Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 26

Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 BÍLATRYGGINGAR MORGUNBLAÐIÐ „SENDU okkur barnið þitt og við skilum því aftur sem ábyrg- ari ökumanni.“ Þetta er yfirskrift boðsbréfs sem VIS sendir út um fræðslufundi fyrir unga ökumenn. 3.500 manns hafa sótt þessa fundi. Mannlegi þátturinn mikilvægastur kvæmdastjóri Umferðarráðs, telur þrátt fyrir þetta að slysum hafi í raun fremur verið að fækka síðustu ár en segist ekki geta sýnt fram á það með tölum vegna breytinga sem orðið hafa í skráningu. Varðandi aukningu á skráðum slysum frá 1992 segir hann að tryggingafélög- in krefjist í sívaxandi mæli lögreglu- skýrslna vegna hálshnykksáverka og telur að það geti skýrt hækk- andi tölur að hluta. í skýrslu um framkvæmdaáætl- un um aukið umferðaröryggi sem nefnd dómsmálaráðherra gaf út í byijun þessa árs kemur fram að slösuðum hafi fjölgað á ellefu ára tímabili, frá 1982 til 1992, en þar af hafi mikið slösuðum fækkað. Eru það svipaðar niðurstöður og koma úr athugun á styttra tímabili. Alvarlega slösuðum fækkað Á slysadeild Borgarspítalans er skráð komuástæða sjúklinga. Árið 1984 komu 1.474 vegna umferðar- slysa en á árinu 1994 var fjöldi slas- aðra kominn í 2.300. Hæst fór fjöldi slasaðra á þessu tímabili í 2.850, árið 1991. Rannsóknir lækna á Borgarspít- alanum á faraldsfræði slasaðra í umferðarslysum í Reykjavík 1974 til 1993 sýna að slösuðum fækkaði hlutfallslega á fyrri hluta tímabils- ins, samkvæmt ágripi í Læknablað- inu af erindi Brynjólfs Mogensens jrfirlæknis. Mikil aukning varð aftur á árunum 1986 til 1991 og hélst það óbreytt á árunum 1992-1993. Brynjólfur segir að látnum og alvar- lega slösuðum í umferðinni í Reykjavík hafí fækkað á síðastliðn- um 20 árum en nokkur Qölgun orð- ið á minna slösuðum. Athugun læknanna leiðir í ljós að innlögnum á sjúkrahús fækkaði um 44% á fyrri hluta þessa tíma- bils en seinni hlutann hafa þær haldist óbreyttar. Tvö- til þrefalt fleiri slys á Islandi? Þegar tölur um umferðarslys á íslandi eru bomar saman við opin- berar tölur á hinum Norðurlöndun- um kemur fram mikill munar á slysafjölda. Samkvæmt þeim eru skráð hlutfallslega mun fleiri slys á fólki hér en á hinum Norðurlönd- unum, hvort sem miðað er við íbúa- fjölda eða bílaeign. Tölurnar sýna að í Finnlandi og Danmörku eru 170-200 slasaðir á hveija 100 þús- und íbúa á árinu 1994, um eða yfir 250 í Svíþjóð og Noregi en 550 á íslandi. Ef miðað er við bflaeign eru 400 slasaðir á hveija 100 þúsund bíla í Finnlandi, 530-570 í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi en yfir 1.100 hér á landi. Niðurstaðan af þessum saman- burði er að samkvæmt opinberum tölum slasast tvöfalt eða þrefalt fleiri íslendingar í umferðarslysum en gengur og gerist á hinum Norð- urlöndunum. Slösuðum og látnum hefur fækk- að á öllum Norðurlöndunum frá 1989 nema á íslandi og í sumum löndunum verulega, hvort sem litið er á slysafjöldann hráan eða tekið mið af íbúaíjölda. í skýrslu fram- kvæmdanefndar um aukið umferð- aröryggi kemur'fram að Norður- landaráð lagði til á árinu 1988 að Norðurlandaþjóðirnar settu sér ákveðin markmið um fækkun um- ferðarslysa. Það hafi allar þjóðirnar gert, nema íslendingar, og á fyrstu fjórum árum tímabilsins hafi Danir, Svíar og Norðmenn náð að fækka slýsum um 15%. Ákvað ríkisstjórnin í vor að leggja fram þingsályktunar- tillögu um aðgerðir með það að markmiði að fækka alvarlegum umferðarslysum um 20% fram