Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Stórbýlastefna -
Eyðibýlastefna
FÁIR bændur —
Stórir bændur! Þetta
slagorð í kratastíl sýn-
ist á góðri leið með
að verða inntakið í ís-
lenskri landbúnaðar-
stefnu. Hann hefir
ekki farið fram hjá
neinum, hamagangur
þessa síminnkandi
stjómmálaflokks, Al-
þýðuflokksins, gegn
íslenskum landbúnaði
og bændum, þá sér-
staklega sauðfjár-
bændum, sem miklum
óþurftarmönnum ís-
lensks efnahagslífs.
Þar fyrir skal viður-
kennt að landbúnaðarkerfi okkar,
eins og það hefur verið byggt upp
á undanförnum áratugum með
óhóflegri miðstýringu, kvótafarg-
Við þurfum breytingar,
segir Sigurlaug
Bjamadóttir, en ekki
breytingu sem yrði í
reynd eyðibýlastefna.
ani og óheyrilegum milliliðakostn-
aði, hefir reynst óhagkvæmt og allt-
of dýrt bæði fyrir bændur sjálfa og
þjóðarheildina og þarf breytinga við.
Hvað gerðist?
Um ára og áratugabil voru
bændur hvattir af stjómvöldum til
að stækka búin, byggja stærri fjár-
hús og fjós — auka framleiðsluna
með styrkjum og hagkvæmum lán-
um sem margir kiknuðu þó undir.
En meðan þessi bjartsýni og rausn
ríkti af hálfu stjómvalda í garð
landbúnaðarins var hins vegar, illu
heilli, sofíð á verðinum í markaðs-
málum, lítt eða ekkert hirt um al-
vömleit að mörkuðum fyrir stór-
aukna framleiðslu. Birgðir söfnuð-
ust upp, kjötfyallið varð tíl.
Þá var bændum skipað að
fækka, draga saman, og þegar
sýnt var að það dugði ekki til var
skellt á kvótakerfinu, sem kom
þannig út að margir bændur sem
hlýðnast höfðu tilskipun um fækk-
un búfjár stóðu uppi
með smærri bú en líf-
vænlegt gat talist á
meðan hinir, gjaman
þeir sem fjárflestir
voru, virtu hana að
vettugi, komust upp
með það og stóðu
keikir eftir sem áður.
Framkvæmdin, að því
er best varð séð, eftir-
litslaus skrifborðs-
ákvörðun, sem bitnaði
helst á þeim sem síst
máttu við skerðingu.
Og, að auki, án nokk-
urs tillits til landkosta,
hvort hætta væri á
ofbeit eða gott og van-
nýtt haglendi til staðar.
Vegið í
sama knérunn?
Nú virðast teikn á lofti um að
samkvæmt nýjum búvörusamningi
eigi með stjórnvaldsaðgerðum að
vega í sama knérann. Framleiðslu-
réttur smærri fjárbænda skal flutt-
ur til hinna stærri. Ljóst er að það
myndi þýða stórkostlega fækkun
bænda og um leið verulega byggða-
röskun til viðbótar þeirri sem þegar
er orðin. Varla er hægt að ímynda
sér að nokkur venjulega þenkjandi
íslendingur vilji taka slíka þróun
sem góða og gilda, nema kannski
hinir forhertustu meðal krata með
sína draumsýn um fáein risabú í
hverri sveit með yfirgefin eyðibýli
á báðar hendur. — Hvað um mann-
leg samskipti — og hvað um sjálfa
ásýnd landsins?
Að snúa dæminu við
í ágætri grein í Tímanum 3.
okt. sl. eftir Torfa Guðbrandsson
fyrrv. skólastjóra í Árneshreppi á
Ströndum er velt upp ýmsum hlið-
um á vanda sauðfjárbænda. Hann
spyr hvort ekki mætti eins snúa
dæminu við í búvörusamningnum
og færa framleiðslurétt frá fjár-
flestu bændunum (þeir gerast all-
margir með 5oo-l.ooo eða þar yfir)
til hinna smærri sem nú stendur
til að kaupa burt af jörðum sínum.
Stefnuræða Davíðs
Það mun viðtekin skoðun (jafn-
vel í sjálfum Bandaríkjunum með
Sigurlaug
Bjamadóttir
sína stóm mælikvarða) að í land-
búnaði séu miðlungsbúin hag-
kvæmari en stórbúin, mörg sliguð
af skuldum vegna gífurlegra fjár-
festinga. Það liggur beint við að
vitna í þessu sambandi til stefnu-
ræðu forsætisráðherra, Davíðs
Oddssonar, á Alþingi nýverið að
helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins
felist í litlum eða meðalstórum
fyrirtækjum. Skyldi það ekki líka
eiga við um búskap í sveit? Megum
við ekki vænta þess að stefnu-
mörkun í íslenskum landbúnaði til
framtíðar verði einmitt í þessum
anda — með jafnvægi byggða og
frjálsa, sjálfbjarga bændastétt að
markmiði?
