Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 21 Morgunblaðið/Kristinn SIGURVEGARINN, finnski pianóleikarinn Henri Sigfridsson, tek- ur við verðlaunum úr hendi Guðmundar Emilssonar, formanns dómnefndarinnar, í lok tónleikanna, að^ viðstaddri frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta fslands. Úrslitá Nord-Sol TÓNLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Milhaud, Pro- kofiev og Sibelius Einleikarar: Mark- us Leoson og Henri Sigfridsson. Hljómsveitarstjóri: Osmo Vwanska. Laugardagurinn 7. október, 1995. ÞÁ ER lokið keppni ungra tón- listarmanna og er sigurvegarinn finnski píanóleikarinn Henri Sig- fridsson, fyrir leik sinn í þriðja píanókonsertinum eftir Prokofiev. Sigfridsson hefur eflt með sér af- burða góða tækni og þó hann hafi ekki enn þann ásláttarstyrk til ná vel í gegnum hljómsveitina, var leik- ur hans glæsilegur og öruggur. Verkið er mjög erfítt en nokkuð einlitt í gerð og eins og reyndar Prokofiev vildi sjálfur, þá er lítið rými fýrir tilfinningasemi í verkinu, nokkuð sem tónlistarmenn almennt höfnuðu á fyrstu áratugum aldar- innar, sem var eins konar andsvar við yfirhlaðinni tilfinningasemi rómantísku stefnunnar. Önnur verðlaunin féllu í hlut sænska slagverksmeistarans Mark- úsar Leóssonar, en hann lék kon- sert fyrir marimbu, vibrafón og hljómsveit eftir Milhaud, léttvægt en vel samið verk, sem Markús lék af glæsibrag. í leik hans var ekki aðeins að heyra góða tækni, því hann gæddi tónmál þess sterkum tilfinningum og mótaði tónhending- ar verksins mjög fallega. Hvað sem þessu líður eru úrslitin sanngjörn að vissu marki. Danski píanóleikarinn Christina Bjorkoe er efnilegur listamaður og hefur ríka tilfinningu fyrir stíl og hendinga- mótun, sem kom sérlega vel fram á fyrstu tónleikunum. Að velja sér píanókonsert nr. 2 eftir Rakhman- inov var misráðið af henni, því þrátt fyrir fallegar og viðkvæmara tónlín- ur, þarf ,járnkrumlupíanísta“ til að MORKINNI 3 • SlMI 588 0640 leika þetta verk svo vel sé og til að halda í við hljómsveitina. Einn skemmtilegasti þátttakand- inn, að margra mati, var norski fiðluleikarinn Katrine ' Buvarp, en leikur hennar var þrunginn tilfinn- ingu, svo að eftirtektarvert er, þeg- ar tekið er tillit til aldur hennar. Flutningur hennar og samleikara, Helge Kjekshus, í fyrstu fiðlusónöt- unni eftir Prokofiev, var stórkostleg upplifun, hvað snertir túlkun og músíkalska mótun tónhendinga. Þátttakandi okkar, Guðrún María Finnbogadóttir, stóð sig þokkalega, hún hefur enn hún ekki lokið námi, en aðrir þátttakendur hafa lokið ströngu framhaldsnámi og eru í raun að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumenn. Fyrstu tónleikarnir voru slakir, miðað við það sem hún getur, en hún vann á og á undanúr- slitatónleikunum náði hún sér vel á strik, einkanlega í síðasta laginu, úr óperunni Rómeó og Júlíu eftir Gounod og staðfesti það, að hún er efnileg söngkona. Markus Leoson vakti sérlega mikla athygli fyrir afburðagóðan leik á fyrstu tónleikunum, því leikur hans var bæði teknískur og geislaði af músík. Henri Sigfridsson lék á sömu tónleikum, Scherzo nr. 4 í E-dúr, meistaralega vel og sé litið til leiks hans á öllum tónleikunum, var leikur hans jafnastur hvað snertir tækni, en í túlkun var meira að hafa frá Katrine Buvarp og Markúsi Leóssyni. Osmo Vanská stýrði hljómsveit- inni af öryggi, studdi einleikarana einkar vel og lauk tónleikunum með En Saga eftir Sibelius. Vánská náði að gæða verkið sterkum stemmn- ingum, svo að flutningur hljóm- sveitarinnar í heild var mjög góður. Klarinett-sólóið, sem er eins konar eftirmáli eða efnislegt niðurlag verksins, var sérlega fallega leikið af Einari Jóhannessyni. Jón Ásgeirsson Vlltþú varoandi krabbamei Nýttu þér uuhi&a þjói\ K rabbam eiri sfélags in, som numer 800 4040 fp B p S KRABBAMfettvJS Sraðgjöfin LISTIR „Eyktarmörk, björg & flæði“ legri list, „Art Informel", ásamt því sem skilgreint hefur verið sem gagnvirkt málverk (Action paint- ing), og þó með ýmsum frávikum. Éva er ekki hrædd við að takast á við tilfinningar sínar, þótt tilfinn- ingaflæði hafi verið hálfgert og hjá sumum algert