til aldamóta. Gagnrýni á skráningxina Því er haldið fram að tölurnar séu ekki marktækar til samanburð- ar milli landa. Örn Þorvarðarson og Óli H. Þórðarson hjá Umferðar- ráði telja að eftir því sem þjóðimar eru fjölmennari þeim mun óná- kvæmari sé skráningin. Hér á landi sé mun auðveldara að afla upplýs- inganna og það skýri þann mikla mun sem sé að opinberum tölum ALMENNT er talið að orsakir umferðarslysa megi oftast rekja til ökumannanna sjálfra. I fram- kvæmdaáætlun um aukið um- ferðaröryggi eru birtar tölur frá Noregi þar sem fram kemur að rekja megi 75-95% slysa til ökumanna, 2-20% til umferðar- mannvirkja og 3-5% til öku- tækja. Hins vegar er kostnaður- inn minnstur við mannlega þátt- inn í fyrirbyggjandi aðgerðum. I áætluninni sem ríkissljórnin hefur samþykkt er gert ráð fyr- ir að margir aðilar þurfi að sam- ræma aðgerðir og að gert verði heildarskipulag sem leiði til bætts umferðaröryggis með það að markmiði að alvarlegum slys- um fækki um 20% fram til alda- móta. Fram kemur að áætlað er að umferðarslys kosti þjóðfé- lagið 5-7 milljarða kr. á ári. Hagfræðistofnun Háskólans vinnur nú að umfangsmeiri at- hugun á því máli. Fyrirhugað er að vinna að forvörnum á ýmsum vígstöðvum, bæði með fræðslu, löggjöf og löggæslu, umferðarmannvirkjum og á annan hátt. í samtölum við menn um um- ferðarslys hér og í nágranna- löndunum nefna flestir tvennt. Annars vegar hvað fslendingar eru harðir og tillitslausir í um- ferðinni, með öðrum orðum hvað umferðarmenningin er oft á lágu plani, og hins vegar van- þróaðri umferðarmannvirki en víða erlendis. Sumir telja eðli- legt að hér séu fleiri slys vegna veðurfarsins en Orn Gústafsson, framkvæmdasljóri einstaklings- trygginga hjá Vátryggingafé- lagi Islands, bendir á að þótt fleiri árekstrar verði yfir vetur- inn séu slys á fólki tíðari yfir sumarið. Telur hann að hraðinn hafi þar afgerandi áhrif. Oli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, og Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, telja að umferðar- mannvirki, til dæmis í Reykja- vík, séu talsvert á eftir því sem gerist í sambærilegum borgum erlendis. Og Óli bendir á Reykja- nesbrautina og að aukning á bundnu slitlagi á þjóðvegum hafi leitt til hraðari aksturs og alvarlegri slysa. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri neitar því að gatnakerfið sé van- þróað. Umferðarteppur séu ekki algengar í Reykjavík. Hann seg- ir að á undanförnum árum hafi margt verið gert til útbóta. Til séu ákveðnar viðmiðanir um það hvenær rétt sé að setja upp mis- læg gatnamót sem dæmi og sé Reykjavíkurborg ekki þar á eft- ir tímanum. Þá séu umferðarljós hér ekki algengari en eðlilegt þyki í borgum af sömu stærð í nágrannalöndunum. T ryggingafélögin eiga mik- illa hagsmuna að gæta í umferð- inni, eða öllu heldur greiðendur iðgjaldanna. Félögin hafa lagt nokkurt fé í forvarnir og verið er að ræða um stærra átak í tengslum við umferðaröryggis- áætlunina, að sögn Þórhalls Ól- afssonar; formanns Umferð- arráðs. Orn Gústafsson bendir á að VÍS hafi lagt mikið fé í fræðslu fyrir unga ökumenn og barnabílstóla og fleiri atriði. Og hann telur að félagið sé farið að sjá árangur af þessu starfi. Aðeins hluti slysa í tölum lögreglu um slys á íslandi og í nágrannalönd- unum. Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs, telur samanburð á umferðarslysum hér og á hinum Norðurlöndunum óraunhæfan. Hann efast um nákvæmni lögreglu- skýrslna, segir að þrýstingur sé á lögreglumenn að telja frekar fleiri slasaða en færri vegna hugsanlegra bótakrafna á tryggingafélagið. Þá séu slysatölurnar ekki tölfræðilega marktækar vegna þess hvað lög- regluskýrslur taka yfir lítinn hluta raunverul'egra umferðarslysa. Lítum aðeins á þessi atriði. Á öllum Norðurlöndunum eru opinber- ar tölur um umferðarslys unnar upp úr lögregluskýrslum og flokkunin er samræmd. Fram kemur hjá Erni Þorvarðarsyni að vegfarendur eru ekki skráðir slasaðir nema þeir hafi með sannanlegum hætti verið fluttir á sjúkrahús, slysadeild eða heilsu- gæslustöð. Eða þá að við- komandi mæti á lög- reglustöð og gefí skýrslu um að hann hafi þurft að leita lækn- is. í slysaskýrslu Umferðarráðs um umferðarslys kemur fram að und- anfarin ár hefur verið notuð alþjóð- leg skýring á slysum og þau fiokk- uð eftir því í mikil og lítil meiðsli. Samkvæmt þessari flokkun á ekki að skrá það sem slys með meiðslum þótt viðkomandi sé fluttur til lækn- is (á sjúkrahús) og fái að fara heim án aðgerðar, eða þótt viðkomandi verði fyrir taugaáfalli eða kvarti undan meiðslum, ef ekki kemur til læknismeðferðar. Sama gildir um það ef maður hruflast, en fer ekki til læknis. Það er örugglega vandasamt fyr- ir starfsmann Umferðarráðs að flokka meiðslin eftir því hve alvar- leg þau eru enda bendir Haraldur Sigþórsson á að skilgreiningin sé ekki nógu einföld. í grein Í Árbók Verkfræðingafélags íslands 1993/94 vekur hann athygli á því að mikið slasaðir menn geti verið mjög mismunandi illa farnir. Þeir geti hafa dáið seinna en mánuði eftir slysið eða fingurbrotnað á litla fingri. Telur hann að mörgu leyti eðlilegra að miða við næturlanga dvöl á sjúkrahúsi._ Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögegluþjónn í Reykjavík, segir að samkvæmt umferðarlögum beri fólki skylda til að tilkynna lög- reglu ef það verður fyrir meiðslum í umferðaróhöppum. Lögreglan geti ekki annað en tekið fólk trúanlegt. Hann segir að vitað sé um þá sem fluttir eru á slysadeild. Framhalds- skýrsla sé síðar tekin af þeim sem kvarta undan eymslum án þess að talin sé ástæða til að flytja þá á slysadeild og þá komi í ijós hvort fólkið hafí slasast. Ómar Smári tel- ur að upplýsingar um fjölda slas- aðra í umferðarslysum sem fram komi í lögregluskýrslum séu nokkuð áreiðanlegar. Hins vegar sé lögregl- an ekki alltaf kölluð til þó umferðar- slys verði. Mikill munur hjá skrásetjurum Mikill munur er á fjölda slasaðra milli skýrslna lögreglunnar, sjúkra- húsa/heilsugæslustöðva og trygg- ingafélaga. Mun fleiri Ieita læknis- hjálpar vegna umferðarslysa en fram kemur í lögregluskýrslum. Síðan krefjast ekki nærri allir bóta hjá tryggingafélögunum þó þeir hafi leitað til læknis. __________ Sem dæmi um þennan mun má nefna að á árinu 1994 skráði lögreglan í Reykjavík 538 slys í um- ferðinni, sem þýðir að yfir 850 vegfarendur hafa slasast, en á slysadeild Borgarspítalans komu 1.350 Reykvíkingar vegna umferðarslysa. Tölur um þá lands- menn alla sem kröfðust slysabóta hjá tryggingafélögunum eru Iitlu hærri en fjöldi þeirra sem kom á slysadeild Borgarspítalans eftir umferðarslys og á þá eftir að bæta við upplýsingum frá öllum öðrum sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og læknum. Tryggingafélögin greiddu liðlega 2.500 Islendingum bætur og þar sem væntanlega innan við helmingur þeirra er úr Reykja- Rétt skráning er undirstaða úrbóta vík sést að ekki hafa nærri allir krafist eða átt rétt á bótum. Þessi samanburður er óvísindalegur og