Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ fe- V FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra Fullkomið reiðar- slag fyrir okkur öll „ÞETTA er fullkomið reiðarslag fyrir okkur öll og þá ekki síst fyr- ir Vestfírðinga og fólkið á Flat- eyri. Nú er höggvið aftur í sama knérunn og ótrúlegt að það skuli ganga yfír okkur aftur á eina og sama árinu. Hugur manna allra er hjá fólkinu sem þarna á í hlut,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra um atburðina á Flateyri. Davíð sagði að í framhaldinu yrði fjallað um hvað væri að ger- ast hér á landi og hvemig á því stæði að það sem menn héldu að væri þekkt og öruggt stæðist ekki og hvort víðar byggi fólk við falskt öryggi. „Þótt fólk sé allt harmi slegið, þá lætur enginn algerlega bugast og allra síst Vestfirðingar. En það sem er erfíðast er að við erum að ganga inn í nýjari vetur, sem hefst með þessum ósköpum á þessum tíma þegar enginn átti sér ills von. Ég býst við því að þjóðin hafí ekki í annan tíma ver- ið jafn slegin,“ sagði Davíð. Öryggið aldrei fullkomlega tryggt Davíð var staddur í New York í gær, vegna afmælis Sameinuðu þjóðanna en var væntanlegur til landsins í nótt. Þegar hann var spurður hvað ríkisstjómin gæti gert fyrir íbúa Flateyrar svaraði hann að eftir hamfarimar í Súða- vík í janúar væri kominn farvegur fyrir skjótari ákvarðanir en ella. Engu að síður myndi ríkisstjómin koma saman nú í morgunsárið og fara yfír mál með sérfræðingum og ræða um til hvaða ráða beri að grípa strax. Bæði vegna atburð- anna á Flateyri og einnig vegna annarra staða þar sem slík vá kunni að vera fyrir dymm til að leitast við að tryggja að svona fari ekki. „Okkur er auðvitað ljóst að í þessu landi getum við aldrei tryggt okkur fullkomlega fyrir því að náttúran geri okkur ekki stórkost- legan skaða eins og nú hefur gerst í tvígang. Reyndar hefur þjóðin verið að ganga gegnum mikil slys og ófarir undanfarið. Þetta er stór skammtur sem þjóðinni er fenginn og það hlýtur að setja ugg að fólki. En þjóðin sýndi mikla samstöðu þegar ósköpin dundu yfír í Súða- vík og ég er þess fullviss að enn mun hún reynast vel þegar verst stendur,“ sagði Davíð. „Hundarnir unnu ótrúlegt hjálparstarfu SNORRI Hermannsson, vett- vangssljóri leitarinnar á Flat- eyri, segir að miðað við aðstæð- ur hafi leitin gengið vel í gær, ekki síst eftir að veðrið varð skaplegra um hádegi. Veðrið hamlaði hins vegar leit fyrst í stað. Heimamenn hófu leit um leið og þeim barst vitneskja um snjóflóðið en formleg leit hófst um sexleytið í gærmorgun. Allt brotið mélinu smærra „Þarna er um rústabjörgun að ræða því að húsin standa ekki uppi og allt brotið mélinu smærra, þannig að við gátum ekki notast við stikur eða aðrar slíkar aðferðir við leitina. Þess í stað grófum við þar sem hund- arnir leiddu okkur, auk þess sem við vissum nákvæmlega hvar húsin stóðu. Margir fundust á skömmum tíma Við fengum einn leitarhund frá ísafirði og þegar við feng- um þijá hunda til viðbótar inn á svæðið, með þyrlu Land- helgisgæslunnar um og eftir hádegi, fundust margir á skömmum tíma. Hundarnir hafa unnið ótrúlegt starf og leitin hefði ekki gengið jafn hratt og hún gerði þó án aðstoð- ar þeirra,“ segir Snorri. Hann kveðst telja sálrænt ástand björgunarmannanna 200 hafa verið ágætt í heildina tekið og ekki hefði borið á nein- um alvarlegum frávikum í því sambandi. SNORRI Hermannsson (t.h.) að störfum í stjórnstöðinni á Flateyri. HUNDUR við leit á Flateyri í gær. Halldór Sveinbjömsson Ríkissljórnin ræðir atburðina á Flateyri Vaknaði við högg- bylgjuna „Höfuðið skall í vegginn“ „ÉG vaknaði við höggbylgjuna, heyrði hvin og læti og síðan skall höfuðið á mér í vegginn eða veggurinn í höfuðið. Síðan kom snjórinn, veggimir eru út um allt og ég held að annar gaflinn sé alveg horfinn," segir Helga Jónína Guðmundsdóttir. Hún var