Morgunblaðið - 13.10.1995, Síða 18
18 D FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HÚSNÆÐISSTOFNUN
ríkisins hafði 1. október
reitt af hendi húsbréf
fyrir 8,8 milljarða
króna en í ár hefur stofnunin heim-
ild til að gefa út húsbréf fyrir 13
milljarða. Sigurður E. Guðmunds-
'son framkvæmdastjóri stofnunar-
innar sagði á öðrum ársfundi
stofnunarinnar sem haldinn var
sl. þriðjudag að sú ákvörðun að
gefa út tvo flokka húsbréfa hefði
átt þátt í hnökralausu starfi hús-
bréfadeildar og hún hefði verið
jöfn og þétt allt árið. Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra sagði að
gert væri ráð fyrir 13,5 milljarða
króna húsbréfaútgáfu næsta ár
sem hann taldi duga þrátt fyrir
breytingar á kerfínu vegna þess
að eldri húsbréf væru orðin veru-
legur gjaldmiðill í viðskiptum með
eldra húsnæði og að líkur væri að
draga myndi úr nýbyggingum.
Auk Páls og Sigurðar fluttu erindi
á ársfundinum þeir Hákon Hákon-
arson formaður húsnæðismála-
stjómar og Stefán Thors skipu-
lagsstjóri.
Um síðustu áramót námu heild-
arútlán Húsnæðisstofnunar 169,1
milljarði króna að teknu tilliti til
afskriftareiknings og áfallinna
vaxta. Til samanburðar má geta
þess að heildarútlán allra innláns-
stofnana á landinu í dag nema um
213 milljörðum króna, sagði Sig-
urður E. Guðmundsson meðal ann-
ars í erindi sínu. Fjöldi lána er 132
þúsund og greiðendur eru 56 þús-
und talsins. Sigurður vakti athygli
á skýrslu sem Jón Rúnar Sveins-
son tók saman fyrir stofnunina
um þróun á byggingarstarfsemi
og framvindu á fasteignamarkaði
árin 1988 til 1994 en hún var lögð
fram á fundinum. Kemur fram í
henni að opinbert húsnæðislána-
kerfí hefði tryggt nokkum veginn
jafna og samfellda húsbyggingar-
starfsemi hérlendis undanfarin sjö
ár á sama tíma og einkarekin
húsnæðislánakerfí í Finnlandi,
Svíþjóð og Danmörku hafa ekki
ráðið við að halda uppi jafn öflugri
íbúðabyggingastarfsemi og áður
var meðan þau vom ríkisrekin. A
áranum 1990 til 1994 hefur ný-
byggðum íbúðum fækkað um rúm
50% í Danmörku, um tæp 60% í
Finnlandi og um 63% í Svíþjóð.
Sagði Sigurður þessar tölur stað-
festa gildi þeirrar stefnu sem rek-
in hefði verið hér á landi og þýð-
ingu hennar fyrir byggingariðnað-
inn.
Halda uppi atvinnu í
byggingariðnaði
Þá gerði Sigurður að umtalsefni
þá skoðun talsmanna byggingar-
iðnaðarins sem oft heyrðist í
Qölmiðlum að besta ráðið til að
auka almennar húsbyggingar væri
að draga stórlega úr byggingu
félagslegra íbúða, þá muni allt
falla í ljúfa löð. „Sannleikurinn er
þó sá, að það era einmitt íbúða-
byggingar á vegum félagslegra
framkvæmdaaðila, sem hafa í
ríkum mæli haldið uppi atvinnu í
byggingariðnaðinum um land allt,
síðustu árin. Hafa byggingaverk-
takar vitaskuld notið þess í ríkum
mæli. Oðram húsbyggingafram-
kvæmdum virðist hins vegar hafa
hnignað, bæði á vegum ein-
staklinga og byggingarfyrirtækja,
sem reist hafa íbúðir til sölu á
almennum markaði. í því sam-
bandi er vert að hafa í huga
verðhran það, sem orðið hefur á
almennum íbúðum í dreifbýli og
virðist fremur hafa aukist en hitt.
í mínum huga er engin spurning
um að það lága íbúðaverð, sem
víða'er fyrir hendi af völdum þess,
hefur örðu fremur orðið til að
grafa undan byggingariðnaði mjög
víða í dreifbýli. Hefði bygging
félagslegra íbúða ekki átt sér stað
væri byggingastarfsemi í dreifbýli
sennilega mjög víða úr sögunni.
