Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Stefnumótun í
búsetumálum
geðfatlaðra
Loftur Reimar
Gissurarson
Búsetuvandræði eru
eitt höfuð- vandamál
fatlaðra sem leita til
Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra í Reykja-
vík. í dag eru 220
manns á biðlista eftir
húsnæði hjá Svæðis-
skrifstofu Reykjavíkur,
þar af eru 60 geðfatlað-
ir skjólstæðingar. Fleiri
og fleiri geðfatlaðir ein-
staklingar leita til skrif-
stofunnar í þeirri von
að fá þak yfír höfuðið.
Alls sóttu 105 geð-
fatlaðir einstaklingar
um búsetu hjá Svæðis-
skrifstofu Reykjavíkur
á tímabilinu 1980-1993
(1). Árið 1994 hafði einungis tekist
að leysa um 60 af þessum málum,
ýmist með beinu búsetuúrræði á veg-
um skrifstofunnar eða fundin var
hentug búseta í samvinnu við aðrar
stofnanir (2). Þess ber að geta að
höfuðvandinn við að koma til móts
við búsetuþarfír fólks felst ekki í
húsnæðinu sjálfu heldur í skorti á
rekstrarfé fyrir stöðum starfsmanna
til að veita nauðsynlega aðstoð.
Samkvæmt skýrslu samstarfshóps
Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, Hús-
sjóðs Öryrkjabandalagsins og Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkurborg-
ar voru 227 geðfatlaðir einstaklingar
í þörf fyrir viðunandi búsetuúrræði
árið 1994 í Reykjavík (3). Eftir því
sem vitað var, reyndust: 38 einstakl-
ingar á götunni, 12 bjuggu á gisti-
heimilum, 134 í óöruggu húsnæði
og 43 á áfanga- og langlegudeildum.
Á móti hverri konu reyndust þrír
karlar á listanum í búsetuhallæri en
það gerðist hlutfallslega helmingi
sjaldnar að konur enduðu á gisti-
heimili eða á götunni en að karlar
gerðu það.
í dag rekur Svæðisskrifstofa
Reykjavíkur eitt sambýli fyrir geð-
fatlaða með næturvalrt. Áuk þess
veitir skrifstofan um 15 geðfötluðum
einstaklingum þjónustu í 10 félags-
legum íbúðum í formi frekari lið-
veislu. Annað sambýli fyrir geðfatl-
aða er að taka til starfa um þessar
mundir en þar verður ekki nætur-
vakt. Um þessar mundir standa
Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Hús-
sjóður Öryrkjabandalagsins og Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
að sameiginlegu átaki í búsetumálum
geðfatlaðra. Þróunin hefur verið í
þá veru að bjóða geðfötluðum sem
og öðrum fötluðum sem búa á sam-
býlum og/eða í foreldrahúsum upp á
einstaklingsíbúðir eða íbúðir með
öðrum og þeim veitt nauðsynleg að-
stoð.
Hið breiða blik
Stefnan í búsetumálum fatlaðra
hjá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur er
fjölbreytni í úrræðum; að geta boðið
sem flestum skjólstæðingum upp á
búsetuúrræði eftir þörfum og óskum
hvers og eins. Við höfum kallað þessa
framtíðarsýn Breiðablik og lítum svo
á að hér sé um framhald að ræða
af hugmyndafræðinni um blöndun
(normalíseringu). I framtíðinni verður
vonandi hægt að bjóða einstaklingum
upp á fleiri úrræði og þá af margvís-
legri toga en nú tíðkast.
Nýverið hefur verið gerður þjón-
ustusamningur milli Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra í Reykjavík
og Félagsmálaráðuneytisins annars
vegar og Geðhjálpar hins vegar um
rekstur áfangastaðar sem mótaður
er að þörfum geðfatlaðra einstakl-
inga með atferlisfrávik. Tíu einstakl-
ingar hafa nú fengið húsnæði á þess-
um áfangastað og um 30 til viðbótar
fá stuðningsþjónustu sem m.a. miðar
að því að aðstoða viðkomandi við að
komast i húsnæði.
