Morgunblaðið - 13.10.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 D 25
4ra hcrb 96 m2
4ra hcrb t 05 rr»2
Komdu við á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 eða hringdu í síma 587 3599
Landsbréf gagnrýna verðlagningu eldri flokka húsbréfa
FESTING
Félag Fasteignasala
Kaupverð 7.235.000
Undirritun samnings 200.000
Húsbréf 70% 5.064.500
Lán seljanda' 1.000.000
Við afhendingu 970.500
Meðal greiðslubyrði á mán.“
37.887
*Veitt gegn traustu fasteignaveði **Ekki tekið tillit til
vaxabóta sem geta numið allt að 10-15.000 kr á mán.
Kaupverð 7.780.000
Undirritun samnings 200.000
Húsbréf 70% 5.446.000
Lán seljanda' 1.000.000
Við afhendingu 1.134.000
Meðal greiðslubyrði á mán. "
40.176
Armannsfell hf.
Funahöföa 19 • sfmi 587 3599
1 9 6 5-1 995
KAUPA
FASTEIGN
ER
ÖRUGG
FJÁR-
Raöhús 1 50 mz
Kaupverð 11.490.000
Undirritun samnings 400.000
Húsbréf 6.468.500
Lán seljanda 1.000.000
Samkomulag 3.621.500
4ra herb íbúöir Vallengi
AVÖXTUNARKRAFA hús-
bréfa hefur verið áberandi í
umræðunni að undanförnu og hafa
verðbréfafyrirtækin verið að
lækka sig nokkuð á undanförnum
tveimur vikum. í nýjasta frétta-
bréfi Landsbréfa kemur hins vegar
fram gagnrýni á þá venju að
ávöxtunarkrafa húsbréfaflokka
hækki þegar viðkomandi flokki
hefur verið lokað, óháð því hvaða
nafnvexti hann ber. Þar er því
haldið fram að ávöxtunarkrafan
hljóti að miðast við nafnvexti bréf-
anna en ekki hvort um opinn eða
lokaðan flokk sé að ræða.
Hætta á útdrætti ekki
nægjanleg rök
Óttar Guðjónsson, hagfræðing-
ur hjá Landsbréfum, segir að
reglulegur útdráttur húsbréfa hafi
verið notaður sem fyrirsláttur fyr-
ir þessum mun. „Ef fjárfestir á
húsbréf með 6,0% nafnvexti, en
ávöxtunarkrafan er undir 6% líkt
og hún hefur verið að undanförnu,
þá tapar sá hinn sami af því að
vera dreginn út of snemma, þar
sem markaðsvirði bréfanna er
lægra en nafnvirði þeirra. Þetta á
hins vegar ekki við ef fjárfestir á
bréf með 4,75% vöxtum því sá
hinn sami híýtur að græða á því
að vera dreginn út snemma, miðað
við núverandi ávöxtunarkröfu.
Okkur fínnst því ekki rökrétt að
hækka ávöxtunarkröfuna á bréf-
unum eingöngu vegna þess að við-
komandi flokk hefur verið lokað.“
Ásgeir Þórðarson, forstöðumað-
ur verðbréfamiðlunar VÍB, tekur
í sama streng og bætir við að í
raun ættu nafnvextir bréfanna
ekki að skipta máli hvað þetta
varðar. „Fyrir vel dreifðan fjár-
festi sem á eitthvert safn af bréf-
um í hverjum flokki er meðaltals-
ávöxtun pakkans í heild hin sama,
að teknu tilliti til útdráttarfyrir-
komulagsins, óháð því hvort að
nafnvextir bréfanna eru undir eða
yfir ávöxtunarkröfunni. Það er því
varla hægt að rökstyðja hærri
ávöxtunarkröfu á eldri flokkunum
og í raun væri auðveldara að
rökstyðja að ávöxtunarkrafa
þeirra væri lægri þar sem líftími
þeirra er styttri, líkt og raunin er
með vaxtaferil spariskírteina Rík-
issjóðs.“
Minni eftirspurn veldur hærri
ávöxtunarkröfu
Ingólfur Helgason, forstöðu-
maður hjá Kaupþingi, segist sam-
mála því að lítil rök séu fyrir
hærri ávöxtunarkröfu á lokuðu
flokkunum. „Þetta hefur hins veg-
ar fyrst og fremst snúist um af-
stöðu kaupenda. Staðreyndin er
sú að fjárfestar hafa heldur sóst
eftir nýrri bréfum heldur en þeim
eldri og okkur hefur því hingað
til gengið verr að selja þau á sömu
ávöxtunarkröfu. Því hafa menn
farið út í það að kaupa þessi bréf
á hærri kröfu til þess að geta
gert þau að betri söluvöru til kaup-
enda. Þetta eru þau rök sem liggja
að baki verðlagningunni hjá okk-
ur.“
Uppgert hús
►ÞESSAR tvær
myndir sýna danskt
hús sem er einangrað
og svo klætt með sér-
stökum plötum sem
heita Etemit. Veggir
hússins voru áður að
sögn lekir og illa ein-
angraðir og tígul-
steinaþakið óþétt.
Undurfurðulegir stólar
►þessir
stólar eru
örðuvísi en
aðrir stólar.
Fyrirmynd
sína sækja þeir
i barokktím-
ann,hönnuður
þeirra er
Hanne Marie
Leth-Anders-
en. Sá til
vinstri heitir
Commodus en
til hægri er
Serafina.
Stórar íbúðir á viðráðanlegu verði
Nýjar fullbúnar íbúðir við Vallengi og Starengi í Grafarvogi
Rúmgóðar íbúðir með öllum innréttingum, gólfefnum,
sérinngangi, þvottahúsi og frágenginni lóð.
Raðhús Starengi
Engin rök að baki
hærri ávöxtunarkröfu