Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Myntbandalag ESB-ríkja Aðild fer eftir árangri árið 1997 Washington. Reuter. YVES-Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, segir að farið verði eftir hagtölum ársins 1997, þeg- ar metið verði hvaða rfki ESB fái aðild að Efnahags- og myntbandalag- inu (EMU), sem taka á gildi árið 1999. Ummæli de Silguys þykja bera vott um að framkvæmdastjómin sé höll undir þá stefnu að hvika hvergi frá skilyrðum Maastricht-sáttmálans um frammistöðu í efnahags- og rík- isfjármálum, en ýmis aðildarríki ESB höfðu vonað að frekar yrði far- ið eftir þjóðhagsspám fyrir árið 1998 en niðurstöðutölum ársins 1997, er valið yrði í EMU-hópinn. Verði þetta raunin, er ólíklegt að til dæmis ítal- ía verði eitt af stofnríkjum EMU. „Til þess að halda tímaáætlunina verður að taka ákvörðun í árslok 1997 og hana verður að byggja á raunverulegum tölum ársins 1997,“ sagði de Silguy á blaðamannafundi í Washington, í tilefni ársfundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann sagði að koma yrði til móts við þau ríki, sem ekki yrðu á meðal stofn- enda EMU, til dæmis með „styrktu gengissamstarfi". Ekki stofnað án Frakklands Jean-Claude Juneker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, sagði á fundinum að smærri ríki ESB vildu að farið yrði nákvæmiega eftir skil- yrðum Maastricht og ekki væri um- deilt innan sambandsins að farið yrði eftir hagtölum ársins 1997. Hins vegar yrðu nægilega mörg öflug ríki að uppfylla skilyrðin áður en hægt væri að stofna myntbanda- lagið. Frakkland yrði þannig að vera á meðal stofnríkja EMU. Reuter Evrópusinnaður kóngur í heimsókn KARL Gústaf, konungur Sví- þjóðar, er í opinberri heimsókn í Belgiu og notaði tækifærið til að heimsækja höfuðstöðvar framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins í Brussel. Karl Gústaf sem, hefur lýst því yfir að hann sé einlægur Evrópu- sinni, stillir sér hér upp fyrir ljósmyndara ásamt Jacques Santer, forseta framkvæmda- stjómarinnar. Felagsmalaraðherrar ESB Jafnrétti kynjanna enn langt undan Lúxemborg. Reuter. FELAGSMALARAÐHERRAR að- ildarríkja Evrópusambandsins ræddu um niðurstöður kvennaráð- stefnunnar í Peking á opnum ráð- herraráðsfundi í síðustu viku. Ráð- herramir hétu því að halda áfram að bæta atvinnutækifæri kvenna, veita þeim aukin áhrif á stefnumótun og hindra ofbeldi gegn konum. í umræðum ráðherranna kom fram að full þörf væri á átaki í þess- um efnum, því að enn væri langt í að raunverulegu jafnrétti kynjanna væri náð í aðildarríkjunum. Launamisrétti vandamál Sænski félagsmálaráðherrann, Ann-Christin Tauberman, sagði að jafnvel í landi sínu, þar sem 40% þingmanna em konur og opinberir embættismenn eru skyldaðir á jafn- réttisnámskeið, væri launamisrétti alvarlegt vandamál. Belgíski atvinnumálaráðherrann, Miet Smet, tók undir þetta og sagði að löggjöf um sömu laun fyrir sömu vinnu hefði ekki skilað árangri og launamunur væri enn mikill. „Þetta er vegna þess að kvennastörf eru vanmetin,“ sagði Smet. Félagsmálaráðherra Danmerkur, Karen Moustgaard Jespersen, sagði að hlutfall kvenna væri hæst í ótryggum störfum, til dæmis i ríkis- geiranum, sem væru skorin niður ef ríkisstjómir vildu spara. Hún kvartaði jafnframt undan því að