Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Birtu bönnuðu dagbókina Bjerregaard hótar málsókn Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA dagblaðið Politiken gaf í gær út dagbók Ritt Bjerrega- ard, sem aukaútgáfu af blaðinu. Bjerre- gaard tók á miðviku- dag ákvörðun um að hætta við útgáfu bók- arinnar en í henni er að finna palladóma um marga háttsetta stjórnmálamenn og starfsbræður Bjer- regaard í fram- kvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. For- seti framkvæmdastjórnarinnar, Jacques Santer, hafði lagt mikla áherslu á það við Bjerregaard að bókin kæmi ekki út. Tager Seitenfaden, ritstjóri Politiken, sagði ástæðu þessarar útgáfu vera að almenningur í Danmörku ætti rétt á að lesa skoð- anir Bjerregaard í heild sinni. Brot á lögum? Hann sagðist ekki telja að þetta bryti á neinn hátt í bága við höf- undaréttarlög. „Það er ekki dönsk- um almenningi í hag að Santer beiti Bjerregaard það miklum þrýstingi að hún telji sig tilneydda að hætta við útgáfuna," sagði Seitenfaden. Ritt Bjerregaard sagðist í gær ætla að höfða mál á hendur Poiitiken vegna birtingar bókar- innar. Talsmaður hennar sagði að þetta væri gróft brot á höfunda- rétti og að lögmönnum Bjerrega- ard yrði falið að sjá um framhald málsins. Upphaflega var ætlunin að bókin yrði gefin út á laugardag en Aschehoug- útgáfufyrirtækið ákvað í staðinn að eyðileggja þau 4.000 eintök af 262 síðna langri bókinni, sem þegar höfðu verið prentuð. Mikil reiði ríkir inn- an framkvæmda- stjómarinnar vegna skrifa Bjerregaard en ekki er búist við að gripið verði til frekari að- gerða vegna þeirra. Bera margir mál hennar saman við mál hag- fræðingsins Bernard Connolly, er gaf í síðasta mánuði út bók þar sem hann ræðst á áform ESB um peningalegan samruna Evrópu- ríkja. Bjerregaard var á sínum tíma skipuð í embætti hjá fram- kvæmdastjóminni þar sem að jafn- aðarmenn vildu losna við hana úr dönskum stjómmálum. Poul Nyr- up Rasmussen forsætisráðherra sagðist ætla' að ræða „persónu- lega“ við hana vegna þessa máls en það er talið hafa komið Dönum illa í baráttu þeirra fyrir því að Uffe Ellemann-Jensen verði næsti framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Mörg dagblöð í Danmörku, þar á meðal Berlingske Tidende hafa hvatt hana til að segja af sér. Kafli úr dagbók Bjerregaard „ÞRIÐJUDAGUR11. júlí 1995, Strassborg: Hádegismaturinn var hræðilegur. I fyrsta lagi var boðskortið sem mér var sent stíl- að á „Monsieur Bjerregaard". Ég geng út frá því að þeim finn- ist erfitt að sætta sig við að kon- ur sitji í framkvæmdastjórninni. Og þar sem siðameistararnir virðast ekki hafa reiðu á þessum hlutum sat herra Bjerregaard og velti því fyrir sér hvort hún ætti að lita yfirvaraskegg á efri vör- ina. Hálfri klukkustund síðar kom Chirac. Hann gekk beint að borð- inu og byijaði að snæða. Við hlið- ina á mér sat héraðssljóri Alsace; hann talaði nær enjga ensku og var heyrnarsþ'ór. A hina hlið mér sat landbúnaðarráðherra Frakk- lands. Hann talaði ekki heldur ensku. Ég reiddist svo yfir þessum hefð- bundna franska hroka að ég ávarpaði þá einungis á ensku. Við lok þessarar óhefðbundnu máltíðar... stóð Chirac upp og hélt ræðu. Það eina sem hann sagði var að hann hefði nú séð hvernig þingið starfaði! Hansch [forseti Evrópuþingsins] svaraði honum kurteislega á frönsku. Chirac sat við hlið Santer á meðan á hádegisverðinum stóð en þeir ræddust varla við. Mér varð ljóst að samband Chiracs og Santers er slæmt, fyrst og fremst vegna þess að Chirac kemur illa fram við Santer. Chirac kom mér raunar mjög illa fyrir sjónir og ég gat ekki annað en hugsað til þess með hve mikilli reisn Mitterrand kom fram við sama tækifæri í ársbyij- un. Það er raunverulegur munur á þeim báðum og ég held ekki að Chirac muni takast að ná þeirri reisn sem Mitterrand hafði.