Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 39 AFMÆLI lista Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi við Alþingiskosningar allt til 1974 og sat á þeim tíma sem varamaður á Alþingi. Hann hefur átt sæti í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins frá árinu 1944 til 1974. Þetta stutta yfirlit yfir starfsferil Ragnars Guðleifssonar lýsir manni sem er fullkomin andstæða hins værukæra eiginhagsmunaseggs. Öll voru þessi störf unnin í þágu annarra, án þess að ætlast til nokk- urrar umbunar, nema þeirrar ánægju sem í því felst að vinna öðrum vel. Samt fer því fjarri að þar með sé öll sagan sögð. T.d. var Ragnar einlægur trúmaður, sem tók mikinn þátt í störfum sóknarnefnd- ar og kirkju. Hann starfaði af áhuga í Guðspekistúku og veitti forystu Skógræktarfélagi Suðurnesja frá stofnun þess. Alls staðar lét hann gott af sér leiða. Einu sinni heyrði ég sögu af Ragnari Guðleifssyni sem e.t.v. lýsir honum betur en mörg orð. Það var á kreppuárunum, þegar fátæktin svarf hvað harðast að alþýðuheimil- unum í Keflavík. Ragnar var þá nýtekinn við forystu félagsins og stóð í ströngu við að fá félagið viður- kennt sem samningsaðila við at- vinnurekendur. Á þessum árum hafði Ragnar það fýrir sið að senda jólagjafir, nafnlausar, til þeirra heimila í bænum, sem síst áttu gjafa von. Þetta gerði hann sjálfur á eigin kostnað en ekki í nafni félagsins. Reyndar vissu meira að segja nán- ustu vinir hans ekki af þessu fyrr en mörgum árum síðar. Þannig er Ragnar Guðleifsson. Verkin hans lýsa honum best. Ragnar Guðleifsson er tvíkvænt- ur. Fyrri konu sína, Guðbjörgu Þórð- ardóttur, missti hann eftir fárra ára sambúð. Seinni konu sinni, Björgu Sigurðardóttur, kennara, kvæntist hann árið 1947 og eiga þau eina dóttur, Sigrúnu tónlistarkennara. Björg átti áður son, Sveinbjörn, sem þau ólu upp sem sitt barn. Ragnar Guðleifsson er fyrsti heið- ursborgari Keflavíkurkaupstaðar. Við það tækifæri flutti vinur hans, Ásgeir Einarsson, ræðu til heiðurs Ragnari. Hann sagðist ætla að þeg- ar Ragnar liti yfír farinn veg, mætti hann vera hreykinn yfír þeim ár- angri, sem náðst hefur til þess að gera æskuhugsjón hans að veru- leika. En þegar hann hugleiddi líf og störf Ragnars Guðleifssonar kæmu honum í hug þessi þijú orð: „Trúmennska, fómfysi og dreng- íyndi“. - Það eru orð að sönnu. Feg- urri umsögn samferðarmanna er vart hægt að ávinna sér í lifanda lífí. Við Alþýðuflokksmenn gerum þessi orð Ásgeirs að okkar um leið og við óskum Ragnari, Björgu konu hans, bömum þeirra, afkomendum, vinum og vandamönnum til ham- ingju með afmæli hins ástsæla for- ingja. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. RAGNAR GUÐLEIFSSON RAGNAR Guðleifs- son, heiðursborgari Keflavíkurkaupstað- ar, er níræður í dag. Ragnar var í meira en 40 ár helsti leiðtogi okkar jafnaðarmanna og verkalýðshreyf- ingarinnar á Suður- nesjum. Ragnar er einhver ástsælasti og farsælasti alþýðufor- ingi sem Alþýðuflokk- urinn hefur átt á að skipa frá upphafi. Fyr- ir hönd okkar jafnað- armanna færi ég Ragnari Guðleifssyni og fjölskyldu hans hugheilar heilla- óskir í tilefni afmælisins um leið og við þökkum honum heilladijúgt starf í þágu jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins í meira en hálfa öld. Það eru engar ýkjur þegar full- yrt er að Ragnar hafi notið vin- sælda og virðingar þeirra, sem hann þekktu og hans störf, umfram aðra menn. Ungum að árum var honum sýndur sá trúnaður að vera valinn til forystu fyrir Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur. Hann var formaður þess félags frá árinu 1935-1970 eða í 35 ár. Undir for- ystu hans ávann félagið sér virðing- arsess sem eitt traustasta verka- lýðsfélag landsins. I höndum hans og samstarfsmanna hans varð fé- lagið lyftistöng framfara sveitarfé- lagsins og Suðurnesja. í tvö kjörtímabil (1938-1946) var Ragnar annar tveggja fuiltrúa verkalýðsfélagsins í hreppsnefnd, uns þar kom að hann leiddi lista Alþýðuflokksins í sveitarstjórnar- kosningum 1946, þegar þeir félagar hnekktu meirihlutavaldi Sjálfstæð- isflokksins í fyrsta sinn. Eftir að Keflavíkurkaupstaður fékk kaup- staðarréttindi varð Ragnar fyrsti