Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 5
FRETTIR
Meira en 600 manns ræstir til aðstoðar á Flateyri. 340 björgrmar menn sendir
áleiðis auk lækna og hjúkrunarliðs. 230 björgunarmenn í biðstöðu.
TF-LÍF, nýja þyrla Landhelgisgæslunnar, sannaði gildi sitt og
flaug milli Rifs og Flateyrar í allt að 12 vindstigum.
04.07 SNJOFLOÐ fellur úr
Skollahvilft á Flateyri.
04.28 HEIMAMENN hefja strax
björgunarstörf. Almannavarnir
ríkisins kallaðar út. Almanna-
varnarráð var komið saman fyrir
þann tíma. Fljótlega fundust sex
manns á lífi sem lent höfðu í flóð-
inu og einn maður látinn.
04.30 YARÐSKIPIÐ Óðinn er
kallað inn til Grundafjarðar að
taka björgunarsveitarmenn. Varð-
skipið Ægir fer frá Reykjavík kl.
07.42 með 105 fimm innanborðs
til Flateyrar.
04.49 BJÖRGUNARSVEITIR
ræstar út með hópkalli.
05.11 LANDSSTJÓRN björg-
unarsveita tekur til starfa og
skipuleggur flutning björgunar-
manna.
06.00 30 MANNA hópur leitar-
manna frá ísafirði leggur af stað
áleiðis til Flateyrar.
07.02 ÁHAFNIR beggja þyrlna
Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og
TF-SIF, kallaðar út.
08.20 BJÖRGUNARMENN frá
ísafirði fara um borð í skip í Holti
sem flytur þá yfir fjörðinn.
08.30 RÍKISSTJÓRNIN kemur
saman til neyðarfundar.
08.47 ÞYRLUR Landhelgisgæsl-
unnar fara til Grundarfjarðar með
björgunarmenn. 12 farþegar,
læknar, hjúkrunarlið og sýslu-
maður á ísafirði, fara með TF-LÍF
og 6 björgunarmenn með TF-SIF.
09.30 ÍSFIRSKU leitarmennirnir
koma til Flateyrar. Varðskipið
Óðinn kemur til Grundarfjarðar.
09.37/09.55 ÞYRLUR Land-
helgisgæslunnar lenda í Grundar-
firði. Hvor þyrla fer tvær ferðir
að flytja björgunarmenn sem
komið höfðu með íslandsflugi til
Rifs til Grundarfjarðar.
11.10 TVÆR varnarliðsþyrlur
fara í loftið með 10 sérþjálfaða
björgunarmenn áleiðis til Flateyr-
ar.
11.30 VARÐSKIPIÐ Óðinn legg-
ur af stað frá Grundarfirði með
69 hjálparmenn.
11.46 TF-LÍF fer frá Rifi áleiðis
til Flateyrar með 3 leitarmenn og
3 leitarhunda sem flugvél Flug-
málastjórnar hafði sótt til Aust-
ijarða. Þyrlan flýgur í allt að 12
vindstigum og snjókomu. Ekki er
talið þorandi að senda TF-SIF
áleiðis vegna skilyrða.
12.00 MAÐUR finnst á lífi í flóð-
inu. 24 manna er enn saknað.
13.00 ALMANNAVARNIR fá til-
kynningu um að fjórir hafi fundist
á lífi
13.13 ÞYRLAN TF-LÍF lendir á
Flateyri.
13.35 VARNARLIÐSÞYRL-
URNAR lenda á Flateyri.
13.53 TILKYNNT er að tveir
menn hafi fundist látnir.
14.50 TILKYNNT að samtals
hafí 12 manns fundist látnir í flóð-
inu.
15.02 TF-LÍF leggur öðru sinni
frá Rifi að Flateyri með 12 far-
þega; lækna og hjúkrunarfræð-
inga, leitarmenn og hunda.
15.03 ÞYRLA varnarliðsins lend-
ir í annað sinn á Flateyri, að þessu
sinni með hjálparlið frá Rifi.
15.11 TILKYNNT að fjórir hafi
fundist látnir til viðbótar en fjög-
urra sé enn saknað.