Og almennt séð eiga þær stóran
þátt í því, að byggingariðnaðinum
hefur, þrátt fyrir allt, tekist að
halda miklu betur í horfínu hér á
þrotaleiðin. Lánardrottni kemur
betur að fá hluta skuldar en ekki
neitt og sálræn áhrif gjaldþrots
era ekki góð fyrir skuldara og fjöl-
skyldu hans. Samkvæmt upplýs-
ingum héraðsdóms Reykjavíkur
greiðist ekkert upp í kröfur 99%
þrotabúa.“
Félagsmálaráðherra sagði að
líkur væru á að kveðnir verði upp
hálft sjötta hundrað gjaldþrotaúr-
skurða á þessu ári, í lok ágúst
hefðu þeir verið orðnir 326.
„Gjaldþrotabeiðendur greiða 150
þúsund eða um 80 milljónir á ári.
Ríkissjóður greiðir 80% þess
kostnaðar og fær ekkert í staðinn
í 99% tilvika. Það er mikil góðsemi
við lögfræðinga," sagði ráðherr-
ann.
200 óseldar félagsíbúðir
Hákon Hákonarson formaður
húsnæðismálastjórnar sagði að í
viðræðum við sveitarstjómarmenn
hefðu komið fram áhyggjur þeirra
af endursölu á félagslegum eignar-
íbúðum. „Líklegast er að
minnkandi ráðstöfunartekjur
margra heimila ásamt hækkun
vaxta í félagslega kerfinu úr 1%
í 2,4% geri það að verkum að nú
sé orðið erfítt fyrir sumar
fjölskyldur að búa í félagslegum
eignaríbúðum. Þá hefur einnig
verið rætt opinberlega um mis-
munandi húsnæðiskostnað þegar
bornar eru saman íbúðir sem era
í Búsetakerfínu annars vegar og
þeirra sem búa í félagslega eignar-
íbúðarkerfínu hins vegar. Sumir
hafa gengið svo langt að tala um
óeðlilega mismunum á milli þegn-
anna eftir því í hvaða kerfí þeir
hafa valið sér að búa.
Sjálfsagt er að skoða þessi mál
og ef til vill fleiri þætti svo fljótt
sem auðið er en leggja verður ríka
áherslu á ábyrgð sveitarfélaga og
félagasamtaka sjálfra í málinu,
sem er sú að haga framkvæmdum
við öflun félagslegs húsnæðis með
þeim hætti að þau komist ekki í
þrot með íbúðimar þegar á móti
blæs um stundarsakir. í lauslegri
athugun félagsíbúðadeildar á
þessu vandamáli í ágúst s.l. kom
í ljós að í heildina hefur sveitarfé-
lögum ekki tekist að selja um 200
eignaríbúðir og þar af stóðu um
60 íbúðir auðar.“
Nauðsyn að efla rannsóknir
Stefán Thors ræddi í erindi sínu
um skipulagsmál til framtíðar.
Sagði hann sérfræðinga velta
mjög fyrir sér hvaða áhrif
fólksfjölgun muni hafa í heiminum
eftir 50 ár. Á sama hátt þyrftu
sveitarstjómir að velta fyrir sér
hvemig á 20 til 30 árum mætti
t.d. draga úr þörf á einkabíl. „Það
er ljóst að langan tíma tekur að
breyta því byggða umhverfí sem
við höfum í dag og aðlaga það
betur hugmyndum um sjálfbæra
þróun. Til þess að það geti orðið
mögulegt þarf að horfa til lengri
tíma og gera langtímaáætlanir.
Til að ýta undir slíkar áætlanir
þarf að skapa nýja framtíðarsýn
sem hvorki er bundin af skamm-
tímasýn eða tæknilegum tak-
mörkunum. Hvaða möguleika
býður það t.d. upp á að ísland
skuli liggja mitt á milli Evrópu og
Ameríku? Hefur strjálbýli á íslandi
hugsanlega einhveija kosti sem
mætti nýta á hagkvæmari hátt?“
Stefán sagði nauðsynlegt að
auka rannsóknir, samræmda þær
og gerða aðgengilegar fyrir
sveitarstjómir og hönnuði til að
stuðla að því að skipulagsáætlanir
verði byggðar á íslenskum aðstæð-
um og að hönnun íbúða miðist við
raunveralegar þarfír. í lokin
greindi hann frá fyrirhugaðri ráð-
stefnu eða skipulagsþings á næsta
ári og hugmyndasamkeppni um
ísland árið 2018 þegar öld er liðin
frá fullveldisstofnun. Verður þátt-
takendum þar ætlað að fjalla um
landnotkun, byggð og búsetu eða
einstaka þætti sem fjalla um
skipulagsmál.
