Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 23

Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 23 Græskulaust g'aman LEIKLIST L e i k i c I a g Reykjavíkur í Borgarlcikhúsinu TVÍSKINNUNGSÓPERAN Höfundur og leikstjóri: Agúst. Guð- mundsson. Meðleikstjóri: Arni Pétur Guðjónsson. Utsetning tónlistar og hljómsveitarstjóm: Rikarður Om Pálsson. Söngstjóm og þjálfun: Osk- ar Einarsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Þórunn El- ísabet Sveinsdóttir. Dansar og hreyf- ingar: Helena Jónsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Leikar- ar: Eggert Þorleifsson, Felix Bergs- son, Guðmundur Ólafsson, Jóhanna Jónas, Magnús Jónsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Theódór Júliusson. Kón Bima Haf- stein, Daniel Agúst Haraldsson, Guð- rún Gunnarsdóttir, Harpa Harðar- dóttir, Kristbjörg Clausen og Pétur Guðlaugsson auk Þórunnar Geirs- dóttur sem statista. Laugardagur 7. október. ÞETTA nýjasta verkefni Leikfélags Reykjavíkur kemur mjög skemmtilega á óvart. Undir- titillinn „vísindauppspuni með söngvum" bendir til að aðstand- endur taki sig ekki of alvarlega og tilgangurinn sé fyrst og fremst að skemmta áhorfendum. Þeim tekst ætlunarverk sitt fullkomlega. Verkið er farsi sem er brotinn upp með tónlist, þ.e. hægt er á keyrslunni annað veifið og persón- urnar túlka tilfinningar sínar í söng. Þetta kann að hljóma ósam- rýmanlegt, en er í raun mjög vel til fundið. Þau umfjöllunarefni sem aðeins er hægt að tæpa á í farsa- leiknum fá þá meira rými og tíma og persónusköpunin verður dýpri og mannlegri. Það er margt sem helst í hendur til að þessi uppfærsla er eins góð og raun er á. Farsi krefst fyrst og fremst kröftugs leiks og góðrar tímasetningar. Leikarar í stærri hlutverkum standa sig fimavel í þessu og skapa hver sína týpuna með fýndnum tiktúmm og lát- bragði. Minna er lagt upp úr söngnum, enda lögin auðsungin og krefjast ekki stórsöngvara. Það sem meira skiptir máli hér er að textinn kemst vel til skila. Margrét Vilhjálmsdóttir og Felix Bergsson eru hér í aðalhlutverkum og bæta hvort annað upp. Þeim tekst báðum mjög vel að túlka umskiptin sem persónur þeirra verða fyrir, en hlutverk þeirra beggja krefjast þess að þau leiki í raun tvær persónur. Felix lýsir mjög vel viðbrögðum Sólveigar við því aukna frelsi sem hún hlýtur sem karlmaður. Margrét á hinn bóginn sýnir hvernig Þór bregst við þeim takmörkunum sem honum eru settar sem kona og sýnir vel gremju hans við uppivöðslusemi Sólveigar í karllíkarpanum. Annars er meginmunurinn á persónum Þórs og Sólveigar ekki sá að þau eru hvort af sínu kyninu heldur að Sólveig er ábyrgðarlaus og fljót- fær og Þór er traustur og ábyrg- ur. Það er svo annað mál hvort höfundur telur þessa eðliseigin- leika frekar fylgja einu kyninu en öðru. Eggert Þorleifsson er hugvits- maðurinn Jónatan sem með til- raunum sínum kemur sögunni af stað. Eggert hefur þegar sannað sig sem einn snjallasti gamanleik- ari þjóðarinnar og hér fer hann á kostum. Hann er í essinu sínu sem hinn óframfæmi vísindamaður og tekst með hárfínum leik og tíma- setningu að kalla æ og aftur fram hlátrasköll áhorfenda. Magnús Jónsson leikur Pál lækni, vonbiðil Sólveigar. Hann er víða óborganlegur, til dæmis í at- riðinu við píanóið. Jóhanna Jónas er Hulda, vinkona Sólveigar og samkvæmisljón mikið. Hulda er, eins og nafna hennar