Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 35
+ Ingibjörg S. Jó-
hannesdóttir
fæddist á Hallbjarn-
areyri í Eyrarsveit
á Snæfellsnesi 12.
maí 1918. Hún Iést
á Borgarspitalanum
3. október síðastiið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðjón Jóhannes
Jónsson, bóndi, f.
29.7. 1893, d. 11.10.
1947 og Guðríður
Sigurðardóttir, f.
3.6. 1891, d. 17.9.
1985. Systir Ingi-
bjargar er Una, f.
3.1. 1924, búsett í Bandaríkjun-
um. Bróðir hennar var Magnús,
f. 13.4. 1928, d. 3.3. 1948.
Ingibjörg giftist Þórði I.
Þórðarsyni hinn 9. september
1945. Börn þeirra eru Jóhannes
í DAG er kvödd hinstu kveðju Ingi-
björg tengdamóðir mín og aðeins
ljúfar minningar koma upp í hugann
er ég hugsa til baka þau 35 ár sem
við höfum átt samleið, og er mér
efst í huga allar þær góðu viðtökur,
gestrisni og hlýhugur í minn garð
frá fyrstu tíð, og ekki var það verra
þegar við uppgötvuðum að við vorum
úr sömu sveit og höfðum um ýmis-
legt að ræða um menn og málefni
sem tengdust Grundarfirði.
Æskustöðvarnar voru svo ofarlega
í huga hennar. Inga, eins og hún var
kölluð, fluttist til Reykjavíkur rúm-
lega tvítug að aldri og vann hin
ýmsu störf. Hún giftist Þórði í. Þórð-
arsyni og áttu þau þrjú böm. Fljót-
lega byggðu þau sér sitt eigið hús-
næði á Sogavegi 152. Eftir nokkurra
ára hjúskap slitu þau samvistir. Um
Guðmundur, f. 1.
júní 1943, Huida
Magnea, f. 28. júní
1944, gift Þorvaldi
Þórðarsyni, og
Jóna Guðríður, f.
4. mars 1950, gift
Þorsteini Eyjólfs-
syni. Ingibjörg og
Þórður slitu sam-
vistir 1958. Ingi-
björg starfaði á
Alafossi á sínum
yngri árum, en síð-
ar vann hún í
Sænsk-íslenska
frystihúsinu og á
Kleppsspítalanum.
Hún bjó lengst af á Sogavegi
152 en hin síðari ár á Klepps-
vegi 28.
Utför Ingibjargar fer fram
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
þær mundir hófst mjög erfiður tími
í hennar lífí, þar sem hún var orðin
aðalfyrirvinna heimilisins, langur
vinnutími í erfíðri vinnu. Komu þá
enn betur í ljós þrautseigjan og seigl-
an, sem alla tíð einkenndu hana,
ásamt mikilli ábyrgðartilfínningu.
Móður sína tók hún að sér og sá um
hana í 37 ár. En með útsjónarsemi
og dugnaði gekk allt upp.
Inga var einstaklega róleg mann-
eskja, hafði yfirvegaða og hlýja
framkomu og gott var að vera í ná-
vist hennar. Eins og oft vill verða
þegar aldurinn færist yfir vill heilsan
bila. Fyrir nokkrum árum fór Inga
að fínna fyrir hjartabilun sem var
mjög slæm tvö síðustu árin og var
hún oft flutt upp á hjartadeild Borg-
arspítalans og dvaldi þar meira og
minna í sumar. Við aðstandendur
hennar þökkum læknum og hjúkrun-
arfólki góða umönnun.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Þorvaldur Þórðarson.
í dag kveðjum við ömmu og minn-
ingarnar um hana eru það eina sem
við eigum eftir og eru þær alla góðar.
Amma hugsaði alltaf fyrst um
aðra, hún var hógvær, hláturmild,
geðgóð og blíðlynd og öllum leið vel
í návist hennar. Sem börnum fannst
okkur gott að koma til hennar, það
var svo mikil ró yfír heimilinu, enda
dvöldum við þar oft við lestur og
leik. Amma hafði alltaf tíma til að
spjalla við okkur.
Hún unni tónlist og dansi og fór
létt með að spila hvað sem var á
munnhörpuna sína og ólíkt öðrum
ömmum hafði hún jafnvel gaman af
hörðu rokki. Hún kunni öll lög og
texta og var einstaklega lagviss.
Elsku amma, nú er einni perlunni
færra í kringum okkur, við kveðjum
þig með söknuði og ást. Hvíldu i friði.
Inga, Einar og Linda.
Okkur systumar langar til að minn-
ast ömmu okkar í nokkrum oi-ðum.
Núna er hún elsku amma dáin
eftir erfið veikindi. Við sitjum hérna
saman og rifjum upp hvað það var
gaman að koma í heimsókn til ömmu,
einkum þegar við vomm litlar. Þar
var svo margt spennandi að leika sér
með og byggðum við þar margar
spilaborgirnar. Það sem einkenndi
hana ömmu okkar var hlýja og lífs-
gleði. Hún hafði einlægan frásagn-
arstíl og hafði gaman af að segja
okkur frá hinum ýmsu atvikum sem
hentu hana. Þegar við síðan hugsum
til baka er það hláturmildi hennar
sem stendur upp úr.