Því markmiði verður ekki náð
fyrr en markaðsmálin eru komin í
viðunandi horf og kjötfjallið hverf-
ur. Þótt markaðsleit erlendis hafi
hingað til skilað minni árangri en
vonir stóðu til er óþarfí að fyllast
vonleysi og uppgjöf, sbr. grein Sig-
hvats Björgvinssonar í Mbl. á dög-
unum í sama hallærisdúr og annað
sem frá krötum kemur um landbún-
aðarmál. Við þurfum einfaldlega
að herða róðurinn í stað þess að
leggja árar í bát.
Það kemur líka að því að íslend-
ingar sjálfir læri á ný að meta
lambakjötið okkar, besta kjöt í
heimi, þótt þjóðin hafi um sinn fall-
ið fyrir hamborgurum, pizzum og
pöstum. Hér eiga íslensk veitinga-
hús og matreiðslumenn stóm hlut-
verki að gegna.
Hvað gerir
Búnaðarþing?
Búnaðarþing kemur saman til
fundar þessa dagana vegna hins
nýja búvörasamnings. Bændur
munu þar ráða ráðum sínum, vega
og meta kosti samningsins og
galla. Niðurstöðu þessa fundar er
því beðið með nokkurri eftirvænt-
ingu.
Það er ljóst að ýmsar breytingar
á skipan okkar landbúnaðarmála
eru óhjákvæmilegar. Við þurfum
breytingar en ekki byltingu sem
yrði í reynd eyðibýlastefna, rang-
hverfan á stórbýlastefnu krata (og
það eru til kratar í öllum flokk-
um).
Hér er meira í húfi en kann að
virðast við fyrstu sýn. Það varðar
því miklu að við undirbúning og
alla framkvæmd væntanlegra
breytinga verði farið að með var-
fæmi, sveigjanleik og skilningi á
eðli málsins. Mannleg verðmæti og
íslensk þjóðmenning er í veði.
Höfundur er fyrrverandi alþingis-
muður.
Hverjir eiga heima
í Seltirningabók?
ÓLAFUR Björg-
úlfsson tannlæknir
ritar grein í Morgun-
blaðið 29. september,
þar sem hann kvartar
undan því, að forfaðir
hans, Eggert Bjarna-
son, Pálssonar land-
læknis skuli ekki vera
nefndur í Seltiminga-
bók, sem út kom árið
1991..
I Seltimingabók er
kaflinn Jarðir og ábú:
endur á Framnesi. í
þeim kafla eru nefnd-
ar jarðir og hjáleigur
á Nesinu, ábúendur
þeirra, þ.e. húsbændur og húsfreyj-
ur, frá því um 1700 og þangað til
búskapur lagðist af og jörðunum
var skipt upp í lóðir undir glæsi-
hús. Tilgangur þessa kafla var sá
að gefa núverandi íbúum kost á
vita eitthvað um sögu þess land-
svæðis, sem þeir hafa reist hús sín
á. Þar hefði fólk verið að bjástra
við búskap og útgerð á fyrri öldum.
íbúar við Tjamarstíg geta t.d kom-
izt að því, að þar var áður kotið
Tjarnarhús, hjáleiga hjá stórbýlinu
og um tíma biskups-
setrinu Lambastöðum.
í áðurnefndum kafla
eru Bjarni Pálsson
landlæknir og Rann-
veig Skúladóttir kona
hans að sjálfsögðu
nefnd sem ábúendur á
jörðinni Nesi. Hins
vegar er ekki fjallað
um læknisferil Bjama
eða rakin ævisaga
hans að neinu marki,
enda var það ekki ætl-
unin. Seltirningabók er
ekki ævisögurit eða
ættfræðirit. Aðeins í
einstaka tilvikum er
getið bama ábúendanna og þá
helzt, ef þau komu við sögu í mál-
efnum Seltirninga eða máttu heita
landskunn. En þá eram við komin
að mistökum þeim, sem snertu Ólaf
skólabróður minn svo illa fyrir fjór-
um áram og hafa greinilega setið
í honum síðan. í Seltirningabók
segir, að af börnum Bjama og
Rannveigar, sem vora sjö, hafí að-
eins tvær dætur átt afkomendur.
