Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 38

Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 HELGI EINARSSON + Helgi Einars- 1 son frá Hróðnýjarstöðum, Laxárdal, Dölum, fæddist 25. júlí 1905. Hann Iést í Reykjavík 28. sept- ember sl. Foreldrar hans voru hjónin Einar Þorkelsson bóndi, f. 20. apríl 1858, d. 7. febrúar 1958, og Ingiríður Hansdóttir, f. 20. febrúar 1864, d. 18. desember 1938. Systkini Helga voru átta: Salóme María, Þor- kell, Sigríður, Sigurhans Vign- ir, Herdís, Guðrún Sólveig, Kristján og Hróðný, sem ein lifir af systkinunum. Hann kvæntist 3. apríl 1932 Aðal- björgu Halldórsdóttur frá Ak- ureyri. Hún er látin. Börn Helga eru fjögur: Edda, f. 1932, maki Nikulás Gíslason; Sjöfn, f. 1934, maki Hannibal Helga- ">ELSKU Helgi afi. Þú sem hefur alltaf verið til síðan ég man eftir mér, alltaf á sama stað, fastur punktur á Sporðagrunninu. Af mörgu er að taka og minning- ar streyma fram sem ógerningur er að segja frá í stuttum minning- arpistli. Píanóið þitt í stofunni sem ég fékk að glamra á með litlum krakkaputtum. Og öll málverkin þín, smekklega raðað á veggina. Maður varð alltaf svo stilltur af því að það var svo hátíðlegt að ganga ■^iim og drekka alla þessa list í sig. En svo gat það líka gerst næst þegar ég kom í heimsókn að búið væri að breyta öllum myndunum, hengja nýjar upp, alveg eins og í alvöru galleríi. Ég hef alltaf dáðst að þér, því að ég var viss um að sá sem getur smíðað svona fallega, vel lyktandi hluti væri galdramaður. Gamla smíðaverkstæðið, hartzilmurinn, sagan um puttann sem sagaðist af. Ég gekk á tánum í nærveru þinni þegar ég var bam og hugs- aði með mér: Þarna er afi minn, töfrasmiður og listamaður. Eftir að ég varð fullorðin og fór sjálf að fikta við list, varð samband *»okkar öðruvísi. Ég kom í heimsókn, fékk kaffi og svo sagðirðu mér sögur listamannanna sem höfðu málað myndirnar. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Þú gafst mér heilræði og hvattir mig. Nú ertu farinn, og við sem áttum eftir að tala, um svo margt. Eða farinn og farinn, það fer eftir því hvernig maður lítur á það. Ég gleymi þér aldrei. Þú hafðir hugrekki til að lifa í tímanum. Al- veg milljón. Nú kveð ég þig að sinni með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt. * Hjördís Mörtudóttir. Það var kvöld eitt á liðnu sumri að við hjónin hittum Helga Einars- son á fögru heimili hans á Sporða- grunni 7 hér í borg. Þetta var nokkrum dögum eftir 90 ára af- mæli hans en þeirra tímamóta hafði hann notið með sínum nánustu. Hann var glaður og reifur að vanda og tók á móti okkur af þeirri ljúf- mannlegu gestrisni sem honum var lagin. Enginn ókunnugur hefði lát- Jð sér detta í hug að þar færi níræð- Air maður og ekki hvarflaði það að okkur að þetta yrði hinsta samveru- stundin. Helgi var næstyngstur níu barna hjónanna Einars Þorkelssonar og Ingiríðar Hansdóttur á Hróðnýjar- stöðum í Laxárdal í Dölum. Þau eru nú öll látin nema yngsta systir- *ín, Hróðný Einarsdóttir, ekkja Jó- hannesar skálds úr Kötlum, búsett son; Birgir, f. 1944, maki Sigrún Guð- mundsdóttir; Logi, f. 1968, ókvæntur. Afkomendur Helga eru 35 talsins. Helgi nam húsa- smíði hjá Daníel Tómassyni á Kollsá í Hrútafirði og hús- gagnasmíði hjá Arna J. Arnasyni í Reykjavík. Hann rak síðan húsgagna- vinnustofu í um það bii 35 ár, lengst