“ A-Evrópa og menntamálaáætlanir ESB Fjárskortur haml- ar þátttöku Lúxemborg. Reuter. AUSTUR- og Mið-Evrópuríkjunum níu, sem hafa gert svokallaða Evr- ópusamninga um aukaaðild og und- irbúning fyrir fulla aðild að Evrópu- sambandinu, hefur verið boðin aðild að menntamálaáætlunum sam- bandsins. Á fundi í Lúxemborg á mánudag kom fram fullur áhugi ríkjanna á þátttöku, en að fjárskort- ur hamlaði. Um er að ræða Sókrates-áætlun- ina um stúdentaskipti háskóla, Leonardo-áætlunina um starfs- menntun og endurmenntun og áætl- unina Æska í Evrópu III, sem gef- ur fólki á aldrinum 15-25 ára kost á að dvelja í öðru Evrópuríki og kynnast tungu þess og menningu. Skilyrði fyrir þátttöku í áætlun- unum er að leggja fram fé í sjóði þeirra. Slíkt gera til dæmis ísland og Noregur, sem taka þátt í menntamálaáætlunum Evrópusam- bandsins. Reuter Veðurblíða í Bretlandi RÓSIRNAR í Garði Maríu drottningar í London og víðar í Bretlandi standa enn í blóma enda hefur tíðin verið afar góð að undanförnu. Er þessi októ- bermánuður sá hlýjasti í land- inu síðan mælingar hófust þar 1659. Fyrstu rúmu öldina var hitastigið aðeins tekið einu sinni í mánuði en frá 1772 eru til daglegar mælingar. Fyrir tveimur öldum eða 1794 lék veðrið einnig við íbúa Bret- landseyja og þá héldu margar blómjurtir áfram að blómgast fram í desember. Clinton varar þingið við styijöld í Evrópu Sarajevo, Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, varaði þing landsins við þvi í fyrrakvöld að yrðu bandarískir hermenn ekki sendir til friðargæslu í Bosníu gæti það stuðlað að stríði víðar í Evrópu. Fregnir hermdu að Rússar og Bandaríkjamenn væru að nálgast samkomulag um yfír- stjórn rússneskra hermanna, sem sendir yrðu til Bosníu ef samið yrði um frið. Gert er ráð fyrir að 60.000 manna fjölþjóðaher verði í Bosníu ef samkomulag næst um frið og Bandaríkjastjórn hyggst senda þangað allt að 20.000 hermenn. Clinton sagði að tækju Bandaríkja- menn ekki þátt í friðargæslunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. „Ef okkur tekst ekki að tryggja frið gæti stríðið í gömlu Júgóslavíu breiðst út til annarra ríkja og orðið til þess að synir okk- ar og dætur tækju þátt í styrjöld í Evrópu.“ Þingmenn úr báðum flokkum á Bandaríkjaþingi hafa látið í ljós andstöðu við áform stjórnarinnar og óttast að þau verði til þess að bandaríski herinn dragist inn í stríð í Bosníu. Fjölþjóðaherinn er mikil- vægur þáttur í friðaráætluninni, sem Bandaríkjastjóm hefur beitt sér fyrir, og vonast er til að forset- ar Bosníu, Serbíu og Króatíu sam- þykki hana í viðræðunum í Banda- ríkjunum í næstu viku. Ákveðið verður í dag hvort aflýsa verði fundi sem Borís Jeltsín Rúss- landsforseti hafði boðað með forset- Samkomulag miiii Rússa og Banda- ríkjamanna virð- ist í sjónmáli um Balkanríkjanna áður en hann var fluttur á sjúkrahús í gær. Fund- urinn á að vera í Moskvu á þriðju- dag, daginn sem friðarviðræður þeirra áttu að hefjast í Ohio í Bandaríkjunum. Bandaríkjastjórn ákvað að fresta viðræðunum um einn dag, eða til 1. nóvember, og sagði fundinn í Moskvu til marks um að Jeltsín legði mikla áherslu á að vinna með Bandaríkjamönnum og stuðla að því að friðarviðræðurn- ar bæru árangur. 