Þarna gleymdist Eggert Bjamason,
sem ekkert kom við sögu Seltirn-
Við þessum mistökum
er ekkert annað að gera,
segir Heimir Þorleifs-
son, en að biðja Ólaf
Björgúlfsson og
ættboga hans allan
velvirðingar.
inga, fluttist þaðan á brott 8 ára,
en átti fjölda bama með tveimur
konum. Við þessum mistökum er
ekkert annað að gera en biðja Ólaf
Björgúlfsson og ættboga hans allan
velvirðingar. Þeim má hins vegar
vera það nokkur huggun, að vilji
menn leita upplýsinga um ævi og
afkomendur Bjama landlæknis
hafa menn í miklu ítarlegri rit að
leita en Seltirningabók. Þar er sér-
staklega að nefna ævisögu Bjama
eftir Svein Pálsson lækni, tengda-
son hans.
Höfundur er sagnfræðingvr.
Heimir Þorleifsson
Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur, 10. október
Geðheilbrigði -
góð fjárfesting
ÞRATT fyrir stór-
stígar framfarir vantar
enn mikið á að geðsjúk-
ir njóti fulinægjandi
þjónustu og meðferðar.
Því hafa Alþjóðasam-
tök geðvemdarfélaga
og Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin gengist fyrir
því, að heilbrigðisyfir-
völd í hveiju landi
gerðu 10. október að
alþjóðlegum geðheil-
brigðisdegi. Nú hefur
heilbrigðismálaráð-
herra, frú Ingibjörg
Pálmadóttir, ákveðið
að þessi dagur skuli
einnig á íslandi vera sérstaklega
helgaður geðhéilbrigðismálum.
Ákvörðun ráðherra er mjög mikil-
væg fyrir geðsjúka og"iðstandendur
þeirra til þess að vekja athygli á
vanda þeirra og nauðsyn þess að
úr verði bætt.
Þróun geðheilbrigðisþjónustu
Á síðustu þijátíu áram hefur geð-
heilbrigðisþjónustan gjörbreyst hér
á landi. í stað sérstaks geðsjúkra-
húss eru nú komnar geðdeildir við
stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og á
Akureyri. Með byggingu geðdeildar
Landspítalans lauk formlega að-
skilnaði geðlækninga frá öðrum sér-
greinum lækninga. Þá var stigið
mjög stórt skref til að eyða fordóm-
um gegn geðsjúkum með því að
þeir gátu sótt meðferð á sama
sjúkrahús og aðrir sjúklingar. Áður
höfðu verið tekin minni skref í sömu
ástæðu örorkunnar.
Stór hluti annarra ör-
yrkja hefur einnig geð-
traflun, sem eykur ör-
orku þeirra. Það er því
mikið í húfí fyrir ein-
staklingana og þjóðar-
búið að sjúklingamir
fái góða meðferð nógu
snemma, nógu lengi og
samfellt, til að koma í
veg fyrir örorku eða
aðrar alvarlegar afleið-
ingar sjúkdómannna.
Kostnaður
Þrátt fyrir að geð-
traflanir séu algeng-
ustu sjúkdómar sem hijá fólk á
besta aldri og gera megi ráð fyrir
að 40—50 þús. Islendingar hafí ein-
hveija geðtruflun á hveijum tíma,
fóru á árinu 1992 lauslega áætlað
ekki nema 1,8 milljarðar króna eða
5,2% af útgjöldum heilbrigðisþjón-
ustunnar til meðferðar þessa sjúkl-
ingahóps. Óbeinn kostnaður er þó
sennilega miklu meiri. í Bandaríkj-
unum hefur verið áætlað að árlegur
kostnaður vegna geðklofa sé um 65
milljarðar dala, þar af beinn með-
ferðarkostnaður um 18,6 milljarðar.
Umreiknað og miðað við fólksfjölda
ætti meðferðarkostnaðurinn hér á
landi fyrir þennan eina sjúklingahóp
að vera um 1,3 milljarður króna.
Mikið vantar á að svo sé. Ef hægt
er að bæta meðferðina með auknum
íjárframlögum, ættu þau að skila sér
margfalt í minni óbeinum kostnaði
og aukinni framleiðni þjóðarbúsins.
Tómas Helgason
Geðtruflanireru meðal Fjárskorturogiok.nirdeiida
algengustu sjúkdóma,
segir Tómas Helgason,
en með réttri meðferð
er hægt að bæta flesta.