Húsnæðisstofnunar ríkisins í vikunni. Jóhannes Tómasson kynnti
sér efni erindanna sem m.a. fjölluðu um væntanlegar aðgerðir ríkis-
stjómarinnar og framtíðarsýn í skipulagsmálum.
Morgunblaðið/Kristinn
ÁRSFUNDUR Húsnæðisstofn-
unar rikisins var ágætlega sótt-
ur. Formaður húsnæðismála-
stjómar ræddi nui. vanda
sumra sveitarstjóma vegna
óseldra félagslegra eignar-
íbúða.
landi, síðustu árin, en gerst hefur
í nágrannalöndunum."
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði frá stefnu og aðgerð-
um í húsnæðismálum á komandi
vetri sem eru m.a. að auka sveigj-
anleika í húsbréfakerfínu með því
að bjóða uppá 15 og 40 ára lán
auk 25 ára lánanna, verið væri
að semja framvarp til laga um
skuldaaðlögun, endurskoða þyrfti
félagslega húsnæðiskerfið og að
lækka ætti viðmiðunarmörk vegna
húsbréfalána til endurbóta úr
1.080 þús. kr. í 500 þúsund krón-
ur. Þá sagði hann það í undirbún-
ingi að skipa nefnd til að kanna
kosti þess að flytja húsnæðislána-
kerfíð til bankakerfísins.
Ekki reynst efnalitlu fólki skjól
Um félagslega húsnæðiskerfíð
sagði ráðherrann: „Það hefur ekki
reynst efnalitlu fólki það skjól sem
því var ætlað að vera. Ibúðimar
hafa orðið of dýrar, eignamyndum
íbúa mjög hæg, þeir hafa átt bágt
með að standa undir lánunum og
gefíst upp og látið sveitarfélögin
yfírtaka þær. Kaupskyldan er að
sliga mörg sveitarfélögin og fjöldi
félagslegra íbúða stendur auður
víða um land. Ég sé ekki önnur
ráð skárri til að færa þær niður í
verði en að afskrifa hluta lánanna
þannig að þær verði seljanlegar á
almennum markaði eða sveitar-
félögunum verði unnt að reka þær
sem leiguíbúðir með hóflegri
leigu,“ sagði ráðherrann en nefnd
er nú að störfum í málinu í samráði
við Samband ísl. sveitarfélaga.
„Ég tel að við ættum að fara okkur
hægar við byggingu félagslegra
íbúða í bili enda ásóknin mjög að
minnka í þær. Hinsvegar þarf
greinilega að styrkja leigu-
markaðinn þannig að leiguíbúðir
verði aðgengilegri kostur. Einnig
tel ég að huga þurfi betur að
búseturéttarkerfinu.“
Um lagaframvarp um skulda-
könnun sagði ráðherrann: „Þar
verður um að ræða að veita ein-
staklingum sem eiga í alvarlegum
greiðsluerfíðleikum möguleika á
að koma nýrri skipan á fjármál
sín með því að sækja um skulda-
könnun og koma þannig á skulda-
aðlögun anna hvort með samning-
um við lánardrottna (frjáls skulda-
aðlögun) eða með staðfestingu
héraðsdómara (þvinguð skuldaað-
lögun). Við framkvæmd á mark-
miðum laganna skal tryggja að
viðkomandi skuldari greiði skuldir
sínar að því marki sem konum er
unnt og gjafnframt að verðmætum
í hans eigu verði dreift milli kröfu-
hafa. Ég tel að verði þetta að lög-
um sé skuldaaðlögunarleiðin miklu
skynsamlegri bæði fyrir skuldara
og lánadrottna heldur en gjald-
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum
Félagslega hús-
næðiskerfið endur-
skoðað - húsnæðis-
kerfið í bankana
Fjórir fyrirlesarar ræddu ýmsar hliðar húsnæðismála á ársfundi