15.50 STAÐFEST að 220 manns
séu komnir til starfa á Flateyri,
þ.á m. 21 manns hópur með skipi
frá Patreksfirði.
16.14 TF-LÍF lendir í annað sinn
á Flateyri með fleiri leitarmenn
frá Rifi.
17.10 TF-LÍF fer frá Flateyri til
ísafjarðar með 12 manns. Þar er
lent 17.33. Þyrla vamarliðsins fer
skömmu áður með fólk til Reykja-
víkur.
17.55 TILKYNNT er að einn
maður hafi fundist látinn. Þriggja
er enn saknað.
19.10 TILKYNNT að tveir hafi
fundist látnir en barns sé enn
saknað.
19.30 ÆGIR kemur til Flateyrar.
21.05 ÓÐINN leggst að bryggju
á Flateyri.
Klukkan 8.50 eru komnir til Flateyrar trá ísafirði og
Bolungarvík Snorri Hermannsson vettvangsstjóri
ásamt 23 manna liði, þar á meðal 2 læknum og
hjúkrunartræðingum. Farið var um nýju jarðgöngin
yfir að Holti í Önundarfirði þaðan sem þeir voru
ferjaðir yfir að Flateyri. I/ið flutning trá Holti að
Flateyri komu upp vandkvæði þar sem bryggjan við
Holt brotnaði vegna sjávargangs. Skömmu síðar
kom 20 manna liðsauki frá ísafirði og Bolungarvík.
Klukkan 11.10 voru komnir 187 manns
til Flateyrar eða að Holti í Önundarfirði
og einnig tveir leitarhundar. Flestir voru
þeir frá Isafirði og Bolungarvík, 30 voru
frá Þingeyri. 17 manns til viðbótar voru
á leiðinni frá Suðureyri. Að auki voru á
leiðinni 161 björgunarsveitarmaður og
fjölmennt lækna- og hjúkrunarlið með
varðskipum eða beið llugs I Grundarfirði.
Hjálparstöð var sett upp í hús-
r.æði Kambs. Laust eftir hádegi
voru komnir til starfa þrír læknar
og fjórir hjúkrunarfræðingar frá
ísafirði, Flateyri og Þingeyri.
Stjórnstöð almannavarnaaðgerða
var á hreppsskrifstofunum á
Flateyri. I/ettvangsstjóri Snorri
Hermannsson. Olafur Helgi
Kjartansson, yfirmaður neyðar-
aðgerða Almannavarna, kom með
þyrlu frá Grundarfirði síðdegis.
Togarinn Sléttbakur EA fór trá
Patreksfirði klukkan 10.43 með
21 mann og snjóflóðaleitarhund.
Breiðíifjörður
Varðskipið Oðinn fór frá Grundar-
firði klukkan 11.30. Um borð voru
85 manns, þar á meðal 69 björg-
unarsveitarmenn frá svæðinu milli
Akraness og Snæfellsness, svo og
sex manna greiningarsveit lækna
og hjúkrunarfólks (læknir. og fjórir
hjúkrunarfr.) og menn úr neyðar-
sveit slökkviliðsins í Reykjavík.
jggglj
Húnnflói
Klukkan 13.13 lenti TF-LÍF, þyrla
Landhelgisgæslunnar, á Flateyri
og kom með þrjá sérþjálfaða snjó-
flóðaleitarhunda ásamt þjálfurum
frá Grundarfirði. TF-LÍF hélt áfram
ferðum, flutti m.a. sýslumanninn
á ísafirði, sem eryfirmaður
neyðaraðgerða almannanvarna
og læknalið. Þyrlur varnarliðsins
voru einnig í flutningum með
menn og búnað til Flateyrar.
’ Búðardalur
Hefflssandur**Pi<
r ólaTsvík G^ndarfÍÖrður
Komiö var upp biðsvæði á Rifi og síðar
Hellissandi þar sem 50 manns, þar á meðal
læknar og hjúkrunarfólk úr greiningarsveitum
frá Borgarspítala og Landsspítala biðu átekta.