af í Brautarholti 26 i Reykjavík. Einnig rak hann um árabil verslun og sýningarsal- inn „Loftið“ á Skólavörðustíg 4, en þar sýndi fjöldi listamanna verk sín. Eftir það var hann með innrömmun í Sporða- grunni 7, sem hann vann við til dauðadags. Útför Helga Einarssonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í Reykjavík. Fyrr á þessu ári lést í hárri elli í Reykjavík Guðrún Ein- arsdóttir, en hún var næst yngst systranna á Hróðnýjarstöðum. Það var mjög kært með þeim öllum Hróðnýjarstaðasystkinum og þau þijú, sem hér voru nefnd og lengst lifðu, höfðu með sér ástúðlegt sam- band og fylgdust jafnan grannt með líðan hvers annars. Þegar Guðrún lést í mars sl. rit- aði Helgi falleg minningarorð um systur sína þar sem hann meðal annars þakkaði henni allar góðu bænirnar sem hún hafði lesið yfir honum. Guðrún Einarsdóttir var bænheit kona og ég er sannfærður um að fyrirbænir hennar munu fylgja bróður hennar á þeirri veg- ferð sem hann á nú fyrir höndum. A þessum tímamótum sendum við Hróðnýju Einarsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Helgi Einarsson var allt í senn; heimsmaður, fegurkeri og lista- smiður. Hann lærði fyrst húsasmíði hjá Daníel Tómassyni frá Kollsá í Hrútafirði og síðar húsgagnasmíði hjá Áma J. Amasyni frá Köldukinn í Dölum, en báðir þessir löngu látnu iðnmeis'tarar voru mágar hans. Húsgagnasmíðin varð ævistarf Helga. Um þrjátíu og fimm ára skeið rak hann húsgagnaverkstæði hér í borg, lengst af í Brautarholti 26 og lengi vel húsgagnaverslun í næsta nágrenni. Helgi var gæddur ríku fegurðarskyni og það fann sér eðlilegan farveg í húsgögnum þeim sem hann hannaði og smíðaði eða smíðuð voru á hans vegum. Var fyrirtæki hans í Brautarholti talið í fremstu röð þeirra sem sinntu húsgagnasmíði á þessum tíma. Arið 1975, þegar Helgi stóð á sjötugu, seldi hann húsgagnaverk- stæðið og eftir öllum venjulegum lögmálum hefði hann þá átt að setjast í helgan stein. En með því að þrek og heilsa vom enn óbiluð lét hann sig ekki muna um að stofna til nýrra verkefna sem ent- ust honum í rétta tvo áratugi. Hann opnaði nú verslunina „Loftið" á Skólavörðustíg 4, sem hann rak í nokkur ár. „Loftið" var í senn verslun, þar sem haiin seldi meðal annars Feneyjakristal, og gallerí, þar sem sýnd voru og seld verk listamanna. Þegar Helgi hætti starfsemi á Skólavörðustígnum tók hann að fást við innrömmun í Sporðagrunni 7 og sinnti því verk- efni til dauðadags, m.a. fyrir ýmsa af þekktustu málurum þjóðarinnar. Ég hygg að það sé einsdæmi að maður á áttræðisaldri stofni þannig til nýrra verkefna og sinni þeim með þeim árangri sem Helgi gerði. Fagurkerinn Helgi Einarsson var mikill unnandi fagurra lista og í því efni var hann ekki við eina fjöl- ina felldur. Á hinu fagra heimili MINNIIMGAR hans, þar sem hann bjó af reisn til hinstu stundar, var málaralistin mest áberandi. Hann kunni þá list að segja manni skemmtilegar sögur af málurum og málverkum og þeim viðfangsefnum sem verkin sýndu. En Helgi var einnig mikill bóka- maður og unnandi fagurra bók- mennta. Ég hygg að Jóhannes úr Kötlum hafi verið honum kærastur ljóðskálda en Halldór Laxness rit- höfunda. Helgi tók öllu sem að höndum bar með miklu jafnaðar- geði og gerði sér ávallt far um að koma auga á hinar bjartari hliðar. Þegar honum drapraðist sýn, þann- ig að hann átti erfitt