konur tækju 90% af öllu fæðingar- orlofi og að karlar og konur veldu sér enn störf út frá kynferði. Ríkisstjórnir flestra ESB-ríkjanna fögnuðu niðurstöðu Peking-ráð- stefnunnar og sumir sögðu að fram- kvæmdaáætlunin, sem ráðstefnan samþykkti, væri framar vonum. Fram kom að Bretland, Danmörk, Þýzkaland og fleiri ríki væru að undirbúa sérstakar áætlanir til að fylgja ráðstefnunni eftir. Peking-ráðstefnunni fylgt eftir Padraig Flynn, sem fer með jafn- réttismál í framkvæmdastjóm ESB, og Christina Alberdi Alonso, félags- málaráðherra Spánar og formaður ráðherraráðsins, sögðu ESB myndu halda sérstaka ráðstefnu í Madríd í nóvember til að fylgja Peking-ráð- stefnunni eftir og ræða hvemig styrkja mætti tæki þau, sem Evrópusamband- ið hefði tii að vinna að jafnrétti. Þjónahlaup í París Reuter ÞJÖNAR og þjónustustúlkur í París efna ár- lega til kapphlaups á götum borgarinnar og ber sá sigur úr býtum, sem kemst fyrstur í mark og áfallalaust með bakka með flösku og glösum. Fór keppnin fram á sunnudag og hér liggur leiðin framhjá Óperuhúsinu. Bosníu-Serbar felldu 15 manns Nóbelsverðlaunin í læknisfræði Veitt þremur líf- fræðingum Stokkhólmi. Reuter. ÞRÍR líffræðingar, sem hafa með rannsóknum sínum sýnt fram á erfðagalla, sem veldur líkamlegri fötlun, hlutu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði á þessu ári. Skýrði Karólínska stofnunin í Stokkhólmi frá því í gær en tilkynnt verður um verðlaunin í eðlisfræði, efnafræði og hagfræði síðar í vikunni. Verðlaunahafarnir eru tveir Bandaríkjamenn, Edward Lewis, 77 ára, og Eric Wieschaus, 48 ára, og Þjóðverjinn Christiane Nússelein- Volhard, 52 ára að aldri. í tilkynn- ingunni sagði, að verðlaunin væru veitt fyrir uppgötvanir um „erfða- stjóm á fyrstu stigum fósturmynd- unar“ en talið er líklegt, að stökk- breytingar á mikilvægum erfðavís- um á þessu stigi eigi nokkra sök á fósturlátum og á um 40% af með- fædduni líkamsgöllum. Rannsóknir á ávaxtaflugu Við rannsóknir sínar notuðu þau Wieschaus og Nússelein-Volhard ávaxtaflugur vegna þess, að ekki líða nema níu dagar frá því egg þeirra frjóvgast þar til þau verða að fóstri. Þar að auki er erfðafræði- leg uppbygging þess lík því, sem gerist í mönnum. Beindust rann- sóknimar að því að finna erfðavís- inn, sem stjómar upphafi þessarar þróunar. Þau Nússelein-Volhard, sem starfar við Max-Planck-stofnunina, og Wieschaus, sem starfar við sam- eindalíffræðideild Princeton- háskóla, unnu saman hjá evrópsku sameindalíffræðistofnuninni i Heid- elberg á áttunda áratugnum. Um Lewis, sem er prófessor við Tækni- háskólann í Kalifomíu, segir, að hann hafi snemma orðið gagntekinn af ávaxtaflugunni, sem stundum verður fyrir stökkbreytingum og fær þá til dæmis aukavængi. Sagt er, að Lewis hafi verið langt á undan samtíð sinni í rannsóknum sínum en hann uppgötvaði, að auka- vængimir stöfuðu af tvöföldun heils líkamshluta. Erfðavísi, sem stjórnar samræmi í líkamsbyggingunni, vantaði og því breyttu aðrir vísar líkamshlutanum í aukavængi. Hafa þessar uppgötvanir síðan rutt braut- ina fyrir svipuðum rannsóknum á mönnum. Sar^jevo, Genf. Reuter. AÐ minnsta kosti 15 manns biðu bana í tveimur árásum Serba í Bosníu á sunnudag og stjóm lands- ins hótaði að fresta friðarviðræðum við Serba ef