Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 17 ÚRVERINU Síldin komin til Seyðis- fjarðar SILD er nú farin að berast til Seyðisfjarðar á vertíð- inni, sem nú er að hefjast. SR-Mjöl hf, hefur tekið á móti um 2.000 tonnum af síld tii bræðslu af skipunum Albert og Emi. Að sögn Gunnars Sverrissonar, verksmiðjustjóra hjá SR- Mjöli á Seyðisfirði, er hér um gott hráefni að ræða, en þess þarf að gæta að síldin sé unnin fersk til að mestu mjölgæðin náist. Keflvíkingur var á Seyðis- firði fyrir helgina að taka síldarnót. Hann um afla hráefnis fyrir Fiskiðjuna Dvergastein, þar sem stefnt er að því að hefja síldar- frystingu sem fyrst. Ekki er Ijóst hvenær sildarsöltun getur hafizt. Norðurlandaþing vélsljóra Ahyggjur af ódýru erlendu vinnuafli ÞUNGAR áhyggjur komu fram á nýyfirstöðnu Norðurlandaþingi vél- stjóra af aukinni samkeppni við ódýrt erlent vinnuafl, sem kemur inn á vinnumarkaðinn í gegnum kaup- skipaflotann. Áhersla var lögð á hagkvæmari vinnubrögð til að mæta þessu. Á þinginu var Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, kjörinn forseti Norræna vélstjóra- sambandsins til næstu þriggja ára. Norðurlandaþingi véistjóra lauk á hádegi á fimmtudag. Þar snerust umræður að mestu um kaupskipa- flotann og það ódýra erlenda vinnu- afl sem þar kemur inn á vinnumark- aðinn. Áð sögn Helga Laxdal hafa Danir gert ráðstafanir til að mæta þessu með því að gefa eftir skatta á sjómenn, sem lækkar laun um 37%, en það virðist ekki duga lengur til. „Vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir ákveðnum vandamál- um,“ segir Helgi. „Eina lausnin er sú að menn reyni að breyta sínum vinnubrögðum og verða hagkvæm- ari, þannig að hver Norðurlandabúi skili meiri afköstum heldur en Filippseyingar og Pólverjar." Áhersla lögða á endurmenntun Á þinginu var líka fjallað um endurmenntun vélstjóra, en með tækninýjungum og stöðugri fram- þróun eru störfin sífellt að breytast. Að sögn Helga voru vélstjórar opnir fyrir hugmyndum um endurmenntun og er áætlað að halda þing um menntunarmálin næsta vor, að öllum líkindum í Noregi. Ábyrgðarsvið vélstjóra víkkað Þar verður gerður samanburður á menntun vélstjóra á Norðurlöndum, en Helgi segir að komið hafí í ljós að hún sé metin ærið misjafnlega. í Svíþjóð séu þijú ár talin á háskóla- stigi, ákveðinn hluti námsins í Nor- egi, en á íslandi ekki neitt. Þó sé námið sambærilegt í þessum löndum. Loks segir Helgi að fjallað hafí verið um breytingar á STCW-reglum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, sem varða menntun og vaktstöðu um borð í skipum. Með þessum breytingum sé ábyrgðarsvið yfirvél- stjóra orðið mun víðtækara. „Áður náði það aðeins til vélarrúmsins og véla sem knýja skipið áfram, en í dag tekur það til alls búnaðar í skip- inu, þ.e. raf- og vélbúnaðar, og líka til alls viðhalds," segir Helgi. „Þama er hluti af ábyrgð skipstjóra settur á yfirvélstjóra. Þetta gæti haft í för með sér hugsanlegar breytingar á kjarasamningum og íslenskum lög- um.“ Lecaf Úlpur Vind- og vatnsheldar Barnastærðir st.: 8-14 Verð: 5.990- Fullorðinsst.: XS-XXL Verð: 7.990- Margir litir Sendum í póstkröfu 5% staðgreiðsluafsláttur »hummél^P SP0RTBÚÐIN Ármuli 40 sími 581 3555 Mengnn í Eystrasalti SAMKVÆMT rannsóknum, sem sænskur vísindamaður hefur gert, er meira um geislamengun í Eystrasalti en í sjónum í kringum Mururoa-rifið í Suður-Kyrrahafi þar sem Frakkar hafa verið kjarn- orkuvopnatilraunir. í Eystrasalti er 100 sinnum meira af geislavirku sesíum í físki en við Mururoa og hafa þessar niðurstöður verið staðfestar við rannsóknir í París einnig. Verði þetta staðfest við rannsóknir ann- arra getur það haft veruleg áhrif á sölu og neyslu fisks úr Eystra- salti en frekari rannsóknir hafa þó ekki verið ákveðnar. Neytendur og samtök þeirra munu þó vafa- laust knýja á um, að skorið verði úr því hvort Eystrasaltsfiskurinn sé beinlínis hættulegur fólki. V erndiö fæturna andið skóvalið STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Nýtt á borðið frá Emile Henry L Pttterle cuiinaire ^ t RANCt^ Glæsilegt matarstell til daglegra nota í hinum vinsælu litum sem gefa borðinu skemmtilegan blæ. Ur frystinum í ofninn, á borðið og í uppþvottavélina. i-x, iFW'M Wœw ■fv > • ti _■* k í ÍLJk BRÆÐURNIR ORMSSON HF LÁGMÚLA 8. SÍMI 553-8820 Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgarnesslátur og Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Sími 568 1370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.