Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 19

Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 19 Heimildir í frönsku leyniþjónustunni segja herferð sprengjutilræða 1 vændum Ótti við samstarf hryðju- verkahópa múslima París. Reuter, The Daily Telegraph. FRÖNSK stjómvöld kanna nú hvort fullyrðingar í yfirlýsingu sem um helgina var send út í nafni alsírska hryðjuverkahópsins Hinn vopnaði hópur islams, GIA, eigi við rök að styðjast. Hópurinn segist bera ábyrgð á sjö sprengjutilræðum í Frakklandi frá því í júlí. Sjö manns hafa látist í tilræðunum og um 130 slasast. Jacques Toubon, innanríkisráðherra Frakk- lands, sagði um helgina að sprengjutilræðin undanfarna mánuði gætu verið verk nokkurra hópa múslima. Þeir ættu sér það sameiginlega markmið að reyna að þvinga frönsk stjórnvöld til að draga úr baráttunni gegn leynilegum hreyf- ingum múslima. Heimildarmenn í frönsku örygg- isþjónustunni óttast að framundan sé löng her- ferð sprengjutilræða þessara hópa og muni sum- ir þátttakendur verða menn sem hlotið hafa þjálf- un í skæruliðaárásum í Alsír, Afganistan og Bosníu. Frakkar hafa stutt við bakið á ríkisstjóm Alsírs sem aflýsti kosningum 1992 er ljóst þótti að bókstafstrúarmenn myndu sigra. Talið er að allt að 40.000 manns hafi síðan fallið í átökum í landinu og kenna bókstafstrúarmenn Frökkum um að stjórnin heldur enn velli. Jacques Chirac Frakklandsforseta sótti Túnismenn heim á föstu- dag og hét því að herða enn baráttuna gegn hryðjuverkamönnum úr röðum múslima. Heilög barátta múslimskra bókstaf strúarmanna Yfirlýsing GIA var undirrituð af leiðtoga hóps- ins, Abu Abdelrahman Amin. „Við höldum áfram ... heilagri baráttu okkar og hernaðaraðgerð- um, að þessu sinni í hjarta Frakklands og stærstu borgum landsins til að sýna fram á að ekkert getur stöðvað okkur meðan við beijumst fýrir Allah,“ segir í yfirlýsingu GIA. Hún er dagsett 23. september en var send fjölmiðlum með sím- bréfí frá Kaíró á laugardag. International Herald Tribune segir að í yfirlýs- ingunni sé einnig skýrt frá því að 19. ágúst, tveim dögum eftir eitt sprengjutilræðið í París, hafi samtökin sent Chirac með leynd bréf og hvatt hann til að gerast múslimi „en refurinn slægi neitaði, hann hreykti sér frammi fýrir þjóð- inni. Við erum staðráðnir í að valda ykkur óþæg- indum, jafnvel meðan þið sofið, við munum binda enda á þægindalíf ykkar og islam mun verða ráðandi í Frakklandi". Lítil sprengja sprakk við járnbrautarteina skammt frá París í gær en olli litlum skemmdum og enginn slasaðist. Embættismenn töldu að til- ræðið hefði ekki verið liður í herferð GIA, m.a. hefði sjálf sprengjan verið af allt annarri gerð en fyrri sprengjur. Bandaríkjaþing Nunn hyggst hætta Atlanta. Reuter. SAM Nunn, er situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata, hyggst hætta þingmennsku á næsta ári. Hann hefur um árabil verið talinn einn helsti sérfræðingur þingsins um varnarmál. Nunn er 57 ára að aldri, hefur verið þingmaður fyrir Georgíu í ald- arfjórðung og var lengi formaður hinnar valdamiklu varnarmála- nefndar þingdeildarinnar. Hann segist ætla að hætta á þingi af persónulegum ástæðum. Akvörðun Nunns er talin draga enn úr líkunum á því að demókröt- um takist að endurheimta meiri- hlutann í öldungadeildinni á næst- unni. Reuter 7 9 manns farast í skjálfta AÐ MINNSTA kosti 79 manns biðu bana í landskjálfta sem reið yfir fjallabæinn Sungai Penuh og nágrannaþorp á Sumatra í Indónesiu á laugardag. 