sýnir aðeins mun á skráningu slysa, eftir því hvar og hvenær hún fer fram. í slysaskýrslu Umferðarráðs kemur fram su skoðun að vanskráð séu slys þar sem um er að ræða lítil meiðsli. Ómar Smári Ármanns- son segir að misræmi milli skrán- ingaraðila helgist af stórum hluta af mismunandi forsendum sem unn- ið er eftir. Hluti af þeim mun sem fram komi milli lögreglu og Borgar- spítala skýrist af því að fólk meið- ist utan umdæmis lögreglunnar. Þá sé lögreglan mjög oft ekki kölluð til þegar eitt farartæki eigi hlut að máli, svo sem þegar fólk klemmist á hurð eða dettur af reiðhjóli, þó læknir skrái það sem umferðarslys. _________ Loks telur hann að marg- ir, einkum eldra fólk, harki af sér fyrst eftir slys en verði svo að fara seinna til læknis. .... Viðurkennir Ómar Smári að það sé slæmt að ekki séu öll slys skráð því það sé forsenda þess að hægt sé að vinna skipulega að endurbótum í umferðarmálum. Auður Þóra Árnadóttir sem annast slysaskráninguna hjá Vegagerðinni er sömu skoðunar. Telur hún mikil- vægt að skrá upplýsingar um stærri hluta þeirra sem slasast í umferðar- slysum með því að bæta upplýsing- um frá sjúkrahúsum og trygginga- félögum við það sem lögreglan skráir. Með því sé hægt að bæta upplýsingar um vegakerfið og vinna betur að umbótum. Er hún bjartsýn á að breytingar fari að sjást i þessu efni. Meirihluti slysa ekki með í opinberum tölum Augljóst er að sú staðreynd að stór hluti umferðarslysa er ekki til- kynntur til lögreglu rýrir mjög áreiðanleik opinberra slysatalna. Ekki er vitað fyrir víst hve stór hluti slysanna er tilkynntur til lög- reglu en rannsóknir hérlendis og erlendis sýna að tiltölulega lítill hluti þeirra kemst til skila með lög- regluskýrslum. Athuganir sem gerðar hafa verið, meðal annars af landlæknisembætt- inu og Bjarna Torfasyni lækni, leiða í ljós að lögreglan er aðeins kölluð til í 30-40% óhappatilvika, sam- kvæmt upplýsingum Ólafs Ólafs- sonar landlæknis. Hann telur einnig að skráning lögreglu sé nokkuð misjöfn milli landa, þó reynt hafí verið að samræma hana. Landlækn- ir vísar einnig til erlendra rann- sókna, í Svíþjóð, Bretlandi og Dan- mörku, sem sýna að aðeins 28-36% þeirra sem slasast í umferðarslysum eru skráðir af opinberum aðilum og í dönsku rannsókninni kemur fram að aðeins 66% þeirra sem slas- ast það alvarlega að þeir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús skila sér inn í opinberar slysatölur. Starfsmenn Umferðarráðs telja að munur á tölum aðila um slys hafi minnkað hér á landi á síðustu þrem- ur árum vegna þess að lögreglan hafi gert skýrslur um fleiri slasaða vegfarendur en áður. Skráning alvarlegri slysa áreiðanlegri Eftir því sem slysin eru alvar- legri eru meiri líkur á að um þau --------- séu gerðar lögreglu- skýrslur og að saman- burður milli landa sé því raunhæfari í alvarlegum slysum en þeim minni. “Hafa verður þann fyrir- vara að flokkunin er gölluð, eins og áður er vikið að, vegna þess hvað þeir sem taldir eru mikið slas- aðir geta verið misjafnlega illa farn- ir. Margir telja að dauðaslysin eða fjöldi látinna sé það eina sem hægt er að bera saman milli landa. Ólaf- ur Ólafsson landlæknir er til dæmis þeirrar skoðunar. Til greina kæmi einnig að bera saman þá sem leitað hafa til læknis vegna umferðarslysa eða verið lagðir á sjúkrahús. Land- læknir segir að slíkar upplýsingar séu vel skráðar hér á landi en erfið- ara með samanburð við önnur lönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.