í kvæðinu, að leita að unnusta en finnur eng- an. Það er kannski erfiðasta hlut- verkið í farsa að þurfa að vísa til samúðar áhorfenda þegar aðrir leikarar geta einbeitt sér að hlátur- taugum þeirra. Jóhanna tekst að gefa Huldu einstaka reisn og húm- or sem kannski er einmitt best lýst með orðinu grátbroslegt. Sól- eyju Elíasdóttur tekst að skapa eftirminnilega persónu úr einkarit- ara Þórs. Hún er ýkt en má líka vera það. Guðmundur Olafsson og Theó- dór Júlíusson eru í litlum hlutverk- um frammámanna og eru hæfilega grínaktugir og góðlegir. Kórinn gegnir hlutverki gesta í veislum og er meira en nauðsynleg uppfyll- ing á sviðinu. Kórsöngurinn er mjög vel unninn og raddsetning- amar gefa einföldum laglínunum lit og líf. Stílfærðar hreyfingar kórsins á sviði eru glæsilega út- færðar. Útsetningar Ríkarðs Amar Pálssonar eru hófstillt útfærsla á grípandi og einföldum laglínum. Glæsileikinn er líka allsráðandi í sviðsmynd og búningum. Tekið hefur verið á það ráð að nota ekki allt sviðsrýmið heldur þrengja það með römmum. Leikmyndin Stígs Steinþórssonar er tímalaus en samt nútímaleg og alit í sterkum litum og eindregnum stíl, jafnt húsgögn sem listaverk á veggjum. Búning- arnir em líka stílfærðir og tískan sótt u.þ.b. aldarþriðjung aftur í tímann. Þórunn Elísabet Sveins- dóttir búningahönnuður hefur ímyndunarafl og sköpunargáfu í lagi, enda ekki vanþörf á þegar persónumar þurfa oft að hafa bún- ingaskipti. Það er auðsjáanlegt að leikkonurnar njóta þess að bera einstaka búninga Þórunnar þó að Margrét Vilhjálmsdóttir beri þar af og sé ýmist þokkafull eða stórglæsileg. Ljósin þyrftu á stund- um að vera sterkari til samræmis við litadýrðina í sviðsmynd og bún- ingum. Eins bar á að leikarar væru ekki nógu vel inni í eltiljósum. Agústi Guðmundssyni hefur hér tekist að semja mjög smellinn farsa, sem kippir í kynið til frænda sinna hérlendra fyrr á öldinni. Eins og tilvísanir í texta sýna ætlar höfundur verkinu að gerast nú á tímum. Uppsetningin öll vísar hins vegar á óræðan tíma aðeins fyrr á öldinni. Hérna er þessi stílfærsla nauðsyn. Farsi gengur út frá ákveðnum gildum sem áhorfendur þekkja og treysta. Persónurnar era týpur sem er gefið takmarkað svig- rúm og þá aðeins ef allt fellur í ljúfa löð í endann. Þetta form er því lítt fallið til alvarlegrar þjóðfé- lagsumræðu um samskipti kynj- anna. Týpurnar sem notast verður við falla enda lítt að breyttum ' hugmyndum okkar á þessum síð- ustu og verstu tímum. Sveinn Haraldsson KJÖTVÖRUR GO®? Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur •. Feiti • Lífræn efni • Hár / • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 - kjarni málsins! Ævintýrið um Pál ísólfsson TONUST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Bjöm Steinar Sólbergsson, Hörður Askelsson og Marteinn H. Friðriks- son léku verk eftir J.S. Bach og Pál ísólfsson. Sunnudagurinn 8. október 1995. ÆVINTÝRIÐ um Pál ísólfsson, drenginn sem alinn var upp við brimgný og boðaföll úthafsöldunnar er brotnaði á fjörum Stokkseyrar, drenginn sem ungur fór utan til nema orgelleik og ná valdi á þrum- andi hljómkrafti þess, er stórkostlegt dæmi um það hversu stutt er milli um þess smáa og stóra, sem er í raun eitt og hið sama. Af þessum dreng varð stór saga og þjóðin sá sjálfa sig í þessu ævintýri og fékk leiðarsýn að takmarki, sem hún áður kunni engin