkkað Þar verður gerður samanburður á menntun vélstjóra á Norðurlöndum, en Helgi segir að komið hafí í ljós að hún sé metin ærið misjafnlega. í Svíþjóð séu þijú ár talin á háskóla- stigi, ákveðinn hluti námsins í Nor- egi, en á íslandi ekki neitt. Þó sé námið sambærilegt í þessum löndum. Loks segir Helgi að fjallað hafí verið um breytingar á STCW-reglum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, sem varða menntun og vaktstöðu um borð í skipum. Með þessum breytingum sé ábyrgðarsvið yfirvél- stjóra orðið mun víðtækara. „Áður náði það aðeins til vélarrúmsins og véla sem knýja skipið áfram, en í dag tekur það til alls búnaðar í skip- inu, þ.e. raf- og vélbúnaðar, og líka til alls viðhalds," segir Helgi. „Þama er hluti af ábyrgð skipstjóra settur á yfirvélstjóra. Þetta gæti haft í för með sér hugsanlegar breytingar á kjarasamningum og íslenskum lög- um.“ Lecaf Úlpur Vind- og vatnsheldar Barnastærðir st.: 8-14 Verð: 5.990- Fullorðinsst.: XS-XXL Verð: 7.990- Margir litir Sendum í póstkröfu 5% staðgreiðsluafsláttur »hummél^P SP0RTBÚÐIN Ármuli 40 sími 581 3555 Mengnn í Eystrasalti SAMKVÆMT rannsóknum, sem sænskur vísindamaður hefur gert, er meira um geislamengun í Eystrasalti en í sjónum í kringum Mururoa-rifið í Suður-Kyrrahafi þar sem Frakkar hafa verið kjarn- orkuvopnatilraunir. í Eystrasalti er 100 sinnum meira af geislavirku sesíum í físki en við Mururoa og hafa þessar niðurstöður verið staðfestar við rannsóknir í París einnig. Verði þetta staðfest við rannsóknir ann- arra getur það haft veruleg áhrif á sölu og neyslu fisks úr Eystra- salti en frekari rannsóknir hafa þó ekki verið ákveðnar. Neytendur og samtök þeirra munu þó vafa- laust knýja á um, að skorið verði úr því hvort Eystrasaltsfiskurinn sé beinlínis hættulegur fólki. V erndiö fæturna andið skóvalið STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nýtt á borðið frá Emile Henry L Pttterle cuiinaire ^ t RANCt^ Glæsilegt matarstell til daglegra nota í hinum vinsælu litum sem gefa borðinu skemmtilegan blæ. Ur frystinum í ofninn, á borðið og í uppþvottavélina. i-x, iFW'M Wœw ■fv > • ti _■* k í ÍLJk BRÆÐURNIR ORMSSON HF LÁGMÚLA 8. SÍMI 553-8820 Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgarnesslátur og Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Sími 568 1370.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.