bæjarstjóri kaupstaðarins upp úr kosningum 1949. Hann sat alls 36 ár í sveitarstjórn. Allan þann tíma var hann frumkvöðull að helstu framfaramálum byggðarlagsins. Hvert stórvirkið rak annað: Vatns- veita, sjúkrahússbygging, barna- skólabygging, dagheimili, íþrótta- svæði, sundlaug, auk frumkvæðis að eflingu atvinnulífs til sjós og lands. Ragnar og félagar létu verk- in tala. Þannig áunnu þeir sér traust. Fylgi Alþýðuflokksins á Suðurnesjum hefur alla tíð hvílt á þeim trausta grunni síðan. Saga Ragnars Guðleifssonar er hin sígilda saga um mann sem braust frá fátækt til mennta og mannvirðinga fyrir einbeitni og elju, eigið framtak og dugnað. Hann lauk prófi frá Kennaraskólanum árið 1933 og kostaði sig sjálfur til námsins að öllu leyti með mikilli vinnu, sparsemi og nægjusemi. Þrátt fyrir margvísleg og tímafrek trúnaðarstörf sem forystumaður stettarfélags og sveitarstjórnar- maður sinnti hann lengi kennslu- störfum með öðrum störfum. Nem- endur sögðu hann góðan kennara, skipulegan, vandvirkan og réttsýn- an. Það orð fór snemma af Ragnari sem formanni Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur að hann léti sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann þótti snemma hygginn og útsjónarsamur samningamaður um kjaramál. Sú staðreynd, að hann þurfti sjaldan að beita verkfalls- vopninu til þess að ná kröfum sínum fram, staðfestir hversu laginn hann var í samskiptum við atvinnurek- endur. Því fór líka fjarri að kjarabarátt- an útilokaði önnur viðfangsefni. Framan af bauð verkalýðsfélagið studdi dyggilega upp- byggingu aðstöðu til íþrótta- og tómstunda- iðju. Á þessum árum voru forystumenn Al- þýðuflokksins og stétt- arfélaganna gjaman jafnframt í forystu fyr- ir samvinnuverslun bæjanna. Þannig hátt- aði til í Hafnarfírði, á ísafirði, á Siglufirði, í Neskaupstað og víðar á landsbyggðinni, fyrir utan höfuðborgina sjálfa. Ragnar átti hlut að því að koma upp verslun af þessu tagi í Keflavík; fyrst í stað var þetta pöntunardeild sem varð upphaf samvinnuverslun- ar í Keflavík; Keflavíkurdeild KRON varð síðan að Kaupfélagi Suðurnesja árið 1945. Ragnar veitti pöntunardeildinni forstöðu frá 1935-37 og Keflavíkurdeild KRON frá 1937- 1943. Sem virkur sam- vinnumaður sótti hann aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufé- laga í tæplega 30 ár. Undir forystu Ragnars lét Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur til sín taka alls staðar þar sem unnt var að tryggja hagsmuni fé- lagsmanna. Félagið hafði t.d. for- göngu um að stofna sjúkrasamlag í Keflavík þegar árið 1942 og veitti Ragnar því forstöðu á tímabili (1943-1946) meðan það var að festa sig í sessi. Sömu sögu er að segja um stofnun lífeyrissjóðs á vegum félagsins. Reyndar má leita langt aftur að dæmum um félags- legt framtak Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur sem til þess var ætlað að létta félögunum lífsbaráttuna á erfiðum tímum. Eitt besta dæmið um það var að árið 1935 keypti félagið einn hektara lands og skipti upp í jafna reiti og útdeildi meðal félagsmanna til mat- jurtaræktunar. Þessi starfsemi hélst reyndar allt til ársins 1953 þegar vöxtur bæjarins kallaði á meira byggingarland. Á næsta ári minnast Alþýðusam- bandið og Alþýðuflokkurinn 80 ára afmælis síns. Á því afmælisári eru liðin 60 ár frá því að Ragnar Guð- leifsson, hinn ungi formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur, sótti sitt fyrsta Alþýðusam- bandsþing. Það þing var jafnframt flokksþing Alþýðuflokksins. Fyrir utan að vera óumdeildur leiðtogi verkalýðshreyfingarinnar á Suður- nesjum var Ragnar jafnframt for- ystumaður í sveitarstjórnarmálum í rúmlega hálfan fjórða áratug. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 átti hann jafnan sæti á framboðs- sjálft fram í kosningum til sveitar- stjórnar. í sveitarstjórn beitti Ragn- ar áhrifum stéttarfélagsins til þess að koma fram hagsmunamálum umbjóðenda sinna í skóla- og dag- vistarmálum, heilbrigðismálum og félagsmálum, auk þess sem félagið ■ FLÓAMARKAÐUR Félags einstæðra foreldra er að hefjast á ný og byijar hann í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugardaginn 28. október frá kl. 14-17. Seldur verð- ur fatnaður á alla fjölskylduna, skartgripir, svefnbekkir og fleira. Flóamarkaður hefur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein helsta fjáröflun félagsins. _______FRÉTTIR______ Málþing um ungl- • • mgamennmgu HALDIÐ verður málþing um ungl- ingamenningu í Hinu húsinu, Aðalstræti 2, laugardaginn 28. október kl. 14 og er það liður í Unglist, listahátíð ungs fólks sem nú stendur yfir. Meginviðfangsefni málþingsins verður sú sjálfsprottna unglinga- menning sem tengst hefur miðbæ Reykjavíkur megnið af 20. öld- inni. Sex valinkunnir íslendingar á ýmsum aldri munu hafa fram- sögu um málið og segja frá því hvernig miðbæjarlífið var á þeirra unglingsárum. Framsögumenn _eru þau Flosi Ólafsson leikari, Ómar Ragnars- s'on fréttamaður, Guðrún Ög- mundsdóttir borgarfulltrúi, Einar Örn Benediktsson fjölmiðlafræð- ingur, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og Sandra Ásgeirsdóttir, nemi í Menntaskólanum í Harma- hlíð. Þá verður einnig lesið úr verk- um Þórbergs Þórðarsonar og Tóm- asar Guðmundssonar, þeirra skálda sem hvað best lýstu æsku- fólki í miðbæ Reykjavíkur í upp- hafi aldarinnar. Að loknum fram- söguerindum verða pallborðsum- ræður og hefur Gestur Guðmunds- son umsjón með þeim. Aðgangur að málþinginu í Hinu húsinu er heimill fólki á öllum aldri og þeir sem vilja tjá sig um mál- efni ungs fólks og miðbæjarins eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Evrópumálin séð frá bresk- um sjónarhóli AUSTIN Mitchell, þingmaður breska Verkamannaflokks- ins fyrir Grimsby, flytur erindi á sam- eiginlegum hádegis- verðarfundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Grillinu á Hótel Sögu laugar- daginn 28. október kl. 12. Mitchell mun fjalla um evrópska öryggis- og stjórn- málaþróun og stöðn- un í breskum stjórn- málum í kjölfar flokksþinga Verkamanna- og íhaldsflokks- ins. Austin Mitchell, sem er fædd- ur árið 1934 í Yorkshire, er einn af þekktustu þingmönnum Verkamannaflokksins og mjög eftirsóttur fyrirlesari. Hann er ekki síður þekktur sem sjón- varpsmaður en þingmaður. Hann er annar tveggja stjórnenda við- talsþáttarins „Target" á SKY sjónvarpsstöðvarinnar og er mörgum Islendingum góðkunnur þaðan. Mitchell var fyrst kjörinn á þing fyrir Grimsby árið 1977 en fram að þeim tíma hafði hann m.a. verið lekt- or í stjómmálafræði við Dunedin háskól- ann í Nýja-Sjálandi og síðar sjónvarps- fréttamaður við Yorkshire Television í Bretlandi. Hann hefur auk þess starf- að við BBC sjón- varpið þar sem hann stjómaði m.a. þátt- unum „Midwee“ og „24 Hours". Á breska þinginu hefur hann gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fýrir þingflokk Verkamannaflokksins. Hann var t.d. þingflokksformaður 1980 til 1985 og hefur verið talsmaður minnihlutans í viðskipta- og iðn- aðarmálum. Mitchell var um tíma formaður þingnefndar sem barðist fyrir breytingum á bresku kosningafyrirkomulagi. Hann hefur setið í fjölda þing- og flokksnefnda og er m.a. for- maður í þriggja flokka þingnefnd sem heitir „All-Party Icelandic Group“. Fundurinn er öllum opinn. Austin Mitcell Landsþing hestamanna 46. ÁRSÞING Landssambands ■ hestamannafélaga verður haldið í Garðaskóla í Garðabæ 27. og 28. október. Þing þetta sækja fulltrúar frá öllum 48 hestamannafélögum landsins, alls 124 fulltrúar. Venja er að hvert þing sé til- einkað ákveðnu þema og er þema þessa þings: Framlag hestamanna og hestamennskunnar til þjóðfé- lagsins. Einnig er fjallað um ýmis innri málefni hestamannafélaga svo sem tilhögun landsmóta, breyttar keppnisreglur o.fl. Áð kvöldi 1. vetrardags verður þingslitafagnaður sem fellur ao þessu sinni saman við 30 ára af- mælisfagnað Hestamannafélags- ins Andvara. Veglegt hóf verður haldið í íþróttamiðstöð Garðabæj- ar, Ásgarði. Þríréttuð veisiumáltíð, skemmtiatriði og dans við undir- leik hljómsveitar Geirmundar Val- týssonar. Veislustjóri verður Sva- var Gestsson, alþingismaður. Landsþing og lokahóf eru öllum opin og fást miðar á hófið í hesta- mannabúðum í Reykjavík og á þingstað í Garðaskóla. -leikur að Ittra! Vinningstölur 26 Okt 1995 1*6*7 «9* 13* 18*24 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.