Morgunblaðið - 13.10.1995, Qupperneq 27
* MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 D 27
HÚSNÆÐISBYLTINGIN
heitir mynd sem Húsnæðis-
stofnun ríkisins lét framleiða
í tilefni af 40 ára afmæli stofn-
unarinnar og var hún frum-
sýnd á ársfundinum í vikunni.
Þessar myndir er úr afmælis-
riti stofnunarinnar sem út
kom í vor þegar afmælisins
var minnst.
Nýjar íbúðir á einum
besta stað í Reykjavík
i
i
i
»
)
)
)
9
9
9
9
9
9
9
9
k
Húsnæðis-
byltingin - af-
mælismynd
Húsnæðis-
stofnunar
ríkisins
Nú stendur yfir sala íbúða í þessu fallega og nýstárlega fjölbýlishúsi í nýja Kirkjutúnshverfinu.*
Um er að ræða afar vandaðar íbúðir í vel skipulögðu hverfi miðsvæðis í borginni.
Stutt er í helstu verslanir og skóla og íþróttasvæðið í Laugardal er á næsta leiti.
Húsið er átta hæða með fjórum íbúðum á hæð og er lyftu og stigagangi
komið fyrir í miðju þess með opnu og björtu rými milli hæða. Það verður einangrað að utan,
klætt með innbrenndu lituðu áli og gluggar álklæddir að utan þannig að
viðhald verður í lágmarki. Svalir eru á öllum íbúðum.
AFMÆLISMYND Húsnæðis-
stofnunar ríkisins var frum-
sýnd á ársfundi hennar síðast lið-
inn þriðjudag. Myndin er gerð í
tilefni af 40 ára afmæli stofnunar-
innar 20. maí.
Myndin er rúmlega hálfrar
klukkustundar löng og er þar lýst
hver hefur verið þróun í húsnæðis-
málum, nefndir helstu áfangar og
nýjungar sem orðið hafa til að
auðvelda íbúðakaup almennings,
svo sem samningar um félagslegar
íbúðir, kjarasamningar sem ollu
tímamóturp varðandi húsnæðismál
og fleira.
í myndinni er m.a. rætt við
Guðmund J. Guðmundsson, Magn-
ús L. Sveinsson, Sigurð E. Guð-
mundsson og Ólöfu Ríkharðsdótt-
ur. Framleiðandi myndarinnar er
Myndbær og sá Markús Örn Ant-
onsson um hana og þulur er Sigur-
jón Fjeldsted.
Hugmyndin er að bjóða skólum
myndina sem fræðsluefni og einn-
ig er í ráði að sýna hana í Ríkis-
sjónvarpinu á næstunni.
íbúöirnar eru 2ja til 4ra herbergja og verða seldar fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða
með flísalögðu gólfi. Allar innréttingar verða íslenskar og mjög vandaðar. íbúðirnar
verða afhentar næsta haust og kostar þriggja herbergja meðalíbúð um 8,8 milljónir króna.
Kynnið ykkur
spennandi húsnæði á frábærum stað!
ÍSTAK ÁLFTÁRÓS
Sími 562 2700 Sími 564 1340
*Kirkjutúnshverfið markast af Sigtúni í suðri, Nóatúni í vestri, Kringlumýrarbraut í austri og Borgartúni í norðri.
Súðavík
Frágangur félags-
legra íbúða boðinn út
ísafjbrður
YRIR helgina var hafist handa
við að reisa þakviði húsanna
sem Loftorka hf. er að byggja í nýrri
Súðavík. Að sögn Ágústs Kr. Björns-
sonar, sveitarstjóra í Súðavík, var
sett upp mjög stíf framkvæmdaáætl-
un sem hefur staðist fullkomlega.
Búið er að bjóða út frágang húsanna
að innan og verða tilboðin opnuð 18.
október nk.
íbúðunum, sem eru félagslegar
íbúðir, hefur ekki enn verið úthlutað
til væntanlegra íbúa. Einungis tveir
einstaklingar eru að byggja á al-
mennum markaði í nýrri Súðavík,
en þeir eigendur misstu hús sín í
snjóflóðunnm í vetur og hafa fengið
bætur fyrir þau. Aðrir Súðvíkingar
verða að bíða eftir niðurstöðum Of-
anflóðasjóðs um hvort hús þeirra
verði keypt eða ráðist í byggingu
vamarmannvirkja.
„Staðan er sú að við höfum sent
stjóm Ofanflóðasjóðs gögn um varn-
armannvirki og uppkaup. Þar er ver-
ið að meta gögnin en engin niður-
staða verið tekin. Við erum að vona
að niðurstaða liggi fyrir í þessari
viku. Fyrr en þær ákvarðanir koma
er ekki möguleiki fyrir fólk að fara
af stað með húsabyggingar“, sagði
Ágúst.
Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson
FRAMKVÆMDIR við nýjar félagslegar íbúðir í nýrri Súðavík ganga samkvæmt áætlun og verða
íbúðimar tilbúnar fyrir jól.