sofandi í herbergi sínu á Tjamargötu 7, austanmegin í húsinu sem er fjær fjallinu, þegar hún hrökk skyndilega upp við þrýsting og hávaða. Helga verður tvítug á morgun. Vinkona hennar var annars staðar í húsinu og fannst í gærdag, slösuð en ekki í lífs- hættu. „Ég rankaði við mér í snjón- um, á nærbuxum og bol, og gerði mér nær strax grein fyrir hvað hefði gerst. Ég slapp ótrú- lega vel og gat skriðið út þar sem veggurinn var áður, í gegn- um gatið og yfír snjóinn. Ég staulaðist síðan að sjúkraskýl- inu sem er svolítinn spöl í burtu, yfír næstu götur,“ segir Helga. RÍKISSTJÓRNIN kom saman í gærmorgun og ræddi atburðina á Flateyri og þá aðstoð sem hægt væri að veita við björgunarstörf. Annar ríkisstjómarfundur er boðaður fyrir hádegi í dag. Friðrik Sophusson starfandi for- sætisráðherra sagði í gær að þjóð- in væri harmi lostin vegna þessa atburðar og hugur hennar væri hjá aðstandendum þeirra sem ættu um sárt að binda. „Á slíkum stund- um þjappar þjóðin sér saman og verður eins og ein samhent fjöl- skylda,“ sagði Friðrik. Hann sagðist einnig vilja fyrir hönd ríkisstjómarinnar þakka þeim björgunarmönnum sem lögðu á sig mikið erfíði og hættu í gær. Einstakir ráðherrar fylgdust með björgunaraðgerðum í gær en ríkisstjómin fól hópi ráðuneytis- stjóra að aðstoða við og greiða fyrir björgunarstörfunum. Ráðu- neytisstjómnum var einnig falið að fjalla um mál sem huga þarf að á næstu dögum og vikum, svo sem að tryggja samgöngur við Þjóðin þjappar sér saman á slíkum stundum, segir Friðrik Sophusson Flateyri, leita leiða til að afla hús- næðis fyrir Flateyringa, koma á sterkum tengslum milli sveitar- stjórnarinnar á Flateyri og ríkis- valdsins til að halda utan um stjórn á aðgerðum og samræma trygg- ingamál. Náttúran óútreiknanleg Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytis stýrði ráðuneytisstjórahópnum í gær en Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis kemur til landsins í dag og tekur þá við stjórn hópsins. Búist er við að fyrsta skýrsla ráðuneytisstjóra- hópsins liggi fyrir ríkisstjórnar- fundinum í dag. „Ég á von á að síðan taki lengri tíma að endurmeta stöðuna sem komin er upp og undirbúa nauð- synlegar aðgerðir,“ sagði Friðrik Sophusson. „Það veldur sérstökum áhyggjum að það kemur nú í ljós að náttúruöflin eru ekki útreiknan- leg og því verður sjálfsagt aldrei hægt að fyrirbyggja skaða af þeirra völdum. En það hlýtur að vera í verkahring ríkisstjórnarinn- ar, eins og reyndar flestra sem að þessu máli koma, að tryggja fólki sem mest öryggi. Á þessari stundu er hins vegar allt of fljótt að ræða um kostnað og einstakar aðgerðir," sagði Friðrik. Hann sagði að undanfarin miss- eri hefði verið unnið mjög mikið við að bæta snjóflóðavarnir og vinna að hættumati á einstökum stöðum. „En þetta flóð kennir okkur auðvitað að það þarf að endurmeta hlutina og það hljóta menn að gera á næstunni," sagði Friðrik. Fólk flutt í mötu- neyti Kambs Huggar hvert annað FÓLK er auðvitað felmtri sleg- ið og dasað. Það ríkir sorg, en yfirhöfuð taka menn áfall- inu með stillingu,“ sagði Hin- rik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs hf., í samtali við Morgunblaðið. Þeir, sem björguðust úr snjó- flóðinu, voru fluttir í mötu- neyti Kambs til aðhlynningar. „Búið er að flytja suður til Reykjavíkur fjóra, sem áttu ættingja veðurteppta fyrir sunnan. Allir slasaðir eru komnir undir læknishendur og í burtu. Það eru fyrst og fremst aðstandendur þeirra látnu og aðrir þorpsbúar, sem fá hér aðhlynningu og áfallahjálp," sagði Hinrik. „Fólkið fær mat og menn reyna að hugga og hughreysta hver annan." Hinrik sagði að sálfræðing- ar, prestar og fleiri, sem væru sérhæfðir í áfallahjálp, væru að störfum á meðal Flateyr- inga í húsinu. i i i i í i I i I I f I I i i I t i I I I' » I I I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.