átt, fyrst með því að geðsjúklingar
voru teknir til endurhæfingar að
Reykjalundi og síðar með opnun
geðdeildar Borgarspítalans.
Sjúkrarúmum hefur fækkað, en
í þeirra stað eru komin meðferðar-
heimili, dagdeildir og umfangsmikl-
ar göngudeildir. Þá hefur sjálfstætt
starfandi geðlæknum og sálfræð-
ingum flölgað veralega. Geðfatlaðir
hafa fengið húsnæði á vegum hús-
sjóðs Öryrkjabandalagsins, félags-
málastofnana og svæðisstjóma.
Geðvemdarfélag Islands, Geðhjálp,
Rauði kross íslands og Kiwanis-
hreyfíngin veita geðsjúkum einnig
mikilvæga aðstoð. Þrátt fyrir þetta
vantar vemlega á að geðvemd sé
nægjanlega sinnt og að geðtruflanir
séu nægjanlega vel greindar og
meðhöndlaðár.
Sjúkdómar ungs fólks
Þó að geðsjúkdómar séu algengir
á öllum aldri, eru þeir hlutfallslega
miklu algengari meðal yngra fólks
en aðrir sjúkdómar sem þarfnast
sérfræðilegrar meðferðar. Þetta sést
meðal annars á því, að árið 1993
vora 70% sjúklinga á geðdeild
Landspítalans undir fimmtugsaldri,
en á lyflækningadeild spítalans vora
aðeins 23% undir þessum aldri og
35% á handlækningadeild.
Geðtraflanir era meðal algeng-
ustu sjúkdóma. Með réttri meðferð
er hægt að bæta flesta. En stundum
tekst það ekki og sjúkdómurinn leið-
ir til örorku. Einnig era dánarlíkur
þeirra sem fá geðsjúkdóma auknar,
einkum í byijun, og era þeir aðalor-
sök sjálfsvíga meðal ungs fólks.
Vegna þess hve sjúkdómarnir era
algengir meðal yngra fólks, verður
öryrkjahópurinn stór. Um fjórðung-
ur þeirra, sem fá fullan örorkulíf-
eyri, hefur geðtraflun sem aðal-
Geðlækningar era tímafrekar og
aðallækningatækin era vel menntað
og þjálfað starfsfólk. Hátækni sem
mikið kveður að við meðferð ann-
arra sjúkdóma, skiptir tiltölulega
litlu i meðferð geðsjúkra. Þunglyndi
verður ekki læknað með línuhraðli
og hugvillur verða ekki læknaðar
með holsjá.
Þekking og þjálfun góðra starfs-
manna og tími sem þeir geta verið
með sjúklingunum skiptir öllu máli,
auk réttrar lyfjameðferðar. Því skýt-
ur það skökku við, að fé skuli svo
naumt skammtað að ekki skuli vera
hægt að ráða þann lágmarksmann-
afla til starfa sem heimilað var fyr-
ir fimmtán áram. Á þessu ári tók
steininn úr, þegar loka varð í sex
vikur 58 af 84 rúmum á bráðadeild-
um geðdeildar Landspítalans vegna
fjárskorts, auk bamageðdeildar og
annarra geðdeilda. Þetta Ieiddi til
ómældra óþæginda fyrir sjúkling-
ana og aðstandendur þeirra, auk
ofurálags á starfslið þeirra deilda
sem vora opnar. Slíkt má ekki end-
urtaka og er vonandi að þeir sem
fjárveitingum ráða sjái til þess.
Framtíðar geðvemd
Ætla má að geðlæknar sjái um
8.000 sjúklinga á ári. Tölur um
lyfjasölu á árinu 1994 benda til, að
5% landsmanna fái daglega einn
skilgreindan dagskammt af geðlyfj-
um öðram en svefnlyfjum. I Reykja-
vík er aðeins fímmtungi þessara
lyfja ávísað af geðlæknum. Sam-
kvæmt þessu má gera ráð fyrir að
30—40% þeirra, sem þurfa aðstoð
vegna geðtraflana á hverju ári, fái
einhveija úrlausn, en því miður oft
ófullnægjandi. Þeir sem verða út
undan era m.a. böm, unglingar og
foreldrar þeirra, þ.e.a.s. ungt fólk
með miklar tilfínningalegar truflanir,
kviða og depurð, sem háir því í starfi
og einkalífí. Geðvemd framtíðarinn-
ar felst í að veita þessu fólki góða,
samfellda meðferð og aðstoð núna.
Höfundur er prófessor í geðlækn-
isfræði við H&skóla tslands ogfor-
stöðulæknir geðdeildar Landspít-
alans.------—--------