737 manns urðu fyrir alvarleg- um meiðslum í skjálftanum, sem mældist sjö stig á Richters- kvarða. Ibúarnir hafa þurft að hafast við í tjöldum og yfirvöld lofuðu að endurreisa hús sem eyðilögðust. Yfirvöld sendu 45 tonn af hrís- grjónum og fatnað til fórnar- lamba skjálftans og um 300 her- menn voru á svæðinu til að leita að líkum og hreinsa rústir húsa sem hrundu. A myndinni situr maður í illa skemmdu húsi sinu í þorpinu Semurup. Þrýstingurinn á Claes eykst Framkvæmdastjóri NATO hefur ekki átt sjö dagana sæla í erfiðu starfi Brussel. Reuter. ÖLL spjót standa á Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO), um þessar mundir og er búist við því að hann neyðist brátt til að segja af sér vegna Agusta-þyrluhneykslisins. Sérstök belgísk þingnefnd íhugar nú hvort svipta beri Claes þing- helgi, sem hann nýtur frá ráðherra- tíð sinni í Belgíu, til þess að hægt verði að sækja hann til saka fyrir spillingu, falsanir og svik. Claes er belgískur stjórnmálamaður og hann er sagður vera mislyndur vinnufíkill, sem liggi ekki á skoðun- um sínum. Flæmska er móðurmál Claes, en hann talar bæði frönsku og ensku reiprennandi, sem hefur aflað hon- um trausts jafnt meðal Vallóna og Flæmingja í Belgíu. Framkoma Claes, sem tryggði honum pólitísk- an frama í tuttugu ár í refskák belgískra stjórnmála, hefur hins vegar ekki notið jafn mikillar hylli innan Atlantshafsbandalagsins. Ólíkt hinum dagfarsprúða forvera sínum, Manfred Wörner, þykir Cla- es jaðra við að líta niður á viðmæl- endur sína þegar hann ræðir við þá með gleraugu sín á nefbroddin- um. Gagnrýnendur segja einnig að hann sé þijóskur og taki ekki ráð- gjöf. Claes var utanríkisráðherra Belgíu fyrir hönd sósíalista þegar hann var gerður að framkvæmda- stjóra NATO í september 1994 eft- ir að Wörner lést af krabbameini. Nokkrum mánuðum eftir að Claes tók við blossaði Agusta-hneykslið upp. Agusta er ítalskur þyrlufram- leiðandi, sem sakaður er um að hafa mútað flokki Claes, flæmskum sósíalistum, þegar hann gegndi embætti efnahagsráðherra. Mút- urnar greiddu fyrir því að belgíski herinn keypti þyrlur af Agusta árið 1988. Claes er ekki vændur um að hafa þegið mútuféð, en hann kom sér í vandræði með því að neita allri vitneskju um málið í fyrstu og segjast síðar aðeins muna óljóst eftir því. Umdeild ummæli í febrúar setti Claes arabaheim- inn á annan endann þegar hann hélt því fram að svipuð hætta staf- aði af íslömskum bókstafstrúar- mönnum og áður stafaði 'af komm- únismanum. Claes heldur því staðfastlega fram að hann hafi ekki komið ná- lægt Agusta-málinu og aðstoðar- menn hans segja að hann hafi ver- ið steini lostinn þegar það komst í hámæli. Margir fóru hins vegar að hallast að því .að Claes myndi ekki endast í embætti þegar Frank Vandenbroucke, sem tók við utan- ríkisráðherrastólnum af honum og var leiðtogi flæmskra sósíalista, neyddist til að segja af sér í mars. NATO í mótun Claes hefði ekki átt náðuga daga í NATO þótt hann hefði verið laus við Agusta-málið. í hans tíð hefur NATO staðið fyrir mestu hernaða- raðgerð í sögu bandalagsins. Ihn- ræðan um stækkun NATO í austur- átt hefur verið vandasöm, einkum vegna