með bóklestur nema með aðstoð lestölvu, sagðist hann uppgötva eitt og annað í verk- um Halldórs Laxness, sem hann hefði ekki komið auga á við fyrri og hraðari yfirferð. Þá var ótalin sú listgrein, sem var Helga ef til vill kærari en allar aðrar, enda kynntist hann við hana á ungum aldri í foreldrahúsum á Hróðnýjar- stöðum. Þetta var tónlistin. Hann setti sig aldrei úr færi að fara á tónleika þegar fram komu lista- menn, sem honum voru kærir, eða flutt voru verk sem hann hafði áhuga á. Á síðari hluta ævinnar fór Helgi í fjölmargar ferðir til útlanda og rétt eins og honum lét vel að segja frá listaverkum og listamönnum, kunni hann frá mörgu að segja úr ferðum sínum. Helgi var gæddur einstakri frásagnargáfu og svo skemmtilegt sem það var að heyra hann segja frá heimsóknum til framandi landa, þá voru þær sög- urnar ekki síðri sem snerust um menn og málefni frá löngu liðnum tíma. Nýlega sagði hann okkur hjónum frá því hvemig hann hafði ungur smiður tekið þátt í að búa í haginn fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 og hann hafði líka verið á vettvangi þegar veisluhöld- um var lokið og borð og tjöld voru upp tekin. Hvar sem Helgi Einarsson var á mannamóti, innan fjölskyldu sem utan, var hann hrókur alls fagnað- ar og eftirsóttur viðmælandi, enda var hann gæddur þeim einstaka hæfileika að eiga mjög auðvelt með að blanda geði við fólk á öllum aldri. Þegar árin færðust yfir hann umgekkst hann sér yngra fólk í ríkara mæli en títt var um menn af hans kynslóð. Það má vel vera að þetta samneyti við þá, sem yngri voru, hafi átt þátt í að halda honum svo ungum í anda sem hann var til hinsta dags. Nú þegar hann er allur, munu margir sakna vinar í stað, en mestur er þó söknuður barna og annarra ættingja. Við Inga og börn okkar sendum þeim dýpstu samúðarkveðjur. Á kveðjustund þökkum við Helga Einarssyni fyrir áratuga vináttu og biðjum góðan Guð að blessa veg- ferð hans um ókomna stigu. Sigurður Markússon. Mig langar til að minnast elsku- legs frænda míns, Helga Einars- sonar, með fáum orðum nú þegar göngu hans er lokið í þessari jarð- vist. Helgi og móðir mín Hróðný voru yngst Hróðnýjarstaðasystkina, en þau voru níu talsins. Þegar ég kem til sögunnar á Hróðnýjarstöðum er Helgi farinn að heiman til að nema smíðar. Fýrstu kynni mín af honum voru þegar ég var barn að aldri og þá hér í Reykjavík á kreppuár- unum. Hann hafði þá lært húsa- og húsgagnasmíði hjá mágum sín- um tveimur, húsasmíði hjá Daníel Tómassyni á Kollsá og húsgagna- smíði hjá Árna J. Arnasyni frá Köldukinn. Hann vann síðan hjá Árna í nokkurn tíma, en á þessum árum var oft lítið um vinnu og hart í ári og hann var orðinn tveggja barna faðir. Hann sagði mér frá því seinna hvernig hann byrjaði að reka verk- stæði. Það hafði skollið á verkfall og ekkert var að hafa, en einhvern veginn varð að draga fram lífið. Á þessum árum leigði hann íbúð í kjallara í húsi Jóns Baldvinssonar prentara í Þingholtunum og hafði hann eldavélina, sem hann hitaði á límið, á ganginum fyrir framan herbergi sín og sagði, að það hefði bara verið fyrir einstaka lipurð og ljúfmennsku konu Jóns, að hann var ekki rekinn burt úr húsinu, því þetta var náttúrlega allt kolólöglegt og brunahætta mikil. Hann sagðist hafa byijað á því að smíða tölur á fatnað, hann sagaði þær út og fín- pússaði og síðan