Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 37
MIWNIIMGAR
FINNUR
BJÖRNSSON
+ Finnur Björns-
son fæddist á
Patreksfirði 6. ág-
úst 1973. Hann lést
af slysförum 14.
september síðastlið-
inn og fór útför
hans fram á Pat-
reksfirði 23. sept-
ember.
MEÐ ÖRFÁUM línum
langar okkur fjölskyld-
una að minnast Finns
Bjömssonar, þess góða
drengs sem við kveðjum
nú í bili.
Flestar minningar okkar um Finn
tengjast þeim árum er við bjuggum
á Patró. Mikill samgangur var þá
milli okkar og fjöiskyldu hans og
gátum við fylgt honum fyrstu tólf
ár ævinnar.
Helst koma nú upp myndir sem
tengjast óeigingirni hans, hjálpsemi
og úrræðasemi. Hann hefur varla
verið meira en fimm ára gamall
þegar hann var orðinn fastagestur
í frystihúsinu og síðar á höfninni.
Og hvar sem hann kom vildi hann
endilega fá að hjálpa til. Á Brunnum
18 var því gjarnan boðið upp á fisk
sem Finnur hafði þegið að launum
fyrir vinnu sína.
Ekki var gert hlé á þessari iðju
þótt hann gisti hjá okkur á Mýrun-
um. Reyndar þurfti Aldís að særa
ungan drenginn einu
sinni þegar hann hafði
rogast heim með rauð-
maga og vildi sjóða.
Hún afþakkaði og hann
varð hvumsa við og
hneykslaður yfir van-
þakklætinu.
Þótt samverustund-
irnar yrðu sýnu færri
eftir að við fluttum voru
þær þó nægar til að sjá
þessi einkenni varðveit-
ast er hann varð eldri.
í hvert það skipti sem
við komum vestur var
hann tilbúinn til að snú-
ast í kringum okkur eins og hann
frekast gat. Einkum á Jón Páll góð-
ar minningar frá bæði sjó- og bílferð-
um í boði hans.
Engin minningargrein fær lýst
missi fjölskyldu Finns. Okkur kann
að þykja ævi þans stutt en hún var
nógu löng til að gefa okkur eilífa
minningu um góðan dreng, nógu
löng til að skapa honum eilífan sess
meðal réttlátra manna.
Við erum þess viss að honum sjálf-
um líður vel í dag. Okkar sem minn-
umst hans er nú að styrkja hvert
annað. Guð blessi fjölskyldu Finns
sem og fjölskyldur vina hans, þeirra
Svans og Kristjáns.
Haraldur, Aldís, Jón
Páll og Álfheiður.
Elskuleg móðir okkar,
ÞORBJÖRG ÁSTA BLÖNDAL,
Sundstræti 3SA,
ísafirði,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 26. október.
Börnin.
Háskóla-
hátíð á
morgun
BRAUTSKRÁNING kandídata frá
Háskóla íslands verður laugardag-
inn 28. október í Háskólabíói.
Kröflukvartettinn leikur við inn-
ganginn en hátíðin sjálf hefst kl.
14 með því að blásarakvintett úr
Tónlistarskólanum í Reykjavík
leikur. Að því búnu ávarpar Svein-
björn Björnsson háskólarektor
kandídata og ræðir málefni Há-
skólans.
Að lokinni ræðu rektors fer fram
brautskráning kandídata og í lokin
syngur Háskólakórinn undir stjóm
Egils Gunnarssonar nokkur lög.
------» ♦ ♦----
Basar og
kaffisala í
Sunnuhlíð
HAUSTBASAR verður haldinn í
Dagdvöl Sunnuhlíðar laugardag-
inn 28. október kl. 14.
Verða þar seldir ýmsir munir
unnir af fólki í Dagdvöl, margt
tilvalið til jólagjafa. Einnig verða
heimbakaðar kökur og lukkupokar.
Kaffisala verður í matsal þjónustu-
kjama og heimabakað meðlæti á
boðstólum.
Allur ágóði rennur til styrktar
starfsemi Dagdvalar þar sem eldra
fólk dvelur daglangt og nýtur
ýmissar þjónustu.
-----♦ ♦ ♦-----
■ HLJÓMS VEITIN Kol leikur á
veitingahúsinu Hanastéli við Ný-
býlaveg í Kópavogi í kvöld, föstu-
dagskvöld. Hljómleikarnir verða
órafmagnaðir.
Sögustund í
Viðeyjarstofu
Á ÞESSU ári munu 770 ár liðin
frá stofnun Viðeyjarklausturs.