2.000 Rússar til Bosníu? Rússar hafa samþykkt að senda hermenn til Bosníu en hafnað til- lögu Bandaríkjamanna um að þeir verði undir yfirstjórn Atlantshafs- bandalagsins. Varnarmálaráðherr- ar Rússlands og Bandaríkjanna komu saman í gær og fregnir frá Brussel hermdu að verið væri að semja um málamiðlun. Stjórnarer- indrekar sögðu að Rússa kynnu að senda 2.000 manna úrvalssveit sem gæti starfað undir eigin yfirstjóm. Þessu fyrirkomulagi gæti svipað til þess sem NATO hefur notað gagn- vart Frökkum, sem eiga ekki aðild að hernaðarlegri yfirstjórn banda- lagsins. Samkomulag að nást um Slavoníu Stjómarerindrekar í Zagreb sögðu að samkomulag væri að nást í deilu Króata og Serba um héraðið Austur-Slavoníu, sem Serbar náðu á sitt vald eftir upplausn gömlu Júgóslavíu árið 1991. „Hvað inntak samkomulagsins varðar höfum við samið um 98,5%,“ sagði stjórnarer- indreki eftir þriðju lotu viðræðn- anna, sem verður haldið áfram á morgun. Vonast er til að hægt verði að undirrita samkomulag um fram- tíð héraðsins á sunnudag. Stjórnarerindrekarnir sögðu að samkomulag væri í sjónmáli um erfíðasta ágreiningsmálið eftir að Serbar féllu frá þeirrí kröfu sinni að Austur-Slavonía yrði aftur hluti af Króatíu eftir fimm ára undirbún- ingstíma. Króatíustjórn vill fá yfir- ráð yfir héraðinu eftir eitt ár en Serbar ljá nú máls á lVi ári. 3.000 karlmanna saknað Frá Bosníu bárust þær fréttir að embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hefðu fengið nýjar vísbending- ar um að allt að 3.000 múslimskra karlmanna væri saknað og óttast væri að serbneskir hermenn hefðu drepið þá í norðvesturhluta landsins fyrr í mánuðinum. Hermennimir tóku mennina til fanga en stökktu fjölskyldum þeirra, konum, bömum og öldmðu fólki, á flótta. Marxistaflokk- iu’ bjargar Dini Róra. Reuter. LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, bjargaði ríkisstjóm sinni frá vantrausti ítalska þingsins í gær með því að lofa að segja af sér í árslok. Þingmenn marxista ákváðu eftir þessa yfirlýsingu, sem Dini gaf í ræðu í neðri deild þingsins, að þeir myndu sniðganga atkvæða- greiðslu um vantrauststillöguna og var hún því felld með 310 atkvæð- um gegn 291. Flokkur marxista, Kommúnísk endurreisn, hefur 24 þingmenn og fyrir ræðu Dinis hugðust þeir greiða atkvæði með vantrauststillögunni, sem auðkýfingurinn Silvio Berlusc- oni, fyrrum forsætisráðherra, og hið svokallaða Frelsisbandalag hans lagði fram. Nær að afgreiða fjárlög Utanþingsstjórn Dinis, sem tók við völdum fyrir níu mánuðum, mun því sitja nægilega lengi til að af- greiða fjárlög næsta árs, en lög kveða á um að þingið verði að sa©- þykkja þau fyrir 31. desember. Stjóm Berlusconis féll í desember á síðasta ári og upp frá því hefur hann ítrekað reynt að knýja fram kosningar og hann lagði fram van- trauststillöguna í síðustu viku. Ber- lusconi heldur því fram að Dini sé orðinn handbendi þeirra afla, sem hann sigraði í síðustu kosningum á Ítalíu. Því til stuðnings bendir hann á að sá hópur þingmanna, sem styð- ur Dini, meirihluti vinstri- og miðju- manna, hafi samþykkt að reka Filippo Mancuso dómsmálaráð- herra. Stjórnmálamenn jafnt til hægri og vinstri segja að einu gildi þótt Dini hafi staðist þess orrahríð. Kosningar á Italíu séu skammt undan. Keuter LAMBERTO Dini (efst t.v.) bjargaði stjórn sinni frá van- trausti með ræðu á þingi í gær. Hér sjást ráðherrar óska Dini til hamingju með mál- flutning sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.