var lakkað yfír. Þetta seldist nokkuð vel og ýmis- legt annað datt honum í hug. Upp úr þessu byijaði hann með verk- stæði og í mörg ár rak hann hús- gagnaverkstæði með Guðmundi Kristjánssyni myndskera uppi á Óðinsgötu. Ég gleymi seint jólagjöfinni sem hann gaf mér eitt sinn á þessum árum. Það var ekki mikið um jóla- gjafir í þá daga. Þetta var heljar- stórt skip, sem hann hafði smíðað. Það var nærri hálfur metri á lengd og mjög fallega málað, hið glæsi- legasta far. Það voru miklir dýr- gripir sem hann skapaði, hann Helgi, alla vega í mínum bamsaug- um. Svona minningar koma upp í hugann eftir öll þessi ár, en við áttum eftir að kynnast betur. Það var árið 1954. Við vorum þá báðir einir á báti og fluttist ég til hans í íbúð sem hann hafði á leigu á Laugarásvegi 51. Þetta þótti í þá daga eitt flottasta hverfi bæjarins og var kallað „snobb hill“. Þarna undum við okkur vel og margt var nú brallað. Helgi þekkti mikið af vönduðu og góðu fólki og við kynnt- umst hvor annars vinum. Sérstak- lega minnist ég söngvaranna Ketils Jenssonar og Gunnars Óskarsson- ar. Hann var nýkominn úr Gullfoss- ferð Karlakórs Reykjavíkur sem fór suður um höf til Italíu og víðar og það var frá mörgu að segja. Ég hafði hinsvegar farið til Rúmeníu árið áður svo við gátum frætt hvor annan. Margt var sér til dundurs gert á þessum árum og máluðum við m.a. íbúðina í öllum regnbogans litum og til að kóróna verkið var hrepp- stjórinn í Laugardalnum, sem við kölluðum svo, Örlygur Sigurðsson listmálari, fenginn til þess að mála einn vegg. Það gerði hann með glöðu geði og var þetta ábyggilega eina abstrakt verkið sem Örlygur hefur málað um dagana. Helgi var mikill unnandi fagurr- ar tónlistar, sérstaklega söngs og var hann í Breiðfirðingakórnum til margra ára. Þar var hann mikils metinn og minnist ég þess þegar hann varð fimmtugur, að kórfélag- arnir komu heim til hans á afmælis- daginn og sungu þar fyrir hann nokkur lög. Það var einmitt á þess- um árum sem Helgi frændi fékk sér segulbandið góða, til þess að geta tekið upp tal og músik og leik- ið það svo seinna þegar tími var til. Þetta var óspart notað á kvöld- in og við ýmiss tækifæri. Þetta varð mjög vinsælt og eins voru þetta mikið nýmæli. Það fréttist út um bæinn og Helgi var fenginn til að taka upp heilu konsertana m.a. hjá „Leikbræðrum". Mörgum árum seinna, þegar þeir hugsuðu sér að gefa út plötu, kom í ljós að lítið eða ekkert var til af upptökum með þessum snjöllu söngvurum og komu þá upptökur Helga sér vel. Við Helgi vorum stundum heima hjá foreldrum mínum í Hveragerði á jólum og þá var notað tækifærið og lesin ljóð inn á segulbandið og þótti þetta hin besta skemmtun. Miklir kærleikar voru ávallt með þeim systkinum móður minni og Helga og pabbi og hann voru æsku- vinir. Þeir skrifuðust á frá ungl- ingsaldri og var Helgi nýlega búinn að afhenda okkur þessi bréf sem hann hafði varðveitt í öll þessi ár eins og sjáaldur auga síns. Á þessum árum byggði Helgi sér hús í Sporðagrunni 7. Það var gam- an að taka þátt í því umstangi öllu sem því tengdist og fluttist ég með honum þangað og á tímabili leigði einnig hjá honum einn af skóla- bræðrum mínum frá Reykholti, Ingólfur Ólafsson fv. kaupfélags- stjóri KRON og urðum við nú þess aðnjótandi að vera þrír í kompaníi. Þetta voru dýrðlegir dagar og margir komu í