Af því tilefni verður efnt til
sögustundar í Viðeyjarstofu síð-
degis fyrsta vetrardag, laugar-
daginn 28. október nk. Dagskrá-
in hefst kl. 14.
Gunnar F. Guðmundsson
sagnfræðingur, er nú vinnur að
sögu miðaldakirkjunnar ís-
lensku, flytur erindi, sem hann
nefnir Klaustur og klausturlíf á
íslandi á miðöldum. Gunnar
mun fjalla almennt um þetta
efni, en einnig leitast við að
bregða upp svipmyndum úr
klausturlífinu.
Ásdís Egilsdóttir bókmennta-
fræðingur flytur síðan erindi,
sem hún nefnir Klausturbók-
menntir og Þorleifur Hauksson,
bókmenntafræðingur fer með
ljóð tengd þessu efni.
Er þau þijú hafa flutt efni
sitt verður boðið upp á kaffi-
veitingar í Viðeyjarstofu. Að
þeim loknum verður gengið út
í Viðeyjarkirkju og þar munu
klerkar og leikmenn úr söfnuði
Kristskirkju í Landakoti flytja
Þorlákstíðir.
Bátsferðir til Viðeyjar verða
kl. 13.30 og 13.45. Reiknað er
með að samvera þessi taki ekki
lengri tíma en svo, að farið
verður í land um kl. 16.30.
Kostnaður við að sækja sögu-
stundina er ekki annar en feiju-
tollurinn, sem er að veiiju 400
kr. og allir eru velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
Kvennabarátta í 25 ár
Opinber fyrir-
lestur um
kvenfrelsi og
stjórnmál
HELGA Siguijónsdóttir flytur op-
inberan fyrirlestur í Norræna hús-
inu laugardaginn 28. október nk.
Hann hefst kl. 14, er ókeypis og
öllum opinn. Fyrirlesturinn er flutt-
ur í tilefni af því að í þessum
mánuði er aldarfjórðungur liðinn
síðan Rauðsokkahreyfingin var
stofnuð hér á landi.
í fyrirlestrinum kemur Helga
víða við og leitar m.a. svara við
eftirfarandi spumingum: Hvers
vegna var ný kvennahreyfing stofn-
uð í upphafi áttunda áratugarins?
Hver varð þróun hreyfingarinnar
og hvers vegna leið hún undir lok?
Var Kvennalistinn arftaki hreyfíng-
arinnar? Er Kvennalistinn sjálfstætt
og frumlegt stjómmálaafl eða er
hann hefðbundinn vinstri flokkur?
Hvers vegna er ekki samfella í
kvenfrelsisbaráttunni? Ber kvenna-
barátta árangur? Er þörf fyrir nýja
kvennahreyfíngu á nýrri öld?
♦ » ♦----
Aðalfundi og
ráðstefnum
RKÍ frestað
STJÓRN Rauða kross íslands
ákvað í gær að fresta aðalfundi
félagsins sem hefjast átti í dag,
föstudaginn 27. október, og standa
til 29. október. Fundinum er frest-
að til 17. nóvember nk. Jafnframt
var ákveðið að fresta tveimur ráð-
stefnum sem halda átti samhliða
um skipulag sjúkraflutninga og um
málefni flóttamanna.
R AÐ AUGL YSINGAR
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Kirkjubraut 26, þingl. eig. Tryggvi Vilmundarson, gerðarbeiðandi
Búnaðarbanki íslands, 1. nóvember 1996 kl. 13.00.
Sauðanes, Nesjahreppi, þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, Kristinn Pét-
ursson og Rósa Benonýsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Aust-
urlands og Stofnlánadeild landbúnaðarins, 1. nóvember 1995 kl.
17.00.
Sunnubraut 4a, 0102, þingl. eig. Hannes Halldórsson, gerðarbeið-"
endur Byggingasjóður ríkisins og Sýslumaðurinn á Höfn, 1. nóvem-
ber 1995 kl. 14.00.
Sunnubraut 4b, 0101, þingl. eig. Sigtryggur Benedikts, gerðarbeið-
endur Byggingasjóður ríkisins og Sýslumaðurinn á Höfn, 1. nóvem-
ber 1995 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn á Höfn,
25. október 1995.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1,
Selfossi, þriðjudaginn 31. okt. 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum:
Eyrargata 13, Eyrarbakka, þingl. eig. Sigurður Þór Emilsson og
Hafrún Ósk Gísladóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf.
Finnheiðarvegur 8, úr Norðurkoti, Grímsn., þingl. eig. db. Sigurjóns
Jónssonar, gerðarbeiðandi Grímsneshreppur.