Hvíl þú í friði, elsku amma.
Eins og faðir sýnir miskunn bömum sínum,
eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim
er óttast hann.
Því að hann þekkir eðli vort,
minnist þess að vér emm mold.
(Sálmur)
Kolbrún, Hrafnhildur
og Berglind.
Ingibjörg Sigríður var heitin eftir
móðurforeldrum sínum, þeim Ingi-
björgu Hákonardóttur og Sigurði
Guðmundssyni, ábúendum á Ber-
serkjahrauni í Helgafellssveit. Inga
var hún ætíð kölluð.
Hún bar yfirbragð móðurfólks
síns, var hæglát' og ljúflynd í allri
umgengni, brosmild og stutt í hlát-
urinn. Inga var fædd að vori, fyrsta
barn foreldra sinna, sem þá höfðu
hafið búskap á Hallbjarnareyri þar
sem þau bjuggu alla tíð. Sængurlega
móðurinnar var ekki löng, aðeins
þrír dagar, því að mörgu þurfti að
hyggja, vorverk stóðu fyrir dyrum
og einyrkjahjón urðu að treysta á
sjálf sig. Ung að árum fór Inga að
taka fullan þátt í bústörfum. Hún
var orðin fullgildur sláttumaður um
fermingu, en það gat verið erfitt
verk að standa liðlangan daginn við
orfið. Önnur störf vann hún af sömu
elju, jafnt úti sem inni. Rúmlega tví-
tug hleypti hún heimdraganum og
hélt til Reykjavíkur. Þar vann hún
ýmis störf, meðal annars var hún
ráðskona í verbúð suður með sjó.
Þetta starf heyrir nú sögunni til.
Inga var eftirsóttur vinnukraftur
venga þes hve vandvirk hún var og
velvirk. Hún starfaði um áraraðir í
býtibúri eldhússins á Kleppi og jafn-
framt sinnti hún börnum og aldraðri
móður sinni, en hún bjó hjá henni
frá árinu 1948 og til dauðadags
1985. Guðríður var við rúmið síðustu
tuttugu og fimm árin sem hún lifði.
Inga stundaði móður sína af mikilli
ósérhlífni og alúð. Hún gat sjaldan
farið af bæ vegna fötlunar móður
sinnar. Mjög kært var með Ingu og
bömum hennar. Jóhannes sonur
hennar bjó með henni síðustu árin.
Hann var móður sinni miki! stoð og
dætumar voru ekki síðri. Inga barðist
við erfíðan hjartasjúkdóm síðastliðin
fímmtán ár og var oft hætt komin.
Inga var einkar ljúf og hljóðlát
koná. Ég man aldrei eftir því að hún
hækkaði róminn, en hún stóð fast á
meiningu sinni ef því var að skipta.
Heimiii hennar bar snyrtimennsku
hennar vott. Þar var alltaf allt hreint
og i röð og reglu og andinn þar var
svo góður að manni leið strax. vel
þegar inn var komið.
Inga varð fyrir þeirri þungu sorg
að missa föður sihn og bróður með
nokkurra mánaða millibili. Faðir
hennar var hlýr maður og glaðlynd-
ur. Hann varð bráðkvaddur við vinnu
sína úti í skemmu í október 1947,
og hjá honum var þá Jóhannes, son-
ur Ingu, aðeins fjögurra ára gamall.
í mars 1948 dreymdi Ingu fyrir láti
bróður síns. Hann lést í hörmulegu
bílslysi 3. mars 1948, aðeins nítján
ára gamall. Hann var þá heitbundinn
og lét eftir sig eina dóttur, Guðnýju.
Milli Ingu og Unu systur hennar
hefur ætíð verið mjög kært. Una
giftist William Antrim árið 1947 og
hefur alla tíð síðan búið í Bandaríkj-
unum. Hún á tvo syni og hefur rækt-
að samband sitt við ættingja og vini
á Fróni. Þær mæðgur, Guðríður og
Inga, voru miklar hannyrðakonur og
sátu sjaldan auðum höndum.
Inga sýndi mér alltaf mikla elsku-
semi. Hún var mér ætíð sem stór'
systir frá því ég dvaldi á heimili for-
eldra hennar sem bam. Feður okkar
voru bræður og milli þeirra voru
sterk og innileg ættartengsl sem við
börnin þeirra nutum óspart. Inga og
Þórður, maður hennar, bjuggu um
tíma á heimili foreldra minna og þar
fæddist Hulda dóttir þeirra, okkur
systrunum til mikillar ánægju. Ég
vil þakka minni elskulegu frænku
fyrir ástúð og hlýju í minn garð.
Innilegar samúðarkveðjur til afkom-
enda hennar og systur.
Guðlaug Hraunfjörð.
INGIBJORG S.
JÓHANNESDÓTTIR
LyklaborðsskútÍHr kr. 1.900,-
Skjásíur kr. 3.990,-
Videó- og sjónvarpskort
kr. 33.990,-
llarðir diskar frá kr. 15.393,-
Uisklingar í plasthulstri kr. 816,-
Við erum í Mörkinni 0 • Sími 588 2001 • Fax 588 2062 BGDEIND
Ontiqucst verð launaskjái r
15" kr. 37.180,- 17" kr. 65.953,-
Internettenging og mótald
frá kr. 8.881,-