heimsókn til að stytta sér stundir við skák eða spil eða kannski bara til að fá sér kaffí og spjalla. Það sem einkenndi Helga frænda minn einna mest var það hvernig hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa fólki til að hafa fallegt í kringum sig. Ráðleggja því hvemig þetta færi betur en eitthvað annað o.s.frv. Á þessum árum var hann með verkstæði í Brautarholti 26 og hann hafði úrvalsmenn í þjón- ustu sinni, m.a. þá Bolla, Kristin og Bjama, sem voru þekktir hús- gagnasmiðir hér í bæ. Verkefnin voru mörg sem þeir tóku að sér. Þeir smíðuðu innréttingar í allar Penna-búðirnar, sem voru margar á þessum ámm, Heilsuverndarstöð- ina, Reykjavíkurapótek o.fl. o.fl. Þetta var allt mjög vönduð smíði oftast í harðvið, en Helgi var eigin- lega, eins og kallað er í dag, hönn- uður. Það þekktist varla þá, en þetta virtist honum í blóð borið. Það var ekki svo ósjaldan að hann kom til mín og ræddi við mig um hvemig hann ætlaði að hafa þetta eða hitt og ég gat ekki annað en dáðst að því hvað hann lagði sig fram við að gera sitt besta úr hlut- unum. Helgi var að sumu leyti eins og faðir minn, en þó fyrst og fremst góður félagi og aldrei fann maður annað hjá honum en að við værum jafningjar og þannig var það held ég með alla sem hann umgekkst. Léttleikinn og allt yfirbragð hans var þannig, að menn komust ósjálf- rátt í gott skap bara af því að vera nálægt honum. Þannig var það reyndar með öll Hróðnýjarstaða- systkinin. Leiðir okkar Helga skildu árið 1958, þegar við Ragnheiður kona mín byijuðum búskap í Skipasundi 44. Það vildi svo einkennilega til að það bar upp á 20. apríl, á 100 ára afmælisdegi föður hans, Einars gamla á Hróðnýjarstöðum. Oft á tíðum síðar lögðum við Ingólfur leið okkar í Sporðagrunninn um kvöldstund og spiluðum og tókum púlsinn hvor á öðrum. Þessi ár sem ég var með Helga voru ein skemmtilegustu og bestu ár sem ég hef lifað og ég sakna hans mikið. Ég veit að það gera líka allir vinir hans. Við Ragnheiður vottum börnum Helga og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Svanur Jóhannesson. Ég var staddur vestur í Dölum þegar ég frétti lát vinar míns og frænda, Helga Einarssonar. Þessi frétt kom mér ekki svo mjög á óvart þegar ég hugleiddi síðustu kveðjuorð hans á spítalan- um þremur dögum fyrr. Trúlega hafði hann gert sér betur grein fyrir því en ég, að hveiju dró. Minningarnar fylltu hugann. Hér var ég á æskuslóðum hans. Hér höfðum við margsinnis gengið sam- an á bökkum Laxár og veitt vel. Hér hafði hann sagt mér margar góðar sögur frá æsku sinni og upp- vexti. En hugurinn leitaði víðar. Við höfðum átt frábærar stundir saman við Miðfjarðará með góðum félög- um og við höfðum ásamt nokkrum vinum okkar byggt veiðihús við Gljúfurá í Húnavatnssýslu þar sem gleðin og glaðværðin hafði ríkt. Ég minntist heimsókna minna og okkar hjóna í Sporðagrunn 7 og hve sammála við hjónin vorum um, hversu mannbætandi það væri að eiga slíkan vin. Vin sem dáði jafnt list hugans og handarinnar. Það síðasta sem Helgi sagði við mig á kveðjustundinni var þetta: „Skilaðu kveðju til allra vinanna." Þessum kveðjuorðum vii ég hér með koma á framfæri. Þótt sár harmur sé kveðinn að Hróðnýju systur hans og aðstandendum öll- um getum við, sem þekktum hann best, þakkað forsjóninni fyrir að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.