þess tillits, sem þurft hefur að taka til Rússa. Nú stendur fyrir dyrum að senda 50 þúsund manna friðargæslulið til Bosníu og banda- lagið þarf síst á leiðtogakreppu að halda í þeirri stöðu. Belgískir fjölmiðlar fjölluðu mik- ið um málið um helgina, en í gær virtist vera að draga úr stríðsfyrir- sögnunum. Dagblaðið, Het Belang van Limburg, sem gefið er út í hinu gamla kjördæmi Claes, birti í gær skopmynd þar sem hann er í sigti skotvopns og undir stóð: „Arásum á skotmörk NATO haldið áfram". Tekur Elleman-Jensen við? Umræður hafa þegar hafist um það hver eigi að taka við af Claes. Uffe Elleman-Jensen var nefndur fyrstur til sögunnar og í gær var því haldið fram í dagblaðinu Politi- ken að dönsk stjórnvöld væru reiðu- búin til að leggja fram nafn utan- ríkisráðherrans fyrrverandi neydd- ist Claes til að fara frá. Einnig hefur verið leitt getum að því að Ruud Lubbers, fyrrum forsætisráðherra Hollands, og Anibal Cavaco Silva, fráfarandi forsætisráðherra Portúgals, taki við af Claes. Valdataka Kims tilkynnt RÚSSNESKA fréttastofan ít- ar-Tass sagði í gær að valda- taka Kims Jong-ils í Norður- Kóreu yrði tilkynnt formlega í dag þegar haldið verður upp á 50 ára afmæli kommúnista- flokksins. Fréttastofan hafði þetta eftir heimildarmönnum í sendiráði Norður-Kóreu í Pek- ing. Hún sagði að Jiang Zem- in, leiðtoga kínverska komm- únistaflokksins, hefði verið skýrt frá ákvörðuninni. Kim er elsti sonur Kims Il-sungs, sem lést í júlí í fyrra eftir að hafa stjórnað landinu með harðri hendi í tæp 50 ár. Andreotti- málið tefst DÓMARINN í réttarhöldunum yfir Giulio Andreotti, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, var frestað í gær í átta daga, til 17. október. Dómarinn not- ar þennan tíma til að ákveða hvort verða eigi við beiðni sak- sóknara um að þeir megi leggja fram skjöl um vitnis- burð fimm ítala, sem eru nú látnir, og yfirheyrslur yfir mafíuforingjanum Gaetano Badalamenti í Bandaríkjunum. Veijendur Andreottis, sem er sakaður um samstarf við sikil- eysku mafíuna, leggjast gegn því að skjölin verði lögð fram sem sönnunargögn í málinu. „Fimmti mað- urinn“ látinn JOHN Cairncross, sem hefur verið nefndur „fimmti maður- inn“ í frægum njósnahring í Bretlandi, er látinn, 82 ára að aldri. Þrír njósnaranna - Guy Burgess, Harold „Kim“ Philby, og Donald Maclean - létust í Moskvu eftir að njósnir þeirra voru afhjúpaðar á sjöunda ára- tugnum. Fjórði njósnarinn, Sir Anthony Blunt, dó árið 1983. Sósíalistar öflugri með Gonzalez MEIRIHLUTI Spánveija, eða 57%, telja að ef Felipe Gonz- alez forsætisráðherra byði sig ekki fram í kosningunum á næsta ári myndi það draga úr sigurlíkum sósíalista. 14% voru þeirrar skoðunar að sig- urlíkur stjórnarflokksins myndu aukast, samkvæmt könnun dagblaðsins EI País. 49% aðspurðra töldu best fyrir Gonzalez að hann drægi sig í hlé, en 33% voru á öndverðri skoðun. Mannskæður jarðskjálfti í Mexíkó AÐ minnsta kosti fjórtán manns fórust í hörðum jarð- skjálfta í Jalisco-héraði í vest- urhluta Mexíkó í gær. Fullyrt var á einni útvarpsstöð að 44 hefðu farist en sú tala hefur ekki fengist staðfest, þrátt fyrir að óttast sé að hún muni jafnvel hækka. Tugir manna slösuðust og miklar skemmdir urðu í jarðskjálftanum sem mældist 7,6 stig á Richter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.