Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 44

Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand ... og tilfinningin sem það veitir, að vita, að maður hafi flutt sandinn í sinn eigin sandkassa... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjávík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kópavogskirkja — vetrarstarf Frá Ægi Fr. Sigurgeirssyni: VETRARSTARF Kársnessóknar í Kópavogi er hafið og verður það fjölbreytt og líflegt í vetur eins og undanfarin ár. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum þess. Guðsþjónustur Guðsþjónustur eru í Kópavogs- kirkju alla sunnudaga kl. 11. Kór kirkjunnar syngur við guðsþjón- ustumar en stjórnandi hans og org- anisti er Örn Falkner. Kyrrðar- og bænastundir Alla miðvikudaga eru kyrrðar- og bænastundir í kirkjunni kl. 17.30. Þar er lögð áhersla á helgi, kyrrð og fyrirbæn. Fyrirbænaefn- um má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar í síma 554-1898 kl. 11.30-17, þriðjudaga og föstu- daga. Barnastarf Bamastarf Kársnessóknar er i Safnaðarheimilinu Borgum á sunnudögum kl. 11 og em foreldrar hvattir til þátttöku með bömum sínum. Þegar jólin nálgast verður m.a. boðið jólaföndur. Börnin í bamastarfinu taka þátt í íjölskyldu- guðsþjónustum í Kópavogskirkju sem eru mánaðarlega yfir veturinn. Þar syngja þau og setja sinn skemmtilega svip á guðsþjón- ustumar. Börn úr Skólakór Kárs- ness taka einnig þátt í fjölskyldu- guðsþjónustunum en stjórnandi þeirra er Þórunn Björnsdóttir kór- stjóri. Umsjón með barnastarfi hafa Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Vilborg Ólafsdóttir en undirleik annast Edda Borg. 8-9 ára starf í vetur er í fyrsta skipti boðið sérstakt starf fyrir börn á aldrínum 8-9 ára. Samverur þeirra verða í Safnaðarheimilinu Borgum á fimmtudögum kl. 16.45-18. Áhersla verður lögð á þroskandi og uppbyggilegt starf. Umsjón hafa Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Óskar Óskarsson. 10-12 ára starf (TTT) Undanfarin ár hefur verið mjög góð þátttaka í starfí 10-12 ára krakka og vona ég að svo verði áfram. Samverur þeirra verða í Safnaðarheimilinu Borgum á fimmtudögum og hefjast kl. 18. Umsjón hafa Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir og Óskar Óskarsson. Mömmumorgnar Á þriðjudögum kl. 10-12 koma mæður saman í Borgum með börn sín og eiga notalega stund saman yfír kaffíbolla. Öðru hveiju koma gestir í heimsókn, flytja erindi eða miðla fróðleik á annan hátt. Þrátt fyrir að nafnið mömmumorgnar höfði fremur til mæðra en feðra þá eru þeir að sjálfsögðu velkomnir. Umsjón hefur Sigríður Baldursdótt- ir. Starf með eldri borgurum Eins og undanfarin ár verður starf með eldri borgurum í Safnað- arheimilinu Borgum á fimmtudög- um kl. 14-16.30. Boðinn er akstur til og frá heimili. Umsjón hafa Margrét Sigtryggsdóttir og Sigríð- ur Baldursdóttir. Fræðslufundir — Biblíulestrar Fræðslunefnd Kársnessóknar mun í vetur eins og undanfarna vetur beita sér fyrir fræðslufundum um áhugaverð og uppbyggileg efni. Fræðslufundirnir verða að venju í Safnaðarheimilinu Borgum og verða þeir auglýstir sérstaklega hveiju sinni svo og annað fræðslu- starf á vegum sóknarinnar þ.m.t. Biblíulestrar. ÆGIR FR. SIGURGEIRSSON sóknarpregtur. Klámbrandarar og aulahúmor Frá Bjarka Bjarnasyni: SKEMMTIKV ÖLD var haldið í Rós- enbergskjallaranum þann 29. sept- ember sl. á vegum Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ. Ég var þar staddur í hópi nemenda minna og hlustaði á gamanmál þeirra Radíus-bræðra. Þeir félagar eru sæmilegir leikarar en því miður komast þeir sjaldan upp úr nærbuxunum og aulabrand- arar þeirra einkennast oft af klámi, mannfyrirlitningu og guðlasti. Davíð Þór Jónsson stud.theol. velti til dæmis vöngum yfir því hvort María mey hefði orðið þunguð af völdum asna og Steinn Armann gaf nemendum gott ráð til að koma í veg fyrir þungun, og lýsti hvernig það væri gert á mjög klámfenginn hátt. Þessir listamenn(?) gætu kannski gert það gott einhvers staðar, en á almennum mannamótum eru þeir ekki gjaldgengir að mínu mati. Og gjaldið? Fyrir „skemmtunina" tóku þeir 50 þúsund kall. Látum ekki lélega og óprúttna klámkalla hafa okkur að féþúfu með „skemmtisög- um“ sem eru ekki fimm aura virði. BJARKI BJARNASON, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.