VarðskipiðÆgir fór frá Reykjavík klukkan 7.42
með 105 menn og tvo sérþjálfaða hunda til leitar
í snjóflóðum. Þar af 71 björgunarsveitarmaður úr
björgunarsveitum á svæði 1, 2 frá Rauða krossi
Islands, 6 lögreglumenn. 14 úr greiningarsveit
Borgarspítala, læknar og hjúkrunarfræðingar,
og 9 starfsmenn fjölmiðla.
/o'
K-//Í J V ' /
Faxaflói
reykj
Seltjarnarnes^íf.* Mosfellsbær
>Hafnarfjörður>Tar^Pavoflur
^ JA
Tveir leitarhundar fóru með Ægi, tveir voru fluttir með þyrlu til
Grundarfjarðar til móts við Óðin, þrír til Grundarfjarðar frá
Egilsstöðum með flugvél Flugmálastjórnar og frá Grundarfirði
með þyrlu til Flateyrar. Fjórir hundar voru á ísafirði og a.m.k.
tveirþeirra fóru með fyrstu björgunarmönnum.
^ Njarövík n / f 230 björgunarsveitarmenn
voru íbiðstöðu í Reykjavík,
Grindavík á Suðurnesjum, á Hellissandi
og í Árnessýslu.
0 50 km
Feríll lægðar föstudaginn13. til mánu-
dagsins 16. janúar \,\ -i o nn. I/ /
‘' TuM '
/
Mánud. kl. 12.00:
948 millibara,
og grynnist og
A miðnætti, kl. 0.00:
945 mb. Nokkru
síðar 940 mb.
7
i;-x
J>! Sunnud.
kl. 18.00:
956 mb.
I
\
Sunnud.
kl. 12.00:
970 mb.
17”
Laugard. kl. 6.00:
1012 millibara
Laugard. kl. 18.00:
1000 millibara
Sunnud. kl. 6.00:
983 millibara
Feríll lægðarínnar frá þriðjudegi 24.
til fimmtudags 26. október
í'.
Fimmtud. kl. 6.00:
964 millibara
Fimmtudag
á miðnætti:
959 millibara
&f
Miðvikud. kl. 12.00:
958 millibara
M
A
Miðvikud. kl. 6.00:
961 millibara
Miðvikudag
á miðnætti:
965 millibara
\
/
>
T
Þriðjud. kl. 18.00:
975 millibara
Þriðjud. kl. 6.00:
990 millibara
\
AÐALORSAKIR óveðursins undanfarna
daga er lægðarbylgja, sem myndaðist suð-
vestur af írlandi, hreyfðist norður og
dýpkaði ört, svo og öflug hæð sem var
yfir Grænlandi.
Að sögn Unnar Olafsdóttur veðurfræð-
ings kom þann 20. október lægð inn á
Grænlandshaf úr suðvestri frá Labrador
og fór norðaustur yfir land þann 22. októ-
ber og hæð settist þá að yfir Grænlandi.
Eftir það fóru lægðir að berast til norð-
austurs milli Islands og Noregs.
Þann 23. dýpkaði lágþrýstisvæði suður
af Islandi og nálgaðist, en meginskil þess
fóru að hreyfast norður með austurströnd
landsins. Lágu þau svo til suðurs með
Orsakir
óveðursins
vesturströnd Bretlands. Smálægðir fóru
að myndast á skilunum og berast norður.
Lægðarbylgja sem myndaðist suðvestur
af Irlandi 23. október dýpkaði á leið sinni
norður og var milli Islands og Færeyja
að morgni 25. október. Þá var hún orðin
að djúpri lægð og var þrýstingur í miðju
hennar kominn niður fyrir 960 mb.
Hæðin yfir Grænlandi var þá yfir 1.030
mb og gerir það mikinn þrýstingsmun yfir
landið en vindhraði eykst í beinu hlutfalli
við hann. Fyrri skil lægðarinnar fóru norð-
austur yfir landið þann 25. október með
mjög hvassri norðaustanátt og ofankomu,
en síðar tóku önnur skil við með svipuðum
vindstreng og ofankomu á undan sér.
Skil þessi hreyfast vestur og eru að
eyðast og er reiknað með að vindur gangi
smám saman niður og dragi úr úrkomu
næsta sólarhring. Á laugardag verður
vindur orðinn hægur en þó enn af norð-
austri.