Ljóst er að mikið vantar enn upp
á að þjónusta við geð-
fatlaða sé fullnægjandi.
Áfangastaðir nýtast
ekki sem skyldi þegar
varanleg búsetuúrræði
eru ekki til staðar. At-
hugum það sem vantar
strax í uppbyggingu á
þjónustu við geðfatlaða:
• Mikill skortur er á
hefðbundnum sambýl-
um með næturvakt fyr-
ir fólk sem er illa sjálf-
bjarga vegna geðfötl-
unar.
• Það vantar fleiri
félagslegar íbúðir.
Einnig mætti gefa geð-
fötluðum kost á og
tækifæri til að eignast
eigin íbúð.
• Sumar íbúðir gætu verið í nánum
tengslum við geðsambýli. Þannig
skapast visst öryggi og minni
hætta er á félagslegri einangrun.
• Eins er þörf á sérbýlum, eða sam-
býlum þar sem hvert herbergi er
í raun íbúðarígildi með eldhúskrók
og snyrtiaðstöðu. Þessi lausn virð-
ist henta ýmsum geðfötluðum
skjólstæðingum.
• Af geðfötluðum í reiðileysi virðast
ýmsir vera vímuefnaneytendur.
Hefðbundnum úrræðum fylgja
skilyrði. Úrræði eins og gistiheim-
ili þar sem einungis væri boðið
upp á næturgistingu og menn
ættu aðgang að þrátt fyrir að
vera undir áhrifum myndi ekki
Mikið vantar enn upp
á, segir Loftur Reimar
Gissurarson, að þjón-
usta við geðfatlaða sé
fullnægjandi.
Staða geðverndar-
mála barna og unglinga
ÁSTÆÐA er til í
tengslum við alþjóð-
legan geðverndardag
10.10. 1995 að gera
nokkra grein fyrir
stöðu geðverndarmála
þegar um er að ræða
þjónustu við börn og
unglinga, sem eru jú
tæpur þriðjungur þjóð-
arinnar. Það er
skemmst frá því að
segja að sú þjónusta
sem heilbrigðiskerfið
hefur upp á að bjóða
fullnægir á engan hátt
þeirri þörf sem er til
staðar. Því miður er
það ekki svo að önnur
Valgerður
Baldursdóttir
un deildanna og losað-
ur þannig mannafli
upp á tvo til þijá fag-
menn til þess að sinna
göngudeildarþjónustu
fyrst og íremst. Eftir
sátu deildirnar með
mjög lítinn sérhæfðan
starfskraft.
Sú þróun hefur átt
sér stað alls staðar í
sjúkrahúskerfinu að
legutími hefur styst og
stærri hluti þjón-
ustunnar fer fram án
þess að um sólar-
hringsinnlagnir sé að
ræða. Ýmis ný úrræði
hafa komið til á undan-
leysa vanda þessa fólks, en það
fengi a.m.k. gistingu og hægt
væri að fylgjast með því.
• Reynslan sýnir að sumir einstakl-
ingar eru það atferlistruflaðir og
ógnandi að þeir taka litlum sem
engum sönsum. Þetta fólk hlítir
ekki reglum eða skilyrðum, of-
sækir aðra og ögrar umhverfinu.
Það er tímaspursmál hvenær það
mun skaða aðra. Ekkert úrræði
er til fyrir þessa einstaklinga.
Sogn getur ekki tekið við þessum
mönnum því þeir hafa enn ekki
brotið af sér. Lítill vafí leikur á
því að hér þarf að koma til lokað
meðferðarheimili.
• Loks ber að nefna áfallahjálp fyr-
ir aðstandendur. Þegar geðfatlað-
ur einstaklingur verður alvarlega
veikur heima hjá sér lenda flestir
aðstandendur í stökustu vand-
ræðum við „apparatið". Mikil-
vægt er að hefjast handa við að
móta hugmyndir um sólarhrings
áfallahjálp fyrir aðstandendur þar
sem þeir geta haft aðgang að
teymi sem er í tengslum við lög-
reglu og geðdeildir og veitt getur
ráðgjöf og aðstoð við slíkar að-
stæður.