árásunum linnti ekki. Fimm böm létu lífið í loftárás á þorpið Tesnajka í norðurhluta landsins og tíu börn vora á meðal 50 þorpsbúa sem særðust alvarlega, að sögn útvarpsins í Sarajevo. Tíu manns biðu bana, aðallega börn, þegar klasasprengju var skotið á flóttamannabúðir í Zivinice nálægt Tuzla og 48 særðust. „Serbnesku hryðjuverkamennim- ir halda áfram að drepa bömin okk- ar,“ sagði Haris Silajdzic, forsætis- ráðherra Bosníu, og kvaðst vilja að friðarviðræðunum yrði frestað þar til tryggt yrði að íbúum Bosníu staf- aði ekki hætta af slíkum árásum. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði hins vegar að árásimar ættu ekki að hafa áhrif á vopnahléið sem á að taka gildi í Bosníu í dag. Embættismenn Atlantshafs- bandalagsins sögðu að bandalagið hefði verið tilbúið til að svara árás- unum en Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki beðið um það. Stjórn Bosníu hvatti til þess að Serbum yrði refsað með loftárásum á víg- hreiður þeirra. Rússar Ijá máls á herliði Pavel Gratsjov, vamarmálaráð- herra Rússlands, og William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, komu saman í Genf á sunnu- dag og ræddu hugsanlega þátttöku rússneskra hermanna í friðargæslu í Bosníu ef samningar næðust um frið. Perry sagði að „veralegur árang- ur“ hefði náðst á fundinum. Ráð- herramir voru sammála um að her- menn ríkjanna ættu að vinna saman til að framfylgja friðarsamningi en samkomulag náðist ekki um yfir- stjórn hersveitanna. Flokkaskipti áfall fyrir Major London. Reutcr. FRAMMÁMENN í breska íhalds- flokksþingi. Við stefnum að sigri í flokknum reyndu í gær að gera lít- ið úr brotthlaupi eins fyrrverandi ráðherra flokksins, sem gekk til liðs við Verkamannaflokkinn um helg- ina. Er þetta þó mikið áfall fyrir íhaldsflokkinn og baráttuandann innan hans og ekki síst nú þegar flokksþing íhaldsmanna er að hefj- ast í Blaekpool. Alan Howarth, fyrrverandi að- stoðarmenntamálaráðherra í stjóm íhaldsflokksins og þingmaður frá 1983, sagði í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að hann hefði rætt við John Major forsætisráðherra á sunnudagskvöld um þá ákvörðun sína að ganga yfir til Verkamanna- flokksins. Þá hefði Major viður- kennt, að um væri að ræða mikið áfall fyrir sig og flokkinn en opinber- lega ber hann sig vel og segir, að Howarth hafi orðið á mikil mistök. _,,Ég hafna algerlega lýsingu hans á Ihaldsflokknum og það mun ekk- ert verða til að spilla fyrir góðu næstu kosningum," sagði Major við fréttamenn. Stjórnin hrokafull I bréfi, sem Howarth sendi for- ystu íhaldsflokksins, segir hann, að stjórnin sé orðin hrokafull og láti sig litlu varða hag almennings eftir 16 ára valdasetu. Þetta er í fyrsta sinn, að íhalds- þingmaður gengur yfir í raðir Verkamannaflokksins, sem hefur um 30% forskot á íhaldsflokkinn. Ihaldsflokkurinn hefur nú aðeins sjö atkvæða meirihluta á þingi og ekki nema fimm ef einn Evrópuand- stæðinganna, Sir Richard Body, greiðir atkvæði gegn stjórninni eins og hann hefur hótað. Fréttaskýrendur fjölmiðlanna telja, að brotthlaup Howarths muni varpa miklum skugga á flokksþing íhaldsflokksins og gera Major erfið- ara fyrir með að fylgja eftir sigri sínum í leiðtogakjörinu í júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.