bannorð í list- inni um skeið, og helst þær sem eru barmafullar af ást og lífsfögn- uði. . Það eru skil sólarhringsins, sem Eva gengur út frá í stærstu verkunum á sýningunni eins og nöfnin bera með sér; Hádegi, Dag- málaglenna, Ótta, Miður morgunn, Náttmál, Nón, Aftann. Allar eru þær málaðar af miklu tilfinninga- flæði, og sveifluformaðar litaslett- urnar liggja laust á myndfletinum, þannig að líkast er sem þær snerti hann varla. Það er einkum í mynd- inni „Nón“ að þær ná að tengjast innri lífæðum málverksins. Rýnir- inn er öllu frekar með á nótunum hvað myndir eins og Björg nr. 124 og 125 snertir, og skyldum vinnu- brögðum, þar sem formskipanin er í meira jafnvægi. Bragi Ásgeirsson Eva Benjamínsdóttir. Opið frá 14-18 alla daga til 31. desember. Aðgangur ókeypis. LISTAKONAN Eva Benjamíns- dóttir fer ekki troðnar slóðir í vali sýningarstaða frekar en öðru á mannlífsvettvangi. Þannig virðist henni kærar að finna gjörningum sínum stað þar sem dijúgur manngangur er, en að hasla sér völl í virðulegum og viður kenndum sýningarsöl- um, þangað sem úrval löggiltra ratar reglulega. Slíkii eiga það í hættu, að at- hafnir þeirra náð fyrir rýna, sern bundnir við að skrifa um viðburði í starfandi list- húsum, svo sem hvar vetna tíðkast. En líta verður til að hér er um menntaða og víðförla listakonu að ræða, sem jafnan kann að búa út sýningar sínar í hendur skoðenda sem umf'jallenda. Þannig geta menn rólegir skilið getspekina og skáldgáf- una eftir heima sem allt- of oft er nauðvörn er annað þrýtur. Þá er sýn- ingin í miðju listhússins í Laugardal þar sem birtan er mest og mynd- verk nutu sín hvað best áður en rýminu var breytt. Morgunblaðið/Ásdís EVA Benjamínsdóttir Það sem menn hafa nefnt flæði á myndfleti virðist helst vaka fyrir Evu um þessar mundir og ekki einungis á myndfletinum, heldur einnig á sviði tilfinninga og tíma- skila á sólarhringnum. Málverk hennar eru þannig barmafull af flæði, og helst í þá veru að útaf flóir, því hér er hún á miklu sviði, sem krefst þrásetu við myndlistar- iðkanir og ekki verður höndlað á afmörkuðu tímaskeiði, eða sem hugljómun eða blossi er yfir þyrm- ir. Um er að ræða anga af óform- ...Einn á dag Línurnar í lag... Megrunarplásturinn sem sló öll met hjá Sjónvarpsmarkaðinum nú fáanlegur beint. 4 VIKNA PKN KR. 2.490 8 VIKNA PKN KR. 4.490 TÍTANhf Lágmúla 7-108 Reykjavík Sími 581 4077 - Fax 581 3977 Frí heimsending um allt land ef greitt er með VISA/EURO Le Patch Nýjar hljómplötur Tónlist Jóns Leifs ÚT ER kominn geisladiskurinn Tár úr steini með tónlist úr sam- nefndri kvikmynd Hilmars Odds- sonar. Kvikmyndin byggist á ævi tónskáldsins Jóns Leifs og segir frá árunum milli heimstyijalda og fram í lok þeirrar seinni. Tónlistin spannar hins vegar svo til allan tónsmíðaferil Jóns og sýnir vel fjöl- breytni tónlistar ha'ns. Á geisladiskinum eru einnig verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Jón Ásgeirsson. Hjálmar H. Ragnarsson hefur rannsakað tón- list Jóns Leifs undanfarin ár og var tónlistarstjóri kvikmyndarinn- ar Tár úr steini. Sumar tónsmíða hans á diskinum eru byggðar á verkum Jóns Leifs og samdar í sama stíl en aðrar eru útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Jón Ásgeirsson hefur útsett ís- lenskt þjóðlag og bætt við það millikafla sem þekktur er undir heitinu Vísur Vatnsenda-Rósu. Hjálmar H. Ragnarsson bjó þetta verk til flutnings í kvikmyndinni þar sem fyrsti hluti er leikinn á píanó en síðari hluti af sinfóníu- hljómsveit. Jón Ásgeirsson er af- kastamikið tónskáld og hafa út- setningar hans á íslenskum þjóð- lögum átt miklum vinsældum að fagna. „Margir telja að tónlist Jóns Leifs hafi að geyma kraft úr nátt- úru Islands og seið sögunnar og áhugi á verkum Jóns hefur farið vaxandi á undanförnum árum bæði hér heima og erlendis," segir í kynningu. Beaver nylon gallar mjög slitsterkir, hrinda vel frá sér Tvískiptir Verð: 6.990.- Stærðir 4-8 Samfestingar Verð: 5.990.- Stærðir: 4-8 Litir: Rautt - Blátt - Gult 5% staðgreiðsluafsláttur Sendum í póstkröfu »humméP3f SPORTBÚÐIN Ármuli 40 sími 581 3555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.