Það er alveg ljóst að úrræðin sem
eru fyrir hendi í dag eru alltof fá
og taka ekki til nema hluta af þeim
vandamálum og þörfum sem geðfatl-
aðir hafa og aðstandendur þeirra.
Hið breiða blik þarf að koma til —
til að mæta ólíku fólki og ólíkum
þörfum. Ótalin eru öll þau verkefni
er tengjast dagvistarúrræðum, at-
vinnumálum og tómstundum geðfatl-
aðra, en þar er næstum óunnið verk-
efni fyrir höndum.
Höfuiidur er yfirsálfræðingur á
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra
í Reykjavík
kerfí sem koma að málefnum bama
geti bætt upp þá þjónustukreppu
sem ríkir J heilbrigðiskerfínu, því
þau eiga einnig fullt í fangi með
að sinna sínum hlutverkum.
Rétt er að gefa nokkra mynd af
þeirri einu stofnun sem ætlað er
að sinna geðheilbrigðismálum
bama, en það er Bama- og ungl-
ingageðdeild Landspítala. Deildin á
25 ára afmæli um þessar mundir.
Hún var sett á laggirnar einkum
til að mæta meðferðar- og vistunar-
þörf alvarlega veikra barna. Skipu-
lag hennar frá upphafí hefur verið
í samræmi við hina hefðbundnu
sjúkrahúsfyrirmynd, þar sem sjúkl-
ingurinn leggst inn til rannsóknar
og meðferðar og er síðan útskrifað-
ur með eftirfylgd í skamman tíma,
eins og gerist á þeim sjúkrahúsum
sem fást fyrst og fremst við líkam-
lega sjúkdóma. Stofnunin mætti
þeim vanda sem við var að etja
fyrir 25 árum, en fljótlega fór þörf-
in fyrir göngudeildarþjónustu fram
úr því sem hún gat annað með
góðu móti. Oft er þörf fyrir vinnslu
mála jafnvel til lengri tíma án þess
að innlögn sé nauðsynleg. í reynd
er þessi tegund þjónustu sú sem
heppilegust er í flestum málum sem
berast til stofnunarinnar, en ein-
göngu ætti að grípa til innlagnar
ef annað þrýtur. Þessi aukna ásókn
í göngudeildarþjónustu varð fljót-
lega til þess að dregið var af mönn-
förnum árum sem gerir þá þróun
mögúlega að nýta enn betur en
áður dýr sjúkrarými. Þetta hefur
einnig gerst þegar um böm og ungl-
inga er að ræða með geðræn vand-
kvæði. Áður dvaldi til dæmis viss
hópur bama oft lengi inni á deildun-
um, jafnvel allt upp í nokkur ár. í
dag fer þjónustan við sama hóp
oftast fram án innlagnar. Þetta
þýðir að undanfarin ár hefur gegn-
umstreymið um leguplássin aukist,
en eins og gefur að skilja kallar
það á aukinn mannafla, sem hefur
látið á sér standa.
Þjóðfélagsbreytingar undanfar-
inna 30 ára hafa haft í för með sér
aukið álag á líf bama. í nágranna-
löndum okkar hefur þjónusta, sam-
bærileg við þá sem hér um ræðir,
vaxið jafnt og þétt til að mæta
aukinni þörf einkum fyrir göngu-
deildarþjónustu, sem er og verður
minna sýnileg en almennt gerist
um þörf fyrir heilbrigðisþjónustu.
Bama- og unglingageðdeild Land-
spítalans er að mestu í sömu sporum
og fyrir 25 ámm, ef frá er talin
legudeild sem opnuð var fyrir ungl-
inga árið 1987. Hvorki sú deild, né
þær sem fyrir voru, hafa haft mann-
afla til að fylgja eftir nema hluta
þeirra sem lagst hafa inn á deildim-
ar. Enn þann dag í dag hafa ekki
komið stöðugildi sem sérstaklega
er ætlað að sinna göngudeildar-
vinnu, sem sýnir sig meðal annars
Barna- og unglingageð-
deild Landspítala er eina
stofnunin hér á landi,
segir Valgerður Bald-
ursdóttir, sem ætlað er
að sinna geðheilbrigðis-
málum bama.