skil á. Það fer vel á að orgelleikarar þessa lands muni vel hver bar þeim þessi tíðindi og sagði fyrir um hvar fetað skuli um refil- stigu listarinnar. og að í nafni hans sé stofnaður sjóður, til styrktar ung- um orgelleikurum, sem útþráin hefur helgað sér. Tónleikarnir hófust á Ostinato og fúghettu eftir Pál ísólfsson, rismiklu en frekar sturru verki sem Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari við Akureyrarkirkju flutti mjög vel. Kjartan Siguijónsson, formaður í Félagi íslenskra orgelleikara, ávarp- aði tónleikagesti og lýsti yfir, að með þessum tónleikum væri form- lega stofnaður minningarsjóður um Pál ísólfsson dómorganista og tón- skáld, er hefði það markmið að styrkja efnilega orgelnemendur til framhaldsnáms í orgelleik. Björn Steinar lék síðan tvo sálm- forleiki eftir Pál, Víst ertu, Jesús, kóngur klár og Bænin má aldrei bresta þig, falleg verk sem Björn Steinar lék fallega. Burlesca er eitt af píanóverkum Páls, sem Björn Steinar hefur umritað fyrir orgel og tekist ágætlega. Umritun Hauks Guðlaugssonar á Máríá, mild og há, var hins vegar leikin með of miklum mun á styrk, svo að tónveikt forspil og millispil var eins og úr öðru verki á móti þrumandi laginu. Hörður Áskelsson lék c-moll pass- akaglíuna eftir J.S. Bach. Þetta verk hefur verið nefnt dómkirkja orgel- tónsmíða, stórt í sniðum og marg- slungið að gerð, þó það sé unnið yfir eitt stutt stef, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt verk- ið. Fáir hafa leikið sér að þessu erf- iða tilbrigðaformi af eins miklum glæsibrag og Bach og náði Hörður að móta verkið í samræmi við stór- leik þess, bæði er varðar formskipan og tónmál. Hörður Iék einnig stutt en fallegt forspil eftir Pál ísólfsson. Tónleikunum lauk með orgelstór- virkinu Chaconne, sem Páll vann yfir upphafsstef Þorlákstíða. Þetta glæsilega verk lék Marteinn H. Frið- riksson af mikilli reisn og má segja að Páll hafi í þessu verki spáð fyrir um að byggt yrði orgel, sem hæfði þessum stórbrotna tónbálki. Það er vísast að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju muni ekki aðeins verða til að gleðja tónleikagesti, heldur einnig kveikja með ungum og efnilegum tónlistarmönnum löng- un til að leika á þetta stórkostlega orgel og reyna sig við stórvirki orgel- bókmenntanna. Þá mun Minningar- sjóður Páls ísólfssonar styðja þar við, sem á fjárhagslegu hliðina kann að halla og vonandi verður sjóðurinn sterkur og til góðs dugandi um ókomin ár. Jón Ásgeirsson ATH! Tímapantanir: í síma 551 4711 Lækjargötu 4, Reykjavík og í síma 462 4123 Hafnarstræti 88, Akureyri Fjárfesting í betri - heilsu og vellfðan! STOÐTÆKNI Císli Ferdinandsson hf Arnar Gunnlaugsson, landsliösmaöur í fótbolta: „Álagiö á vöðvunum framan á leggjunum var ofmikið. Þaö var marg búiö aö spauta mig við því og síöan skera mig upp. En eftir aö ég fékk sérsmíöuð inniegg frá Stoötækni hefég ekki fundiö til í leggjunum og segja má aö þau hafí bjargað fótboltaferli mínum.“ Bjarki Gunnlaugsson, landsliðsmaður í fótbolta: „Á öllum æfíngum og leikjum stífnaði ég upp í kálfunum sem leiddi til mikilla verkja í mjóhryggnum. Ég fékk sérsmíöuö innlegg frá Stoötækni og eftir það er ég laus við alla verki. “ Lækjargötu 4 ■ 101 Reykjavík ■ Sími 551 4711 Kolbelnn Gíslason, stoötækjafræöingur, viö greiningarbúnaöinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.