Heinaberg 9, Þorlákshöfn, þingl. eig. Jóhann B. Óskarsson, gerðar-
beiðendur Ispan hf., Lifeyrissj. sjómanna og Vátryggingafélag ís-
lands hf.
Hrauntjörn 1, Selfossi, þingl. eig. Haraldur Skarphéðinsson, gerðar-
beiðandi Bæjarsjóður Selfoss.
Lóð nr. 18 úr Minni-Borg, Grímsn., þingl. eig. Ásbjörn Helgason,
gerðarbeiðandi Landsbanki islands.
Lóð nr. 23 í landi Klausturhóla, Grímsn., þingl. eig. Sverrir Þór Hall-
dórsson og Kolbrún Þorláksdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís-
lands.
Lóð nr. 36 úr Hólaspildu, Hallkelshólum, Grímsn., þingl. eig. Bettý
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Grímsneshreppur, Húsfél. Dalseli
24-48, Rvik og Sveinn Sveinsson.
*Norðurtröð 26, Selfossi, talin eig. Haraldur Tr. Snorrason, gerðar-
beiðandi Bæjarsjóður Selfoss.
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Heiðarbrún 25, Hveragerði, þingl. eig. Elín Ósk Wiium, gerðarbeið-
endur Lögmenn Suðurlandi, Lffeyrissjóður landssambands vörubíl-
stjóra, Sigríður Helgadóttir, Ingvar Helgason hf., Búnaðarbanki Is-
lands og Lífeyrissjóður sjómanna, fimmtudaginn 2. nóvember 1995,
kl. 14.30.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
26. október 1995.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1,
3. hæð, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Aðalgata 10, efri hæð, Suðureyri, þingl. eig. Guðlaugur Björnsson,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 31. október 1995 kl. 14.00.
Aðalstræti 32, n.h.a.e., ísafirði, þingl. eig. Pétur Ragnarsson og Jó-
hannes Ragnarsson, gerðarbeiöandi Bæjarsjóður ísafjarðar, 31.
október 1995 kl. 14.00.
Dalbraut 1B, 0201, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 31. október 1995 kl.
14.00.
Fjarðargata 30,0202, Þingeyri, þingl. eig. Þingeyrarhreppur, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður verkamanna, 31. október 1995 kl. 14.00.
Fjarðargata 30,0204, Þingeyri, þingl. eig. Þingeyrarhreppur, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður verkamanna, 31. október 1995 kl. 14.00.
Fjarðarstræti 2, 0201, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar
og Steinn Leó Sveinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka-
manna, 31. október 1995 kl. 14.00.
Hafraholt 4, Isafirði, þingl. eig. Landsbanki Islands, Ingibjörg Hallgríms-
dóttir, Sigurður G. Karlsson og Rósa María Karlsdóttir, gerðarbeiðend-
ur Bæjarsjóöur ísafjarðar, 31. október 1995 kl. 14.00.
Hlíöargata 37, Þingeyri, þingl. eig. Þingeyrarhreppur, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður verkamanna, 31. október 1995 kl. 14.00.
Mjallargata 1,0206, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðar, gerð-
arbeiöandi Byggingarsjóður ríkisins, 31. október 1995 kl. 14.00.
Pólgata 10, isafiröi, þingl. eig. Magnús Hauksson, gerðarbeiðandi
Mál og menning, 31. október 1995 kl. 14.00.
Sætún 12, 0202, Suöureyri, þingl. eig. Súðureyrarhreppur, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður verkamanna, 31. október 1995 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Isafirði,
26. október 1995.
HÚSNÆÐI í BOÐI
Til leigu
Tvær íbúðir, hvor um sig um 51 fm að
stærð, eru til leigu fyrir 63 ára og eldri að
Þorragötu 5-9, 1. hæð.
Upplýsingar gefnar í síma 562 5260.
Til sölu - yfirfæranlegt tap
Til sölu er félag á sviði fiskeldis með
yfirfæranlegt tap að fjárhæð 2.350.000 kr.
Félagið er með hreinan efnahagsreikning.
Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt:
„Félag - 17789“.
ÁX
SJALFSTÆDISFLOKKURINN
I Í; l. A (i S S T A R l;
Aöalfundur
Aöalfundur Félags ungra -jálfstæöismanna í Hveragerði veröur hald-
inn laugardaginn 28. október kl. 14.00, Austurmörk 2.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning landsfundarfulitrúa.
3. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvislega.
Stjómin.