í því að við komumst ekki í snert-
ingu við nema um tíunda hluta
þeirra bama sem nágrannaþjóðir
okkar telja nauðsynlegt að fái þjón-
ustu á svona göngudeildum, og
hafa þó upp á að bjóða umfangs-
meiri þjónustu við börn á öðmm
sviðum.
Bama- og unglingageðdeild hef-
ur hafíð innri skipulagsbreytingar
sem einkum snúast að því að aðlaga
flölda leguplássa þeim mannafla
sem við höfum til að sinna innlögð-
um bömum. Þetta þýðir í reynd
fækkun leguplássa. Eftir situr að
auka fjölda fagfólks til að sinna
göngudeildarstarfsemi. Hér er í
gangi mjög mikilvæg fagleg þróun
meðal annars hvað varðar þjónustu
við ofvirk'böm. Sú sérhæfíng sem
á sér þannig stað, fer að miklu leyti
fram í frítima starfsfólks. Við höf-
um ýtt þessari þjónustu úr vör, en
komum aðeins til með að sinna fá-
mennum hópi við núverandi að-
stæður. Margir fleiri hópar þurfa
sárlega á þjónustu að halda, svo
sem börn sem hafa orðið fyrir hvers
kyns ofbeldi, andlegu, líkamlegu og
kynferðislegu. Hér er mikill vilji til
að þróa sérhæfð meðferðartilboð
fyrir þessa hópa. Þjónustukreppan,
sem felst í vöntun á fleiri stöðugild-
um fagfólks, er því miður stað-
reynd, en það geta bæði samstarfs-
aðilar og foreldrar borið vitni um,
enda þótt málið sé þeim of við-
kvæmt til að bera það á torg.
Höfundur er yfirlæknir á Barna-
og unglingageðdeild Landspítala.
I Við byggjum upp fðlk
og fóUdð byggir upp fyrirtœkin I
Dale Carnegie® námskeiðið
kjálpcir þér að:
• Verða hœfari í starfi.
• Öðlast meiri eldmóð.
I
• Verða hetri í mannlegum samskiptum.
• Losna við áhyggjur og kvíða.
• Skerpa minnið.
• Verða hetri rœðumaður
• Setja þér markmið.
KYNNINGARFUNDUR
MIÐVIKUDAG KL. 20:30
AÐ SOGAVEGI 69, REYKJAVÍK
FJÁRFESTING í MENNTUN
SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
Innritun og
upplýsingar í síma:
Dale Camegie® þjálfunin
hefur nýst mér vel
bœði í starfi og með
fjöbkyldunni.
Eg skipulegg tima minn
betur en áour og afköstin
hafa aukist til muna.
Auk þess skilar þjálfunin
sér í meira sjálfsöryggi og
þar með meiri vellíðan.
Jón Sigfússon. Bóksali.
Á Dale Camegie® námskeiðinu
hlaut égþjálfun í að tjá mig af
einlægni og öryggi, vera ég sjálf.
Það hefur margfaldað árangur
minn í vinnu og i félagsstani.
Best var þó að uera leiðir tiíað
njóta þess að vera til.
Þetta erfrábær þjálfun.
Fríður Birna Stefánsdóttir.
Sölu- og markaðsstjóri.
I
I
5812411
r Dale Carnegie*
Þjálfun
Fólk-Árangw-Hagmður.
Einkaumboð á íslumli O STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolplisson
Mikill uppgangur hefur verið i
fyrirtækinu sem égstjóma og
þakka ég það m.a.
Dale CamegieíB námskeiðinu
sem égsótti. Hjá minu fyrirtceki
er öllum gefinn kostur á slíku
námskeioi þar sem mannleg
samskipti eru gifuriega mikuvæg
i allri þjónustustarfsemi.
Ómar Sigurðsson.
Iramkvœmdastjóri.
I